Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 15.11.1990, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1990 GuðnýS. Guðjóns dóttir — Minning Fædd 7. janúar 1892 Dáin 4. nóvember 1990 í dag, 15. nóvember, fer fram útför Guðnýjar Sigurbjargar Guð- jónsdóttur frá kirkju Fíladelfíusafn- aðar, en hún andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 4. þ.m., en heimili átti hún á Njálsgötu 25. Áður hafði hún búið á Akureyri og var þar virkur félagi í Sjónar- hæðarsöfnuði, er Arthur Cook stofnaði og veitti forstöðu um ára- bil. Eftir að hún flutti til Reykjavík- ur var hún í tengslum við söfnuð Einars Gíslasonar, Fíladelfíu, og síðasta ósk hennar var að vera kvödd frá þeirri kirkju. Síðustu tvö ár dvaldi hún á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund við þolanlega heilsu, hafði fótavist, gat lesið lítið eitt, hlustaði á útvarp og reyndi að fylgjast sem best með því sem var að gerast og framförum í þjóðfélaginu. Guðný var fædd að Böðvarshól- um í Vesturhópi 7. janúar 1892 og því nær 99 ára er kallið kom. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Árnadóttir frá Hörgshóli í Vesturhópi og Guðjón Helgason, síðast fískmatsmaður á Akureyri. Guðný ólst up með foreldrum sínum í Vesturhópi fram að átján ára_ aldri, en þá flutti fjölskyldan til ísafjarðar og síðan til Bolung- arvíkur. í Bolungarvík kynntist hún eiginmanni sínum, Jóhanni Þorgeiri Hjaltasyni vélstjóra, frá Brekku í Nauteyrarhreppi. Fyrstu árin bjuggu þau í Bolung- arvík og þar voru elstu dætur þeirra, Guðríður Marta og Guð- jónína Kristín, fæddar. Þá var flust til ísafjarðar og þar fæddust þrjú barnanna, Gunnar, Johanna Ólöf (Nánna) og Árni Garðar. Foreldrar Guðnýjar höfðu flutt til Akureyrar 1912 og eftir að Garð- ar fæddist, sem var 1920, ákvað fjölskyldan að flytja til Akureyrar og keypti sér lítið hús í Fjörunni er nefnt var Smiðjan. Jóhann stund- aði sjó og var lengst af vélstjóri á skipum föður míns. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík fyrir rúmlega 30 arum. Á Akureyri ræktaði Guðný fal- legan blóma- og matjurtagarð við Smiðjuna, er vakti athygli og að- dáun þeirra er þar áttu leið um og voru þó margir fallegir garðar í Fjörunni og vel hirtir. Matjurtimar voru góð búbót fyr- ir heimilið sem oft var mannmargt. Elsta dóttir þeirra, Marta, hjúkr- unarkona, giftist norskum manni, Freidar Johansen, og áttu þau tvo drengi, Hans og Gunnar, en þau slitu samvistum og tók Guðný þá drengina, er voru kornungir, og ól þá upp til fullorðinsára. Marta fór til hjúkmnarnáms til Kaupmanna- hafnar, giftist dönskum tollverði og bjó þar til æviloka. Kristín giftist Þorgeiri Lúðvíks- syni, bónda og sjómanni, frá Vopna- firði. Bjuggu þau þar, á Akureyri og í Reykjavík en hann er látinn fyrir mörgum árum. Börn þeirra voru sex. Kristín er nú á sjúkra- húsi, en hún hefur átt við vanheilsu að stríða undanfarin ár. Gunnar var stýrimaður, kvæntur Ingu Fjeldsted. Áttu þau tvo syni. Gunnar lést 1974. Johanna Ólöf (Nanna) giftist amerískum landgönguliða, er hér var á stríðsámnum, Burr Daniel, og er nú búsett í Frankfurt í Kentucky í Bandaríkjunum. Börn þeirra voru þijú. Nanna hefur verið sjúklingur undanfarin ár, dvalið mikið á spítölum, er ekki ferðafær og getur því ekki verið við útför móður sinnar. Meðan hún hafði heilsu, heimsótti hún oft móður sína. Yngstur var Garðar, stýrimaður. Hann fórst með amerísku skipi á Kyrrahafi 1952. Hann átti ameríska konu, en hún fórst í flugslysi og voru þau barnlaus. Auk þess að ala upp tvo dóttur- syni sína, Hans og Gunnar, ól Guðný upp þriðja drenginn, Ib Hen- rik Pedersen, er hún tók sem korna- barn af danskri stúlku á Akureyri, er hafði átt hann með dönskum farmanni á skipi DFDS, er sigldu þá til Islands. Stúlkan, er var á Akureyrarspít- ala og hafði kynnst Mörtu dóttur Guðnýjar er .þar starfaði, bað nú Guðnýju fyrir barnið á meðan hún færi snögga ferð til Danmerkur. Svo fór að Guðný heyrði aldrei frá stúlkunni framar, né heldur föðurn- um. Hún lét drenginn ekki frá sér en gerði hann að kjörsyni sínum. Ólafía H. Eyleifs- dóttir — Minning Þessi dugnaðarkona, móðir okk- ar, Ólafía Hermunda Eyleifsdóttir, fæddist þann 17. júlí 1902 í Glaumbæ, en ólst upp á Hólakoti í Stafneshverfi. Foreldrar hennar vom Margrét Pálfríður Benedikts- dóttir og Eyleifur Ólafsson. Þetta var mjög fátækt en stolt fólk og voru sjálfsett í því að sjá fjölskyldu sinni farborða. Ólafía þurfti að hætta námi sem ung stúlka til að hjálpa til við að veita björg í bú. Þetta þótti henni mjög miður enda góður nemandi og þó sérstaklega í reikningi, sem hún svo kenndi yngri systkinum sínum en þau voru 9 að tölu, eitt dó á fyrsta aldursári. Ólafía giftist Guðna Jóni Bær- ings frá Grunnavík árið 1927 og átti með honum 10 börn, 6 dætur og 4 syni. Þegar hjónin svo skildu átti Ólafía von á tíunda barni þeirra hjóna. Hún ól bömin sín því að mestu upp ein. Ólafía var óvenju dugleg kona sem á sínum yngri árum réði sig með nokkrum röskum stúlkum á togara og vann í ákvæðisvinnu við síld á karlmannslaunum. Hún keypti sitt eigið hús í Reykjavík með láni frá Guðjóni bróður sínum sem hún svo endurgreiddi eins fljótt og hún gat því við komið. Á 65. aldursári réðst hún í það stórvirki að byggja sér sitt drauma- hús á Arnarnesi. Húsið skyldi vera það stórt að börn, barnabörn og bamabarnabörn gætu gist á heimili hennar hvenær sem væri. Slíkum heimsóknum fylgdi ávallt mikil eft- irvænting og gleði. Ólafía ferðaðist víða, þó einkum um Bandaríkin, enda voru mörg barna hennar búsett þar. Hún sagði ávallt: „Það er svo skrítið að Guð hjálpar mér alltaf. Ég hef aldrei góð verið, en samt alltaf heppin. Eg á 10 börn sem öll eru mér góð og það eitt er þakkarvert." Ólafía var hreykin af að hafa gott og gilt bílpróf og fékk viðurkenningu um slysalausan akstur í yfír 10 ár. Við hentum gys af og sögðum að bíllinn væri oftast í bílskúrnum. Guð gaf henni þá sérgáfu að geta oft og iðulega séð fram í tímann og aðstoðaði hún fjölda varðandi þeirra vandamál. Ólafía skilur eftir sig 10 börn, 26 barnabörn og 12 barnabarna- börn. Við munum ávallt elska hana og söknum hennar gífurlega. ísland verður aldrei það sama án elsku mömmu. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn I nótt. Æ, virzt mig að þér taka mér yfir láttu vaka, þinn engil, svo ég sofi rótt. Börn, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGFÚSÍNA SIGFÚSDÓTTIR, Langholtsvegi 188, verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 16. nóvember kl. 15.00 . Margrét Þorvaldsdóttir, Þorsteinn Þorvaldsson, Magrét Agústa Þorvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar bróður míns, HALLDÓRS GÍSLASONAR efnaverkfræðings, er lést 3. nóvember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Einar Gíslason. Ib lærði framreiðslustörf og starf- aði við það, en hann er nú látinn.. Ekkja hans er Guðlaug Jonsdóttir og áttu þau einn son. Guðlaug reyndist Guðnýju vel. Hans dóttursonur Guðnýjar reyndist ömmu sinni frábærlega, leit ætíð til með henni og aðstoðaði hana á allan hátt og það sama gerði kona hans, Hrafnhildur Tómasdótt- ir, enda bar Guðný mikið traust og hlýhug til þeirra. Hans Iést á besta aldri, en Hrafnhildur hélt áfram að hugsa um Guðnýju og annast mál hennar og heimsótti hana reglulega tvisvar í viku, þann tíma sem hún dvaldi á Grund. Gunnar dóttursonur hennar er hún og ól upp, er búsettur í Ósló. Hann hefur einnig sýnt ömmu sinni mikla tryggð og hjálpsemi, og hún hafði á orði að þeir hefðu vissulega launað sér uppeldið. Gunnar hefur undanfarin jól heimsótt ömmu sína ásamt konu sinni og gladdi það gömlu konuna mjög. Systkini Guðnýjar á lífi eru: _____________________________53 Holmfríður, Ásta Zoega og Friðrik Guðjónsson, útgerðarmaður, nú á Hrafnistu í Hafnarfirði. Guðný bjó Ijöldamörg ár ein í risíbúð sinni á Njálsgötu 25, eða allt til þess að hún 95 ára þurfti að fara á augndeild Landakotsspít- ala og gekkst þar undir uppskurð . á auga og við það fékk hún nokkra sjón. Aldrei fékk hún heimilisaðstoð. meðan hún bjó ein í óhentugri ris- íbúð sini, en innkaup önnuðust hennar nánustu fyrir hana og kaup- maðurinn á horninu sendi henni matvörur eftir beiðni hennar. Guðný var harðgerð kona, skap- mikil en raungóð, fróð Og hjálpsöm. Henni var gefinn mikill trúarstyrk- ur og hjálpaði það henni, því að margt misjafnt mátti hún reyna á langri ævi. Nú hefur hún fengið kærkomna hvíld, en oft hafði hún á orði hvað þetta líf entist og ekki bar hún kvíða fyrir umskiptunum. Gengin er merk kona. Hvíli hún í friði. Björn Ingvarsson t Móðir min, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN GESTSDÓTTIR, Bræðraborgarstíg 13, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 16. nóvember kl. 13.30. Vigdis Aðalsteinsdóttir Taylor, Ronald Taylor, Aðalsteinn Jón Taylor, Juanita Taylor, Kristín Jónína Taylor, Jónína MarieTaylor. t Faðir okkar og tengdafaðir, GUÐMUNDUR E. GUÐJÓNSSON skipstjóri, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 16. nóvember kl. 14.30. Þorvaldur Guðmundsson, Þórdís Björnsdóttir, Guðjón Guðmundsson, Guðný J. Ólafsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir, Bjargmundur Björgvinsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför JÓNS EGILSSONAR. Hulda Jónsdóttir, Garðar Hinriksson, Egill Jónsson, Birna Gunnhildur Friðriksdóttir, Jón Ásgeir Jónsson, Jónína Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför MARÍU GÍSLÍNU BJÖRNSDÓTTUR, Hagamel 45. Garðar Jónsson, Sigríður Flosadóttir, Þórunn Björnsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður, sonar og afa, GUÐNA RAGNARS ÞÓRARINSSONAR, Víðiteigi 30, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir til starfsmannafélags BSR, skyldmenna, vina og kunningja sem aðstoðuðu mig. Þóra Vilbergsdóttir, Eyfríður Guðjónsdóttir, Kristinn Guðnason, Berglind Jónsdóttir, Guðmundur Guðnason, Ásta Ragnarsdóttir, Vilberg Guðnason, Eyþór Guðnason, Sigríður Ásta Guðmundsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.