Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 2
£ 2 reet haomai. .er ítjöaojiaoua i coöaj8WMÐ}iom MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1991 Morgunblaðið/Einar Fálur Gestir oggangandi við Heklu Þrátt fyrir lélegt skyggni við Heklu í gær lagði þó nokkur fjöldi fólks land undir fót til þess að komast í námunda við eldstöðvarnar. Fólk kom í einkabílum og fjórum fullsetnum rútum, þar sem þorri farþega var nemendur úr Fjöl- brautaskólanum við Ármúla. Fólkið gekk langar leiðir í kulda og trekki en ekki var mikið að sjá vegna skýjahulu á Heklu og aðeins mátti greina neðsta hluta hrauntungunnar. A innfelldu myndinni hefur Ármúlaskólanemi hlaupið undir bagga með skólasystur sinni. Nefnd forsætisráðherra: Gæði, hreinleiki o g heilbrigði verði vörumerki Islands ISLENDINGAR eiga að leggja áherslu á gæði, hreinleika og heilbrigt líf við markaðssetningu landsins. Möguleikar íslendinga til að auka ferðamannastraum til landsins og að auka verðmæti þess sem við flytj- um út, eru gífurlega miklir og þá þarf að nýta. Þetta eru meðal ann- ars niðurstöður markaðs- og útbreiðslunefndar, sem forsætisráðherra skipaði í fyrra. I mikilli skýrslu frá nefndinni koma fram margar hugmyndir, sem nefndin leggur tii að verði athugaðar nánar. í máli Baldvins Jónssonar, formanns nefndarinnar, á fundi nefndarinnar í gær, kom fram að móta þyrfti mjög ákveðna stefnu í umhverfísmálum og á því sviði ættu íslendingar að taka forystu. - Meðal þess sem nefndin leggur til að gert verði er að koma á fót heilsulindum sem eftirsótt væri fyrir útlendinga að heimsækja. Nefndar- menn telja mikilvægt að tekjur af aiþjóðlegu lottói, sem komið verði á fót, renni til alþjóðlegra umhverfis- verðlauna sem beri nafn íslands. Hugmyndir eru um loftbelgjafiug samtakanna Global Concem yfir ís- landi, fljótandi borg sem yrði við strendur íslands, alþjóðlega fjár- málaþjónustu, sérstaka ráðstefnu- miðstöð í Reykjavík og lagningu vegar þvert jrfir landið. „Þið hafið geysilega möguleika á sviði ferðamála,“ segir Sir Ralph Halpern, kunnur breskur kaupsýslu- maður sem sat fund nefndarinnar í gær. „íslendingar þurfa að marka stefnu í þessum málum til þess að þið ráðið hvemig málin þróast. Heil- brigði er í tísku í heiminum og á því sviði eiga Islendingar að geta tekið frumkvæðið." í skýrslu nefndarinnar kemur fram að tæplega 14 þúsund breskir ferðamenn koma til Islands, en 28 milljónir Breta fara árlega í leyfí til útlanda. Með því að'leggja áherslu á kosti íslands og sérstöðu telja menn hægðarleik að stækka þann hóp, sem leggur leið sína til íslands, verulega. Einnig er rætt um svipað- ar aðgerðir í öðmm löndum. Nefndin leggur til að hafist verði handa strax á vissum sviðum, en til þess þarf fé. Áætlanir nefndarinnar gera ráð fyrir 70 milljónum til frek- ari athugana og síðan þurfi um 200 milljónir á ári, næstu fjögur árin, til að hrinda markvissri markaðssetn- ingu íslands í framkvæmd. I nefndinni áttu sæti auk Baldvins Jónssonar þeir Ingjaldur Hannibals- son, Júlíus Hafstein, Karl Sigur- hjartarson og Pétur J. Eiríksson. Undirskrift viðskiptabókunar Islendinga og Rússa frestað Undirskrift háð því að Sovétmenn kaupi m.a. 50 þúsund tunnur af síld og staðið verði við greiðslur fyrir síðasta ár Samningaviðræðum, sem stað- ið hafa yfir í Moskvu undanfarna daga um nýja viðskiptabókun íslendinga og Sovétmanna fyrir árin 1991 og 1992, lauk í gær. Samkomulag náðist um texta bókunarinnar og fylgja henni listar yfír íslenskar og sovéskar vörur, sem eru nánast þær sömu og í síðustu viðskiptabókun, til dæmis saltsíld, frystar sjávaraf- urðir, lagmeti og ull. Magn og verðviðmiðun er þó ekki tekið fram í þessum vörulistum. • íslenska samninganefndin lýsti því yfir að enda þótt tekist hafí samkomulag um texta nýrrar við- skiptabókunar, sé undirskrift henn- ar háð því að fjárveitingar og greiðslur vegna samninga fyrir árið 1990 liggi fyrir og svör við því hvenær greiðslur yrðu inntar af hendi þyrftu að Iiggja fyrir innan sex vikna. Þó er vonast til að skýr- ari línur varðandi greiðslur fyrir saltsíld fáist næstu daga. Samkvæmt kaupsamningum fyrir árið 1990 skulda Sovétmenn okkur nú 8-9 milljónir Bandaríkja- daia, eða 440-500 milljónir króna, fyrir saltsíld, frystan fisk og lag- meti, þar af 5,5 milljónir dala fyrir 50 þúsund tunnur af saltsíld, eða um 300 milljónir króna. Þau mál eru til meðferðar hjá sovéska sjáv- arútvegsráðuneytinu, ríkisnefnd um matvæli og innkaup og öðrum sovéskum stjórnvöldum, sem fjalla um gjaldeyrismál. Sovétmenn von- ast til að línur skýrist í þessum málum næstu daga. Áhersla er lögð á að þeir veiti sem fyrst fé til salt- síldarkaupanna en síldveiðar hafa verið leyfðar hér út þennan mánuð. Sovétmenn hafa að undanförnu greitt fyrir lagmeti og ull og á næstunni eru væntanlegar veruleg- ar viðbótargreiðslur fyrir ull, sem Sovétmenn hafa keypt samkvæmt viðskiptabókun, svo og greiðslur vegna vöruskipta, sem Álafoss hf. hefur beitt sér fyrir til að auka möguleika á sölu til Sovétríkjanna. Búist er við að hluti af greiðslunum til Álafoss hf. verði tekinn af því fé, sem íslensku olíufélögin greiða sovéskum olíuútflytjendum. Þrátt fyrir mikla áherslu af hálfu íslensku viðræðunefndarinnar tókst ekki að fá ósk um magn og verðvið- miðun framgengt vegna þeirrar breytingar, sem er að verða á skip- an efnahags- og markaðsmála í Sovétríkjunum. Næstkomandi mánudag er áformaður fundur meirihluta nefndarmanna í íslensku viðræðunefndinni með einum ráða- manna sovésku ríkisnefndarinnar um matvæli og innkaup. Þessi nefnd hefur yfirumsjón með fram- leiðslu, innflutningi og dreifingu matvæla. Að þessum fundi loknum er ráðgert að halda aukafund með Júrí P. Ledentsov formanni sovésku samninganefndarinnar um við- skipti Sovétmanna og íslendinga. Lánskjara- vísitala hækk- ar um 1,15% VÍSITALA byggingarkostnaðar, lánskjaravísitalan og Iaunavísi- talan voru birtar í gær. Láns- kjaravísitalan fyrir febrúar hækkaði um 1,15% en það sam- svarar 14,6% verðbólgu á ári. Byggingarvisitala fyrir febrúar- mánuð hækkaði um 0,2% sem samsvarar 2,1% verðbólgu. Launavísitala fyrir janúar hækk- aði um 2,6%. Hækkun lánskjaravísitölunnar síðustu þrjá mánuði samsvarar 9,1% verðbólgu á ári, hækkun hennar síðustu sex mánuði samsvarar 5,4% verðbólgu og undanfarna tólf mán- uði hefur lánskjaravísitalan hækkað um 7%. Hækkun byggingarvísitölunnar síðustu þijá mánuði jafngildir 8,6% árshækkun og hækkunin síðustu sex mánuði jafngildir 5,8% hækkun á ári. Vísitala byggingarkostnaður hefur hækkað um 7,2% síðustu tólf mánuði. íslendingar við átakasvæðin: Húsið skalf við sprengingmm -segir Salbjörg Sveinsdóttir í Haifa í ísrael sem hefur flutt sig í sprengjuvarnarbyrgi ásamt fjölskyldu sinni SALBJÖRG Sveinsdóttir, sem er búsett í Haífa í ísrael ásamt eiginmanni og tveggja ára dóttur, segir að atburðirnir í fyrri- nótt, þegar írakar sendu tvær sprengjur á borgina, hafi verið mjög erfiðir. Morgunblaðið náði tali af henni í gær í miðstöð Baháía þar sem byggt hefur verið loftvarnarbyrgi en fjölskylda hennar flutti sig þangað í gærdag og hyggst halda til í byrginu á meðan hættuástand ríkir í borginni. „Ég treysti mér ekki til að upp- vel að þola kjarnorkuárás. Hér lifa aðra slíka nótt. Ég geng með bam og hef því fengið að fara með fjölskylduna í sprengjuvarn- arbyrgi í Allsheijarhúsi Baháía sem er skammt frá heimili okkar. Það er búist við annarri árás hve- nær sem er,“ sagði hún. Salbjörg sagði að þau hefðu yfirgefið heimili sitt um miðjan dag í gær og ekið í flýti í byrgið því íbúum borgarinnar er fyrir- skipað að halda sig inni við. Hún sagði að fleiri fjölskyldur héldu til í byrginu og færi vel um þau. „Þetta er öruggt byrgi sem á jafn- eigum við ekki heldur að þurfa að setja upp gasgrímur, komi til árásar,“ sagði hún. Salbjörg sagði að fjölskyldan hefði vaknað við sírenur kl. 2 í fyrrinótt og hafi rétt gefist tími til að hlaupa inn í innsiglaða her- bergið þegar sprengja sprakk ná- lægt húsinu. „Það var svo nálægt að húsið titraði. Við gátum ekki sett gasgrímu á tveggja ára dótt- ur okkar og ég þojdi ekki að hafa gasgrímu á mér. Ég bjóst þó allt- af við að finna gaslykt en sem betur fer var ekki beitt efnavopn- um,“ sagði hún. Að sögn Salbjargar þurfti fjöl- skyldan að hafast við í herberginu til kl. 7 um morguninn þegar til- kynning barst um að öllu væri óhætt. „Það munu 15 manns hafa slasast í árásinni en nokkrir hafa dáið í gasgrímunum. Það hafa borist fregnir um að þijú lítil böm og tvær konur hafi ekki þolað grímumar og kafnað," sagði hún. Halla Backman, sem er búsett I Jerúsalem, sagði I gær að fólk í borginni væri á verði. Fæstir færu til vinnu en héldu til á heimil- um sínum og fylgdust með út- varpi. „Það er allt rólegt og ber ekki mikið á ótta,“ sagði hún. Hún sagði að þegar árásin var gerð á ísrael í fyrrinótt hefði bor- ist tilkynning um að fara inn í einangrað herbergi og hafa gas- grímur til reiðu. „Það gerðist þó sem betur fer ekkert hér í Jerúsal- em en sprengjur hæfðu Tel Aviv og Haifa.“ Sagði hún að engar upplýsingar hefðu borist um hugs- anlega gagnárás ísraelsmanna og sagði að búist væri við að farið yrði variega I sakimar. „Fólk biðst mikið fyrír og heldur stillingu sinni en það hefur ekkert gerst hér,“ sagði hún., í gærmorgun var einni eldfiaug skotið að Bahrain eyju sem er á Persaflóa en hún var skotin niður af flugher bandamanna. Heimir Hauksson, sem er þar búsettur, sagði í gær að sírenur hefðu verið settar af stað kl. 5 um morguninn og fólki ráðlagt að halda kyrru fyrir. „Hálftíma síðar barst tilkynn- ing um að hættan væri liðin hjá. Það ber ekkert á hræðslu meðal fólks en það heldur sig heima við í dag. Við höfum heyrt miklar flug- véladrunur en að öðru leyti ekki orðið vör við átökin," sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.