Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANUAR 1991 nmmm © 1990 Universal Press Syndicate F'immtiuk&a, e/dsp&tnabréf og upptcdccirL. " Ast er... . .. að nota húfuna, sem hún pijónaði á þig. TM Reg U.S. Pat OH. — all nghts reserved ® 1991 Los Angeles T imes Syndicate Með morgunkaffinu POULU^ 4 4 Þú kannast trúlega við að stundum hefur maður sig ekki i vinnuna. Pabbi ætlar að lesa fyrir þig nýja sögu ... HÖGNI HREKKVÍSI ,HÖ<SNI VAfZ NÆSTOe." Þreyttur fyr- irmyndarfaðir Til Velvakanda. Ég hafði gaman af Fyrir- myndarföðurnum á sínum tíma en það er mál sannast að þessum skemmtiþætti hefur farið mikið aftur og ber síðasta syrpan þess glöggt vitni. Það er greinilegt að framhaldsþætti hafa tilhneigingu til að dala, þegar of mikið hefur verið framleitt af þeim. Sjónvarps- menn ættu að-hafa þetta lögmál í huga og eins hitt, að hætta ber hveijum leik þegar hæst hann ber. Er ekki kominn tími til að taka Huxtable-ijölskylduna af dagskrá? Þess ber þó að geta í leiðinni að dagskrá sjónvarpsins hefur ver- ið góð í vetur. Sérstaklega vil ég þakka fyrir góðar bíómyndir um helgar, þ.e. á föstudögum og laug- ardögum. Þetta er sá tími sem maður þarf mest á sjónvarpinu að halda því sjónvarpsáhorfun vill verða stopul önnur kvöld. Sjón- varpið ætti að forðast að taka þriðjaflokks efni til sýningar, jafn- vel þó það fáist ódýrt, því það kemur óorði á dagskránna í heild. Þess vegna ætti eingöngu að sýna þriggja stjörnu myndir um helgar en láta víedóleigurnar um hinar. Áskrifandi t>essir hringdu io Mikið öryggisatriði Kona hringdi: „Við höfum verið ánægð með CNN útsendingar Stöðvar 2. Það er mikið öryggisatriði að hafa svona fréttaþjónustu. Það er for- kastanlegt af menntamálaráð- herra að ætla að banna þetta vegna þess að ekki er hægt að hafa íslenskan texta. Vil ég koma á framfæri þakklæti til Stöð 2 fyrir þetta framtak og óska þess umfram allt að þessum útsending- um verði ekki hætt. Ríkissjón- varpið ætti einnig að vera með þessar útsendingar." Gölluð vara Hrefna hringdi: „Ég keypti draug með rafhlöð- um í Jólamarkaðinum í Torginu við Austurstræti fyrir jólin en svo kom í ljós að um gallaða vöru var að ræða. Þeir sem seldu þessa drauga er ekki þama lengur og bið ég því viðkomandi að hafa samband við mig í síma 27709.“ Góð þjónusta Geir Snorrason hringdi: „Ég vil þakka fyrir góða þjón- ustu hjá Toyotaumboðinu. Allt sem þeir segja þar stenst þegar á reynir. Ég keypti þar notaðan bíl og kom fram í honum galli. Þeir útveguðum mér annan bíl meðan bíllinn minn var á verk- stæðinu, óumbeðið. Held ég að fyrirtæki hafi almennt tilhneig- ingu til að koma sér hjá þess háttar skyidum við viðskiptavini. Ég vil benda fólki á að snúa sér til Toyotaumboðsins." Þakkir íbúar á Kársnesbraut höfðu samband: „Okkur langar til að koma á framfæri þakklæti til bílstjórans á G14756 fyrir ómetanlega hjálp annan í jólum.“ Kennslubækur hálsmen Tvær píanó kennslubækur í plastpoka merktum Kaviar house töpuðust í Garðabæ í desember. Einnig tapaðist hálsmen, sem er stafurinn H með litlu demants- broti í. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 45086. Kettlingar Kettlingar fást gefins. Upplýs- ingar í síma 656617. HEILRÆÐI Endurskinsmerki stórauka öryggi í umferðinni. Burt með skólagjöldin Til Velvakanda. Við erum hérna tvær í fjöibraut- askóla. og okkur finnst að skóla- gjöldin séu allt of há. Þau fara víst nær eingöngu í nemendafélag- ið en við erum bara í nokkrum kennslustundum á viku og stund- um félagslífíð ekkert. Svavar Gestsson menntamálaráðherra hefur bæði sagt að hann sé á móti skólagjöldum og að fram- haldsskólanemar vinni og mikið með skólanum. Hvernig væri nú að minnka vinnuálagið á nemend- um með því að fella gjöldin niður? Kolfinna óg íris Víkverji skrifar Sautjándi janúar verður trúlega lengi í minnum hafður vegna þeirra atburða sem þá áttu sér stað; styijöld við Persaflóa hófst og Hekla gaus enn einu sinni, auk þess sem Olafur Noregskonungur féll frá. Fjölmiðlar eiga að sjálf- sögðu hug almennings á slíkum degi. Víkverji hefur eins og aðrir fylgst af athygli með aðdraganda styijaldarinnar og telur að gífurleg umfjöllun fjölmiðla hafi flýtt fyrir og jafnvel átt sinn þátt í því að ákveðið var að ráðast til atlögu við íraksher. Sú stemmning sem al- þjóðlegar sjónvarpsstöðvar hafa magnað upp vekur andstyggð Vík- veija. Fjallað er um stríð eins og um væri að ræða heimsmeistara- keppni í fótbolta. Víkveija hefði ekki þótt það sérstaklega frétt- næmt, þó sjónvarpsrétturinn af stríðinu hefði verið seldur hæstbjóð- anda. Það hefði verið í samræmi við annað. Flestir íslendingar hafa heyrt um þjóðhátíð Vestmanneyinga, enda mikil hátíð og dregur að sér fjölda manns frá fastalandinu. Fáir vita hins vegar að Grímseyingar halda einnig þjóðhátíð sem er 11. nóvember ár hvert. Það er fæðing- ardagur Bandaríkjamannsins Will- ards Fiske, sem fæddist árið 1831. Fiske þessi var mikill íslandsvinur og snjall skákmaður. Ungur maður hreifst hann svo af Islandi eftir að hafa lesið bækur um norræna goða- fræði, að hann yfirgaf háskóla sinn í Bandaríkjunum og fór til Kaup- mannahafnar til að læra norræn tungumál, þar á meðal íslensku. Árið 1879 kom Fiske í fyrsta sinn til íslands og ferðaðist vítt og breitt um landið. Fiske bar Islendinga fyrir bijósti sér alla tíð, en sérstak- lega var honum umhugað um Grímseyinga. Sá áhugi er einstak- ur, sérstaklega vegna þess að hann sté aldrei fæti á eyna. Hann frétti hins vegar af miklum skákáhuga eyjarskeggja, sem honum þótti merkilegur. Eftir íslandsferð sína keypti hann og gaf íslendingum fjöldann allan af skákborðum og mönnum og þar á meðal á hvert heimili í Grímsey. Ekki lét hann þar við sitja, því hann gaf Grímseying- um einnig stofn að bókasafni eyjar- innar, sem er starfandi enn þann dag í dag í félagsheimilinu. Árlega sendi hann þeim síðan bækur í safn- ið, sem hann áleit að kæmu þeim að gagni, þar á meðal margar skák- bækur. Hann arfleiddi eyjarskeggja síðan að talsvert hárri peningaupp- hæð, sem ætluð var til þess að Grímseyingar gætu ræktað eyna sem best, fengið sér búfræðing og verklega og andlega fræðslu eftir þörfum. Hluti upphæðarinnar var notaður, að hans fyrirmælum, til að byggja lestrarsai og kennslu- stofu. Þjónaði húsið Grímseyingum lengi sem skóli, bókasafn og félags- heimili. Víkveiji hefur oft velt því fyrir sér hvort miklan skákáhuga íslend- inga megi rekja til ferða Fiske um ísland, en óhætt er að fullyrða að hann skildi eftir sig spor hér á landi sem enn mótar fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.