Morgunblaðið - 19.01.1991, Side 14

Morgunblaðið - 19.01.1991, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1991 t / jftteáður f a morcruit II ♦ IIV V \\ Vt-# t' ARBÆJARPRESTAKALL: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Kirkjubíll fer um Ártúnsholt og Efra-Seláshverfi og flytur börnin til guðsþjón- ustunnar og heim aftur að henni lokinni. Guðsþjónusta kl. 14. Fyrir- bænaguðsþjónusta miðvikudag kl. 16.30. Sr. Guðmundur Þorsteins- son. ÁSPRESTAKALL: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffisala kirkjukórsins að guðs- þjónustu lokinni. Sr. Guðni Gunn- arsson skólaprestur annast þáðar guðsþjónusturnar. Organisti Dan- íel Jónasson. Þriðjudag: Bæna- guðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Gísli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðrún Ebba Ól- afsdóttir, sr. Pálmi Matthíasson. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Pálmi Matthíasson. DIGRAIMESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þor- þergur Kristjánsson. DÓMKIRKJAN: Kl. 11. Messa. Bænadagur að vetri. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Barnastarf í safnaðarheimilinu á sama tíma. Kl. 14. Samkirkjuleg guðsþjónusta á vegum samstarfsnefndar kris- tinna trúfélaga. Beðið um frið. Erik Guðmundsson forstöðumaður að- ventista prédikar. Sr. Heimir Steinsson formaður nefndarinnar þjónar fyrir altari. Ritningar lesa: Hafliði Kristinsson forstöðumaður hvítasunnumanna, Ingibjörg Jóns- dóttir brigader í Hjálpræðishern- um og sr. Jakob Rolland sóknar- prestur við Kristskirkju í Landa- koti. Dómkórinn syngur við báðar guðsþjónusturnar. Marteinn H. 'Friðriksson leikur á orgelið. Dag- legar þænagjörðir í kirkjunni kl. 18. Beðið fyrirfórnarlömbum stríðsins og skjótum endalokum þess. Mið- vikudag: Hádegisbænir í kirkjunni kl. 12.15. LANDAKOTSSPÍTALI: Guðsþjón- usta kl. 13. Orgelleikur Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Jakoþ Ágúst Hjálmarsson. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðsþjón- usta kl. 14. Sr. Árelíus Níelsson. Organisti Kjartan Ólafsson. Félag fyrrverandi sóknarpresta. FELLA- og Hólakirkja: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Ath. breyttan messutíma vegna útvarpsguðs- þjónustu. Prestur sr. Guðmundur Guðspjall dagsins: Matt. 6.: Er þér biðjist fyrir. Karl Ágústsson. Ingibjörg Þórar- insdóttir 13 ára syngur einsöng. Organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Þriðjudag: Fyrirbænir í Fella- og Hólakirkju kl. 14. Miðvikudag: Guðsþjónusta með altarisgöngu kl. 20.30. Prestur sr. Hreinn Hjart- arson. Fimmtudag: Helgistund fyr- ir aldraða í Gerðuþergi kl. 10 f.h. Sóknarprestur. GRAFARVOGSSÓKN: Messu- heimili Grafarvogssóknar félags- miðstöðinni Fjörgyn. Barnamessa kl. 1 í. Skólabíllinn fer frá Húsa- hverfi kl. 10.30 í Foldir og síðan í Hamrahverfi. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Sigríður Jónsdóttir. Sóknarprestur. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Eldri börnin uppi í kirkjunni, yngri börnin niðri. Messa kl. 14. Altarisganga. Prestur sr. Gylfi Jónsson. Organisti Árni Arin- bjarnarson. Prestarnir. Biblíulestur þriðjudag kl. 14. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barnasamkoma kl. 11. Sr. Karl Sig- urbjörnsson. Kvöldmessa með alt- arisgöngu kl. 17. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðjudag: Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Kl. 10: Morgun- messa sr. Arngrímur Jónsson. Kl. 11: Barnaguðsþjónusta. Kirkjubíll- inn fer um Suðurhlíðar og Hlíðar fyrir og eftir guðsþjónustuna. Kl. 14: Messa. Sr. Tómas Sveinsson. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Sóknarnefndin. HJALLAPRESTAKALL: Messusal- ur Hjallasóknar, Digranesskóla. Barnamessur kl. 11. Húsið opnað kl. 10.30. Allir velkomnir. Sr. Kristj- án Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- starf í safnaðarheimilinu Borgum sunnudag kl. 11. Fjölskylduguðs- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Organisti Guðmundur Gilsson. Ægir Fr. Sigurgeirsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Óskastund barn- anna, söngur, sögur, leikir. Þór Hauksson og Jón Stefánsson sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Sigurður Haukur Guð- jónsson. Organisti Jón Stefánsson. Kór Langholtskirkju. Sóknarnefnd- in. LAUGARNESKIRKJA: Laugardag: Guðsþjónusta í Hátúni 10þ, 9. hæð, kl. 11. Guðsþjónusta sunnu- dag kl. 11. Barnastarf á sama tíma. Heitt á könnunni eftir guðsþjón- ustuna. Fimmtudag: Kyrrðarstund í hádeginu. Orgelleikur, fyrirbænir, altarisganga. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11 í umsjón Sigríðar Óladóttur. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Reynir Jónasson. Sr. Frank M. Halldórsson. Miðvikudag: Bæna- messa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón- psta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Molasopi eftir guðsþjónustuna. Sóknarprestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Barna- kórinn syngur. Organisti Gyða Halldórsdóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Barnastarf á sama tíma. Umsjón hafa Kristín Þ. Tómasdóttir og Eirný Ásgeirs- dóttir. Miðvikudag: Samkoma kl. 20.30. Sönghópurinn „Án skil- yrða“. FRÍKIRKJAN f Reykjavík: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Gestgjafi í söguhorninu Þórir S. Guðbergs- son, rithöfundur. Guðsþjónusta kl. 14. Miðvikudag 23. janúar morg- unandakt kl. 7.30. Orgelleikari Vio- lete Smid. Kirkjan er opin í hádeg- inu mánudag til föstudag. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Lág- messa kl. 8.30, stundum lesin á ensku. Hámessa kl. 10.30. Lég- messa kl. 14. Rúmhelga daga lág- messa kl. 18, nema á laugardög- um, þá kl. 14. Á laugardögum er ensk messa kl. 20. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Há- messa kl. 11. Rúmhelga daga lág- messa kl. 18 nema fimmtudaga kl. 19.30 og laugardaga kl. 14. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíiadelf- ía: Almenn samkoma kl. 16.30. Fjölbreytt \ dagskrá. Sunnudaga- skóli á sama tíma. HJÁLPRÆÐISHERINN: Samkirkj- uleg guðsþjónusta í Dómkirkjunni kl. 14. Samkoma kl. 16.30. Kaf- teinn Elsabet Danielsdóttir prédik- ar. Sunnudagaskóli á sama tíma. NÝJA POSTULAKIRKJAN: Guðs- þjónusta kl. 11. KFUM OG KFUK: Almenn sam- koma kl. 20.30 í kristniþoðssaln- um, Háaleitisbraut. Ljós fyrir þjóð- irnar (Jes. 49, 1 .-6.) MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 14. Organisti Guðmundur Ómar Óskarsson. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11. Sr. Jón Þorsteinsson. GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Ferenc Utassý. Gide- onfélagar koma í heimsókn. Kári Geirlaugsson flytur hugleiðingu. Sr. Gunnlaugur Garðarsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Hámessa kl. 10. VÍÐISTAÐASÓKN: Barnaguðs- þjónusta Víðistaðakirkju kl. 11- Guðsþjónusta kl. 14 í Hrafnistu og guðsþjónusta í Víðistaðakirkju kl. 14. Kór Víðistaðasóknar syngur. Organisti Úlrik Ólason. Sr. Sigurð- ur Helgi Guðmundsson. H AFN ARFJ ARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólaþílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Fermingarbörn aðstoða. Organisti Helgi Bragason. Sr. Gunnþór Inga- son. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Einar Eyjólfsson. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Há- messa kl. 10.30. Rúmhelga daga Lítil athugasemd — í framhaldi af Helgispjalli 13.01.1991 Vetrarganga með Ferðafélaginu í Heiðmörk. Ferðafélag íslands: Hringganga um Reykjavík að vetri Miðstjórn Alþýðu- sambands Islands: Ofbeldi sovéskra stjórnvalda mótmælt Heilagi M í 108. grein Helgispjalls sunnu- daginn 13.01. sl. fjallar þú um „ut- anstefnur“ og þar segir m.a. svo: ...og þá þykir það ekki síst í sam- ræmi við sjálfstæði okkar og full- veldisvitund að skjóta málum til erlendra dómstóla. Gvendi biskupi góða og Jóni Arasyni var legið á hálsi fyrir þetta sama ..." Mer fellur þungt að heyra svona hugsun krauma innan höfuðskelja þinna, þó þú að vísu hafir þá afsök- un að löglærðir grautarhausar hafa uppá síðkastið látið samskonar dellu frá sér fara á prenti. Því enga aðra afsökun hefur þú fyrir þessari rang- færslu þinni á staðreyndum. Þér á að vera það jafnkunnugt og öðrum sæmilega upplýstum mönnum, að íslenskum dómsmálum verður ekki áfrýjað til erlendra dómstóla, því Hæstiréttur íslands er samkvæmt stjórnarskrá æðsti dómstóll og dóm- um hans verður því ekki skotið til annara dómstóla, hvorki innlendra né erlendra. Eða veistu um dæmi slíks? Hitt er svo annað mál að til eru alþjóðlegir dómstólar. En þeir hafa ekki lögsögu yfir dómsmálum nokk- urrar þjóðar. Lögsaga þeirra nær einvörðungu til eftirlits með alþjóð- legum samningum sem ríkisstjórnir hafa með sér gert og þjóðþingin staðfest. Þannig er tilaðmynda um Mann- réttindadómstólinn í Strasborg. Hans lögsaga er eftirlit með því að aðildarþjóðir Mannréttindasáttmála Evrópuráðsins virði þau mannrétt- indi sem þær hafa skuldbundið sig tilað virða. Strasborgardómurinn fæst ekki við að breyta dómum Hæstaréttar, sem standa óhaggaðir hver sem niðurstaða Mannréttinda- nefndar og Mannréttindadómstóls verður. Enda fjalla sérfræðingarnir í Strasborg einvörðungu um það hvort form réttarhalda hafi staðist kröfu Mannréttindasáttmálans eða ekki. Mannréttindadómstóllinn dæmir ríkisstjómir sem ekki hafa staðið við eigin skuldbindingar til skaðabóta og getur líka vikið ein- stökum ríkjum úr Evrópuráðinu, sé um endurtekin brot þeirra á almenn- um mannréttindum að ræða. Man ég það ekki rétt að þannig slyppi gríska herforingjastjómin við frekara rex útaf mannréttindum þegna sinna skömmu áðuren hún féll? Það er dapurlegt til þess að vita ef þú heldur að fullveldi okkar sé í einhverri hættu þó ríkið sé krafið um fullar éfndir á skuldbindingum sínum. Því reynist íslenska ríkið ófært um það að standa við orð sín á þessu sviði þá verður það sjálfsagt leyst undan þeim skyldum með brottrekstri. Og verður þaðanífrá fullvalda samsafn réttlausra einstakinga. Sannleikurinn er sá að Mannrétt- indasáttmálinn var einmitt gerður af fullvalda, sjálfstæðum Evróþu- þjóðum í timburmönnunum eftir fasistafylleríið mikla 1933-1945. Tilað forða leiðtogum þjóða frá illum freistingum á þessu sviði. Engu full- veldi er fómað í því sambandi. Ekki frekar en sjálfstæði einstaklings sem gengur tilaðmynda í bindindis- stúku. Reynist slíkur stúkufélagi 'óforbetranlegur fylliraftur er hann bara rekinn — og hefur þá ótak- markað frelsi tilað drekka sig í hel. Og vitaskuld líka tilað rausa um fullveldi sitt á meðan. Og þú verður að fyrirgefa mér, kæri M, en þetta tal ykkar um „nú- tíma utanstefnur" og „skertan sjálfsákvörðunarrétt" minnir mig einna helst á tuldrið í svoleiðis fylli- rafti. Með kæram kveðjum, Þorgeir Þorgeirsson. HRINGGANGA um útivistar- svæði Reykjavíkur hefst á sunnu- daginn. I ferðaáætlun Ferðafé- lags íslands sem er að koma út um þessar mundir eru margar nýjungar. Ein þeirra nefnist Reykjavík að vetri. Með henni verða útivistarsvæði Reykjavík- ur bæði utan og innan byggðar kynnt í eins konar hringgöngu í 5 áföngum. Fyrsta gangan hefst sunnudag- inn 20. janúar og er brottför kl. 13.00 við Mörkina 6 þar sem hús Ferðafélags íslands er í byggingu. Frá náttúrunnar hendi er land Reykjavikur vel fallið til útiveru. Leiðir göngunnar munu liggja um svæði sem hafa bæði sérstakt gildi sem útivistar- og náttúruverndar- svæði. Um er að ræða svæði sem eru á náttúruminjaskrá, t.d. Elliða- árdalur, Grafarvogsleirur og Gufu- neshöfði. Undir svokallaða borgar- vernd heyrir t.d. strönd Grafarvog- ar frá Gullinbrú að Gufuneshöfða, en þar verður einmitt gengið á sunnudaginn. í þeirri göngu sem hefst við Mörkina 6 vestast í Soga- mýrinni er haldið niður að Árhólm- um að Rafstöðinni við Elliðaár. Gengið verður með Elliðaánum, neðan Ártúnsholts og Ártúnshöfða út að Grafarvogi og með ströndinni að Gufuneshöfða og Gufunesi. í Gufunesi býður rúta hópsins um fjögurleytið og flytur til baka að Mörkinni 6. Ekkert þátttökugjald. Það er einnig hægt að vera með hluta göngunnar, t.d. má snúa við hjá Elliðaárbrúm. Næsti áfangi er áætlaður sunnu- daginn 10. febrúar, en vegna þess að þá sömu helgi verður þorrablóts- ferð Ferðafélagsins að Skógum, er líklegt að einnig verði boðið upp á þá göngu einhvern annan dag svo enginn missi af neinu. Hring- göngunni lýkur með fimmta áfang- anum sunnudaginn 17. mars. (Frúttatilkynning) Á FUNDI miðstjórnar Alþýðu- sambands Islands 16. janúar voru ofbeldisaðgerðir sovéskra stjórnvalda gagnvart sljórn- völdum í Eystrasaltslöndunum undanfarna daga og árásir hersins á óvópnaða og saklausa borgara fordæmdar. Þá lýsti miðstjórnin einnig áhyggjum sínum vegna stríðs við Persaf- lóa. „Við höfðum bundið miklar vonir við þær umbætur sem orðið höfðu í stjórnarháttum í Sov- étríkjunum fyrir alþýðu mánna þar í landi og því eru atburðir síðustu daga alvarlegt áfall fyrir þann árangur sem í augsýn var/‘ segir í ályktun miðstjórnar ASI. Um ástandið við Persaflóa segir;„Miðstjórn ASÍ lýsir áhyggj- um sínum yfir því stríðsástandi sem nú ríkir við Persaflóa. Það er ljóst að hernaðarátök munu bitna hart á óbreyttum borgurum á svæðinu, konum og börnum og geta valdið alvarlegum umhverf- isspjöllum. Miðsatjórn gerir tilkall till þess að enn frekar verði látið reyna á friðsamlega lausn til að koma í veg fyrir stríðsátök sem leitt geta mannkynið á heljarþröm," segir í ályktun miðstjórnarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.