Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 20
Í2 20 teei aAöMAi .ei jrjpAUflAOUAi uiUAia/.uonow MORGUNBLAÐIÐ LÁUGÁRDÁGUR í9JÁNÚÁR J991 PERSAFLOA T omahawkstýri- flaugar ruddu brautina í Irak Washington. Reuter. TOMAHAWK-stýriflaugin var hönnuð á tímum kalda striðsins til þess að flytja kjarnorku- sprengju á óvinarskotmark en í Persaflóastríðinu hefur hún öðl- ast nýtt hlutverk og í fyrsta sinn verið notuð til þess að skjóta venjulegum sprengihleðslum í hefðbundnu striði. 1,5 milljónir dollara, jafnvirði 84 milljónir ÍSK. Flauginni er skotið af stað með eldflaug en í um tveggja kílómetra fjarlægð frá skotpalli fer þotuhreyfíll flaugar- innar í gang og knýr hann flaugina að skotmarki sem kann að vera allt að 2.400 kílómetra í burtu. Reuter James Spangler kapteinn (t.v.) í bandaríska hernum með mönnum sínum við skotpall fyrir Patriot-loft- varnaflugskeyti í Saudi-Arabíu. Sveit Spanglers grandaði Scud-flaug skammt frá Dhahran. Patriot-flugskeytin stóðust frumraunina Riyadh. Reuter. BLAÐ var brotið í hernaðartækninni í fyrrinótt þegar Patriot-loftvarnaflugskeyti grandaði sovétsmíðaðri Scud- eldflaug yfir Saudi-Arabíu skammt frá Dhahran-herstöð- inni við Persaflóa. Fyrstu nótt styijaldarinnar var á annað hundrað Tomahawk- flaugum skotið á skotmörk í Irak, að sögn Dicks Cheneys varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, frá beitiskipum og tveimur herskipum úr seinna stríðinu, Wisconsin og Missouri.' Vopnasérfræðingar segja að 90% flauganna hafí hæft skotmörk sín af ótrúlega mikilli nákvæmni eftir mörg hundruð mílna flug. Hafí skakkað í mesta lagi nokkrum fetum frá fyrirfram ákveðnum bletti á skotmarkinu. Tomahawk-flaugarnar bera 450 kílóa sprengihleðslu og fljúga á sama hraða og farþegaþota rétt yfir yfírborði jarðarinnar. Stýri- búnaður flaugarinnar nemur hæð- arlínur á leiðinni og sér um að hún fljúgi rétt yfír trjátoppum. Nær útilokað hefur verið fyrir íraka að granda Tomahawk-flaugunum áð- ur en þær hæfðu skotmark sitt. Þar sem þær smjúga rétt yfír eyði- merkursandinum á nær hljóðhraða er ógemingur að sjá þær í ratsjám svo að gagni komi. Hver Tomahawk-flaug kostar Patriot-flugskeytið var nú notað í fyrsta sinn í hemaði og lýstu fulltrúar Bandaríkjahers ánægju með árangur þar sem fyrsta og eina flaugin sem skotið hefur verið skyldi granda óvinaflauginni. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem gagn- flaug grandar meðal- eða lang- drægri eldflaug i hemaði. Hönnun og framleiðsla Patriot- loftvamakerfísins þótti umdeild á sínum tíma vegna svimandi kostn- aðar sem nam milljörðum dollara. Hvert flugskeyti kostra eina millj- ón dollara eða 56 milljónir ÍSK. Hófst þróun kerfísins árið 1965 en það var ekki talið tilbúið til notkunar í hernaði_ fyrr en 1984 eða 19 ámm síðar. I hverri einingu kerfísins eru tvær ratsjár, stjóm- stöð og átta fjarstýrðir skotpallar en í hveijum þeirra eru fjórar flaugar í skotstöðu. Patriot-loftvarnakerfíð var fyrst tekið í notkun í Evrópu árið 1985 en það er uppistaðan í loftvömum bandaríska landhers, bæði gagn- vart flugvélum og eldflaugum. Gegnir það lykil hlutverki í vörnum fjölþjóðahersins gegn eldflaugum Iraka. Var það meðal fyrstu vopna sem send vora til Saudi-Arabíu á fyrstu dögunum eftir innrás íraka í Kúveit 2. ágúst sl. Einnig hafa Patriot-flugskeyti verið seld heij- um Saudi-Arabíu og ísraels eftir innrásina en ísraelar munu ekki hafa lokið uppsetningu þeirra og því ekki getað notað flugskeytin gegn Scud-flaugunum sem írakar skutu þangað í fyrrinótt. Patriot-flaugin er sögð meðal fullkomnustu vopna Bandaríkja- manna. Hún er fjögurra metra löng, flýgur á rúmlega þreföldum hljóðhraða og dregur um 50 km, en það fer eftir hæð óvinaskot- marksins. Flaugina má nota jafnt gegn háfleygum eldflaugum sem lágfleygum. Flughæð Scud-flaug- arinnar sem grandað var yfír Saudi-Arabíu í fyrrinótt var 5.000 metrar eða 17.000 fet og var henni skotið frá Basra í suðurhluta íraks og hafði því flogið um 520 kíló- metra þegar hún var skotin niður. Hermt er að Patriot-flugskeytið sé tiltölulega ónæmt fyrir öflugum rafeindatraflunum og geti fullkom- inn tölvubúnaður hennar fylgst með nokkram hugsanlegum skot- mörkum samtímis. Flugvélar fara tvö þús- und árásarferðir á dag BANDARÍSKAR flugvélar eyðilögðu í gær sex hreyfanlega Scud-eldflaugaskotpalla sem írakar beindu gegn Saudi- Arabíu, að sögn Normans Schwarzkopfs hershöfðingja, yfirmanns bandaríska heraflans við Persaflóa. Hershöfð- inginn sagði að flugvélar fjölþjóðahersins færu 2.000 árás- arferðir á dag og hæfðu 80% skotmarka sinna. Sjö þotur bandamanna hafa ekki snúið til baka úr árásarferðum sínum og er flugmanna þeirra saknað. „Bandaríski flugherinn fann þijá hreyfanlega skotpalla með eldflaug- um í írak í morgun. Eldflaugunum var beint gegn Saudi-Arabíu. Þeim hefur nú verið eytt,“ sagði Schwarz- kopf á fréttamannafundinum. „Átta eldflaugaskotpallar til viðbótar fundust á sama stað. Á þessari stundu er verið að gera árás á þá og hefur eyðing þriggja þeirra ver- ið staðfest. Við höldum áfram árás- um á þá sem eftir eru - viðstöðu- laust.“ Schwarzkopf sagði að bandarískar orrastuvélar hefðu eyðilagt nær alla fasta Scud-eld- flaugaskotpalla og tiltölulega stór- an hluta hinna hreyfanlegu. Hann sagði að auðvelt væri að fínna fasta eldflaugaskotpalla en það væri hægt að líkja leit að hreyfanlegum skotpöllum við leit að nál í hey- stakk. Schwarzkopf sagði að flugherir bandamanna, færa u.þ.b. 2.000 árásarferðir á dag og hefðu hæft um 80% skotmarka sinna. Yfirmað- ur bandaríska flughersins við Persaflóa, Charles Horner, staðfesti að alþjóðlega herliðið hefðí misst sjö flugvélar, þijár bandarískar, tvær breskar, eina kúveiska og eina ítalska. Allra flugmannanna er saknað. Talið er hins vegar að kúveiski flugmaðurinn sé óhultur meðal and- spymumanna í Kúveit. írakar segj- ast hafa grandað mun fleiri vélum bandamanna, eða 72 og þeir segj- ast hafa bandaríska flugmenn í haldi. Homer sagðist halda að átta íraskar flugvélar hefðu verið skotn- ar niður í loftbardögum. Ráðist á úrvalssveitir Að sögn Manfreds Rietsch, ofursta í bandaríska flughemum, voru I gær gerðar viðstöðulausar loftárásir á allt að 30.000 íraska skriðdrekahermenn úr úrvalssveit- um íraska hersins, Lýðveldisverðin- um, í suðvesturhluta íraks, skammt frá kúveisku landamæranum. Skriðdrekamir, sem era 5-600 tals- ins, leynast grafnir í sand í eyði- mörkinni norð-vestur af Kúveit. Talið er að írakar treysti á þessar sveitir til að vama innrás í Kúveit af landi. Skriðdrekar sveitarinnar sem eru sovéskir af gerðinni T-72 fóru fremstir í innrásinni í Kúveit 2. ágúst sl. eftir því sem vestrænir hemaðarsérfræðingar komast næst. Árangursrík árás á úrvals- sveitirnar er talin geta dregið mjög úr baráttuvilja annarra hersveita íraka. Einn yfírmanna í her banda- manna sagði að árásir yrðu gerðar á sveitimar allan sólarhringinn þangað til ekkert væri eftir af þeim. Fyrstu stríðsnóttina gerðu flugvélar bandamanna harða atlögu gegn sveitunum og ollu þeim miklu tjóni. Átök á landi hafa verið óveraleg en stórskotalið íraska hersins hefur skotið að bandarískum landgöngu- liðum í framvarðasveit bandamanna við landamæri Saudi-Arabíu og Kúveits, valdið tjóni á herskýlum og kveikt í byggingum við olíu- vinnslustöðvar. Ráðist var á íraska liðið með Cobra-þyrlum og ollu þær talsverðu tjóni, eyðilögðu m.a. stjórnstöð þá sem stjórnaði aðgerð- um stórskotaliðsins. Ekki var vitað um mannfall í liði íraka en þrír Bandaríkjamenn vora fluttir í sjúkrahús lítillega særðir. írakar skutu Seud-eldflaug að Dhahran í Saudi-Arabíu snemma í gærmorgun en flaugin var eyðilögði í lofti með bandarískri Patriot-flaug sem ekki hefur verið notuð í átökum áður. Upptaka bíla við ítrekuð brot Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. DÖNSK stjórnvöld hafa látið semja lagafrumvarp sem gerir kleift, ef að lögum verður, að gera bíla upptæka ef eigendur þeirra gera sig seka um ítrekuð áfengislaga- brot eða önnur gróf umferð- arlagabrot. í lagafrumvarpinu er einnig kveðið á um að ökumaður sem misst hefur ökuskírteini sitt vegna ölvunaraksturs geti fengið það aftur þegar hann hefur afplánað helming svipt- ingartímabilsins hafí hann sótt endurhæfingamámskeið á meðferðarstofnun fyrir áfeng-. issjúka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.