Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 10
10 MOlÍGÚNBt.AÐIÐ LÁUGARDAGUR 1<9'QáMJÁR 1991 911KH 9197H LARUS Þ' VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri L I IvJU’LlO/U KRISTINNSIGURJÓNSSON,HRL.löggilturfasteignasali Til sölu á fasteignamarkaðinn eru að koma m.a. eigna: Skammt frá Miklatúni efri hæð 4ra herb. um 100 fm. Sérinng. Sérhiti. Tvenriar svalir. Nokk- ur endurn. Rúmg. geymsluris fylgir. í Vesturbænum í Kópavogi neðri hæð 4ra herb. 100,1 fm í tvíbhúsi. Töluv. endurn. Sérhiti. Nýr bílsk. Góð lán kr. 4,0 millj. fylgja þar af húsnlán kr. 2,7 millj. Rétt við miðbæinn í Kópavogi gott endaraðhús v/Vogatungu m/5-6 herb. íb. á hæð. Séríb. má gera I kj. Sérb. bílsk. Trjágarður. Húsið er um 20 ára á einum vinsælasta stað Kóp. Eignaskipti möguleg. Á vinsælum stað á góðu verði Sérib. 4ra herb. 106 fm nt. í þríbhúsi á Nesinu. Allt sér (-þvottah., -hiti, -rafm.). Verð aðeins kr. 6,5-6,7 millj. Eignaskipti möguleg. Sumarhús á Eyrarbakka Eitt af vinsælu, gömlu járnklæddu timburh. um 84 fm. Ennfremur bílsk. 22 fm. Góð lán áhv. Nánari uppl. aðeins á skrifst. í steinhúsi við Ránargötu nýendurbyggð 2ja herb. ib. á 2. hæð 56 fm nt. Vinsæll staður. Húsn- lán kr. 2,6 millj. Laus fljótlega. • • • Opið ídag kl. 10.00-16.00. Óvenju margirfjársterkir kaupendur á skrá. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 AtMENNA FASTEIGNASAL AH HASKOLI ISLANDS ENDURMENNTUNARNEFND HEIMSPEKIDEILD Menningarnámskeið Heimspeki- deildar og endurmenntunarnefndar Háskóla Islands í vor verður öðru sinni boðið upp á menningarnámskeið, sem opin eru öllu áhugafólki. Að námskeiðunum standa Heim- spekideild Háskólans og Endurmenntunarnefnd. Skráning er í síma 694940 og nánari upplýsingar fást á skrif- stofu Endurmenntunarnefndar HÍ í símum 694923 og 694924. Siðfræði og siðferðileg vandamál samtímans Þetta námskeið er haldið í samvinnu við Siðfræðistofnun HI. Leiðbeinandi: Umsjón Páll Skúlason, prófessor í heimspeki við HÍ. Miðvikudagskvöld kl. 20.15-22.15, 6. febrúar - 13. mars (6 skipti). Þátttökugjald er kr. 6.000,- Óperutónlist: Stiklað á stóru í heimi óperunnar Leiðbeinandi: Guðmundur Emilsson, hljómsveitarstjóri. Miðvikudagskvöld kl. 20.00-22.00, 6. febrúar - 10. apríl. Þátttökugjald er kr. 8.800,- Myndlist og listheimspeki: „List þeirra og menning okkar.“ Hugmyndir og hugsjónir í listum á þessari öld. Leiðbeinandi: Gunnar Árnason, doktor í heimspeki og kennari í list- heimspeki í Myndlistar- og handíðaskóla islands og stundakennari HÍ. Þriðjudagskvöld kl. 20.00-22.30, 5. febrúar - 2. apríl (8 skipti). Þátttökugjald er kr. 7.800,- Þjóðtrú og þjóðsögur að fornu og nýju Leiðbeinandi: Kristján Bersi Ólafsson, skólameistari í Flensborgar- skóla. Tími og verð: Á fimmtudagskvöldum kl. 20.00-22.30, 7. febrúar - 21. mars (7 skipti). Þátttökugjald er kr. 7.000,- Straumar og stefnur í sagnfræði eftir 1970. Sjálfstætt framhald námskeiðs á haustmisseri. Leiðbeinendur: Anna Agnarsdóttir, lektor, Stefán F. Hjartarson, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir og Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingar. Mánudaga kl. 17.00-19.00, 4. febrúar - 27. maí (14 skipti). Þátttökugjald er kr. 10.000,- Suður-amerískar bókmenntir Leiðbeinandi: Guðbergur Bergsson, rithöfundur og þýðandi suður- amerískra bókmennta. Mánudagskvöld kl. 20.00-22.00, 4. febrúar - 4. mars (5 skipti). Þátttökugjald er kr. 4.800,- Leikur að hugsun: Um skáldsögur Milans Kundera og rætur þeirra í evrópskri skáldsagnahefð. Leiðbeinandi: Friðrik Rafnsson, bókmenntafræðingur og þýðandi. Mánudagskvöld kl. 20.00-22.00, 11. mars - 22. apríl (5 skipti). Þátttökugjald er kr. 4.800,- Saga og menning Grikkja frá upphafi til vorra daga Leiðbeinendur: Umsjónarmaður og aðalfyrirlesari er Sigurður A. Magn- ússon, rithöfundur, auk gestafyrirlesara. Fimmtudagskvöld kl. 20.15-22.15, 14. febrúar - 2. maí (10 skipti). Þátttökugjald er kr. 8.800,- Kvikmyndalestur Leiðbeinandi: Sigurður Pálsson er ieikhúsfræðingur og leikstjóri að mennt og starfar sem rithöfundur, þýðandi og leikstjóri. Þriðjudögum kl. 20.00-22.30, 5. febrúar - 19. mars og föstudaginn 15. mars (8 skipti). Þátttökugjald er kr. 7.800,- Ostlíki úr jurtaríki og aðhald samkeppninnar eftirJón Sigurðsson Leyfi sem viðskiptaráðuneytið veitti nýlega til innflutnings á svo- kölluðu ostlíki hefur nokkuð verið til umræðu á síðustu dögum. Hefur þar gætt nokkurs misskilnings. Til leiðréttingar á honum vil ég taka skýrt fram að ostlíkið er iðnaðar- vara, sem framleidd er úr jurta- afurðum og kryddi. Innflutningur á þessari vöru fellur ekki undir bú- vörulögin, og forræði viðskipta- ráðuneytisins varðandi innflutning- inn er ótvírætt. Þótt ostlíkið hafi verið innflutt í þetta skipti er hér um að ræða vöru, sem einfalt er að framleiða í hvaða smjörlíkisgerð sem er og líklegt virðist að hún verði framleidd hér á landi í fram- tíðinni, ef markaður reynist fyrir hana. Það er reyndar fijáls innflutn- ingur á öllum hráefnum í þessa vöru. Sjónarmið neytenda Ætlun innflytjenda mun einkum vera að selja þetta ostlíki til nota í svokallaða pizza-rétti sem eru ít- alskir að uppruna, en njóta nú mik- illa vinsælda víða um lönd, þar á meðal hér á landi. Pizzur eru af ýmsum gerðum og eru seldar á mismunandi verði eins og gengur. Sumir framleiðendur telja nauðsyn- legt að nota aðeins sérstaka gerð osta í sína framleiðslu, en aðrir telja sig geta notað ostlíki. Hver um sig reynir að ná vinsældum á markaðn- um eins og eðlilegt er. Sumir leggja áherslu á valin hráefni og gæði vörunnar, en aðrir leggja áherslu á lágt verð hennar. Valið er síðan neytandans og þess framleiðanda, sem sinnir þörfum hans og kröfum. Ostlíki gefur einfaldlega kost á ódýrari pizzum fyrir neytendur. Þá má benda á að þegar eru fluttar inn tilbúnar pizzur með osti eða ostlíki. Innflutningur á ostlíki bætir því einfaldlega samkeppnisaðstöðu íslenskra framleiðenda í þessari grein. Landbúnaðarráðherra hefur réttilega bent á, að innflutningur á ostlíki snerti hagsmuni framleið- enda mjólkur og mjólkurvara hér á landi. En sjónarmið neytandans eiga einnig rétt á sér. Það á ekki að þvinga neinn til að kaupa fram- „En stóra spurningin er hvort ostagerð á ís- landi geti ekki verið odýrari en hún er nú? Að sjálfsögðu er svarið játandi, en þá er aðhald samkeppninnar ómiss- andi.“ leiðslu, sem m.a. er gerð úr dýrum osti, ef hann kýs sjálfur ódýrari framleiðslu þar sem notað er ostlíki úr jurtaríkinu. Vinnslustöðvar án samkeppni Um langan aldur hafa vinnslu- stöðvar landbúnaðarafurða hér á landi lifað lausar við aðhald sam- keppninnar. Markaðnum hefur ver- ið bróðurlega skipt á milli þeirra og með margs konar millifærslum hefur þeim verið séð fyrir bærilegri afkomu og aðgangi að íjárfesting- arfé. Verðlagningarkerfið hefur ekki gefið hvatningu til framleiðni- aukningar í vinnslunni og sparnaðar Umsjónarmaður Gísli Jónsson Bjarki Elíasson í Reykjavík, skólastjóri Lögregluskólans, hefur leyft mér að endurbirta hér hluta af fróðlegri grein sem hann hefur skrifað í Lögreglu- blaðið (des. 1990): „Lögreglumaður — lög- regluþjónn. Eins og flestum er kunnugt kemur orðið lögregluþjónn eða lögreglumaður hvergi fyrir í fornbókmenntum okkar. Mér lék því forvitni á að vita hvenær það muni fyrst hafa verið notað og af hverjum. Ég hringdi því í starfsmann Orðabókar Háskól- ans til að vita hvort ég fengi einhveijar upplýsingar um þetta mál. Ég fékk þar góðar móttökur og eftir skamma stund gat starfsmaðurinn upplýst mig um að þessi orð væri fyrst að finna á prenti í Skírni, tímariti Hins íslenska bókmenntafélags, á ár- unum 1836-1849. Með þessar upplýsingar að leiðarljósi lagði ég svo leið mína í Landsbóka- safnið og fékk lánuð þau eintök af Skírni sem til var vitnað, og eftir að hafa setið yfir þessum lestri í tvo morgna var ég búinn að finna það sem ég leitaði að. í 10. árgangi Skírnis frá 1836 kemur orðið lögreglumaður fyrst fyrir, þar sem vitnað er í ræðu sem Nikulás Rússakeisari hélt, og var að vara þegna sína við utanaðkomandi áróðri í bók- um og ritum, sem eins og hann komst að orði: „hinir aðgætn- ustu lögreglumenn (politi) fá ekki hamlað". Orðið lögregluþjónn kemur hins vegar fyrst fram á prenti í Skírni frá árinu 1844, þar sem verið er að greina frá óeirðum í París, en þar er svo tekið til orða, „að þar hefði verið nóg af lögregluþjónum og her manns“. Ástæða þess, að ýmist er sagt lögreglumaður eða lögreglu- þjónn, mun vera sú að ef þýtt var úr ensku v^r enska orðið „policeman“ þýtt lögreglumað- ur, en ef þýtt var úr dönsku var danska orðið „Politibetjent" þýtt sem lögregluþjónn. Árið 1839 ritar Jón Sigurðs- son forseti ævisögubrot um Benjamín Franklín, forseta Bandaríkjanna, í Skírni. Þar kemur fyrir orðið lögreglumað- ur, sem hann vill þó breyta og kalla „siðamann“. Ekki hefur þetta orð fengið meðbyr því ekki þekkist það lengur nema þá í merkingunni umvöndunarmaður eða siðamaður í veislum. Um aldamótin var lagt til í ísafold, sennilega af Birni Jónssyni rit- stjóra, að tekið verði upp í ávarpi: „Herra lögregli" í stað- inn fyrir herra lögregluþjónn. Þetta orð finnst ekki lengur í orðabókum. Magnús Eggertsson, fyrrver- andi yfirlögregluþjónn, hefur sagt mér að Sveinn Sæmunds- son, fyrrverandi yfirlögreglu- þjónn, hafi viljað leggja orðið lögregluþjónn niður og taka upp starfsheitið „lögvörður“ til sam- ræmis við önnur starfsheiti, svo sem tollvörður, næturvörður, landvörður, dómvörður o.fl. Færði hann fram fyrir þessu ýmis rök, taldi t.d. að þetta orð væri þjálla í munni, styttra og lýsti betur því starfi sem það táknaði. Ekki virðist þessi til- laga, þó góð sé, hafa náð að festast í málinu og er ekki til í Orðabók Háskólans. Þetta orð uppfyllir þó allar kröfur sem gera verður til starfsheitis og má furðulegt teljast að það skuli ekki hafa verið tekið upp.“ Hér lýkur tilvitnun í grein Bjarka. Umsjónarmaður tekur undir ályktunarorðin, og er það kannski meðfram vegna þess að fyrir allmörgum árum notaði umsjónarmaður þetta orð í flímkvæði um sjálfan sig. En þar var það að vísu gert, af því að braglínan þoldi ekki fleiri at- kvæði. ★ Hlymrekur handan kvað: í kofa við Kjartansstíg 3U býr kostuleg þrenning í hrúgu: Slurkur og Vía og Kamfóru-Kría, öll kjóran með snarlausa skrófu. ★ Víkur nú sögunni litla hríð að þriðju hljóðskiptaröð, þar sem frá var horfið í 569. þætti. Ef e-hljóðið í stofni 1. kennim. lenti- á undan nefhljóði og öðru 573. þáttur samhljóði eða tvöföldu nefhljóði, var ekki að sökum að spyija: e varð i. En þá kom fleira til. Nefhljóðið hindraði breytinguna u>o í 4. km. Koma nú dæmi eins og finna (fann, fundum, fundið), binda (batt, bundum, bundið), hrinda, spinna, stinga, svimma (=synda), vinda og vinna. En málið gat fiækst heldur en ekki. Ef nefhljóðið samlagað- ist grannhljóði, eftir að hafa valdið breytingunni e>i, þá færðist sérhljóðið á ný í fyrra horf, og kann þá fleira að fylgja. Dæmi: *sinkwan>sekkwa> sökkva, og sömuleiðis hrökkva menn eða stökkva. Enn fleira gat komið til. Það v, sem sést í áðurtöldum sögn- um, gat valdið varahljóðvarpi (kringingu), i>y. Dæmi: *sengwan > singwa> syngva, og síðan skiptir um endingu og nú syngja menn. í þátíð eintölu slíkra sagna varð líka varahljóð- varp (u-hljóðv.), a>ö, svo að út kemur t.d. þryngva, þröng, þrungum, þrungið = þrýsta, þrengja. Enn getum við orðið harmi þrungin, og jafnvel þrungin af svo óskáldlegu fyrir- bæri sem kvefi. Já, og til var slyngva, slöng, slungum, slungið = flétta; kasta, enda eru menn slungnir stundum enn þann dag í dag. Með sínu lagi eftir 3. röð er sögnin að bregða, brá, brugð- um, brugðið og var tyggja, tögg, tuggum, tuggið. Sú síðari hefur lagst veik og er enn rúm- föst. Þá er þess enn að geta, að brinna (brann, brunnum, brunnið) og rinna (rann, runn- um, runnið) eignuðust dæturn- ar brenna, (brenndi, brennt) og renna (renndi, rennt). Þær hafa, af skiljanlegum ástæðum, viljað líkjast dætrum sínum og breytt sér í sama horf og dæt- urnar. ★ Auk þess legg ég til að kona, sem gengur með fóstur í stað annarrar konu, verði nefnd stað- göngumóðir (e. surrogate mother, d. rugemor).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.