Morgunblaðið - 19.01.1991, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 19.01.1991, Qupperneq 19
MOKGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1991 19 Margir Arabar fagna árásunum Túnisborg, Amrnan, Sidon, Rabat, Kaíró, Damaskus. Reuter. Eldflaugnaárásum íraka á ísrael var fagnað í gær í mörgum ar- abaríkjum, meðal annars í löndum sem hafa myndað bandalag með Vesturlöndum gegn Saddam Hussein íraksforseta í deilunni um Kú- veit. Egyptar óttuðust hins vegar að stríð kynni að brjótast út milli araba og ísraela. Fyrstu viðbrögð stjórnvalda í arabaríkjunum voru þó varfærnisleg en talsmenn Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO) hvöttu þau til að styðja íraka þar sem ísraelar tækju nú í raun þátt í stríðinu við Persaflóa. Palestínumenn og Líbanir döns- uðu fagnandi á götum Beirút og borga í Suður-Líbanon er fregnir bárust af því að íröskum eldflaugum hefði verið skotið á Tel Aviv og hafnarborgina Haifa í ísrael. Leið- togar PLO hvöttu stjórnvöld í ara- baríkjunum til að láta af stuðningi sínum við fjölþjóðaherinn við Persa- flóa og styðja Iraka. Þeir sögðu að þau gætu ekki verið þekkt fyrir ann- að þar sem ísraelar væru nú þátttak- endur í stríðinu. Almenningur í Sýrlandi fagnaði einnig árásunum ákaft en valdhaf- arnir í landinu, sem hafa sent þús- undir hermanna til liðs við fjölþjóða- herinn við Persaflóa, tjáðu sjg ekki um málið. „Það var rangt af írökum að ráðast inn í Kúveit. Ollum er hins vegar guðvelkomið að skjóta hvenær sem er á ísrael," sagði leigubílstjóri um árásina á erkifjendur araba. Sýrlensk og írösk stjórnvöld hafa eldað grátt silfur í áratugi. Fyrstu viðbrögð stjórnvalda í öðr- um arabaríkjum voru einnig var- færnisleg, einkum í Jórdaníu, sem liggur á milli íraks og ísraels og gæti orðið illa úti ef stríð brytist út á milli ríkjanna. Jórdanir virtust bæði stoltir af árásunum og hræddir við afleiðingarnar. Stjórnin í Egypta- landi, sem er sú eina í arabaheimin- um er hefur friðmælst við ísraela, tjáði sig ekki heldur um árásimar. Margir Egyptar sögðust hins vegar óttast að hugsanlegar hefndarárásir Israela leiddu til stríðs milli araba og Israela. Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, hafði lýst því yfir að gyðingaþjóðin hefði rétt til að hefna fyrir árásir á ísrael. Opinbera fréttastofan í Marokkó sagði að hugsanleg þátttaka ísraela í stríðinu yrði til þess að ijúfa sam- stöðu Vesturlanda og bandamanna þeirra í deilunni um Kúveit. Sendi- herra Saudi-Arabíu í Frakklandi, fordæmdi eldflaugnaárásina harð- lega og sagði að hún yrði ekki til þess að Saudi-Arabar tækju þátt í stríði við ísraela. Mestur virtist stuðningurinn við Saddam Hussein og árásir fraka í Norður-Afríku, þar sem hreyfingum heittrúaðra múslima vex nú ásmegin og andúð á öllu því sem vestrænt er fer vaxandi. Nokkuð Ijón varð á íbúðarhúsnæði í Tel Aviv og Haifa í Scud-eldflaugaárás íraka á ísrael Konurnar tvær misstu heimili sín í árásunum en kraftaverk þykir að enginn skuli hfa týnt Reuter í fyrrinótt. lífi. Átta Scud-flaug- um skotið á Israel Nikósíu. Jerúsalom. Reuter. IRAKAR skutu að minnsta kosti átta Scud-eldflaugum á Israel í fyrrinótt, samkvæmt upplýsing- Míkhaíl Gorbatsjov. Reuter möguleiki, að mikil hætta steðji að Póllandi. Atburðirnir í Litháen eru ef til vill eins konar undirbúningur undir tilraun sovéska heimsveldis- ins til að bæta sér upp missi Austur-Þýskalands og annarra ítaka,“ sagði Walesa á fundi með Samstöðuþingmönnum. Sagði hann, að fyrir þessu hefði hann ákveðnar vísbendingar én taldi þó, að gangur styijaldarinnar fyrir Persaflóa, miklir yfirburðir banda- manna, gerði þessa þróun ólíklega. Fulltrúar Atlantshafsbanda- lagsríkjanna komu saman til fund- ar í Brussel í gær til að ræða ástandið í Eystrasaltsríkjunum og var þar meðal annars rætt um hvort hætta ætti stjórnmálalegum sam- skiptum við sovétstjórnina og draga til baka boð til Gorbatsjovs um að sækja höfðuðstöðvar banda- lagsins heim á þessu ári. Þá er haft eftir ráðamönnum Evrópu- bandalagsins, að komi til frekari kúgunaraðgerða í Eystrasaltsríkj- unum kunni að verða hætt við fyrir- hugaðan fund í næstu viku um aukið samstarf EB og Sovétríkj- anna í efnahags- og tæknimálum. Er nú á döfinni samningur þess efnis við Ungveijaland, Pólland og Tékkóslóvakíu og hefur sovét- stjórnin sérstaklega beðið um aðild að honum. um bándaríska varnarmálaráðu- neytisins. Hermt er að þeim hafi verið skotið frá Al-Rutba herstöð- inni skammt frá jórdönsku landa- mærunum og hafi þær þvi farið yfir jórdanskt loftrými á leið sinni til Israels. Er þetta í fyrsta sinn í sögunni sem eldflaugaárás er gerð á Israel og sögðust Israelar áskilja sér rétt til þess að svara fyrir sig og sat ríkissljórn Yitz- haks Shamirs á neyðarfundi í gær en fulltrúi bandaríska varnar- málaráðuneytisins sagði að Israel- ar hefðu fallist á að hefna ekki árásarinnar. Fyrstu sprengingarnar kváðu við klukkan 2.10 í fyrrinótt að stað- artíma og komu eldflaugarnar niður við hafnarborgirnar Tel Aviv og Haifa, einkum í íbúðarhverfum, en ein sprakk á flugi yfir fyrrnefndu borginni. Nokkur hús eyðilögðust en kraftaverk þykir að ekkert manntjón skyldi verða. Aðeins er vitað um 12 inanns sem slösuðust og hlutu þeir allir minniháttar meiðsl, að söng ísraelskra embættismanna. Talið er að Scud-eldflaugarnar hafi borið venjulega 150 kílóa sprengihleðslu hver. Þegar árásin hófst var gefin út viðvörun um eiturhernað og íbúar landsins hvattir til að leita skjóls í einangruðum herbergjum heimila sinna og setja á sig gasgrímur. Embættismenn sögðu að milljónir manna hefðu orðið við því og fylgst með útsendingum útvarps og sjón- varps þar sem leiðbeiningar voru lesnar og róandi tónlist leikin þesa á milli. Mikill viðbúnaður hefur verið af hálfu ísraela vegna ótta þeirra um að írakar létu verða af hótunum um eiturefnahernað gegn Israel. Þijár fullorðnar konur og þriggja ára arabísk stúlka dóu í tengslum við eldflaugaárásina. Ein konan af völdum hjartabilunar en hinar tvær og stúlkan köfnuðu með gasgrímur fyrir andliti. í öllum tilvikum hafði plastlok ekki verið tekið af loftsíum grímanna áður en þær voru settar á. George Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að eldflaugaárás Iraka á Israel hefði ekki haft neinn hernað- arlegan tilgang, hér hefði fyrst og fremst verið um hryðjuverk að ræða og tilgangurinn að skelka ísraela. Hét Bush því að árásunum yrði svar- að og einbeittu sprengjuflugvélar fjölþjóðahersins sér að því í gær að finna og granda því sem eftir var af færanlegum eldflaugaskotpöllum Iraka. Tyrkir óttast árás Genf. Reuter. ÞRJÁR milljónir Tyrkja, sem búa nærri landamærunum að írak, hafa flúið norður á bóginn af ótta við að írakar gerðu efnavopnaárás- ir á Tyrkland. Tyrkland er á meðal 28 ríkja sem hafa myndað bandalag gegn her Saddams Husseins Iraksforseta. „Tyrkneska stjórnin hefur annast þetta flóttafólk en við erum reiðubú- in að koma til hjálpar ef þess verð- ur farið á leit við okkur,“ sagði Sergin Piazzi, háttsettur embættis- maður Neyðarhjálparstofnunar Sameinuðu þjóðanna í gær. Um milljón erlendra borgara flúði Írak og Kúveit eftir innrás íraskra hersveita í Kúveit 2. ágúst. Embætt- ismenn Sameinuðu þjóðanna höfðu áætlað að 1,3 milljónir til viðbótar flýðu stríð í Irak. í gær, þegar loft- árásirnar á írak höfðu staðið í tvo daga, höfðu aðeins um 8.000 Egypt- ar flúið til Jórdaníu og fregnir hermdu að jafn margir írakar hefðu komið til írans. „Þetta kemur mjög á óvart en ef til vill hefur fólk í írak ákveðið að vera þar áfram í von um að stríðið yrði stutt,“ sagði Rolf Jenny, embættismaður hjá Sameinuðu þjóðunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.