Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 25
m>í HAÚHAl .et HUOAdHAíMJ'AJ (JUJAJHVIUOHOM MOKGUNBhAÐiÐ tAUGAKDAGUR 19. JANUAR 1991' Morgunblaðið/Steinunn Osk Kolbeinsdðttir Bláhrafninn kúrir á hendi Steinunnar. Hvolsvöllur: Blahrafn 1 haska Hvolsvelli. KRISTÍN Leifsdóttir á Hvolsvelli bjargaði fyrir skömmu bláhrafni úr bráðum háska þar sem hann hékk fastur í tré. „Eg tók eftir honum þar sem hann hékk í öspunum hérna á móti mér í Norðurgarðinum. Þegar ég sá að hann flaug ekki í burtu fór ég að gæta að honum. Þá sá ég að hann var með gimi vafið um fætuma á sér og var búinn að festa sig í trénu. Ég tók hann þá inn til mín og losaði girnið af honum en það var farið að særa hann tals- vert. Vonandi verður honum ekki meint af þessu,“ sagði Kristín og bætti við að sér þættu bláhrafnar skemmtilegir fuglar sem ætu næst- um hvað sem væri að því er virtist. Morgunblaðið sagði fyrr í vetur frá bláhröfnum sem hafa verið í heimsókn á Hvolsvelli. Þeir hafa ekki yfirgefíð þorpið þrátt fyrir harðnandi tíð. í nýju alfræðiorðabókinni segir um bláhrafninn að hann sé af hröfn- ungaætt. Hann sé mjög félagslynd- ur, verpi í stórum byggðum og geri sér hreiður í tjám. Hann lifir í Evr- ópu og Asíu og er tíður flækingur á íslandi. - S.Ó.K. Jan Myrdal í Norræna húsinu: Fjallar um frönsku bylt- ingnna o g ritferil sinn SÆNSKI rithöfundurinn Jan Myrdal fjallar um frönsku bylt- inguna og ræðir um sýninguna „Franska byltingin í myndum" við opnun sýningarinnar í Norr- æna húsinu á_ laugardaginn klukkan 15.00. Á sunnudaginn klukkan 17.00 mun hann fjalla um bækur sínar og rithöfunda- feril. Kynningin fer fram í fund- arsal Norræna húsins . Jan Myrdal er fæddur árið 1927. Meðal bók eftir hann eru: Folkets hus (1953), Rapport frán en kines- isk by (1963), Samtida bekánnelser av en europeisk intellektuell (1964), Barndom (1982), En annan várld (1984), og Tolv pá det trettonde (1989). Auk skáldsagna hefur Jan gefið út greinasöfn og kom það síðasta, Skriftstállningar, út arið 1988. Hafa verk hans fengið góðar viðtökur bæði í heimalandi rithöf- undarins og erlendis. Sýningin „Franska byltingin í myndum" er byggð á teikningum sem ungur franskur myndlistamað- ur Jean-Louis Prieurs (1759-1795) gerði á meðan á byltingunni stóð Sænski rithöfundurinn Jan Myrdal heldur tvö erindi í Norr- æna húsinu um helgina. og lýsa þær atburðum byítingarinn- ar. Jan Myrdal og kona hans, mynd- listarmaðurinn Gun Kessle unnu sýninguna í samvinnu við Riks- utstállningar í Svíþjóð. Niðurstaða Jafnréttisráðs: Réttur feðra til fæðing- arorlofs ekki brotinn Líklegt að málið fari fyrir dómstóla, segir Rögnvaldur Símonarson JAFNRÉTTISRÁÐ skiptist í afstöðu sinni til réttar feðra, sem vinna hjá ríkinu, til greiðslna í fæðingarorlofi. Rögnvaldur Símonarson, sem óskaði eftir áliti Jafnréttisráðs, er ósáttur við niðurstöðu meirihlutans og telur nyög líklegt að málið fari fyrir dómstóla. í niðurstöðu meirihluta Jafnréttis- ráðs, en að henni standa fimm af sjö sem í ráðinu sitja, segir að ákvæði reglugerðar um barnsburðarleyfí i ríkisstarfsmanna stríði ekki gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Árni Gunnarsson, varaformaður ráðsins lét bóka að vegna margra vafaatriða telji hann nauðsynlegt að fá niður- stöðu fyrir dómstólum. Minnihluti ráðsins telur að fast- ráðnir karlmenn, sem starfað hafa samfellt í sex mánuði eða lengur hjá ríkinu, eigi rétt á að njóta sömu kjara og konur, taki þeir fæðingarorlof. „Ég tel forsendur meirihlutans hæpnar, en er hjartanlega sammála minnihlutanum," sagði Rögnvaldur Símonarson. Málið snýst um mismun á kjörum karla og kvenna og það er skýrt í lögunum .að óheimilt er að mismuna kynjunum í kjörum. Ég á frekar von á því að farið verði með málið fyrir dómstóla." Prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjavík: Framboðsfrestur rennur út á miðnætti á mánudagskvöld FRESTUR til að tilkynna nm framboð vegna prófkjörs Alþýðuflokks- ins í Reykjavík rennur út á miðnætti nú á mánudagskvöldið, þann 21. janúar. Prófkjörið fer fram að hálfum mánuði liðnum, 2. og 3. febrúar og verður kosið á fjórum stöðum í Reykjavík. Ossur Skarp- héðinsson staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að harin hefði ákveðið að gefa kost á sér í 3.-6. sæti listans. „Ég hef kannað þetta í Alþýðu- flokknum og fundið að ég hef víða hljómgrunn. Ég er þakklátur fyrir þær móttökur sem alþýðuflokks- menn hafa veitt mér og sérstaklega ánægður með það að eldri flokks- menn virðast kunna framboði mínu vel,“ sagði Össur. Jón Baldvin Hannibalsson for- maður Alþýðuflokksins hefur til- kynnt að hann gefi kost á sér í 1. sæti listans, en Jóhanna Sigurðar- dóttir varaformaður flokksins hefur enn ekki upplýst í hvaða sæti hún gefur kost á sér. Þorlákur Helgason býður sig fram í 1.-3. sæti. Ragn- heiður Davíðsdóttir býður sig fram í 3.-5. sæti. Jón Ármann Héðins- son, Valgerður Gunnarsdóttir og Birgir Árnason munu einnig bjóða sig fram. Þröstur Ólafsson hefur ekki enn tilkynnt um þátttöku í prófkjörinu, en búist er við því að hann verði með. Sigurður Pétursson kosninga- stjóri Alþýðuflokksins sagði í sam- tali við Morgunblaðið að ekki væri frágengið hvar yrði kosið, nema hvað fyrir lægi að fyrsti kjörstaður yrði í Álþýðuhúsinu. Þar yrði einnig utankjörstaðaatkvæðagreiðsla frá og með næsta miðvikudegi, 23. jan- úar. „Rétt til þátttöku í prófkjörinu eiga allir sem búsettir voru í Reykjavík 1. desember síðastliðinn, hafa kosningarétt og eru ekki með- limir í öðrum stjórnmálaflokkum," sagði Sigurður. Nemendaleik- húsið sýnir Leiksoppa Fyrsti áfangi Póstgöng- unnar endurtekinn FYRSTI áfangi Póstgöngunnar verður endurtekinn núna á sunnudag- inn, 20. janúar. Margir töldu að Póstgangan síðastliðinn sunnudag yrði felld niður vegna hvassviðris og mikillar úrkomu og sátu því heima. Ferðin var hins vegar farin og komu um 70 manns í gönguna þrátt fyrir mislynd veður. Ferðatilhögunin verður hin sama og síðastliðinn sunnudag. Lagt verð- ur af stað frá skrifstofu Utivistar kl. 10.30 og mun skrifstofan opna kl. 10.00 til þess að flýta fyrir af- hendingu göngukorta sem síðan verða stimpluð á pósthúsinu. Þaðan verður gengið suður í Skerjafjörð. Ef veður leyfír verður ferjað yfír Skeijafjörð úr Austurvör yfir að Skansinum og mun Björgunarsveitin Albert sjá um ferjunina. Eins og síðastliðinn sunnudag er boðið upp á styttri ferð kl. 13.00 og er brottför í hana frá BSÍ-bensín- sölu. Síðari ferð sameinast árdegis- göngunni við Bessas'taði. Þaðan verð- ur gengið að Görðum og lýkur göngunni við Póst- og símaminjasaf- nið í Hafnarfirði. Ekkert þátttökugjald verður í þessum fyrsta áfanga Póstgöngunn- ar, Björgunarsveitin Albert og Vest- íjarðaleið bjóða ókeypis ferjun og akstur. NEMENDALEIKHÚSIÐ frum- sýndi í gærkvöldi leikritið Leik- soppa eftir Craig Lucas í leik- stjórn Halldórs E. Laxness. Leiksoppar er fyrsta verkið sem Halldór É. Laxness leikstýrir eftir dvöl erlendis í nokkur ár. Hallgrímur Helgason þýddi verkið og Hlín Gunn- arsdóttir sér um leikmynd og bún- inga. Egill Ingibergsson hefur um- sjón með lýsingu og tæknivinnu en tónlist og leikhljóð eru í höndum Eyþórs Arnalds í Nemendaleikhúsinu eru Ari Matthíasson, Gunnar Helgason, Halldóra Björnsdóttir, Ingibjörg Gréta Gísladóttir, Magnús Jónsson, Þorsteinn Bachmann, Þorsteinn Guð- mundsson og Þórey Sigþórsdóttir. Auk þeirra tekur fyrsti bekkur skól- ans þátt í sýningunni. Sýningar eru í Lindarbæ og hefjast klukkan 20. viKoistuKiim i vKsm i « - ' ' Mörg fyrirtæki og fjölmargir . ' iönaóarmenn hafa nýtt sér • ■ * i ' i * frádráttarbæran \ . v ' viróisaukaskattinn auk laga "____verösins á LADA SKUTBÍL og ^ j eignast frábæran vinnubíl, ^ * rúmgóöan og kraftmikinn. \Aðrir telja hann einn afhentugri . • fjölskyldubílum, sem í boði eru.% \ Tökum jgamla bílinn upp f nýjan og semjum um eftirstöðvar. - \ I f • V Oplð laugardaga frá kl. 10-14. \ • • ' • \ i ' MIISIHM Staðgr. verft 1200 SAFÍR 4ra g.....345.268,- 1500 STATI0N 4ra g....429.763,- 1500 STATI0N 5ra g..452.711,- 1500 STATION LUX 5 g..467.045,- 1600 LUX 5 g..........454.992,- 1300 SAMARA 4 g , 3 d.452.480,- 1300 SAMARA 4 g„ 5 d.492.349,- ‘1500 SAMARA 5 g., 3 d.495.886,- ‘1500 SAMARA-LUX 5 g., 3 d. 507.714,- *1500 SAMARA 5 g., 5 d.523.682,- * 1500 SAMARA-LUX 5 g„ 5 d. 542.029,- 1600 SP0RT 4 g.......678.796, 1600 SP0RT 5 g........723.328,- * „Metallic" litirkr. 11.000 - / ! tr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.