Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANUAR 1991 5 4,9 milljóna kr. halli á Listahátíð Engin slys er jeppa hvolfdi Selfossi. JEPPABIFREIÐ fór útaf Suð- urlandsveginum skammt vest- an Landvegamóta að kvöldi fyrsta gosdags Heklu. Jeppinn fór á hvolf og þakið lagðist nánast saman. Ekki urðu slys á mönnum. Mikil hálka var á veginum og einnig allan Landveginn frá Suð- urlandsvegi að Heklu. Mikil um- ferð var þetta kvöld. Dæmi voru um bílale§tir með tugum bíla, til og frá Heklu. Sig. Jóns. 4,9 milljóna króna halli varð á Listahátíð í Reykjavík í sumar að sögn Valgarðs Egilssonar fráfarandi formanns framkvæmdastjórnar Listahátíðar. Mestur halli eða hátt á þriðju milljón varð á sýningum pólska leikhópsins Kantor en tónleikar Vínardrengjakórsins og Sa- lif Keita skiluðu hagnaði. Halli á Listahátíð árið 1988 nam um 3 milljónum króna. Valgarður sagði í samtali við Morgunblaðið að kostnaður við komu þriggja leikhópa á hátíðina hefði orðið mun meiri en reiknað hafði verið með. „Við vissum reynd- ar að halli myndi verða á Kantor- leikhópnum en hann varð mun meiri en við reiknuðum með eða hátt á þriðju milljón. Af öðrum hallaliðum má nefna kostnað af skemmtiatriðum í Austurstræti og styrki til ýmissa aðila vegna kostn- aðar af ýmiss konar uppákomum." í samtalinu kom einnig fram að hagnaður hefði orðið af tónleikum Vínardrengjakórsins og Salif Keita. Tónleikar Bob Dylans stóðu undir sér og lítill halli varð á tónleikum Grænu blökkukvennanna. Uppá- komur í Hressingarskálanum í fengið jákvæða gagnrýni. Hann sagði einnig að stjórnin væri ánægð með aðsókn að hátíðinni. Kjörin hefur verið stjórn Lista- hátíðar ársins 1992. Hana skipa Helga Hjörvar, förmaður, Valgarð- ur Egilsson, varaformaður, Atli Heimir Sveinsson, Sjón og Selma Guðmundsdóttir. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Fundur með ráðherra og loðnu- sjómönnum LJOS - GJAFAVARA-HUSGOGN SUMAR FREISTINGAR ERU TIL ÞESS AÐ FALLA FYRIR ÞEIM. Á FUNDI stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Sjómannafélags Reykjavíkur á miðvikudag var þeirri áskorun beint til Sjó- mannasambandsins og Far- manna- og fiskimannasambands- ins að beita sér fyrir fundi með loðnuveiðisjómönnum þar sem sjávarútvegsráðherra verði sérs- taklega boðað. I gær féllst ráð- herra á að eiga fund með sjó- mönnum og verður hann væntan- lega haldinn 28. janúar. I ályktun stjórnar Sjómannafé- lags Reykjavíkur segir að þess sé vænst að ráðherra aflétti óvissu- ástandi loðnusjómanna. fjárhags- grundvelli ijölda sjómannsijöl- skyldna sé stefnt í voða vegna afla- brests loðnuveiðiskipa. Oljós svör ráðherra varðandi veiðiheimildir til handa loðnuflotanum telur stjórnin vera óþolandi. Lögreglan Talsvert um falskar sprengju- hótanir NOKKUÐ hefur borið á því und- anfarna daga að lögreglunni í Reykjavík berist falskar sprengjuhótanir símleiðis. Hefur tekist að rekja öll símtölin sem hafa komið frá drukknu fólki eða mönnum sem átt hafa í erfiðleik- um, að sögn lögreglunnar. í einu tilfelli var hringt erlendis frá en einnig tókst að hafa upp k hver þar stóð að verki. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar ber allt- af töluvert á hrekkjum af þessu tagi þegar stórviðburðir gerast í heiminum og þegar Persaflóastríðið braust út upphófust nokkrar hring- ingar af þessu tagi. Lögreglan tek- ur allt slíkt alvarlega og lætur rekja símtölin. ELDHlMJmPTOTímSR HÆGINDASTÓLAR, BORÐSTOFUBORÐ SÓFARO.FL.O.FL. ■ I ÞAR SEM ÞÚ GENGUR AÐ GÆÐUNUM VÍSUM Borgartún 29. Sími 20640 M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.