Morgunblaðið - 19.01.1991, Page 16

Morgunblaðið - 19.01.1991, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1991 ELDGOS I HEKLU Hraunstraumurinn í vesturhlíðum Heklu fyrstu gosnóttina kominn niður á lághraunið. Morgunblaðið/Þorkell Jónína og Magnús í Haukadal. „Okkur þykir ósköp vænt um Heklu, dýrkum hana“ Grein: Árni Johnsen. Myndir: Þorkell Þorkelsson FÓLKIÐ sem á heimili sín við rætur Heklu lítur á þetta sögu- fræga eldfjall sem hluta af þeirri lífsins melódí sem það vill búa við með kostum og göllum. Morgun- blaðsmenn heimsóttu fólkið á Heklubæjunum í gær eftir nætur- dvöl í hlíðum Heklu til þess að fylgjast með framrás hraunsins úr gígaröðinni. Þegar leið á að- faranótt laugardags dró heldur úr rennsli úr gígunum, en.þó var virkni í þeim mjög mikil og greini- legt hraunrennsli áfram. Hraun- tungan sem var komin niður í lág- hraunið vestan í Heklu í gær hafði lengst um 200-300 metra í hvora átt undir hlíðinni. „Hekla er hluti af minni tilveru, því ég hef aldrei átt heima annars staðar en við rætur hennar og út frá því sjónarhorni fyrirgefst henni allur andskotinn," sagði Sverrir Haralds- son bóndi í Selssundi í samtalið við Morgunblaðið, „og ég tala nú ekki um þegar hún framkvæmir jarðhrær- ingar á svo fallegan hátt sem í gær,“ bætti Sverrir við. Við spurðum Sverri hvort nærvera hans við Heklu væri ekkert . áhyggjuefni. „Áhyggjuefni mitt þegar Hekla gýs í þetta skipti er nákvæmlega það sama og daginn áður en hún gaus, en það er að fá ekki að Ijúka mínu verki hér í friði fyrir stjórnsemi yfírvalda og þar á ég náttúrlega við spennitreyjuna sem 'oændastéttin er í, Seglbúðaspenni- treyjuna." „I mér búa aðeins góðar tilfinning- ar til Heklu,“ sagði Svala Guðmunds- dóttir í Selssundi, „manni bregður óneitanlega, en síðan er þetta skemmtilegt þegar fyrsta hrinan er frá. Heklugosunum fylgja miklar heimsóknir og þá kynnist maður mörgu skemmtilegu fólki.“ „Heklu- gos eru eiginlegá eins og spegilmynd af ástum samlyndra hjóna,“ skaut Sverrir inn í og lífsglaður hlátur þeirra hjóna var endapunktur spjalls- ins. „Þetta er andskotans ekkert Heídugos, að við skulum ekki sjá það Geiri í Næfurholti. Sverrir og Svala í Selssundi. Kristján í Hólum. frá okkur,“ sagði Jónína Hafliðadótt- ir húsfreyja á Haukafelli undir .Heklurótum þegar okkur bar að garði. Magnús Runólfsson bóndi á Haukafelli var að moka snjó frá hús- um og þegar við spurðum hann um tilfinningu hans til _ nágrannans Heklu, sagði hann: „Ég veit ekki hvernig þetta gos leggst i mig, en þó hef ég þá trú að það verði ekki mjög langt, því það er orðið svo stutt á milli gosa. Hekla er búin að eyði- leggja skelfíng ósköp mikið á þessu svæði, því yfirborð allra þessara hrauna er komið upp úr henni og það er ekkert smáræði. Þó þykir mér nú frekar vænt um hana, hún er svo falleg og sést víða að. Mér finnst hún eins og nokkurs konar fjalla- drottning og mér hefur líkað sambýl- ið við hana vel fyrir utan 1947 þeg- ar hún fór ákaflega illa með okkur nágranna sína og stór hluti bústofns- ins tapaðist. Hekla var hávær 1947 og ég man að ég heyrði ekki í skil- vindunni þegar ég var að skilja vegna hávaðans frá eldstöðvunum." „Ég ber djúpar tilfinningar til Heklu," sagði Jónína, „enda er hún búin að vera fyrir augum mínum síðan ég var barn á Fossi. Það segi ég satt, mér þykir ákaflega vænt um Heklu og er ekki vitund hrædd við hana þótt hún hristi sig stundum og um.fram það æskilega 1947. Mér finnst vanta hávaðann núna, finnst þurfa að heyrast í henni úr því að hún er að gutla við þetta." „Ég ber ágætar tilfinningar til Heklu, en auðvitað erum við á varð- bergi þegar hún hreyfir sig og mér hefur þótt skorta á að við séum látin vita af opinberum aðilum og sérfræð- ingum um það sem er að gerast í eldfjallinu. Mér finnst satt að segja svolítill leikaraskapur í þessu öllu saman og reynt að gera gaman úr því í stað þess að þetta er auðvitað fúlasta alvara og skiptir miklu máli fyrir nærliggjandi bæi. Óvissan við hver eldsupptök er alltaf nokkur og mikilvægt að kynna heimamönnum sem best stöðu mála.“ „Okkur þykir ósköp vænt um Heklu, dýrkum hana, en það er verst áð hún ófríkkar við hvert gos,“ sagði Jónína Ófeigsdóttir í Næfurholti, en Geiri í Næfurholti taldi að kannski væri Hekla blessunin að reyna að flikka upp á útlitið með nýjum gos- um, „en við höfum sloppið svo vel frá öllu sem hún hefur gert að við höfum ekki yfir neinu að kvarta,“ hélt Geiri áfram. „Hún er náttúrlega eins og lifandi vera í nágrenninu og þarna er falinn eldur sem alltaf er von á. Helstu áhyggjurnar eru í raun þær1 hvort útlit fjallsins breytist1 eða ekki, en fegurst þótti mér Hekla fyr- ir 1947, áður en hún afmyndaðist og sprakk öll og hlóð utan á sig ýmsu óæskilegu."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.