Morgunblaðið - 19.01.1991, Page 35

Morgunblaðið - 19.01.1991, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19.,JANÚAR 199,1 35 IÞROTTIR A Ulfar kjörinn íþróttamaður Hafnarfjarðar Kylfíngurinn Úlfar Jónsson úr Golfklúbbnum Keili var fyrir skömmu kjörinn íþróttamaður ársins 1990 í Hafnarfirði. Alls voru 12 íþrottamenn heiðraðir á samkundu sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar gekkst fyrir, en íþróttaráð Hafnar- fjarðar valdi afreksfólk úr hinum ýmsu greinum. Auk Ulfars hlutu eftirtaldir íþrótta- menn viðurkenningu, Arnþór Ragn- arsson SF fyrir sund, Linda Steinunn Pétursdóttir Björk, fyrir fímleika, Hörður Magnússon FH fyrir knatt- spyrnu, Héðinn Gilsson FH fyrir handknattleik, Jón Arnar Ingvarsson Haukum fyrir körfuknattleik, Guð- mundur Karlsson FH fyrir fijálsar íþrottir, Karl Viggó Vigfússon Hauk- um fyrir karate, Gunnar Kjartansson Skotfélagi Hafnarfjarðar fyrir skot- fimi, Ólafur Guðmundsson SH fyrir störf að íþróttamálum, Lilja María Snorradóttir SH fyrir íþróttir fatl- aðra og Snorri Karlsson SH fyrir íþróttir fatlaðra. Úlfar er mikill afreksmaður í golfi. Hann er margfaldur íslandsmeistari í greininni og landsliðsmaður. Hann varð annar á síðasta Norðurlanda- móti og á Evrópumeistaramótinu stóð hann sig svo vel að hann var kjörinn í Evrópuúrval karla sem keppti við Stóra Bretland. Úlfar er með þá lægstu forgjöf sem íslending- ur hefur náð, +3 og jafnast það á við árangur atvinnumanna í golfi. KVIKMYNDIR Nancy treyst- ir ekki karlmönnum Ein efnilegasta og að margra dómi fallegasta leikkonan í Hollywood er Nancy Travis sem síðast sást í kvikmyndinni um karl- ana þijá og litlu dömuna. Lék Trav- is þar móður litlu stúlkunnar. Það hefur vakið athygli þeirra sem grannt fylgjast með einkalífi kvik- myndafólksins, að Travis er hvorki gift né trúlofuð og hefur raunar ekki verið alvarlega við karlmann kennd árum saman. Og það ekki vegna þess að hún sé samkyn- hneigð. Ungfrúin var spurð hveiju þetta sætti í litlu viðtali í bandarísku tímariti fyrir nokkru. Spyrillinn ri§- aði upp að hún hefði leikið á móti mörgum af helstu hjartaknúsurum Hollywood, Steve Guttenberg, Ted Danson, Tom Selleck, Richard Gere, Mel Gibson og Alec Baldwin svo einhveijir séu nefndir og að hún hafi einhvern tímann viðurkennt í viðtali að hún byndist mótleikurum sínum yfirleitt sterkum böndum. Nancy Travis svaraði þessu til að hin sterku bönd næðu aldrei út fyr- ir gerð kvikmyndanna. Hún hefði oft fengið sterka svörun frá mót- leikurum, en reynslán sýndi að þeir opnuðu sig fyrir heill kvikmyndar- innar. Margsýnt væri að fólk fyndi vart lífsföyunaut með því að leika saman í kvikmynd. Hún treysti því ekki tilfinningum sínum lengur, þær Nancy Travis vöruðu hana sífellt við þegar úr kvikmyndaverinu væri komið. Því væri hún einhleyp enn, 28 ára göm- ul. Um leið og menn segðu við hana, „treystu mér!“ þá smeygði hún sér inn í varnarskel. TBLBOÐSDAGAR í SKEIFUNNI 8 19. -26. janúar 10-50% afsláttur Verslunin VINNAN 15-50% afsláttur af ýmsum varningi 20-25% afsláttur af svefnsófum, svefnstólum og svamprúmum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.