Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 11
MQRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19j JANUAR 1991 11 Jón Signrðsson í fjárfestingum. Afleiðingin er sú að við sitjum uppi með háan vinnslukostnað. Þessu þarf að breyta. Vinnslu- stöðvar landbúnaðarins þurfa að hafa aðhald af fijálsri samkeppni, bæði sín á milli og við innfluttar iðnaðarvörur úr hráefnum frá land- búnaði. Það þarf að breyta afurðasölu- kerfinu og koma á fijálsri sam- keppni milli innlendra vinnustöðva á markaðnum. Með álagningu sér- tækra tolla og jöfnunargjalda á inn- fluttar vörur er hægt að jafna út áhrif mismunandi verðs á hráefni til vinnslunnar hér og erlendis. Þá stendur eftir kostnaður vinnslu- stöðvanna sjálfra á hveija fram- leiðslueiningu. Samkeppnisstaða þeirra verður að byggjast á fram- leiðni þeirra og sérstökum eiginleik- um framleiðslunnar, en ekki á höft- um og einokunaraðstöðu. Vinnslu- stöðvarnar verða að geta staðist auka samkeppni á sama hátt og önnur iðnfyrirtæki í landinu verða nú að gera. Það mun kalla á ítrustu útsjónarsemi í notkun þeirra fram- leíðsluþátta sem notaðir eru í rekstrinum, en það er einmitt það sem annar iðnaður í landinu þarf að gera. í umræðum um ostlíkið hefur komið fram að framleiðsluverð „mozzarella“-osts hér á landi sé ákveðin krónutala sem síðan er borin saman við áætlað verð ostlík- isins. Osturinn getur auðvitað stað- ist samkeppnina við ostlíkið þótt hann sé eitthvað dýrari á sama hátt og smjör er verðlagt hærra en smjörlíki. En stóra spurningin er, hvort ostagerð á íslandi geti ekki verið odýrari en hún er nú? Að sjálí- sögðu er svarið játandi, en þá er aðhald samkeppninar ómissandi. I vinnslustöðvum landbúnaðarins þurfa menn ekki að spyija slíkra spurninga. Þar framvísa menn reikningum á neytendur eða þá á stjómvöld þegar framleiðslukostn- aður er orðinn hærri en neytendur vilja greiða. Matvælaverð og lífskjör Lífskjör þjóðarinnar ráðast af mörgu, en matvælaverð er þar snar þáttur. Það hefur tekið áratugi að fá almennan skilning á því að stefn- an í framleiðslu landbúnaðarvara og í málefnum vinnslustöðva land- búnaðarins er röng. Nú er loks far- ið að rofa til utan samtryggingar- kerfis landbúnaðarframleiðslu og afurðavinnslu, og ég trúi því að á næsta kjörtímabili muni skynsemin fá að ráða. Það verður bæði neyt- endum og bændum til hagsbóta. Mikilvægt skref í uppstokkun á þessu úrelta kerfi er að veita vinnslustöðvunum aðhald með sam- keppni. Þannig má bæta lífskjörin. Heimsklúbbur Ingólfs: Kynning á Hótel Sögu á morgun MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning. Undir forystu Ingólfs Guð- brandssonar, sem leitt hefur þús- undir íslendinga á vit sögu, lista og náttúruundra í öll- um álfum heims- ins, er verið að stofna samtök þeirra sem langar að kynnast heim- inum í völdum ferðalögum og njóta hins besta sem hann hefur að bjóða, bæði í Evrópu og fjarlægum álfum. Fýrsta feriðin sem farin er undir þessu nýja merki, er Suður- Ameríkuferð er hefst 22. mars. Til merkis um þá áherslu, sem lögð er á góða gististaði, má benda á, að í þessari ferð er gist á þremur hótel- um í jafnmörgum heimsborgum, Ingólfur Guðbrandsson sem öll eru í samtökunum „The Leading Hotels of the World“. Ingólfur kynnti ferðina með myndasýningu sl. sunnudag og seldist hún nærri upp á tveim dög- um, en vegna margra áskorana endurtekur hann kynninguna sunnudaginn 20. janúar kl. 16.00 i Ársal Hótels Sögu, þar sem kaffí- veitingar verða í boði, en aðgangur er ókeypis og öllum heimill, sem áhuga hafa á starfi klúbbsins. Ing- ólfur Guðbrandsson hefur dvalist langdvölum í Suður-Ameríku síðastliðin tvö ár. Starfsemi Heimsklúbbsins verður nánar kynnt síðar, en meðal mark- miða hans eru góð kynni þátttak- enda og haldgóð fræðsla um þau lönd, sem ferðast er til, auk þess að skipuleggja sérstaklega valdar ferðir á heimsfræga staði við vægu verði. (Frcttatilkynning frá Heimsklúbbnum.) Höfundur er iðnaðnr- og viðskiptaráðherra. ■ ÚRSLITí 1. umferð á atskák- móti íslands í fyrrakvöld urðu sem hér segir: Jón L. Árnason - Rúnar Sigurpálsson 3-0, Jóhann Hjart- arson - Áskell Ö. Kárason 2 - , Margeir Pétursson - Sæberg Sig- urðsson 3-0, Héðinn Steingríms- son - Þröstur Árnason -/2, Frið- rik Ólafsson - Jóhannes Ágústs- son 3-1, Karl Þorsteins - Elvar Guðmundsson 4-3 (jafnt eftir 4 skákir, Karl vann í bráðabana), Hannes H. Stefánsson - Ingvar Ásmundsson 2-, Þröstur Þór- hallsson - Björgvin Jónsson 3-1. í 2. umferð sem tefld var í gær- kvöldi áttust eftirtaldir við: Jón L. Árnason - Þröstur Þórhallsson, Jóhann Hjartarson - Hannes H. Stefánsson, Margeir Pétursson - Karl Þorsteins, Þröstur Árnason - Friðrik Ólafsson. Mótinu lýkur á morgun: „Takið eftir takiðeftii* KALLKERFI BODKERFI Stórmarkaðir, stórfyrirtæki, vinnusvæði, íþróttabyggingar, sjúkrahús. Boðkerfi; hægt er að hafa tónlist, eða útvarp inn á kerfinu, jafnframt því að nota það sem kallkerfi. TÆKNIDEILD Sími: 691500 Heimilistæki hf Tæknideild, Sætúni 8 SÍMI69 15 00 C Sam/uK^UK BóiímwmDm vóku-helgafells r AUtað 85% C*f$láttar! Ol Kl Lll, YmMÆhhlX Dœmi um rwkkur sértUboð á bókamarkaðnum: Launráð í Lundúnum - eftir Ken Follett...... 1.344,- 295,- Paskval Dvarte og hyski hans *• Venjulegt Tilboðs- Af- verð verð sláttur 789,- 295,- 63% 1.349,- 295,- 78% o>, oo oo 1 595,- 81%: 1.344,- 295,- 78% '1.829,- 295,- oo Mörg hundruð bókatitlar á einstöku verði bjóðast nú á X/gfð bókamarkaði Vöku-Helgafells í forlagsversluninni að Síðumúla 6 í Reykjavík. Hér gefst einstakt tækifæri til þess að bæta eigulegum verkum í bókasafn heimilisins - bókum af öllum gerðum við allra hæfi. Bókamarkaður Vöku-Helgafells stendur til 20.febrúar næstkomandi. Margar bókanna eru til í takmörkuðu upplagi og því best að drífa sig sem fyrst! 95 íntfl'- VAKáí HELGAFELL ú^cutc/i át^ci Síðumúla 6 • simi 688300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.