Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/LESBOK 15.tbl. 79. árg. LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Israelar hóta hefnd- um fyrir árás Iraka Hús í Bagdad leika á reiðiskjálfi í loftárásunum og þúsundir flýja borgina Nikosíu, Bagdad, Washington, Moskvu, Jerúsalem, London, Reuter, Daily Telegraph. MOSHE Arens, varnarmálaráðherra ísraels, sagði í gær- kvöldi að eldflaugaárás íraka á Israel í fyrrinótt yrði svar- að. Sendiherra Israela hjá Sameinuðu þjóðunum sagði síðar að önnur eldflaugaárás Iraka á Israel væri ekki útilokuð, jafnvel með efnavopnum. George Bush, forseti Banda- ríkjanna, hafði þá ásamt fleiri þjóðarleiðtogum hvatt Isra- ela til að halda sér í skefjum. Ottast margir að samstaða í fjölþjóðahernum muni bresta geri ísraelar árás á Iraka. Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, hefur þó sagt að Isra- elar megi svara fyrir sig og sendiherra Egypta í Washing- ton sagði í gær, að enginn þyrfti að hafa áhyggjur af af- stöðu Egypta, þeir myndu ekki hlaupast undan merkjum. Mohammed Salman, upplýsinga- ráðherra Sýrlands, sagði í gær- kvöldi, að land sitt myndi standa með arabaríki gegn ísrael, ef ísrael- ar væru upphafsmenn árásar á Jórdaníu eða Irak. Eru ummælin túlkuð á þann hátt að Sýrlendingar ætli ekki að rjúfa samstöðuna í fjöl- þjóðahernum hefni Israelar sín á Irökum. Þúsundir manna flýðu Bagdad í gær vegna heiftarlegra loftárása Haraldur konungur V Ólafi kon- ungi vott- uð virðing Ósló. Frá Helge Sörensen, fréttnrit- ara Morgunblaðsins. í NOREGI ríkir þjóðarsorg vegna andláts Olafs konungs og hafa þúsundir manna vott- að minningu hans virðingu. Ólafur konungur verður jarðsunginn í Óslóardóm- kirkju 30. janúar næstkom- andi. Haraldur konungur Y, sem. nú hefur tekið við af föður sínum, veitti forseta Stórþings- ins, forseta hæstaréttar og æðsta biskupi norsku kirkjunnar áheyrn í gær en Haraldur mun svetja embættiseiðinn formlega í Stórþinginu á mánudag. Ólafur konungur var ákaflega ástsæll meðal þegna sinna enda alþýðlegur maður. flugvéla fjölþjóðahersins í fyrrinótt. Árásunum var haldið áfram í gær og lýstu sjónarvottar geysimiklum sprengingum í gærkvöldi. í gærkvöldi kváðu loftvarnaflaut- ur við í Jerúsalem og síðar í Tel Aviv, í fyrra skiptið vegna mistaka og seinna skiptið vegna ti-uflana frá sovésku gervitungli. George Bush viðurkenndi á blaðamannafundi í gær að ekki hefði enn tekist að eyðileggja með vissu öll efnavopn og skotpalla Iraka en hann tryði því að það tækist. Forsetinn varaði við því að gera ráð fyrir skjótum sigri, benti á að Saddam Hussein forseti hefði haft áratug til að efla vígvél sína og hún yrði ekki eyði- lögð á einni nóttu. Enginn þyrfti þó að velkjast í vafa um lokaniður- stöðu átakanna. Moshe Arens sagði í ísraelska sjónvarpinu í gær, að það væri yfir- lýst stefna ísraela að svara, ef á þá væri ráðist. Hins vegar gæti enginn vænst þess að hann segði hvenær gagnárás hæfist. Af hálfu herstjórnar fjölþjóðahersins var í gær lögð höfuðáhersla á að eyði- leggja hreyfanlega eldflaugapalla Iraka til að koma í veg fyrir aðra árás þeirra á Israel. Hefði tekist að eyðileggja sex palla og ráðist var á fimm í viðbót. John Simpson, fréttaritari BBC í Bagdad, taldi að B-52-sprengju- flugvélar hefðu gert árásir á út- hverfi borgarinnar. Hann var á fréttamánnafundi hjá Latif Nassif al-Jassem, upplýsingamálaráðherra íraks, og segisttelja að stjórn Sadd- ams Husseins hyggist ekki svara árásunum heldur reyna að þrauka í lengstu lög. Talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins sagði fjöl- þjóðaherinn ekki enn hafa náð yfir- burðum í lofti yfir Irak en það myndi takast. Bandarískar B-52-sprengjuvélar eru sagðar teknar til .við að kasta sprengjum á herafla Iraka nálægt víglínunni en með þeim hætti er sókn landhersins undirbúin. Því fleiri hernaðarlega mikilvæg skot- mörk, sem eru eyðilögð, þeim mun fleiri flugvélar er hægt að senda til að undirbúa aðgerðir landhers- ins. gyá fréttir á bls. 18-21,. Loftvarnaskothríð í Bagdad leiftrar á næturhimninum. 'Á götunum sjást aðeins hermenn og örfáir óbreyttir borgarar; hinir síðar- nefndu halda sig flestir innandyra þar sem kerti verða að duga til lýsingar. Húsin leika á reiðiskjálfi og gluggarúður glamra vegna sprenginganna. Innfellda myndin sýnir George Bush Banda- ríkjaforseta á fréttamannafundi í gær þar sem hann m.a. for- dæmdi eldflaugaárás Iraka á ísrael í fyrrinótt. Lettland: Fólkið staðráðið í að veija þinghusið með lífi sínu Riga. Frá Pétri Gunnarssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. Reuter. Andrúmsloftið í miðborg Riga er ólýsanlegt. Þúsundir Letta, marg- ir komnir allt að tvö þúsund kilómetra leið til að standa vörð um lýðveldið, ganga um götur, sumir gyrtir gasgrímum. Þeir syngja þjóðernissöngva eða ræða saman við yl frá varðeldum sem kveiktir eru á flestum götuhornum. Fólkið er óvopnað og staðráðið í að verja frelsi sitt fyrir Rauða hernum með lífi sínu. „Ef þeir ætla að taka þinghúsið og aðrar stjórnarbyggingar hér, verða þeir að drepa þúsundir okkar,“ sagði fullorðinn Letti sem stóð vörð á tröppum þinghússins við blaða- mann Morgunblaðsins í gær. Hann hafði verið þarna á verði allt frá 13. janúar og sagðist verða þarna um kyrrt ásamt fjölda landa sinna allt þar til öryggi þingsins hefði verið tryggt. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra, Arnór Hannibalsson, ráð- gjafi ráðherrans, og sex íslenskir blaðamenn komu til Riga í gær í upphafi ferðar um Eystrasaltslöndin sem ætlað er að ljúki á mánudag í Eistlandi eftir heimsókn til Litháens í dag. Á blaðamannafundi í þinghús- inu í Riga í gær sátu Anatolíj Gorb- unovs, forseti Lettlands, og Jón Bald- vin Hannibalsson fyrir svörum. Utanríkisráðherra sagðist í gær vera þess fullviss að ákvörðun um að veita honum og íslensku blaða- mönnunum vegabréfsáritun til Eystrasaltslandanna hefði verið pólitísk ákvörðun, tekin af æðstu mönnum utanríkisráðuneytis Sov- étríkjanna. Þar væri að leita skýring- anna á því hversu langan tíma tók að fá endanlegt svar við því hvort af þeimsókninni gæti orðið. í Eistlandi hafa öryggissveitir tek- ið til við að hlaða granítblokkum umhverfís þinghúsið í Tallinn vegna ótta við valdatöku „þjóðfrelsis- nefnda“ kommúnista og Sovétstjórn- arinnar. Þá telur Leeh Walesa, for- seti Póllands, að Pólveijar hafi ástæðu til að óttast það sem nú er að gerast í Eystrasaltslöndunum, þar sem sovéski herinn kynni að gera tilraun til að leggja Pólland undir sig. Sjá „Gorbatsjov aðeins... á bls. 18-19 og viðtal við utanríkisráð- herra á miðopnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.