Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANUAR 1991 21 Árásir áefnavopna- stöðvar Iraka gætu rey nst mannskæðar Reuter Lundúnum. Daily Telegraph. HUGSANLEGAR loftárásir bandamanna í stríðinu fyrir botni Persaflóa á eiturefnastöðvar Ir- aka gætu stefnt lífi óbreyttra borgara í grenndinni í hættu. Árásir á stöðvar með fullbúin eiturvopn hefðu í raun sömu áhrif og þegar þeim er beitt í hernaði, að sögn hernaðarsér- fræðinga í Lundúnum. Árásir bandamanna á efnaverk- smiðjuna í Samarra, um 60 km norðvestur af Bagdad, gætu orðið óbreyttum borgurum að bana. Við verksmiðjuna er fjöldi loftvarna- byssna og „hún var af ásettu ráði reist í grennd við trúarmiðstöð," segir Terry Gander, ritstjóri hjá Jane’s-útgáfufyrirtækinu í Lundún- um. Árásir á hernaðarmannvirki, þar sem fram fara rannsóknir á efna- vopnum eins og miltisbrandi og taugagasi, gætu einnig reynst mannskæðar - þótt fátt sé reyndar vitað um þessar hemaðarrannsókn- ir Iraka. Miltisbrandur gæti orðið Sprengja grandar megin fjarskiptamiðstöð Bagdad-borgar. Ef myndin prentast vel má sjá hvernig vegg- ir hússins splundrast í allar áttir en sprengjan fór niður í gegnum þakið. Krossinn á myndinni er sprengjusigti flugmannsins. ___________ Loftárásir torséðra flugvéla á Bagdad: Flugmenn senda sprengjiu* eftir herbergjaskipan húsa þess valdandi að mengaða svæðið yrði óbyggilegt í hálfa öld. George Bush Bandaríkjaforseti hefur sagt að í fyrstu árásunum á írak hafi verið stefnt að því að af- stýra hættunni á að Irakar gætu beitt efnavopnum. Talið er að á meðal skotmarka fyrstu eldflaugn- anna, sem skotið var frá banda- rískum herskipum, hafi verið hugs- anlegar efnavopnastöðvar í Sam- arra, Baiji, Fallujah og A1 Qaim. Einnig er talið að ráðist hafi verið á hugsanlega taugagasstöð í Salm- an Pak, nálægt Bagdad. „Eitt af vandamálunum er að við höfum ekki nægar upplýsingar um þessar stöðvar eða hvort gerðar voru árás- ir á þær,“ sagði Thomas Stock, hjá FriðarrannSóknastofnuninni í Stokkhólmi. Verksmiðjurnar gætu hugsan- lega framleitt plágueyði eða litunar- efni, þótt talið sé líklegra að um efnavopnaframleiðslu sé að ræða. Thomas Stock segir að jafnvel slys í efnaverksmiðju skapi mikla hættu þótt ekki séu þar framleidd efna- vopn. Bandaríska leyniþjónustan CIA telur að írakar géti framleitt nokk- ur hundruð tonn af efnum í eitur- , vopnahernað á ári og eigi nú nokk- urra þúsunda tonna birgðir. Talið er að mest af þessu sé sinnepsgas. „Ibúar í grenndinni hljóta að hafa óskaplegar áhyggjur," sagði Gand- er, en bætti þó við að áhrif árás- anna réðust af því hvort í stöðvun- um séu fullbúin efnavopn og af veðri og vindátt. í flugstöð í Saudi-Arabíu. Reuter. TORSÉÐAR sprengjuflug- vélar, fleyglaga Stealth F- 117A þotur, hófu loftárás- irnar á írak aðfaranótt fimmtudags en þær hófust með því að varpað var eitt þúsund kílóa sprengju á helstu fjarskiptamiðstöð Bagdad, höfuðborg lands- ins. Hitti hún beint í mark, að sögn Altons C. Whitleys, yfirmanns 37 flugsveitar Bandaríkjahers. Að hans sögn fóru tvær flugdeildir Stealth-flugvéla 30 ferðir á 80 skotmörk í Irak fyrir sól- arupprás á fimmtudag. Blaðamönnum voru sýnd í gær einstök myndbönd, sem teknar voru úr torséðri vél og sýndu þeg- ar forsetahöll Saddams, ratsjár- stöðvar og neðanjarðar stjórn- stöðvar voru eyðilagðar með sprengjum hennar. Þar mátti m.a. sjá hvernig fjarskiptastöð Bagdad var lögð í rúst. Sást hvernig flug- vélin nálgaðist bygginguna og þegar flugmaðurinn miðaði sprengjusigtinu á miðju þaksins til þess að stýra sprengjunni á skotmarkið. Þegar þotan var beint yfir húsinu og enn óáreitt af loft- varnarbyssum mátti sjá sprengj- una fara gegnum þakið og bygg- inguna splundrast í allar áttir. Annað myndband sýndi sprengju fara inn um þakglugga á bygg- ingu sem Saddam er sagður hafa haft afnot af og jafna hana við jörðu. í sumum tilvikum voru gerðar endurteknar árásir á víggirt mannvirki til þess að ijúfa göt á rammgerða veggina. Flugmenn höfðu fengið upplýsingar fyrir- fram um mikilvæg herbergi eða salarkynni í viðkomandi bygging- um og staðfestu myndböndin hvernig þeim tókst að hæfa þau með ótrúlegri nákvæmni. Höfðu þeir jafnvel upplýsingar um her- bergjaskipan ýmissa stjórnstöðva og hafði þessum upplýsingum í sumum tilvikum verið safnað með hjálp njósnahnatta. „Maður velur ákveðið skotmark fyrirfram, til dæmis kvennasalernið eða karla,“ sagði Whitley. Hann sagði að í fyrstu árásarferðinni hefðu loft- varnir Bagdad nánast verið lam- aðar. Eins og einir í heiminum Whitley flaug einni Stealth- þotunni í fyrstu árásarferðinni og komst hún óhindruð til borgarinn- ar. „Við vorum eins og við værum einir í heiminum yfir borginni,“ sagði hann. Loftvarnarkerfin höfðu látið flugmennina óáreitta því ratsjár þeirra sáu þær ekki. Óll skotmörkin sem sveitin átti að ráðast á voru hæfð og sneru þoturnar til baka óskaddaðar. Líkti hann fluginu inn yfir Bagdad eins og „rólegheita ökuferð um götur borgarinnar“. Ánægja með árangur ferðanna var greinileg. Flugsveitarforinginn sagði að við upphaf loftárásanna hefði fólksflótti hafist úr borginni. „Það var óslitin bílalest úr borginni, stuðari við stuðara. Ég held þeir hafi ekki verið á leið á útifund hjá Saddam í þetta sinn.“ Að sögn Whitleys voru torséðu þoturnar einnig sendar til árásarferða í fyrrinótt og sagðist hann búast við að þeim yrði beitt uns loftárás- um á 'skotmörk í írak og Kúveit lyki. „Við eigum heilmikið eftir af skotmörkum í norðurhluta landsins," sagði hann. Búist er við að þotunum verði beitt gegn fær- anlegum eldflaugaskotpöllum Ir- aka jafnóðum og gervihnettir og njósnaflugvélar finna þá. Bandaríski flugherinn neitaði tilvist F-117A flugvélanna allt til ársins 1988 en þær höfðu þá flog- ið í sjö ár eða frá því 1981. Flugu þær frá leynilegri herstöð í Nevadaæyðimörkinni og ætíð að næturlagi en þær voru hannaðar með það í huga að sjást ekki í ratsjám og eru því eingöngu sendar til árásarferða í myrkri. HELGARFERÐIR I JANUAR FEBRÚAR OG MARS Skemmtiskrepp um helgi, kostar ekki mikið... ...með Flugleiðum. Verðlagið er vinsælasta lagið í Glasgow. Verslanir með fjölbreytt vöruúrval. Veitingastaðir og skemmtilegar uppákomur á hverju götuhorni. Glasgow er fyrir þá sem vilja njóta lífsins, spara og versla þar sem verðið kemur á óvart. LAUGARDAGUR TIL ÞRIÐJITDAGS HOSPITALITYINN TVEIR í HERB. KR. 27.680 Á MANN FLUGLEIÐIR Þjónusta alla leið Söluskrifstofur Flugleiða: Allar nánari Lækjargötu 2, Hótel Esju oq Krinqlunni. Upplýsingar og farpantanir í sím ánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugíeiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum í síma 6 90 300.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.