Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1991 T fltrjpitilfrlnMí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Irakar ráðast á Israela Saddam Hussein, einræðis- herra í írak, tókst að senda flugskeyti til ísraels, þrátt fyrir að skotpallar undir þessi skeyti hefðu verið eitt helsta skotmark loftárása flölþjóðlega heraflans í leift- ursókninni gegn írökum sem hófst aðfaranótt 17. janúar. Fréttir bentu til þess að tekist hefði að granda fösturn skot- pöllum en sagt var að írakar ættu enn hreyfanlega palla, sem ákaflega erfitt er að finna. Frá þeim hefur flug- skeytunum sjö líklega verið skotið. Tjónið sem þau ollu var sem betur fer ekki mikið og ekkert mannfall varð. Hins vegar er ástæða til að velta fyrip sér pólitískum afleiðing- um verknaðarins. Tíu dögum eftir að Hjussein réðst. inn í Kúveit til þess að sölsa undir sig olíulindir landsins og gera sig meira gildandi í arabaheiminum setti hann fram þá skýringu á innrásinni, að hann ætlaði að leysa Palestínuvandamálið með henni. Þar með hneig áróður hans í þá átt, að í raun væru það ísraelar sem væru undirrót alls vanda í Mið- Austurlöndum og hann væri kominn í stríð við þá. Hafa furðulega margir utan og inn- an arabaheimsins lagt eyrun við þessum áróðri enda hefur löngum verið auðvelt að vekja andúð á gyðingum og málstað þeirra. Með árásinni á ísrael hefur Hussein framkvæmt hótun sem hann hefur lengi haft í frammi. Hann hefur sagst ætla að senda eldflaugar á ísrael og hann hefur einnig hótað að senda þangað flaug- ar með eiturvopn. Sem betur fer var ekki eitur í flaugunum að þessu sinni, ísraelar hafa hins vegar aldrei áður í átök- um sínum við araba orðið fyr- ir sambærilegri árás og þeirri sem Hussein hefur nú gert. Von hans er sú að með því að egna ísraela til átaka við sig takist honum að kalla á samúð araba og splundra fjöl- þjóðlega heraflanum og sam- stöðunni á alþjóðavettvangi. Átökin við Persaflóa hafa tekið á sig nýja mynd með árásinni á ísraela. Oflugasta herveldinu í Mið-Austurlönd- um hefur verið ögrað; ríkinu sem ávallt hefur áskilið sér rétt til að svara fyrir sig. Þótt forráðamenn fjölþjóða- liðsins hefðu mælst til þess við ísraela, áður en átökin hófust, að þeir hefðu hægt um sig, fengu þeir engin lof- orð um það. ísraelar færu ekki á bak orða sinna, þótt þeir hæfu árás á íraka. Þeir kynnu að skapa aröbum sem eiga herafla í fjölþjóðaliðinu vandræði. Þar eru Egyptar fjölmennastir með um 45.000 manna lið og hefur Hosni Mubarak forseti þeirra sagt, að eðlilegt væri að ísraelar svöruðu, ef á þá yrði ráðist. Fráleitt er að líta þannig á, að árás íraka sé „eðliiegur" liður í gangi stríðsins við Persaflóa. Þvert á móti er eðli þeirra breytt bæði pólitískt og hernaðarlega með árásinni. Margir bera þann ugg í brjósti að Hussein verði sjálfkrafa hetja og leiðtogi araba svari ísraelar fyrir sig. Aðrir efast um gildi slíkra staðhæfinga, einkum eftir að í ljós hefur komið að styrkur Husseins virðist alls ekki eins mikill og af var látið. Hernað- arglorían í kringum hann minnkaði eftir að flugherir fjölþjóðaliðsins tóku að eyði- leggja her- og stjórnstöðvar hans. ísraelum hefur ekki verið neitt kappsmál að dragast inn í stríðið. Sendiherra þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum taldi það „fórn“ af þeirra hálfu að hafa ekki gripið til forvarnar- aðgerða gegn eldflaugapöll- um íraka, áður en átökin hóf- ust. Er ólíklegt að ísraelar vilji alfarið eiga undir aðra að sækja með varnir gegn frekari árásum Iraka, sér- staklega þegar næsta skrefið yrði samkvæmt hótun Huss- eins, að hann gripi til eitur- vopna. Árásin á Israel er aðeins enn ein staðfesting þess, hve brýnt er að sem fyrst takist að lækka rostann í Saddam Hussein og svipta hann vígtólunum, sem hann hefur beitt gegn nágrönnum sínum. Það er hann en hvorki ísrael- ar né aðrir sem er undirrót skelfínganna sem dynja yfir þessar þjóðir. Sýnum ábyrgð og ákveðni í utanríkis- og öryggismálum eftir Þorstein Pálsson Veður skipast fljótt í lofti. Hern- aðarátök í Eystrasaltsríkjunum og við Persaflóa hafa síðustu daga minnt okkur óþyrmilega á að því fer fjarri að við búum við þær að- stæður að þjóðir þurfi ekki lengur að huga að vörnum sínum og ör- yggi- A síðustu árum hafa orðið undra- verðar breytingar á alþjóðavett- vangi. Fall sósíalismans leiddi til þess að Sovétríkin voru reiðubúin til viðræðna um afvopnun. Sóvéska kerfið var orðið svo veikt að það gat ekki haldið Austur-Evrópu. Berlínarmúrinn féll: Þýskaland sameinaðist og undirokuð ríki öðl- uðust frelsi á ný. Öryggi íslands og pólitískar dægurflugur Okkur íslendingum er gjarnt á að líta til leiðtogafundarins í Höfða sem nokkurra vatnaskila í þróun alþjóðamála. í framhaldi af þeim fundi fóru hlutir að hreyfast. Og sannarlega voru háleitar hugsjónir tengdar lokafundi ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu, sem haldinn var í nóvember á síðastliðnu ári. Engum dylst að þessi umbreyting á fyrst og fremst rætur að rekja til einarðrar varðstöðu lýðræðisríkj- anna og samtakamáttar Atlants- hafsbandalagsins. Innan þeirra vé- banda höfum við tryggt öryggi ís- lands í meira en fjóra áratugi. Við getum nú verið stolt af ábyrgri og farsælli stefnu í utanríkis-, vamar- og öryggismálum. Þær raddir hafa heyrst undanfar- in misseri að nú væri ekki lengur ástæða til sömu varðstöðu í örygg- is- og vamarmálum og áður. Vita- skuld leiða breyttir tímar af sér að menn taka mikilvæg verkefni nýj- um tökum, en atburðir síðustu daga hljóta að leiða menn til þeirra sann- inda að okkur íslendingujn er brýn nauðsyn sem öðmm þjóðum, hér eftir sem hingað til, að framfylgja ábyrgri og ákveðinni stefnu í varn- ar- og öryggismálum. Pólitískar dægurflugur mega ekki veikja stöðu okkar á því sviði. Styðjum frelsun Kúveit Innrás íraka í Kúveit í ágústbyrj- un á síðasta ári var glöggt dæmi um það hvernig ofbeldisseggir á valdastóli geta brotið á bak aftur fullveldi og sjálfstæði smáþjóða. Spurningin snerist aldrei um það hvort andmæla ætti slíku hernaðar- brölti heldur hitt, hvort samstaða gæti tekist á alþjóðavettvangi um að láta það ekki viðgangast. Stríðið við Persaflóa hófst ekki aðfaranótt síðastliðins fimmtudags heldur í ágústbyrjun á liðnu ári. Á grundvelli ályktana Sameinuðu þjóðanna var þess freistað að knýja Iraka til undanhalds með viðskipta- banni. Það tóks ekki. Margháttaðar ráðstafanir voru gerðar af hálfu Sameinuðu þjóð- anna, Evrópuþjóðanna og þeirra sem aðild eiga að ijölþjóðaher bandamanna til þess að leita frið- samiegra lausna. Sérhverri slíkri tilraun var svarað með nýjum ögr- unum af hálfu forseta íraks. Sameinuðu þjóðirnar samþykktu 12 ályktanir sem liggja til grund- vallat þeirri ákvörðun að frelsa Kúveit með vopnavaldi. Frestur Sameinuðu þjóðanna var útrunninn. Langur tími hafði verið gefínn til þess að láta reyna á allar möguleg- ar leiðit til friðsamlegrar niður- stöðu. Við svo búið voru átök óum- flýjanleg. Þó að íslendingar séu ekki aðilar að hernaðarátökunum hljóta þeir að standa að baki þeirra þjóða sem hafa tekist á hendur þá ábyrgð að frelsa Kúveit. Sérhver ærlegur íslendingur hlýtur að harma að til slíkra átaka hafi þurft að koma en um leið er mikilvægt að við sýnum ákveðna og ábyrga afstöðu og stuðning á alþjóðavettvangi við þær hernaðar- aðgerðir, sem ætlað er að frelsa Kúveit og ákveðnar hafa verið í samræmi við samþykkt Sameinuðu þjóðanna. Hálfvelgja í þvfæfni eyk- ur ekki hróður okkar. Friðarverðlaunahafi Nóbels og dauði frjálsra borgara í Litháen í nokkra mánuði hafa menn ótt- ast að miðstjórnarvaldið í Kreml myndi láta til skarar skríða gegn ríkisstjórnum Eystrasaltsíkjanna þriggja, Eistlands, Lettlands og Lit- háens, í skjóli átaka við Persaflóa. Á undanfömum vikum hafa menn fylgst með því hvernig miðstjórnar- valdið í Moskvu hefur með gömlum stalínískum aðferðum undirbúið aðgerðir til þess að kyrkja sjálf- stæðisbaráttuEystrasaltsþjóðanna. Þegar rauði herinn undir yfir- stjóm Gorbatsjovs forseta Sov- étríkjanna hóf að limlesta og deyða saklausa borgara í Vilnius, höfuð- borg Litháens, fylltust menn hvar- vetna um heim andstyggð og við- bjóði á því framferði. Viðbrögð manna hlutu að vera þrungin meiri tilfinningu fyrir þá sök að það var nýsleginn friðarverðlaunahafi Nób- els sem ábyrgð var á gerræðinu. Á vesturlöndum hafa menn velt vöngum yfir því um nokkurn tíma hvort einlægni lægi að baki göfug- um og hástemmdum yfjrlýsingum sovétleiðtoga, og undirskriftum undir afvopnunarsáttmála, mann- réttindarsáttmála og viðurkenningu Þorsteinn Pálsson „í því efni ber fyrst og fremst að líta til þess að forseti Litháens ósk- aði sérstaklega eftir því við utanríkisráðherra að ísland beitti sér fyrir því að mál Eystrasalts- þjóðanna yrðu tekin upp á vettvangi örygg- isráðs Sameinuðu þjóð- anna. Við megum ekki bregðast því kalli og eigum að láta á þá málaleitan reyna.“ á lýðræði og sjálfsákvörðunarrétti þjóða. Þessar yfirlýsingar leiddu forseta Sovétríkjanna vissulega til þess hásætis sem friðarverðlaun Nóbels eru. En hann þakkaði fyrir sig með blóðbaði í höfuðborg fá- mennrar þjóðar, sem undanfarna mánuði hefur verið að bijótast fram til þess að endurheimta fullveldi og sjálfstæði. Samstaða um einarða afstöðu Við íslendingar höfum talið okk- ur skylt að sýna Eystrasaltsþjóðun- um ótvíræðan stuðning í sjálfstæð- isbaráttu þeirra. Þau hlutu á sínum tíma sjálfstæði í sömu mund og við fengum fullveldi frá Dönum. Þau voru aðilar að Þjóðabandalaginu, en voru innlimuð með hervaldi í Sovétríkin í byijun síðari heimstyij- aldarinnar. Með sögulegri skírskot- un og á grundvelli þjóðréttar eiga Eystrasaltsríkin fullan rétt á að endurheimta sjálfstæði sitt. Við sjálfstæðismenn höfum lagt til að ísland stígi skrefið til fulls og viðurkenni formlega á nýjan leik fullveldi Eystrasaltsríkjanna og heíji undirbúning að stofnun stjórn- málasambands. I viðræðum við for- seta ríkjanna síðastliðið haust sann- færðist ég um að slík viðbrögð af hálfu íslands og annarra ríkja myndu styrkja stöðu þjóðanna í friðsamlegum viðræðum við Sovét- ríkin. Um þessar tillögur hefur ekki tekist samstaða. A hinn bóginn - hefur skilningur farið vaxandi á mikilvægi afgerandi afstöðu íslend- inga í þessu efni og sú ályktun sem Alþingi gerði í þessari viku vegna fólskulegrar árásar Rauða hersins í Litháen gengu lengra en fyrri ályktanir og kemur meir til móts við þau sjónarmið sem við sjálfstæð- ismenn höfum lagt áherslu á. Ríkisstjórnin á að fylgja samstöðunni eftir í verki Við höfum jafnframt haft það að leiðarljósi að samstaða gæti ver- ið meðal stjórnmálaflokkanna á Alþingi um markviss viðbrögð af hálfu íslands til stuðnings Eystra- saltsríkjunum. En nú hvílir sú skylda á ríkisstjóminni að fylgja ályktun Alþingis eftir. í því efni ber fyrst og fremst að líta til þess að forseti Litháens ósk- aði sérstaklega eftir því við utanrík- isráðherra að ísland beitti sér fyrir því að mál Eystrasaltsþjóðanna yrðu tekin upp á vettvangi öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna. Við meg- um ekki bregðast því kalli og eigum að láta á þá málaleitan reyna. Jafnframt eigum við eins og aðr- ar þjóðir að þrengja að Sovétríkjun- um í hvers konar samskiptum og viðskiptum. Þess vegna er eðlilegt að stöðva viðskiptaviðræðurnar sem staðið hafa yfir. Rétt væri að kalla sendiherra okkar í Moskvu heim til skrafs og ráðagerða og full ástæða er til þess að taka nú ákvarðanir um að fækka sovéskum sendiráðs- mönnum á íslandi. Aðgerðir af þessu tagi myndu sýna að íslendingum og öðrum þjóð- um er full alvara í stuðningi við Eystrasaltsþjóðimar. Miðstjórnar- valdið í Moskvu verður að skilja að sjálfstæðisbarátta þeirra verður ekki brotin niður með vopnavaldi. Við sáum í fréttamyndum sjón- varpsstöðva að fólkið í Vilnius þótti sem Stalín væri genginn aftur. Og við skildum ofur vel tilfinningaleg viðbrögð fólksins. Sem fijáls þjóð getum við íslendingar ekki sætt okkur við að draugar stalínstímans verði vaktir upp á nýjan leik, hvorki í Kúveit né við Eystrasalt. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Kjörstjórn Dagsbrúnar samþykkir mótframboðið MÓTFRAMBJÓÐENDUR til stjórnar og trúnaðarráðs Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar lögðu fram formlega tilkynningu um framboðið hjá kjörstjórn félagsins á skrifstofu Dagsbrúnar á fimmtudag. í gær fóru umboðsmenn framboðsins á fund kjörstjórnar þar sem farið var yfir framboðslistann sem inniheldur nöfn 120 stuðningsmanna. í ljós kom að 11 nöfn töldust ekki gild en frambjóðendurnir höfðu nokkur nöfn til vara þannig að framboðslistinn var úrskurðaður gildur. Þá fengu mótframbjóðendumir í hendur kjörskrá en þeir hafa lengi krafist þess. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar sem jafnframt er formaður kjörstjórnar, sagði þegar hann tók við framboðslistanum á fimmtudag, að félagaskrá og kjör- skrá væru eitt og hið sama og sam- kvæmt lögum Dagsbrúnar væri ekki heimilt að veita aðgang að henni fyrr en kjörstjóm hefði úrskurðað hvort framboðslistinn væri löglegur. Mótframbjóðendumir, sem hafa opnað kosningaskrifstofu á Vestur- götu 52, hafa gagnrýnt fyrirkomulag kosninganna harðlega 'þar sem þeim hafi verið gert erfítt fyrir að bjóða fram gegn núverandi stjóm. Þeim hafi verið neitað um félagaskrá og aðra fyrirgreiðslu, s.s. um afnot af fundarsal og aðgang að blaði Dags- brúnar. Guðmundur J. Guðmundsson hef- ur verið formaður Dagsbrúnar án þess að hafa fengið mótframboð í tíu ár. „Það er ekkert við því að segja þó nú komi fram listi gegn stjórn Dagsbrúnar en ég hefði talið ýmis- legt brýnna fyrir félagið en að hefja innbyrðis baráttu. Það er vandasamt ár framundan," sagði hann í samtali við Morgunblaðið. Sagði hann að hugsanlega myndi stjórn Dagsbrúnar opna kosningaskrifstofu en kvaðst ekki eiga von á mikilli kosningabar- áttu. Jóhannes Sigursveinsson er efsti maður á lista mótframboðsins og frambjóðandi til formanns. „Við beij- umst ekki á sama grundvelli og stjórnin. Hún getur notfært sér alla. aðstöðu á skrifstofunni til að und- irbúa sitt framboð en þótt ég sitji í fulltrúaráðinu og sé trúnaðarmaður félagsins á mínum vinnustað hefur mér verið neitað um að sjá félaga- skrána. Það er hins vegar ljóst að þetta framboð hefur hreyft við sitj- andi stjórn og vísa ég þá meðal ann- ars í grein eftir Guðmund í Morgun- blaðinu þar sem hann tekur undir gagnrýni okkar á láglaunastefnuna," sagði hann. Jóhannes sagði að tíu frambjóðendur listans myndu taka sér frí frá vinnu í næstu viku, skipta liði og fara á alla vinnustaði dags- brúnarmanna til að kynna framboðið. Næstkomandi miðvikudag fei fram sameiginlegur framboðsfundui stjórnar Dagsbrúnar og mótfram- boðsins í Bíóborginni. Kosningai hefjast svo 25. janúar og standa yfii í þrjá daga. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1991 23 Olafs V. Noregskon- ungsminnst Ólafur V. Noregskonungur var einlægur vinur íslánds og íslensku þjóðarinnar. Þegar leiðir okkar lágu saman erlendis lét hann það einatt í ljós og rifjaði upp hve allar stundir sem hann hefði dval- ið á Islandi væru gleðiríkar í minn- ingunni. Hann var af þessari sterku ræktarsömu aldamótakyn- slóð, sem þakklátlega hefur litið til þess að margvíslegir draumar og hugsjónir hennar hafa ræst og æðraðist hvorki né lét bugast þótt móti blési. Sú kynslóð ræktaði af sömu umhyggju land, þjóð og frændgarð. Mér fannst ætíð sem Ólafi konungi fyndist hann vera í innri frændgarði þegar hann Miimingar- bók vegna andláts ræddi við íslending um málefni þjóðanna tveggja, hinnar norsku og jslensku. Ólafur konungur kom fjórum sinnum til íslands. Hið fyrsta sinn sem krónprins Noregs þegar hann á Snorrahátíð í Reykholti árið 1947 afhjúpaði styttu af Snorra Sturlusyni, sem Norðmenn gáfu íslendingum. Síðasta sinni árið 1988 þegar hann kom einnig fær- andi hendi með stórgjöf frá Norð- mönnum til Snorrastofu í Reyk- holti. Þá tók landið á móti þessum bjartleita höfðingja í sólskini og gróðurskrúða, og þjóðin fagnaði honum af djúpri vináttu. Við Islendingar minnumst Ól- afs V. Noregskonungs með virð- ingu og hlýju og vottum Haraldi konungi V.; sem tekið hefur við af föður sínum, konungsfjölskyld- unni og norsku þjóðinni allri inni- legan samhug okkar. Vigdís Finnbogadóttir Ólafs Noregs- konungs VEGNA andláts hans hátignar Ólafs V Noregs- konungs liggur frammi i Norska sendiráðinu í Reykjavík minningarbók fyrir alla sem votta vilja fjölskyldu konungs og norsku þjóðinni samúð. Minningarbókin liggur frammi í bústað sendiherra Noregs, Fjólugötu 15, nk. mánudag og þriðjudag kl. 10-12 og 14-16 báða dag- ana, en frá og með mið- vikudegi í Norska sendiráð- inu, Fjólugötu 17, á sömu tímum dags. Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti: Minning Snorra Sturluson- ar var konungi hugleikin » ÓLAFUR V Noregskonungur heimsótti Reykholt í þremur heimsókna sinna hingað til lands, og að sögn sr. Geirs Waage, sóknarprests í Reyk- holti, var greinilegl að minning Snorra Sturlusonar var honum hugleik- in. Ólafur afhjúpaði styttuna af Snorra Sturlusyni á Snorrahátíð i Reyk- holti 1947, og þegar hann kom þangað 6. september 1988 aflienti hann þáverandi menntamálaráðherra, Birgi ísleifi Gunnarssyni, eina milljón «orskra króna til endurreisnar Snorrastofu. Ólafur afhenti framlag Norð- manna við kirkjulega athöfn sem þá var haldin í Reykholti, en mennta- málaráðherra afhenti síðan gjöfína Jónasi Jónssyni, formanni sóknar- nefndar Reykholtskirkju, sem stend- ur fyrir byggingu Snorrastofu. „Norðmenn hafa jafnan sýnt Reykholti mikinn sóma og verið afar ræktarsamir við þennan stað, en langstærstu hópar útlendinga sem hingað koma sem gestir eru Norð- menn. Það var greinilegt í þessari heimsókn konungs að hann hafði hugann hér, en þetta framlag Norð- manna sem hann afhenti var alger- lega að þeirra eigin frumkvæði, og olli að okkar mati allmiklum úrslitum um það hversu vel okkur hefur geng- ið að koma byggingunum upp. Þann- ig erum við Norðmönnum afar þakkl- átir fyrir þennan drengskap við minningu Snorra og staðinn héma, og við erum alls ekki búin að gleyma Ólafí þó hann sé horfínn af dögum, en þetta var bæði vænn maður og viðræðugóður," sagði Geir Waage. Ofbeldisverk Rauða hersins í Eystrasaltsríkjunum: Akvörðun var tekin í Moskvu og frétt- ir sovéskra fjölmiðla eru uppspuni - segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra eftir fund með jafnaðar- mönnum frá Eystrasaltsríkjunum, Rússlandi og Norðurlöndum JAFNAÐARMENN á Norðurlöndum, frá Rússlandi og Eystrasaltsríkj- unum þremur hafa sameinast um að fordæma ofbeldisverk Rauða hersins í Litháen. Að sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráð- herra, sem sat fundinn er fram fór í Helsinki í Finnlandi, er hér um að ræða mun afdráttarlausari fordæmingu á grimmdarverkum Sovét- hersins en áður hafa komið fram á vettvangi norræns samstarfs. Utanríkisráðherra telur sýnt að ákvörðun um beitingu hervalds í Eystrasaltsrílyunum hafi verið tekin af hernaðaryfirvöldum í Sov- étríkjunum og að Míkhaíl S. Gorbatsjov, leiðtogi sovéskra kommún- ista, hafi lagt yfir hana blessun sína eftir á, hafi hann ekki vitað af þessum ráðagerðum yfirmanna Rauða hersins. Jón Baldvin Hannibalsson sagði að á fundi fulltrúa Jafnaðarmanna- flokkanna hefði verið að fullu upp- lýst að fréttir sovéskra fjölmiðla þess efnis að sjálfstæðissinnar hefðu með ögrandi athæfi átt upp- tök að átökum í Litháen væru upp- spuni frá rótum. í máli fulltrúa Eystrasaltsríkjanna hefði komið fram að um hefði verið að ræða þaulskipulagðar hernaðaraogerðir og að markmið þeirra hefði verið það að koma löglega kjörnum ríkis- stjórnum Eystrasaltslandanna frá völdum. Áætlanir þessar væru vit- anlega enn til þótt þeim hefði sýni- lega enn ekki verið hrint í fram- kvæmd af fullum þunga. Það væri aiveg ljóst að það hefði ekki verið einhver ótiltekinn lágtsettur foringi í Eystrasaltsherstjórninni sem ákveðið hefði ofbeldisaðgerðir þess- ar en þessu hafa ráðamenn sové- skir og fjölmiðlar haldið fram. Skip- unin hefði komið frá yfirmönnum Rauða hersins í Moskvu og þar hefðu áætlanir allar verið mótaðar. Á Vesturlöndum hafa menn mjög velt því fyrir sér hvort og þá hvaða þátt Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovét- forseti og leiðtogi kommúnista þar eystra hafi átt í aðgerðum þessum. Utanríkisráðherra sagði að fyrir lægi að Gorbatsjov hefði lagt bless- un sína yfir aðgerðir hermanna Sovétvaldsins eftir á og að fáir tryðu því að honum hefði í raun ekki veri kunnugt um að Rauði herinn hygðist freista þess að bijóta sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóð- anna á bak aftur með valdi. Á fundinum sem lauk í gær í Helsinki var samþykkt ályktun þar sem sú ákvörðun Moskvu-valdsins að beita hervaldi í Eystrasaltsríkj- unum er harðlega fordæmd. Þess er krafíst að Sovétstjórnin hefji þegar opinbera rannsókn á því hver beri ábyrgðina á grimmdarverkum Rauða hersins og að viðkomandi verði dreginn til ábyrgðar. í öðru lagi eru jafnaðarmanna- flokkar og alþjóðasamtök jafnaðar- manna hvött til þess að taka til endurskoðunar samskipti sín við Kommúnistaflokk Sovétríkjanna. í þriðja lagi eru Sameinuðu þjóð- irnar hvattar til þess að hafa frum- kvæði að ráðstefnu um málefni Eystrasaltslandanna og er sérstak- lega vísað til Helsinki-sáttmálans og samþykkta á vettvangi RÖSE, Ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu, í þessu viðfangi. Tekið er fram að ráðstefnunni skuli m.a. falið að leiða í ljós réttarstöðu þess- ara ríkjá.' I fjórða lagi er lögð á það áhersla að stjórnvöld í Eystrasaltsríkjunum tryggi jafna réttarstöðu og mann- réttindi allra þeirra minnihlutahópa er í löndum þessum búa. Jón Baldvin Hannibalsson sagði á fundinum hefði komið fram að Eystrasaltsríkin horfðu mjög til Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, og vonir væru bundnar við að hann gæti þvingað Sovétstjórnina til að falla frá áætlunum um frekari vald- beitingu. Raunar teldu menn að hugsanlega hefði hann með yfirlýs- ingum sínum komið í veg fyrir frek- ari ofbeldisverk, hvað sem síðar yrði. Jeltsín hefur lýst yfír stuðn- ingi við málstað sjálfstæðissinna og ríkisstjórnir Eystrasaltsríkjanna og boðað að Rússar muni koma sér upp sjálfstæðum herafla, reyni Gor- batsjov og undirsátar hans að tak- marka fullveldi. lýðveldisins Rúss- lands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.