Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1991 31 Minninff: Siguijóna Einars- dóttir, Siglufirði í dag, 19. janúar, verður elskuleg amma mín jarðsungin frá Siglu- Ijarðarkirkju. Hún lést 11. janúar sl. á Siglufjarðarspítala. Hafði heilsu hennar hrakað mjög, sérstak- lega eftir að hún varð fyrir því að axlar- og lærbrotna sl. vor og trúi ég því að hún hafi verið hvíldinni fegin. Hún amma Sigurjóna fæddist að Steinavöllum í Flókadal, Fljótum, . 22. ágúst árið 1990, dóttir hjónanna Önnu Jonsdóttur og Einars Bald- vinssonar. Á fjórtánda ári fór hún til Siglufjarðar og réðst þar í vist til Halidórs Jonssonar kaupmanns og konu hans, Kristínar Hafliða- dóttur. Á því heimili vann hún, þar til hún giftist 20. maí 1919 Joni Gunnlaugssyni rafvirkja. Með sér í búið tók hún tvö yngstu systkini sín, þar sem móðir hennar hafði látist árinu áður. Einnig bjó Einar langafi hjá þeim í mörg ár. Afi og amma eignuðust tvö börn. Önnu, sem giftist Ólafi Hannessyni símritara á ísafirði og eignuðust þau tvö börn, og Gunnlaug raf- virkja á Siglufirði sem giftist Þuríði Andrésdóttur og bjuggu þau í hús- inu hjá afa og ömmu í um tuttugu ár, ásamt þrettán börnum sínum. Einnig tóku afi og amma í fóstur stúlku, Sigríði Samúelsdóttur, og ólst hún upp hjá þeim frá barns- aldri. Sigríður er gift Gunnari Her- bertssyni og eiga þau tvo syni. Ég á mjög góðar minningar frá því ég var barn og fékk að fara til afa og ömmu á Siglufirði mörg sumur. Bærinn iðaði af lífi, atvinna mik- il og fólksfjöldinn slíkur að mér fannst ég vera komin í stórborg. Amma var auðvitað í síld eins og flestar konur í bænum og ég man hve spennandi mér þótti að vakna um miðjar nætur þegar kallað var „ræs“ fyrir utan gluggann. Verst var að fá ekki að fara með. En að börn færu í næturvinnu kom ekki til greina. Hún ammaSiguijóna var ströng, það þýddi ekkert að væla. Börn áttu að fá nægan svefn, holl- an mat, vera hrein og dugleg að lesa. Hún hugsaði ákaflega vel um börn, sín og annarra. í sumar er hún varð níræð fórum við nokkur í heimsókn til hennar, og þó svo hún áttaði sig ekki á okkur öllum, þá spurði hún: „Hverng líður börnunum, hvernig gengur þeim í skólanum?" Ekki minnist ég þess að amma svæfi á daginn eða legði sig þó búin væri að salta síld hálfa eða alla nóttina. Og heimilið hennar ömmu fór ekki aldeilis úr skorðum þrátt fyrir mikla vinnu, gestagang, féiagsstörf og okkur barnabörrtin meira og minna hjá henni og afa. Húsið ilmaði ætíð eins og væru að koma jól, af sápu, bóni og góðum mat. Stéttin utan við húsið var sóp- uð, það var eins og ekkert gler væri í gluggunum, svo vel var púss- að, og „hortensísur" hef ég ekki séð fallegri síðan þær hurfu úr glugg- unum hennar ömmu Siguijónu í Lækjargötunni. Dugnaðurinn var mikill og svo einstaklega vel farið með alla hluti. Afi dó árið 1961, en amma hélt heimili og vann fulla vinnu til átt- ræðisaldurs. Síðar fór hún á Elli- heimili Siglufjarðar til dvalar. Starfsfólki Elliheimilis og Sjúkrahúss Siglufjarðar, svo og einu barnabörnunum hennar ömmu sem enn búa á Siglufirði, þeim Birnu og Erlu Gunnlaugsdætrum, sendi ég kærar kveðjur og þakkir. ' Megi amma min hvíla í friði. Elva ÓlafsdóUir Elsku amma okkar er dáin og eftir lifa ljúfar minningar um góða ömmu. í húsinu hjá ömmu og afa, við Lækjargötu 6 í Siglufirði, bjuggu foreldrar okkar í 20 ár og ólumst við flest systkinin þar upp, og má því segja að amma og afi hafi ver- ið stór þáttur í lífi okkar. Afi dó á besta aldri, eða um sex- tugt og muna því ekki öll systkinin eftir honum enda mörg okkar ófædd þá. Það hefur eflaust oft verið erfítt fyrir ömmu að umbera okkur og allan þann hamagang sem hlýtur að hafa fylgt svo stórum barnahóp, en ekki erfði hún það við okkur. Við vorum alltaf eins og hennar eigin börn, og í hugum okkar ríkir ávallt þakklæti til hennar fyrir alla þá alúð og umhyggju sem hún sýndi okkur og okkar fjölskyldum þegar þær komu til sögunnar. Þó svo að við flyttum úr húsinu við Lækjargötuna vorum við alltaf með annan fótinn þar. Það var svo sérstakt að koma til ömmu. Húsið ilmaði af hreinlæti og yfirleitt kom maður að henni þar sem hún lá á fjórum fótum og var að skúra og bóna og enginn átti svo gljáfægð gólf og hún amma enda ekki ósjald- an sem maðurdá kylliflatur á þeim. Oft dettur manni í hug allar fallegu rósirnar hennar sem blómstruðu í öllum litum í gluggunum hjá henni og sem hún lánaði svo oft 17. júní til þess að punta gluggana í Aðal- búðinni. Og hvernig hún fór að því að halda þeim lifandi ár eftir ár, það skildi maður ekki. Amma-vann alltaf í síld á sumrin og seinna vann hún svo í Siglósíld og flakaði síld í fleiri ár alveg þar til hún hætti að vinna, þá orðin áttræð, og segir sig sjálft að ekki hefur amma slegið slöku við í þeirri vinnu fyrst hún fékk að vera svo lengi. Það kom nú í hlut yngri systk- inanna að rétta ömmu hjálparhönd síðari árin, eins og að fara í sendi- ferðir, slá blettinn og sitt hvað ann- að. Amma var afskaplega ákveðin og akkúrat manneskja. Að gera innkaupin fyrir ömmu var eins og allt annað ekkert venjulegt, allt varð að vera fyrsta flokks og aðalat- riðið var að muna hvað allt kostaði því hún spurði ætíð um verðið og hvað maður fékk mikið til baka, þetta varð oft eins og spurninga- leikur því að hún hafði mjög gaman af að reyna á kunnáttu okkar og eftirtekt. Við húsið hennar ömmu Sigur- jónu var stór grasblettur og það þurfti að slá og hirða hann vel og reglulega. Það tók alltaf dágóðan tíma að slá með gömlu sláttuvéiinni enda varð það að vera vel gert, þá var að raka og síðast en ekki síst, það þótti okkur alveg hræðilega asnalegt, en það var að sópa blett- inn með strákúst og ná því sem hrífan ekki tók. Amma var einstök í sínum aðgerðum en hvað um það, hún var góð kona og ekki bara við okkur, hún vildi öllum vel og var boðin og búin að hjálpa ef með þurfti. Amma var mjög kirkjurækin og sótti allar þær messur sem hún gat og hvatti hún okkur til þess líka. Það var svo gott að koma til ömmu, og að borða hjá henni var eins og að borða á fínasta veitinga- húsi, bæði bjó hún til alveg sérlega góðan mat og stjanaði við mann eftir því. Endalaust er hægt að riija upp og það er svo margt sem minnir á' ömmu og húsið, æskuheimili okkar. Og svona var nú hjá henni ömmu -segir maður gjárnan. Eins og til dæmis á jólunum, það var svo hátíð- legt að koma í fallegu stofuna henn- ar. Þar stóð jólatréð svo fallega skreytt á sínum stað og dropaserían sem okkur þótti svo sérlega falleg var þar alltaf á sama stað. Þar kom að því að amma gat ekki verið ein í húsinu. Hún var orðin lasburða og varð það úr að hún fór á elli- deild sjúkrahússins og það var er- fitt fyrir hana að yfirgefa heimili sitt eftir 65 ára búskap. Við sáum hvernig þessari kjarna- konu, sem alltaf hafði verið á þeyt- ingi jafnt úti sem inni, hrakaði ört eftir það. Langömmubörnin urðu 33 og mörg þeirra urðu þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast ömmu og það var hátíðarsvipur á börnunum þar sem þau sátu svo stillt og prúð við borðið hjá langömmu og horfðú hugfangin á hvernig hún snerist í kring um þau og svo sagði hún svo margt skondið. Með þessum fátæklegu orðum. kveðjum við ömmu okkar og þökk- um henni alla þá ástúð og hlýju sem hún veitti okkur á meðan hún lifði, og trúlega hefur hún áfram auga með okkur úr fjarlægð. Því svo elskaði guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. (Jóh. 3, 16.) Innilegar þakkir til starfsfólks sjúkrahússins fyrir góða umönnun sem það veitti ömmu. Fyrir hönd okkar systkinanna og fjölskyldna þeirra. Elva og Kristrún Gunnlaugsdætur. Alexander Gíslason, Olkeldu - Minning UPPLÝSINGAR: SfMSVARI: 681511 LUKKULÍNA: 991000 Fæddur 1. nóvember 1918 Dáinn 11. janúar 1991 Mig langar með nokkrum orðum að minnast vinar okkar hjóna, Alex- anders, sem jafnframt var mágur minn. Hann andaðist eftir nokkurra daga sjúkrahúslegu í Stykkishólmi.. Vegferð hans hér í hörðum heimi var hljóðlát og mótaðist af nægju- semi og tillitssemi við náungann og sína nánustu. Þannig kvaddi hann og þetta líf. Alexander var fæddur að Ölkeldu í Staðarsveit og voru foreldrar hans hjónin Gísli Þórðarson bóndi þar og Vilborg Kristjánsdóttir, sem lifir son sinn og dvelur nú á sjúkrahús- inu í Stykkishólmi. Nokkurra daga gamall fékk Alexander kíghósta, sem oft var örlagavaldur fólks á þessum árum, og þó einkum á þessu síðasta stór-harðindaskeiði aldar- innar. Það var talið ganga kraftaverki næst en þó fyrst og fremst góðri umönnun að hann hélt lífi, en svo gekk sjúkdómurinn nærri heilsu hans að hann náði ekki þroska sem önnur börn. Andlegur og líkamlegur þróttur kom ekki, þó allt væri reynt af foreldrum hans og læknum til að bæta þar um. Var hann næstum mállaus fyrstu 10 árin. Um og eftir 1930 var honum komið í Málleysingjaskólann í Reykjavík. Jafnframt naut hann góðrar umönnunar og kennslu Jó- fríðar föðursystur sinnar og Ólafs B. Erlingssonar manns hennar, svo og dætra þeirra. Að þessari skólagöngu bjó hann alla tíð og gat nú talað og lesið dálítið. Þó var mest um vert að nú þroskaðist hann það vel andlega að hann var sáttur við allt og alla þó líkamlegur þróttur léti á sér standa. lát Guðbjartar var hann meira og minna í skjóli Þórðar bróður sins og Margrétar konu hans, sem alla tíð stuðluðu að góðri líðan hans, svo og öll börn þeirra. Einnig skal get- ið Önnu Olgeirsdóttur, sem var ráðskona hjá aldurhniginni móður hans nokkur ár. Hann kunni vel að meta velvilja og öryggi hjá þessu fólki, svo og öllum ættmönnum sínum. Eins og fyrr var sagt var Alli sáttur við tilveruna þrátt fyrir lítil veraldleg umsvif á langri ævi. Iiann kom oftast eina ferð á ári á suður- landssvæðið, til að heilsa uppá ætt- fólk og brottflutta sveitunga. Hann var þakklátur fyrir þessar ferðir, þó málvöntun hindraði hann stund- um að tjá sig nægjanlega. Hann átti og marga góða kunn- ingja í Staðarsveit og gat þess oft við okkur Elínu hversu mikils virði það væri honum að þeir tóku honum sem jafningja. Systkinabörn hans og börn þeirra hændust að honum, en þó að kynn- in væru mislöng héldu þau tryggð við hann og hann við þau. Hann bjó frá 1938 í sama litla herberginu í Ölkeldu-húsinu, það var hans einkaheimur, alltaf eins, þó skipt væri um húsbændur. Síð- asta árið bjó hann hjá frænday sín um, Kristjáni Þórðarsyni, og Astrid konu hans. Við hjónin þökkum honum vin- áttuna frá fyrstu kynnum og biðjum honum velfarnaðar á ókunnum þroskaskeiðum. Þórður Kárason Hann gat unnið ákveðin létt verk fram á síðasta áratug og þótti vænt um það, en tæknihluti og vélar gat hann ekki tileinkað sér utan reið- hjólið á vissu aldursskeiði. Helsti munaður hans fyrir utan það að blanda geði við fólk var hesturinn hans, gæðingurinn góði og útvarps- tækið nálægt rúminu. Hann var á Ölkeldu alla sín ævi, fyrst hjá foreldrum, meðan þeirra naut við, síðan hjá Guðbjarti bróður sínum og Ásdísi konu hans. Eftir VERTU MEÐ - ÞAÐ ER G ALDURINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.