Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 34
34 MÖRGUNBÍÍWð' LAUGÁRDAGUR ÍM'VanÖAR-199Í félk í fréttum VIÐURKENNING ísafírði. Helga Sigrirðardóttir * A Iþróttamaður Isafjarðar Helga Sigurðardóttir sundkona var kjörin íþróttamaður ársins á ísfirði 1990 í hófí sem bæjarstjórn efndi til fyrir áramótin. I hófinu var öðrum afreksmönnum í íþróttum af- hent heiðursskjöl fyrir unnin afrek. Ólafur Helgi Kjartansson, forseti bæjarstjórnar, lýsti kjöri íþrótta- manns ársins og gat helstu afreka Helgu á árinu. Hún varð þrefaldur Islandsmeistari bæði á innan- og utanhússmótum í sundi á árinu. Hún var ein af fimm sem valin var í A- landsliðið í sundi og jafnframt valin til þátttöku í heimsmeistarakeppn- inni. Þá var hún stigahæst í bikar- keppni Sundsambands íslands í 1. deild auk fjölda annarra afreka. Gylfí Guðmundsson formaður Iþróttabandalags ísafjarðar afhenti öðrum afreksmönnum á sviði íþrótta heiðursskjöl og Halla Sig- urðardóttir formaður íþrótta- og Ljósmynd/Björn, Helgason Helga Sigurðardóttir, íþróttamaður Isafjarðar 1990, tekur við verð- launum úr hendi Ólafs Helga Kjartanssonar forseta bæjarstjórnar. æskulýðsnefndar flutti yfirlit um aðstöðu til íþróttaiðkunar á ísafírði og þær breytingar sem væntanlega verða með tilkomu nýs íþróttahúss, sem nú er í smíðum. Undirbúningur hátíðarhaldanna var í höndum Björns Helgasonar íþróttafulltrúa. Úlfar Þau hlutu viðurkenningu fyrir unnin afrek á íþróttasviðinu á síðasta ári. PÓPP Ætlar kannski að öngla aftur í karlinn Popparinn Mick Fleetwood, sem var einn stofnenda hljómsveit arinnar frægu Fleetwood Mac, rit- aði nýlega æviminningar sínar og fýlgdi þar þeirri nýlegu stefnu að rita æviminningarnar á meðan menn muna eitthvað enn þá, seinna meir sé engin trygging fyrir því. Bók hans vakti nokkra athygli og þykir veita innsýn inn í hráan heim popptónlistarmannsins, slarkið og sukkið sem þar er stundað og svo framvegis. Hann ræðir einnig kvennamál sín og skefur ekki utan af hlutunum,-Hann útlistar meðal annars í smáatriðum ástarsamband sitt og söngkonunnar Stevie Nicks, sem syngur enn með sveitinni þegar hún kemur saman á annað borð. Samband þetta var seint á áttunda áratugnum. Búist var við því að ungfrú Nicks yrði æf af reiði enda er allt opinberað í lýsingum gamla kærastans. En það var öðru nær. Nicks seg- ir að Fleetwood lýsi sambandinu bara vel og svona hafí það verið. Hún hafí elskað þijá menn í lífínu Stevie Nicks og Fleetwood sé einn þeirra. Árin sem þau voru saman hafi verið dásamleg og hún hugsi oft til þeirra, lifi meira að segja stundum í minn- ingunni um þau. Og hún elski hann enn og muni alltaf elska hann. Fleetwood hefur verið giftur fyrrum fyrirsætu að nafni Sarah Recor í tvö ár. Nicks telur þó ekki fráleitt að hún eigi eftir að öngla í karlinn aftur þrátt fyrir það. „Kannski ekki strax, ef til vill er við eldumst að- eins. Við elskum hvort annað enn og það verður ekki af okkur tekið,“ segir Stevie Nicks og hefur litlar áhyggjur af skoðunum Söru Recor. COSPER Tilboð á ýmsum lömpum, loftljósum og raftækjum BóCsturvörur fif. 10-50% afsláttur af áklæðum af lager og hlaðrúmum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.