Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1991 33 aitMtOJÓi. «!K«X : Éttitkr l.tu fíX.VW.II'.. Baro.poí*íssjdöJ• ’boNatís&nrtjbgsre iól Isicnd 1950 JÖLAKVEOJA • 1990 ■Jóí1930 ístand Jóla- og líknarmerki 1990 _______Frímerki____________ Jón Aðalsteinn Jónsson Rétt er að halda þeim sið, sem tíðkazt hefur um allmörg ár, að greina hér örlítið frá þeim jóla- eða líknarmerkjum, sem ýmis líknarfélög gefa út fyrir hver jól til styrktar mörgum góðum og þörfum málefnum. Margir frímerkjasafnarar safna líka einn- ig þessum merkjum, þótt þau falli ekki beinlinis undir það, sem menn nefna fflatelíu eða frímerkjasöfn- un. Jólamerki eru þó hugsuð til álímingar á jólapóstinn samhliða frímerkjum, sem eru auðvitað greiðsla fyrir burðargjaldið. Eins og venjulega er það Bolli Davíðs- son í Frímerkjahúsinu, sem sendir þættinum þessi merki til birting- ar. Ber enn að þakka honum þessa hugulsemi við þáttinn og jóla- merkjasafnara. Ekki hef ég séð nokkrar tölur um það, hversu vel gengur að selja jóla- og líknarmerki. Aftur á móti er sú skoðun mín óbreytt frá fyrri árum, að útgáfa sérs- takra jólafrímerkja Póst- og síma- málastofnunarinnar hafi til muna dregið úr sölu jóla- og líknar- merkja. Um það ber órækt vitni, hversu sjaldgæf þau virðast vera á jólapósti. Ekki hef ég gert sér- staka athugun á þessu, eins og ég gerði í fyrra, en ég hygg, að þetta hafi ekkert breytzt síðan. Segja má og, að alveg sé nægjan- legt fyrir þann, sem sendir jóla- bréf til vina sinna, að nota jólafr- ímerki á sendinguna. Sú er líka stefna póststjómarinnar, að jól- afrímerki séu sem mest notuð á þennan póst og helzt svo, að þau seljist upp, enda ekki búizt við, að almenningur sækist eftir að nota þau að bak jólum. I fyrra var minnzt á það, að pósthús landsins, a.m.k. hér í Reykjavík, seldu einungis jóla- merki Thorvaldsensfélagsins, enda þau langelzt þessara merkja og löngu komin hefð á þessa sölu. Nú varð ég þess hins vegar var, að líknarmerki Lionsfélaga voru einnig til sölu á pósthúsum. í sjálfu sér er ekkert athugavert við það, en af því hlýtur að leiða, að önnur líknarfélög ættu einnig að eiga aðgang að pósthúsum með merki sín, ef þau óska þess. Póst- notendur eiga að geta valið um þessi merki, ef þeir á annað borð vilja styrkja starfsemi einhvers líknarfélags. Fyrir síðustu jól komu út átta jóla- og líknarmerki frá jafnmörg- um félögum. Hins vegar bættist svo heldur betur við í söfn jóla- merkjasafnara, því að Lionshreyf- ingin á íslandi gaf út örk með 25 mismunandi merkjum. Má því segja, að hér hafi 33 merkj alls komið út að þessu sinni. Það var einmitt þessi örk, sem var til sölu í pósthúsum. Sjálf er örkin hin skrautlegasta, og sýnir hvert merki ákveðinn þátt úr sögu ís- lands, ekki sízt atvinnusögu þess. Jóla- og líknarmerki 1990. Á hveiju merki stendur: Gleðileg jól — Merry Christmas. Þykir mér því iíklegt, að Ljónsmenn hafi ekki síður hugsað sér, að merkin væru notuð á jólapóst til erlendra Ljónsmanna, og þá um leið sem landkynning. Ef örkin prentast vel með þessum þætti, geta menn gert sér nokkra hugmynd um hana og sögulegt efni hennar. — Eitt félag hefur helzt úr lestinni frá í fyrra, Ungmenna- og íþrótta- samband Austurlands. Önnur þau líknarfélög, sem gáfu út merki fyrir þessi jól, eru flest löngu kunn meðal safnara. • Eins og venjulega er þau nefnd hér eftir útgáfualdri. Þá verður Thorvaldsensfélagið fyrst í röð- inni. Síðan kemur Kvenfélagið Framtíðin á Akureyri. Lionsklúb- bur Siglufjarðar á þriðja merkið. Rotaryklúbbur Hafnarfjarðar sendir enn merki á þennan mark- að. Líknarsjóður Tjaldanesheimil- isins kemur þessu næst með merki sitt. Er þar sama teikning og áð- ur, en aðeins breytt um lit og svo ártal. Ungmennafélag Dala- manna og Norður-Breiðfirðinga sendir frá sér fjórða líknarmerki sitt og að þessu sinni með mynd af Snóksdalskirkju. Ungmenna- samband Borgarfjarðar gefur einnig út fjórða merki sitt með kirkjubyggingu, og hefur Akra- kirkja á Mýrum orðið fyrir valinu. Lionskiúbbur Njarðvíkur gefur út merki í annað sinn og fer nú eins og nokkur önnur félög inn á svið kirkjubygginga. Enda þótt þess sé ekki getið á merkinu, þykist ég sjá, að hér birtist mynd af Hvalsneskirkju á Miðnesi. Sú kirkja er ekki sízt merk fyrir það, að hún var reist árið 1887 úr höggnu grjóti. Sjáifsagt hefði ver- ið að geta nafns kirkjunnar á sjálfu merkinu, ekki sízt ef þeir Ljónsmenn í Njarðvíkum ætla að halda áfram með kirkjur í Gull- bringusýslu. Þetta hafa þeir aðrir séð, sem gefið hafa út merki með kirkjubyggingum. Loks gaf söfn- uðurinn f Stykkishólmi út merki með mynd af nýrri kirkju Stykkis- hólmsbúa til að minnast vígslu hennar 6. maí 1990. Að því er ég bezt veit, hafa þéir Hólmarar áður gefið út líknarmerki 1978 og 1979. Jólamerkjaörk Lionsmanna 1990. Merrild setur brag á sérhvern dag Merrild kaffið er afar vinsælt og það á sér góðar og gildar ásæöur: Hin frábæra fylling og inýkt í bragðinu helst lengur í munni en þú átt að venjast. Kaffið er drjúgt og milt en aldrei rammt eða súrt. Það leynir sér ekki að það er blandað og brennt úr heimsins bragðbestu kaffitegundum frá Kólombíu, Brasilíu og Mið-Ameríku. Góð kaffiráð Gott hráefni er aðalsmerki Merrild kaffisins og mjúki pokinn tryggir að gæðin haldist svo að þú færð alltaf sama ilmandi kaffið og frábæra kaffibragöiö. Tæmdu aldrei pokann í dós. Settu kaffipokann ofan í Merrild kaffi- dósina. Þannig kemst hvorki súrefni né birta að kaffinu og ilmurinn, bragðið og ferskleikinn haldast til síðasta dropa. 1 t/ H I H // // "// // « JUtoM Langar þig í fallega kaffídós ? Klipptu strikamerkið af rauða Merrild pakkanum og fáðu kaffi-dós eins og þá sem þú sérð hér til hliðar. Allt sem þarf að gera er að geyma strikamerkin af 6 pökkum af rauðum Merrild 500 gr. og senda til okkar. Þá sendum við þér Merrild kaffidós þér að kostnaðarlausu. Einnig getur þú skipt strikamerkjunum í peninga ef þú vilt ekki kaffidósina. 2 strikamerki = 40 kr. 4 strikaincrki = 80 kr. 6 strikamerki = 120 kr. Já, takk. I I (krossiö við) ég vil gjarnan fá eina Merrild kaffi- dós og sendi hér með 6 strikamerki af rauðum Merrild 500 gr. I I (krossiö við) ég vil gjarnan fá greitt fyrir meðfylgjandi ________________stk. strikamerki samtals________________kr. Hámark 1 umslag og 6 strikamerki á hcimili. Nafn _______ Heimilisfang Póstnr./bær _ Umslagið sendist til Merrild Kaffe A/S, Pósthólf 4372, 124 Reykjavík. Síðasti innsendingar dagur er 28. febrúar 1991. Svona lítur strikamerkið út. Þú finnur það aftaná rauðum Merrild pakka. Merrild Kaffe A/S, Pósthólf 4372, 124 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.