Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LMJGARDÁGUR 19. JANÚÁR 1991 Stækkun Búrfellsvirkjunar: Tilboðum tekið í vélabún að fyrir 1400 milljónir Stór verk við Fljótsdalsvirkjun boðin út að Fljótsdalsvirkjun muni kosta 19,8 milljarða króna að meðtöldum vöxtum á byggingartíma. Halldór Jónatansson sagði að undirbúningur fyrir byggingu virkj- LANDSVIRKJUN hefur tekið til- boðum frá þremur erlendum fyr- irtækjum í vélabúnað fyrir stækkun Búrfellsvirkjunar. Þá hafa verið boðin út verk við Fljótsdalsvirkjun, sem svara til */« af áætluðum verktakakostnaði við virkjunina og verða þau opn- uð í mars. Að sögn HalWórs Jónatanssonar forstjóra Landsvirkjunar hefur þeg- ar verið tekið tilboði frá þýsk- svissnesku samsteypunni ASEA- Brown Boveri í vélar og rafbúnað í Búrfellsvirkjun, tilboði frá þýska fyrirtækinu Ziemens í rofa og til- boði frá portúgalska fyrirtækinu EFACEC í spenna, allt að undan- gengnum útboðum. Þessi verk eru alls upp á 1.400 milljónir króna, en kostnaður við stækkun Búrfells- virkjunar er áætlaður 4.800 milljón- ir. Tilboðunum var tekið með fyrir- vara um byggingu Atlantal-álvers- ins á Keilisnesi. Þá er ólokið útboðum í gröft fyr- ir nýju stöðvarhúsi við Búrfell og byggingu stöðvarhússins sjálfs, svo og þrýstipípur og lokur, en tilboð í þessa verkhluta verða opnuð í mars, apríl og maí. Halldór sagði að búið væri að bjóða út aðrennslisgöng Fljótsdals- virkjunar og verða tilboðin opnuð 5. mars. Einnig hafa verið boðnar úr vélar og rafbúnaður og verða þau tilboð opnuð 20. mars. Bygging stöðvarhússinss verður boðin út á næstunni, ásamt frárennslisskurði virkjunarinnar, og á að opna tilboð- in 15. mars, sem og tilboð í Eyja- bakkastíflu sem verður boðin út fljótlega. Alls er þarna um að ræða útboð á verkum, sem kosta um 10 millj- arða króna, en það svarar til z/s af áætluðum verktakakostnaði við Fljótsdalsvirkjun. Gert er ráð fyrir lltannlæknar starfrækja neyðarvakt TANNLÆKNAFÉLAG íslands hefur nú um helgina 19. og 20. janúar að nýju starfrækslu reglu- bundinnar neyðarvaktar á veg- um Tannlæknafélags íslands á Reykjavíkursvæðinu eftir nokk- urra ára hlé. Árið 1986 sagði Reykjavíkurborg tannlæknavaktinni upp húsnæði því sem hún hafði verið rekin í um ára- tuga skeið og ekki tókst að útvega . annað. Það hefur samt verið vitað mál að mikil þörf er á þessari þjón- ustu um helgar hér í Reykjavík og næsta nágrenni. Nú hafa 11 tann- læknar myndað með sér vinnuhóp og skiptast þeir á að vera með vakt- ina á stofum sínum. Neyðarvaktin verður alla laugar- dags- og sunnudagsmorgna milli kl. 10 og 12 og gefur símsvari 681041 upplýsingar um á hvaða tannlæknastofu hún er hverju sinni. Neyðarvakt verður einnig um stór- hatlðir. (Fréttatilkynning) ananna gengi samkvæmt áætlun um að hægt verði að framleiða næga raforku til nýs álvers árið 1994. Er gert ráð fyrir að tilboðin liggi fyrir þegar gengið verði endan- lega frá orkusölusamningi við Atl- antal-hópinn. Verslunin Austurstræti 17 gjaldþrota Verslunin Austurstræti 17 var tekin til gjaldþrotaskipta á þriðjudag, 15. desember. Kristján Ólafsson, hdl., var skip- aður bústjóri þrotabúsins. Hann sagði að ekki væri unnt að sjá hvetj- ar skuldirnar væru, þar sem kröfum hefði enn ekki verið lýst. Verslunip Austurstræti 17 selur matvörur. í sama húsnæði var áður verslunin Víðir. Verslunin er nú rekin af þrotabúinu. 17. janúar til 2. febrúar Opið laugardaga kl. 10 til 18 mánudaga til föstudaga kl. 9 til 18 og sunnudaga kl. 11 til 16 Úrvalið eykst með ári hverju Nú er tækifærið til þess að leggja grimn að góðu heimilisbókasafni. ORN OG ORLYGUR Síðumúla 11 - Sími 84866 saxiap oo mvnmv anovnMvwviipa • soaimq do mvnmv anavnHvwviipg • saxmQ ao mvnhv unov>mvwvmqb ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.