Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1991 13 Ólafur Egilsson sendiherra í Moskvu: Viðhorf Jeltsíns þau sömu og Alþingi lýsti í ályktun Að leik með hörpudisk Hörpudiskur er fastur punktur í atvinnulífi Grundfírðinga. Yfírleitt er á vísan að róa þegar hann er annars vegar og markaður fyrir fiskinn. er góður. Hörpuskeljahrúgur eru ekki óalgeng sjón á staðnum og þessi ungi Grundfírðingur var að leik í einni slíkri þegar Ragnar Axelsson festi hann á fílmu á dögunum. Styrkur úr Sögusjóði stúdenta í Kaupmannahöfn í febrúarmánuði verður veitt- ur árlegur styrkur úr Sögusjóði stúdenta í Kaupmannahöfn. Upp- hæð styrksins er að þessu sinni 7.000 danskar krónur. Sjóðurinn veitir styrki til: a. Verkefna er tengjast sögu ís- lenskra námsmanna í Kaupmanna- höfn. b. Verkefna er að einhveiju leyti tengjast sögu íslendinga í Kaup- mannahöfn. c. í sérstökum tilfellum til ann- arra verkefna er tengjast dvöl ís- lendinga í Danmörku. Umsóknir um styrkinn skulu hafa borist stjóm sjóðsins, 0ster Voldgade 12, 1350 Kobenhavn K, fyrir 20. febrúar 1991. (F réttatilky nning) BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, sagði Ólafi Egilssyni, sendiherra íslands í Moskvu, að viðhorf hans til atburðanna í Eystrasaltslöndunum væru mjög á sömu lund og fram koma í ályktun sem Alþingi Islendinga samþykkti á mánudag. Þetta kom fram í samtali við Ólaf Egilsson í gær, en hann og Stefán L. Stefánsson sendiráðsrit- ari gengu á fund Jeltsíns á mið- vikudag. í ályktun Alþingis voru aðgerðar sovéska hersins í Litháen fordæmdar og því lýst yfir að þær bijóti gegn grundvallarreglum í samskiptum ríkja. Þá segir í álykt- uninni að engin lausn sé viðunandi á málum Eystrasaltsríkjanna önn- ur en fullt og óskorað sjálfstæði þeirra. Á fundinum greindi Ólafur Jelts- ín frá ályktun Alþingis og fyrirhug- aðri ferð Jóns Baldvins Hannibals- sonar utanríkisráðherra til Eystra- saltslandanna. Jeltsín sagði Ólafi frá för sinni til Eistlands sl. sunnu- dag, en þar var gefin út sameigin- leg ályktun rússneska lýðveldisins og Eystrasaltsríkjanna um rétt Eystrasaltsríkjanna til sjálfstæðis. „Það kom fram að Jeltsín teldi mjög mikilsvert að þessi valdbeit- ing gagnvart Eystrasaltsríkjunum gengi ekki lengra vegna þess að það gæti haft mjög alvarlegar af- leiðingar á fleiri stöðum í Sovétríkj- um,“ sagði Ólafur. Hann sagði Jeltsín hafa lýst Ólafur Egilsson, sendiherra. áhyggjum af ástandinu og verið gagnrýninn á aðgerðir sovéskra stjórnvalda. „Hann sagðist hafa varað við slíku áður en til atburð- anna kom, en vonaðist jafnframt til að allir áttuðu sig á að ekki mætti ganga lengra á þessari braut.“ Ólafur sagði aðspurður að Jelts- ín hefði komið honum mjög vel fyrir sjónir. „Hann virtist íhugull og það sem hann sagði virtist mjög vel ígrundað," sagði Ólafur. Sendiherrar annarra Norður- Borls Jeltsín, forseti Rússlands. landa í Moskvu áttu sameiginlegan fund með Jeltsín á þriðjudag, en Ólafur var ekki boðaður á þann fund. Ólafur sagði að sá fundur hefði verið haldinn með mjög stutt- um fyrirvara og vegna þess og nánast mistaka hefðu honum ekki borist boð um þann fund. Ólafur sagðist þá hafa óskað eftir sérstök- um fundi með Jeltsín vegna þess að þau mál, sem höfðu verið til umræðu á fundi sendiherranna, væru ekki síður í hugum íslenskra stjómvalda um þessar mundir. -----— STORUTSALA 20 - 70% AFSLÁTTUR Á EIÐISTORGI11 OPNUNARTIMIUM HELGINA: í DAG FRÁ KL. 10 -16 SUNNUDAG FRÁ KL. 13 -17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.