Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 18
_J J roor ÍIAUMAl .€ MöftöUNttLAUIÐ LAUGARDÁGUR 19.' ÍÁNÚAR 1991 Arabar í Moskvu mótmæla stríðinu Hundruð manna, aðallega arabar, komu saman á götum Moskvu og Leníngrad í gær til að mótmæla árásum fjölþjóðahersins á hernaðar- mannvirki í írak og Kúveit og afstöðu sovéskra stjómvalda til stríðsins. 150 mótmæltu við bandaríska sendiráðið í Moskvu, þar sem myndin var tekin. Mótmælendumir héldu á myndum af Saddam Hussein, kveiktu í fána ísraels og sökuðu sovésk stjómvöld um að hafa svikið málstað araba. 500 manns tóku þátt í svipaðri mótmælagöngu í Leníngrad. Leiðtogar Vesturlanda og Sovétríkj- anna fordæma árásina á Israel: Óttast að stríðið muni breiðast út Washington, Moskvu, Lundúnum, Bonn. Reuter. LEIÐTOGAR Vesturlanda og Sovétríkjanna fordæmdu í gær eld- flaugaárásir íraka á ísrael og hvöttu ísraela til að ráðast ekki á írak i hefndarskyni þar sem þeir óttuðust að stríðið kynni þá að breiðast út með hörmulegum afleiðingum. Bandarikjamenn reyndu að full- vissa Israela um að þeir þyrftu ekki að hefna árásanna þar sem fjöl- þjóðaherinn við Persaflóa stefndi að því að eyðileggja þær eldflaug- ar íraka sem honum hefði ekki enn tekist að granda. Sergej Grígoijev, talsmaður Míkhaíls Gorbatsjovs, forseta Sov- étríkjanna, sagði að forsetinn hefði miklar áhyggjur af afleiðingum ár- ása íraka. „Þetta er hættuleg þró- un. Við lítum hana alvarlegum aug- um því árásimar gætu haft hinar hörmulegustu afleiðingar," sagði talsmaðurinn. Alexander Belon- ogov, aðstoðarutanríkisráðherra Sovétríkjanna, sagði að Gorbatsjov hefði sent bréf til leiðtoga Miðaust- urlanda þar sem hann hvetti þá til að sýna varkárni og afstýra því að stríðið breiddist út. George Bush Bandaríkjaforseti sagði árásimar „svívirðilegar“. James Baker, varnarmálaráðherra í stjóm hans, ræddi við Yitzhak, Shamir, forsætisráðherra ísraels, og tjáði honum að fjölþjóðaherinn legði áherslu á að fyrirbyggja að írakar gætu beitt eldflaugum á Israel að nýju. Stjómvöld í Evrópuríkjum hvöttu einnig ísraela til að gera ekki árás- ir á Irak í hefndarskyni. Douglas Hurd, utanríkisráðherra Bretlands, sagði að ísraelar hefðu rétt til að veija sig en bætti við að skynsam- legast væri að þeir hefndu ekki árásanna í fyrrinótt. Hann viður- kenndi þó að ísraelsk stjórnvöld stæðu frammi fyrir ákaflega erfiðu vandamáli. Gerhard Stoltenberg, vamar- málaráðherra Þýskalands, varaði við því að hugsanlegar gagnárásir ísraela gætu rofið samstöðu Vest- urlanda og arabískra bandamanna þeirra í stríðinu gegn írökum. >JLORDANIÆ Þróft fyrir a& þrjár flauganna hafi lenl í miðjum íbúðahverfum Tel Aviv og Haifa slösuðust aðeins sjö manns lítillega. S. Að minnsta kosfi 8 Scud flaugar lenda í Israel kl. 00:30 að íslensk- um tíma. Scud-flaug með hefðbundnum sprengioddi. Eldflaugaárásirnar á Israel: Kraftaverk að enginn týndi lífí Aðeins tólf manns særðust en enginn þeirra alvarlega Tel Aviv, Jerúsalem. Reuter. ALMENNINGUR í ísrael kallaði það kraftaverk, að ældflaugarn- ar, sem írakar skutu á Tel Aviv og Haifa í fyrrinótt, skyldu ekki hafa valdið meiri skaða en raun varð á. Ollu þær að vísu nokkru eignatjóni en ekki er vitað til, að neinn hafi týnt lífi. Tólf manns særðust en líklega enginn alvarlega. Fjórar manneskjur köfnuðu hins vegar í gasgrímunum vegna mistaka. Fyrstu áhrif eldflauga- árásanna eru þau, að hatrið á Saddam Hussein hefur magnast um allan helming og var þó ærið fyrir. Esther Karmon þrýsti að sér sjö mánaða gamalli dóttur sinni og benti á stóran gíg skammt frá heimili sínu þar sem ein af átta Scud-eldflaugum íraka hafði kom- ið niður. „Þetta er kraftaverk. Öll þessi sprenging án þess, að nokk- ur léti lífið. Guð er svo sannarlega með okkur,“ sagði hún en allt umhverfis sprengigiginn voru leif- amar af brunnum og sundurtáett- um bílum og útveggir nærliggj- andi húss höfðu sprungið inn. í húsinu bjuggu fjórar fjölskyld- ur og tvær gamlar konur og það er furðulegt, að enginn skyldi slas- ast alvarlega. Var allt fólkið flutt á sjúkrahús en læknar sögðu, að líkamleg meiðsi væru lítil, helst að fólkið liði andlega eftir þessa skelfilegu reynslu. „Ég var sofandi er sírenurnar fóra að væla og nokkram sekúnd- um síðar varð gífurleg sprenging. Gluggamir þeyttust inn og allt var á tjá og tundri,“ sagði einn ná- grannanna, Asher Gabai, 10 ára gamall. „Ég var svo hræddur, að ég hélt, að hjartað myndi springa í bijósti mínu.“ Að minnsta kosti átta Scud-eld- flaugum var skotið á Tel Aviv og Haifa, tvær stærstu borgimar í ísrael, og þar með hafði Saddam Hussein gert alvöra úr hótun sinni um árás á landið. „Hundurinn, skepnan. Hvað höfum við gert honum til að eiga skilið að vera drepin sofandi," sagði miðaldra kona þar sem hún stóð innan um brakið og maður að nafni Sammy, sem var að huga að skemmdum á húsi 'sínu, sagði, að nú hefði Saddam gengið of langt. „Við verðum að uppræta hann. Við gétum ekki lengur setið og beðið þess, sem verða vill,“ sagði hann og aðrir nærstaddir tóku í sama streng. Þrátt fyrir heiftina og óhuginn er það ísraelum mikill léttir, að ekki skyldi vera eiturefnahleðsla í eldflaugunum og raunar er ekki talið fullvíst, að írakar ráði yfir þeirri tækni, sem til þess þarf. í árásunum í fyrrinótt létust flórar manneskjur, þijár fullorðnar konur og arabísk stúlka, en þær köfnuðu í gasgrímunum vegna kunnáttuleysis í meðferð þeirra. Framan á loftinntakinu er plast- innsigli, sem á að taka af þegar gríman er sett upp, en það hafði ekki verið gert með fýrrgreindum afleiðingum. Talsmenn hersins í ísrael vildu ekki láta neitt uppi um það, hvort herinn hefði vopn til að granda Scud-eldflaugum, áður en þær næðu til skotmarka. Vitað er, að ísraelum hafa verið afhent tvö bandarísk flugskeyti af Patriot- gerð, en þau virðast ekki komin i notkun. Patriot-skeyti grandaði Scud-eldflaug frá írak, þegar hún nálgaðist Dhaharan í Saudi- Arabíu um sama leyti og árásin var gerð á ísrael. efir þarniig þann, sem fyrir trinu veríur. (Afbrigði ar þessu eitri — Zyklon B — var notað í útrýmingarbúðum Þjóðverjc í sei/ini hei/nstyrjöld. írakar kunna að i Irökum. TAUGAGAS Sarhv Tabún ond Sóman: Hafa úhrif ó taugakerfið og volda óköfum svitaköstum, lungnastiflu, uppköstum og krömpum. (Þessi efni voru fundin upp of Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöld, en ekki notuðþó). Irakar beittu saríni gegn Iran og talið er að þeir eigi einnig tabún og sóman. KÖFNUHAR- EITUR Fosgen: Veldur ertingu i lungum, sem fyllast af vökva og drekkja þanníg fórnarlambinu. (Notað í fyrri heigistyrjöld og eru Irokar taldir ..novopn geta drepið ó nokkrum mínútum, en ^ra^eJ,l ef skammturinn er lítill getur fórnarlambið PQ“-' kvalist i marga tíma óður en yfir lýkur. Eistneskur stj órnmálamaður: Gorbatsjov aðeins valdalaus brúða í höndum herforingja Lech Walesa segir hugsanlega hættu steðja að Póllandi TaUinn, Brussel, Vilnius. Reuter. ALGIRDAS Saudargas, utanríksráðherra Litháens, sagði í gær, að Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, væri í raun valdalaus og aðeins strengbrúða í höndum „brjálaðra herforingja". Kunnur, eist- neskur stjórnmálamaður, sagði, að nú ætti sér stað sálfræðilegur hernaður gegn Eystrasaltsríkjunum í því skyni að bæla niður sjálf- stæðisviðleitni þeirra, og Lech Walesa, forseti Póllands, segir, að atburðimir í Litháen séu hugsanlega fyrirboði stórkostlegrar ógnun- ar við Pólland. „í Moskvu era nú bijálaðir her- foringjar við völd og Gorbatsjov ræður engu. Hann er aðeins brúða, sem komið hefur verið fyrir á for- setastóli," sagði Saudargas, ut- anríkisráðherra Litháens, á fundi með blaðamönnum og þingmönn- um á Evrópuþinginu í gær en hann hefur umboð til að koma á fót út- lagastjóm verði þjóðkjörin stjórn i Litháen svipt völdum. Saudargas gagnrýndi ónógan stuðning vestrænna ríkja við Lithá- en og kvaðst ekki skilja hvað átt væri við þegar Vesturlandamenn töluðu um vaxandi lýðræði í Sov- étríkjunum. Sagði hann, að um líf eða dauða væri að tefla fyrir lit- háíska ráðherra og þingmenn, sem nú hefðust við innikróaðir í þing- húsinu í Vilnius. Rein Veidemann, einn kunnasti stjómmálamaður i Eistlandi, sagði í gær, að hungurverkfall tveggja þingmanna rússneskra innflytj- enda, hótanir um verkfall í verk- smiðjum, sem Rússar starfa í, og áróðurinn í útvarpssendingum sov- éska hersins væra liður í einni áætlun, þeirri að búa í haginn fýr- ir valdatöku sovétstjórnarinnar. Það sama ætti sér stað í öllum Eystrasaltsríkj unum. Uggur í Pólverjum „Það er möguleiki, skelfilegur -"1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.