Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 44
Átökin við Persaflóa: Farmgjöld Jíiækka vegna átakanna EIMSKIPAFÉLAG íslands hefur tilkynnt útflytjendum um 8 til 10% hækkun flutningsgjalda til Austur-Asíu. Hækkunin stafar af því, að þau skipafélög, sem sigla til Austurlanda fjær, hafa ákveðið að innheimta sérstakt álag á flutningsgjöld, til að mæta hærri tryggingaiðgjöldum og frávikum í siglingaáætlunum vegna átak- anna við Persaflóa. Höskuldur H. Ólafsson, forstöðu- maður útflutningsdeildar Eimskips, segir að þessi hækkun muni fyrst óg fremst hafa áhrif á útflutning á frystum sjávarafurðum til Asíu, einkum til Japans. Hún geti einnig haft óbein áhrif á verð vöru frá þess- um löndum, sem flutt er hingað til lands. Höskuldur sagði að búast mætti við frekari breytingum á flutnings- gjöldunum, eftir framvindu styrjald- arinnar við Persaflóa. Dagvist barna: Greiðslur til foreldra hefj- ast í haust Tvær glæsilegustu ljósasýningar, sem getur að líta á íslandi, í sömu andrá: Grænn vafurlogi norðurljósanna keppir um athygli við bjarmann af eldstrókum Heklu. „Þetta var stórkostleg sjón,“ sagði Hekla ívarsdóttir, sem sá í fyrsta sinn nöfnu sína gjósa, við Morgunblaðið. Mað- ur hennar, Sigurður Stefnisson, tók myndina um klukkan 23 á fimmtudagskvöld. GREIÐSLUR til foreldra, sem kjósa að dvelja heima hjá börnum sínum á forskólaaldri, munu hefj- ast næsta haust. Þetta kom fram í máli Davíðs Oddssonar, borgar- stjóra, við fyrri umræðu um fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar á fimmtudag. - Sjálfstæðismenn gáfu þá yfirlýs- ingu fyrir borgarstjórnarkosning- arnar í maí sl. að á kjörtímabilinu yrðu hafnar greiðslur til foreldra, sem gættu barna sinna á forskóla- aldri sjálfir, í stað þess að nýta þjón- ustu dagvistarstofnana. Við fyrri umræðu um fjárhags- áætlun Reykjavíkur lýsti borgar- stjóri því yfir, að stefnt væri að því að þessar greiðslur yrðu hafnar á haustmánuðum og í íjárhagsáætl- uninni væri gert ráð fyrir að til þess yrði varið 50 milljónum króna. I máli borgarstjóra kom fram, að nánari útfærsla á þessu lægi ekki fyrir, en hún yrði byggð á mati á dvalartíma barna á dagvist- ,_grstofnunum borgarinnar og kostn- aði samfara vistun þeirra þar, auk þess sem tekið yrði tillit til gildandi laga og reglugerða um útsvar og tekjuskatt. Heklugosið virðist heldur í rénun: Líklegt að fjöldi smágosa hafi aldrei komizt á blöð sögunnar Jarðfræðingar með tilgátur um að Heklugosin séu mun fleiri en talið var HEKLA virðist hafa gosið með nokkuð jöfnum krafti í allan gær- dag, en nokkuð hafði dregið úr gosinu frá því á fyrstu klukkustund- um þess. Gosið hafði rénað verulega í suðvesturhlíðunum að sögn sjónarvotta, sem komust nærri fjallinu, en talið var að mikil virkni væri enn austan í því, þar sem gosið hefur verið öflugast. Jarðfræð- ingar geta sér þess nú til, að Heklugos hafi jafnvel verið talsvert fleiri en sautján frá því að land var numið. Það, hversu stutt er á milli þriggja síðustu gosa - 1970, 1980-81 og 1991 - þykir annað hvort gefa til kynna að hegðun fjallsins hafi breytzt, eða þá að slík minniháttar gos séu einfaldlega algengari en talið hafi verið. Hingað til hefur verið talið að Hekla gysi hér um bil einu sinni eða tvisvar á öld, þá öflugu gosi og gerði áratugálangt hlé á eftir. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur hjá Raunvísindastofnun, sagði í samtali við Morgunblaðið að hléin milli síðustu gosa væru þau stytztu, sem um gæti í sögu Heklugosa. Axel Björnsson, jarðeðlisfræð- ingur hjá Vísindaráði, segist hafa kastað fram þeirri tilgátu eftir RÚV semur við SKY um fréttir RÍKISSJÓNVARPIÐ hefur gert samning við bresku sjónvarps- stöðina Sky um útsendingar á fréttum stöðvarinnar hér á landi. Landsmenn geta því fylgst með fréttum tveggja erlendra sjón- varpsstöðva. „Þetta er aðeins tímabundinn samningur sem við gerum með tilliti til ástandsins í heiminum,“ sagði Markús Örn Antonsson út- varpsstjóri í gærkvöldi. Hann sagði að Sjónvarpið greiddi sára- lítið fyrir réttinn á að senda út frá Sky, en vildi ekki segja hversu mikið. Aðspurður hvort þetta væri svar Ríkissjónvarpsins við fréttum CNN á Stöð 2 sagði Markús Örn að nýbúið væri að breyta reglugerðinni og þá hefði þessi möguleiki opnast. „Okkur datt aldrei í hug að bijóta ákvæði eldri reglugerðar og láta á þetta reyna eins og hinir gerðu. Vegna ástandsins í heiminum fannst okk- ur ástæða til að leita leiða til að styrkja fréttaþjónustuna," sagði Markús Örn. Bogi Ágústsson, fréttastjóri Ríkissjónvarpsins, sagði að frétta- maður RÚV kæmi reglulega inn í útsendingu Sky og segði frá því helsta sem væri að gerast. „Meðan ástandið er jafn spennuþrungið og nú er munum við sýna fréttir frá Sky, en þetta er ekki varanlegt ástand. Hlut- verk fréttastofanna er, í mínum huga, annað og meira en að vera endurvarpsstöð fyrir erlendar sjónvarpsstöðvar. Við sérstakar kringumstæður, eins og nú eru, finnst mér þetta þó eðlilegt og verjandi," sagði Bogi. Skjólkvíagosið svokallaða 1970, sem var svipað núverandi gosi og stóð í viku, að kannski væri gos- mynstur Heklu allt öðru vísi en menn hefðu'talið. „Ef það hefði verið sunnanátt, éljagangur og slydda 1981, þá hefði fyrir daga jarðskjálftamæla og annarrar tækni enginn orðið var við það gos. Gosið 1980 stóð varla nema rúman sólarhring, og líklega hefði enginn orðið var við það heldur. Ef við lítum á gosið í dag, þá hef- ur nánast ekkert sézt í allan dag af gosinu fyrir veðri. Það er því vel hugsanlegt að fjöldi smágosa hafi farið framhjá annálaritum og ekki komizt í heimildir, af því að þau drápu ekki búfénað eða höm- luðu grassprettu." Haukur Jóhannesson, jarðeðlis- fræðingur hjá Náttúrufræðistofn- un, hefur stundað rannsóknir á Heklusvæðinu, og segir að ýmsar niðurstöður rannsókna sinna bendi til þess að fyrrgreind tilgáta geti verið rétt. „Við fundum öskulög á Suðurlandi, sem eru greinilega úr Heklu, en falla ekki inn í þetta hefðbundna mynstur," sagði Hauk- ur. Hann sagði að einnig hefðu verið tekin hraunsýni, en rannsókn- um á þeim hefði ekki verið lokið. Hann sagðist telja vel líklegt að gosin í Heklu væru fleiri en talið hefur verið, og að smágos á borð við það, sem nú.stendur, hafi verið eins konar smáskvettur eftir stóru gosin. Sjá fréttir á bls. 2,4,16 og 17. Samdráttur í söiu áfeng- is og tóbaks SAMDRÁTTUR varð í sölu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á síðasta ári miðað við árið 1989. Samdráttur í sölu á áfengi nam 5,31% í lítrum en 4,13% í alkóhóllítr- um. Samdráttur varð í sölu á vindlingum um 1,19% , 3,31% samdráttur í vindlasölu og rúmlega 1% í sölu á reyktó- baki. Aftur á móti jókst sala á munn- og neftóbaki lítillega, eða um 0,80%-. í lítrum talið nam áfengis- salan 8.995.000 lítrum eða 1.001.816 alkóhóllítrum. Það svarar til 3,93 alkóhóllítra á hvert mannsbarn í landinu. Ef litið er til aldurshópsins 15 ára og eldri, er salan sem svarar til 5,24 alkóhóllítra á mann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.