Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 27
MÓkGé.VBEADIli 'lJÍUiáÁkíÍÁÓÓk lé: éÁNÓAR :iéðf- Beinar sjónvarps- sendingar á erlend- um tungumálum Þingsályktunartillaga Inga Björns INGI Björn Albertsson (S-Vl) vill afnema ákvæði um að kynning eða endursögn þular verði að fylgja beinum sjónvarpsútsendingum á erlendum tungumálum. Hann hefur lagt fram þingsályktunartil- lögu um beinar sjónvarpsútsendingar um gervihnetti. Tillaga þingmannsins er þess efnis, að Alþingi skori á mennta- málaráðherra að fella á brott 2. málsgrein 6. greinar í reglugerð nr. 70/1986, um útvarp samkvæmt tímabundnum leyfum, þannig að kynning og endursögn þular þurfi ekki að fylgja efni sem dreift er viðstöðulaust um gervihnött og sýnir atburði sem gerast í sömu andrá. í 6. málsgrein sem vísað er til segir m.a: „Efni á erlendu máli, sem sýnt er í sjónvarpi, skal jafnan fylgja íslenskt tal eða neðanmáls- texti á íslensku eftir því sem við á hveiju sinni. Það skal þó ekki eiga við þegar í hlut eiga erlendir söng- textar eða þegar dreift er viðstöðu- laust um gervihnött og móttöku- stöð fréttum eða dagskrárefni er sýnir atburði sem gerast í sömu andrá. í síðastgreindu tilviki skal að jafnaði fylgja kynning eða end- ursögn þular.“ Ingi Bjöm leggur til að> síðasta setningin falli niður. í greinargerð með tillögunni er minnt á að fjöldi íslendinga taki nú þegar við sjón- varpsefni með eigin móttökudiski beint í gegnum gervihnött þar sem allt efni sé ótextað og án endur- sagnar þular. Tillaga þessi hefur tvívegis áður verið lögð fram en ekki hlotið af- greiðslu. í greinargerð þetta árið segir m.a: „Nú hefur Stöð 2 hafið beinar útsendingar í gegnum gervi- hnött í samvinnu við fréttastöðina CNN. Þetta virðingarverða fram- tak þeirra Stöðvar 2 manna er í raun ólöglegt eins og málum er nú háttað og sýnir því enn betur hversu fáránlegar reglur eru í gildi um þessi mál. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við getum ekki og megum ekki loka okkur af fyrir umheiminum.“ Fæðubótarefni eru matvæli — segir Ásgeir Hannes Eiríksson „Maðurinn er það sem hann borðar og ekkert annað,“ segþr Ásgeir Hannes Eiríksson (B-Rv) og leggur til að fæðubótarefni heyri í framtíðinni undir matvælaeftirlit en ekki lyfjaeftirlit. Ásgeir Hannes vill breyta lyfja- lögum nr. 49/1978 á þann veg að „Náttúruleg vítamín og önnur fæðubótarefni, sem fyrst og fremst eru ætluð sem uppbót á daglegt fæði, teljist ekki lyf og falli undir lög um eftirlit með matvælum og öðrum neyslu- og nauðsynjavörum, nr. 24/1936.“ Flutningsmaður greinir frá því að þegar lyfjalög voru samþykkt á Álþingi 1978 voru náttúruleg fæðubótarefni felld undir lyfjalög- in. Haustið 1980 var gefín út reglugerð um hvaða vörur lyfsalar og lfeknar mættu hafa á boðstól- um, einnig um sölu vítamína og steinefna. Ákvæði í lyfjalögum og reglu- gerð um vítamín og önnur fæðu- bótarefni hafa frá upphafi sætt mikilli gagnrýni frá fólki sem notaði þessi efni að staðaldri, einnig frá þeim aðilum sem selji þessi efni eða hafí kynnst þeim á annan hátt. Ásgeir Hannes segir í greinar- gerð með frumvarpinu að. bent hafí verið á að með lyfjalögunum hafi mjög verið þrengt að al- mennri verslun með fæðubótar- efni og um leið eðlilegri notkun þeirra. Flutningsmaður telur það geti dregið úr notkun fæðubótar- efna að selja þau ekki á fijálsum markaði og því „hugsanlega vald- ið skorti á þeim hjá landsmönnum og þannig stuðlað óbeint að auknu heilsuleysi". Stuttar þingfréttir Sjálfsvíg Dómsmálaráðherra hefur svar- að fyrirspurn Inga Björns Al- bertssonar (S-Vl) um sjálfsvíg. í svarinu kemur m.a. fram að alls 308 einstaklingar frömdu sjálfsvíg á árunum 1980-1990. Þar af 229 karlar en 79 konur. Tíðni sjálfsvíga er hæst á aldurs- bilinu 20-24 ára en 37 einstakl- ingar á þessum aldri tóku eigið líf á fyrrgreindu árabili. Fjöldi sjálfsvíga er mestur í febrúarmánuði, 33 einstaklingar frömdu þennan verknað í þeim mánuði á tímabilinu. Aftur á móti 19 í júní og 20 í desembermánuði. í svari ráðherra kemur einnig fram að Rannsóknarstofun upp- eldis- og menntamála gerði rann- sókn á tilteknum sjálfsvígum fyrir ákveðna aðila á Austurlandi. Þó- rólfur Þórlindsson prófessor hefur yfírumsjón með rannsókninni. Ráðuneytið hefur ekki beitt sér fyrir fyrirbyggjandi aðgerðum. Því er ókunnugt um slíkar aðgerð- ir hjá öðrum og er ennfremur ókunnugt um fyrirhugaðar fyrir- byggjandi aðgerðir gegn sjálfsvíg- um. Vegrið Ingi Björn Albertsson (S-Vl) vill að Alþingi álykti um að fela samgönguráðherra að móta hið fyrsta áætlun um uppsetningu vegriða í vegakerfí landsins. Flutningsmaður telur að forvam- arstarf megi skipa æðri sess í vegaframkvæmdum landsmanna og þykir með ólíkindum að jafn mikilvægur þáttur sem þessi skuli ekki vera inni á sérstakri áætlun. Ingi Björa vill að áætlun um þetta mál verði lögð fýrir Alþingi eigi síðar en 1. nóvember 1991. EP Hátíðarkvöldverður matreiðslumeistara Alþýðubandalag- ið á Vestfjörðum: Síðari um- ferð forvals- ins er hafin KLÚBBUR matreiðslumeistara heldur árlegan hátíðarkvöldverð fyrir styrktarklúbb sinn, sem stofnaður var á síðasta ári, sunnu- daginn 20. janúar næstkomandi í Átthagasal Hótel Sögu. Borinn verður fram 10-réttaður kvöldverður og með honum 9 tegund- ir af vínum ásamt veigum með kaff- inu,_ Undirdiskarnir, sem eru númer- aðir og gestimir taka með sér heim, eru gjöf frá heildverslun H.G. í Sundaborg og hefur Rangar Lár myndskreytt þá. Fjölmargir meðlimir Klúbbs matreiðslumeistara sjá um matreiðsluna, framreislumeistarar ganga um beina og meðan á borð- haldi stendur leikur ungur listamað- ur, Erik Mogensen, á gítar. Nemi ársins í matreiðslu í Hótel- og veit- ingaskóla íslands verður heiðraður. Þetta er í annað sinn sem slík viður- kenning fer fram og að þessu sinni hlýtur titilinn Kolbrún Kristín Dan- íelsdóttir nemi á Hótel Óðinsvé. Veislustjóri er Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR og heiðursgestur Jón- as Kristjánsson ritstjóri DV. (Úr frcttatilkynningu) HAFIN er siðari umferð forvals Alþýðubandalagsins á Vestfjörð- um vegna næstu alþingiskosn- inga, og hafa kjörseðlar verið sendir til félagsmanna. Þátttakendur í síðari hluta for- ^ valsins eru: Bryndís Friðgeirsdóttir ísafirði, Jón Ólafsson Hólmavík, Kristinn H. Gunnarsson Bolung- arvík, Lilja Rafney Magnúsdóttir Suðureyri, Magnús Ingólfsson Ön- unardirði og Unnar Þór Böðvarsson Biskupstungum. Frambjóðendum verður raðað í 3 efstu sæti listans og er niðurstaðan bindandi ef yfír helmingur flokks- bundinna alþýðubandalagsmanna tekur þátt í forvalinu. Póstleggja á kjörseðla í síðasta lagi mánudaginn 28. janúar og verða atkvæði talin helgina 2-3. febrúar. Brot a vökulögunum: * Dæmi um að sjómenn á frysti- togurum vinni alla frívaktina - segir Konráð Alfreðsson formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar MJOG algengt er að sjómenn á frystitogurum vinni hluta af frívöktum sínum þegar vel fiskast og dæmi eru um að þeir vinni alla frívaktina, að sögn Konráðs Al- freðssonar formanns Sjómannafé- lags Eyjafjarðar. Konráð segir að margir sjómemi hafi kvartað yfir þessum lögbrotum en þeir þori ekki að kæra þau af ótta við að missa pláss sín á togurunum. „Það er spurning hvort menn eigi rétt á tímakaupi, aukagreiðslum, fyrir staðnar frívaktir en það er al- mennt grundvallaratriði að borga það ekki. Þó þykist ég vita að ein- hveijir gera það en það hefur verið regla að menn fái þetta bara greitt í auknum hlut,“ segir Jónas Haraldsson framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegs- maima. Brot á svokölluðum vökulögum, sem sett voru árið 1921, varða sekt- um og farið skal með mál vegna þeirra að hætti opinberra mála. Sam- kvæmt vökulögunum voru sektir vegna brota á þeim 5-50 þúsund gamlar krónur, eða 50-500 nýkrón- ur, þar til í desember sl. en nú er sektarupphæðin óákveðin. í vökulögunum segir meðal ann- ars: „Þá er skip er á veiðum með botnvörpu, eða á siglingu milli inn- lendra hafna og fiskimiðanna, skal jafnan skipta sólarhringnum í fjórar sex stunda vökur. Skal eigi nema helmingur háseta skyldur að vinna í einu, en hinn helmingurinn eiga hvfld, og skal hver háseti hafa að minnsta kosti 12 klukkustundir á sólarhring hveijum til hvíldar og matar. Samningar milli sjómannafé- laga og útgerðarmanna um lengri vinnutíma en fyrir er mælt í lögum þessum skulu ógildir vera. Skipstjóri og útgerðarmaður bera sameiginlega ábyrgð á því að fyrir- mælum þessara laga sé fylgt og varð- ar ítrekað brot skipstjóra stöðu- missi.“ Á 17. þingi Sjómannasambands íslands í haust var samþykkt tillaga Konráðs Alfreðssonar og Guðmundar Hallvarðssonar um að þess verði krafíst að sjávarútvegsráðuneytið láti fara fram vinnutímarannsóknir um borð í frystitogurunum og úttekt verði gerð á vinnutilhögun um borð í togurunum, þar sem einkum verði hugað að vinnuhagræðingu. „Sjávarútvegsráðuneytið vill að við mótum hvernig á að kanna þetta en ég á hins vegar von á að menn stefni að því að þessari könnun verði lokið fyrir næsta þing Sjómannasam- bandsins, sem haldið verður eftir tæp tvö ár,“ segir Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasam- bands íslands. Hólmgeir segir að vökulögin gildi eingöngu á togurunum. „Það virðist vera þannig að lög um lág- markshvíld nái ekki til sjómanna en í kjarasamningum eru ákvæði um lágmarkshvfld þeirra. Þar segir að sjómenn eigi að fá minnst 6 klukku- stunda hvíld á sólarhring, þó skuli sjómenn á útilegubátum, sem eru 161-360 rúmlestir, fá að minnsta kosti 8 klukkutíma hvíld á sólar- hring,“ segir Hólmgeir. Vann í þrjá og hálfan sólarhring í striklotu Sjómaður, sem verið hefur á frysti- togara og trollbátsm frá Reykjavík og Vestmannaeyjum, segir í samtali við Morgunblaðið að sjómenn á troll- bátum, sem séu á veiðum allan sólar- hringinn, vinni mun lengur en sjó- menn á frystitogurunum, auk þess sem aðstaðan um borð í frystitogur- unum sé mun betri en trollbátunum. „Ég hef verið á litlum 100 tonna skuttrollurum, sem sjö menn eru á, og þeir standa 18 klukkutíma vakt- ir,“ segir hann. „Svo fá menn 6 tíma S koju ef ekki er fiskur í móttökunni. Menn eru hins vegar á vakt allan sólar- hringinn á þeim skuttrollurum, sem 6 menn eru á, en sofa á milli toga á bekknum, eins og það er kallað. _ Ég fór á einn svona bát og í fyrsta túrnum byijaði ég á að sofa í fjóra tíma. Svo stóð ég það sem eftir var af veiðiferðinni, í þijá sólarhringa. Síðan þurfti ég að vinna við að landa aflanum, þannig að ég þurfti að vaka hálfan sólarhring í viðbót. Þetta er ekkert einsdæmi en er náttúrulega bara þegar mokfiskirí er. Það þykir ekkert sérstakt að vinna í tvo sólarhringa samfleytt. Mér þótti það hins vegar allra verst að ég datt oft næstum því á hnífínn þegar mað- ur sofnaði standandi í aðgerðinni. Það er helvíti. Mannfræðingar á veg- um Háskóla íslands komust að þeirri niðurstöðu í skýrslu að íslenskir sjó- menn skiluðu að meðaltali 8 tíma verkamannavinnu á sólarhiring, bara ^ með því að standa í fæturna úti á sjó.“ Guðmundur Hallvarðsson, for- maður Sjómannafélags Reykjavíkur, segir að félagið hafí allt frá árinu 1987 farið fram á það við sjvarút- • vegsráðuneytið að það hlutist til um og standi straum af kostnaði við vinnutímarannsóknir' um borð í frystiskipum svo hið sanna komi í ljós varðandi vinnutímalengd sjó- manna. Ráðuneytið hafi hins vegar ekkert gert í málinu. í bréfi, sem Sjómannafélag Reykjavíkur sendi sjávarútvegsráðu- neytinu 23. september 1987 segir meðal annars: „Með fjölgun frysti- togara í íslenska fiskiskipaflotanum „hefur umræðán um vinnutímalengd og aðbúnað aukist og hefur jafn- framt verið svo sterkt að orði komist að frystitogaramir hafi verið nefndir þrælaskip. Nú má í vaxandi mæli heyra þær raddir, sem telja að fjölg- un frystitogara á íslandsmiðum sé lausn á þeim vanda, sem við er að etja hvað áhrærir manneklu í frysti- húsunum." SKEMMTISKREPP UM HELGI TIL... 2 Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2. Hótel Esju og Krinqlunni. Upplýsingar og farpantanir i síma 6 90 300. s “ “ Allar nánari upplýsingar faerðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og feröaskriftofum HELGARFERÐ LAUGARDAGUR TIL ÞRIÐJUDAGS HOSPITALITYINN TVEIR í HERB. KR. 27.680 Á MANN m FLUGLEIÐIR __________ÞjónysíB a//ð /e/ð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.