Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 32
32 WfflGUNPlAÐIfi LAUfiATOAGm V9:fJANÚAI< ý99J Minning: Svava G. Sigurðar- dóttirfrá Stóra-Hoiti Fædd 10. nóvember 1915 Dáin 7. janúar 1991 Á sjöunda degi þessa nýja árs lést í Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki móðursystir mín, Svava G. Sigurðardóttir frá Stóra-Holti í Fljótum. Svava var fædd að Hólakoti á Höfðaströnd. Foreldrar hennar voru hjónin Soffía Jóhannsdóttir frá Mýrakoti á Höfðaströnd og Sigurður Sigurðsson frá Dalabæ á Dal við Siglufjörð. Svava var þriðja í röð fjögurra dætra þeirra hjóna. Elst var Kristín Þuriður, síðan Álfheiður, en þær eru nú báðar látnar, og yngst er Sigríð- ur móðir mín sem nú sér á eftir sinni þriðju systur yfir móðuna miklu. Þær systur misstu föður sinn mjög ungar. Hann dó harðindaárið 1918. Þá var Svava rúmlega tveggja ára en elsta systirin sex ára. Á þessum árum hefur varla verið gerlegt fyrir unga ekkju að halda búi og bömum ein. Þó mun hún hafa reynt það um tíma, en varð síðan að selja jörðina og koma þrem dætrum sínum í fóst- ur. Kristín fór að Bæ á Höfða- strönd, Svava að Amarstöðum á Höfðaströnd en Sigríður varð eftir í Hólakoti hjá hjónunum sem þar tóku við búi. Álfheiður fylgdi móður sinni sem fór að Mýrakoti til föður síns og Einars bróður síns sem var tekinn þar við búi en hann var þá nýbúinn að missa konu sína frá þrem ungum bömum. Nærri má geta hve mikil raun það hefur verið fyrir Soffíu að þurfa að skilja þannig við dætur sínar, en hún reyndi jafnan eftir bestu getu að fylgjast með þeim í uppvextinum. Soffía bjó síðustu ár sín á Siglu- firði og andaðist þar 24. nóvember 1945. Oft hefur mér verið hugsað til þess hve sterkt samband var milli þeirra systra þegar þær voru komn- ar á fullorðinsár þrátt fyrir það að þær fengu ekki að alast upp saman. Það var eins og þær væru að bæta sér upp aðskilnað í æsku. Svava ólst upp á Amarstöðum hjá hjónunum Stefáni Benediktssyni og Guðlaugu Björnsdóttur. Þegar hún hafði aldur til réð hún sig-í vist á ýmsa staði eins og algengt var um ungar stúlk- ur í þá daga. Vorið 1945 réði hún sig að Stóra- Holti í Fljótum til feðganna Þor- steins Helgasonar og Steingríms sonar hans. Þau Steingrímur felldu hugi saman og giftust 24. janúar 1947. Þau tóku þá við búi í Stóra- + Eiginmaður minn, faöir okkar og tengdafaðir, KJARTAN BJÖRNSSON fyrrverandi stöðvarstjóri Pósts og síma, Vopnafirði, andaðist á Borgarspítalanum 17. janúar. Jónina Hannesdóttir, Hólmfríður Kjartansdóttir, Sigurður Adolfsson, Inga Hanna Kjartansdóttir, Kjartan Þ. Kjartansson, Áshildur Kristjánsdóttir, Baldur Kjartanson, Hrönn Róbertsdóttir, Erla Kjartansdóttir, Ágúst Sverrisson. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ENGILGERÐUR SÆMUNDSDÓTTIR, Sólheimum 27, Reykjavik, veröur jarðsungin frá Langholtskirkju mánudaginn 21. janúar kl. 13.30. Traustí Jónsson, Ásdís Traustadóttir, Irja Jónína Forss, Ríkharð Kristjánsson, Brynhildur Þorsteinsdóttir, Gerður Ríkharðsdóttir, Svandís Ríkharðsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur, tengdadóttur, syst- ur og mágkonu, JÓHÖNNU S. JÓNSDÓTTUR, Kleppsvegi 144, Reykjavik. Guðjón Herjólfsson, Ásta Júlía Guðjónsdóttir, Guðbjört Guðjónsdóttir, Margrét Sigriður Guðjónsdóttir, Ásta J. Guðmundsdóttir, Guðbjört Guðbjartsdóttir, Camilla Jónsdóttir, Hreinn Jónsson, Ásta Júlía Jónsdóttir, Jón H. Sigurmundsson, Guðmundur Stefán Jónsson, Elsa Ingimarsdóttir. + Innilegt þakklæti til allra þeirra, er vottuðu okkur samúð við and- lát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS BJÖRNSSONAR smiðs, Stórhólsvegi 6, Dalvik. Sigriður Jónsdóttir, Hjálmar Örn Jónsson, Hermann Jónsson, Brynjar Jónsson, Birnir Jónsson, Bragi Jónsson, Gunnar Jónsson, Ágústína Jónsdóttir, Auður Jónsdóttir, Sigurgeir Jónsson, barnabörn Ásta Dungal, Sjöfn Bjarnadóttir, Margrét Rögnvaldsdóttir, Kristjana Vigdís Björgvinsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir, Sigríður Rögnvaldsdóttir, Valdimar Snorrason, Rúnar Búason, Steinunn Hauksdóttir, og barnabarnabörn. Holti og bjuggu þar allt til ársins 1986 að þau fluttu til Sauðárkróks, þar sem þau festu kaup á íbúð og þjuggu sér notalegt heimili. Foreldr- ar Steingríms voru hjónin Þorsteinn Helgason og María Guðmundsdóttir bæði ættuð úr Eyjafirði. Svava og Steingrímur eignuðust saman átta böm, en Svava átti fyrir tvö börn. Emu sem var alin upp að Amarstöðum á Höfðaströnd og Stef- án Amar sem fylgdi móður sinni og gekk Steingrímur honum í föður stað. Erna býr í Dölum í Hjaltastaða- þinghá ásamt manni sínum, Gísla Ingvarssyni. Hún á þrjá syni. Stefán Arnar er bóndi að Hóli á Tjörnesi. Hann á þijú börn með Þórdísi Símon- ardóttur en þau slitu samvistum. Böm Stéingríms og Svövu em: Sigurður Þorsteinn bóndi á Ystamó í Fljótum, kvæntur Þóru Þorsteins- dóttur og eiga þau tvö börn. Auðunn Geir bóndi í Stórá-Holti, ókvæntur. María Soffía býr með Halldóri Stein- grimssyni bónda að Brimnesi í Viðvíkurhreppi. Þau eiga þijú börn. Ragnar Þór verktaki býr í Stóra- Holti, ókvæntur. Guðbjörg Kristín gift Úlfari Steingrímssyni bónda á Kroppi í Eyjafjarðarsveit. Þau eiga þijú börn. Jóna Sigríður starfsmaður á sjúkrastofnun. Býr í Reykjavík. Hún er ógift en á eina dóttur. Gunn- ar bóndi í Stóra-Holti, ókvæntur en á eina dóttur. Bjami Ómar sjómaður til heimilis í Stóra-Holti, ókvæntur. Hjónaband þeirra Steingríms og Svövu var farsælt. Þau voru mjög samhent í öllu er laut að búskap og fór þar saman dugnaður og hag- sýni. Böm þeirra bera merki um gott uppeldi og em þau öll í senn myndarleg og dugleg til allra verka. Svövu frænku minni kynntist ég þegar sem barn þegar hún kom í heimsókn til móður minnar. Milli heimilanna myndaðist fljótt sérstök vinátta sem æ síðan hefur haldist, enda systkinin á Stóra-Holti á svip- uðum aldri og við systkinin á Blóm- vallagötunni. Kveðjuorð: Bjarni Karlsson í gær fyigdum við Bjarna Karls- syni rafeindavirkja hinsta spölinn í þessari tilvera. Það er sárt til þess að hugsa þegar menn em kallaðir burt á besta skeiði lífs síns. Bjami var kominn yfir erfiðasta hjallann og gat farið að líta til hlið- ar með að gera eitthvað annað en vinna. Annars var hann svo heppinn í þessu lífí að hafa'ánægju af vinn- unni fremur öðm. Hann naut þess jafnvel betur að leysa flókin bilana- tilfelli á kvöldin eða um helgar frem- ur en að skemmta sér eins og sagt er. Við Bjarni kynntumst þegar ég hóf nám í útvarpsvirkjun á Viðtækja- vinnustofunni hjá Eggert Benónýs- syni árið 1961. Við unnum saman þar í nokkur ár uns hann stofnaði síðan eigið fyrirtæki. Fyrst byijaði hann með öðmm á homi Ægisgötu og Vesturgötu. Stuttu seinna hætti Jon, meðeigandi hans, og hóf störf hjá sjónvarpinu. Bjami flutti sig fljótlega inn í Síðumúla undir eigin nafni, þar sem fyrirtækið er enn í dag. Á okkar námsámm var starfíð ekki eins víðtækt og það er nú. Aðallega útvarpsviðgerðir, plötuspil- arar og segulbönd. Verkaskipting var frekar mikil á Viðtækjavinnu- stofunni. Bjarni var fljótlega aðal- lega í viðgerðum á bíltækjum og ísetningum í nýja bíla. Á þessum tíma var lítið úrval af tækjum og skortur á varahlutum. Þess vegna reyndi virkilega á hæfni manna í starfí. Bjami var glöggur og örugg- ur viðgerðamaður. Ég dáðist oft að hve fljótur hann var að finna bilanir, jafnvel í tækjum sem hann hafði aldrei séð áður. Hann var vinsæll meðal atvinnubíl- stjóra, enda fóm þau viðskipti með honum að mestu leyti. Það urðu mikil umskipti þegar sjónvarp kom til sögunnar hér á landi. Þá varð mikil þensla í iðngrein- inni og meiri verkaskipting en áður var. Bjami einhæfði sig mest við þjónustu á bíltækjum og tilheyrandi. Hann var brautryðjandi í að taka bíla inn í hús á meðan unnið var við þá. Þetta þekktist ekki, það var allt- af unnið undir bem lofti hvemig sem viðraði. Vinsældir hans jukust jafnt og þétt með ámnum. Verkstæði hans er nú í dag með þeim stærstu á þessu sviði. Leiðir okkar lágu mikið saman. Hann var prófdómari þegar ég tók. sveinspróf, við fómm saman í við- gerðartúr fyrir Ríkisútvarpið út á land fyrir mörgum ámm og hitt- umst mikið á félagsfundum. Ég keypti af honum raðhús og seldi honum íbúð sem ég átti, ásamt því að við skemmtum okkur saman. Bjarni var mikill félagsmaður. Hann vann mjög vel að sameiningar- málum þegar rafeindaiðnaðarmenn voru sameinaðir undir einu starfs- heiti, rafeindavirkjar. Ég held að enginn hafí setið eins lengi í prófnefnd og hann úr okkar stétt. Nú síðast var hann í farar- broddi í að beijast fyrir löggildingu meistararéttinda okkar. Það er mikill missir þegar kraft- mikill og góður félagi hverfur til þess að gera snögglega á braut. Bjarni var að vísu búinn að glíma við veikindi svolítinn .tíma, en það Minning: Þórður Jónsson Fæddur 26. apríl 1920 Dáinn 11. janúar 1991 Nú er Þórður frændi okkar og föðurbróðir dáinn. Hann sem var alltaf svo glaður og hress, hann sem var svo vanur því að slá á létta strengi og gera tilveruna skemmti- legri. Það er erfítt að skilja að hann skuli vera horfinn frá okkur. Við söknum hans sárt því hann var okk- ur að sumu leyti eins og annar fað- ir. Þeir bræðurnir, hann og pabbi okkar, voru alla tíð nátengdir og bræðralag þeirra gott. Fjölskyldurn- ar tvær hafa alltaf haldið sterkum tengslum og verið mjög samferða í lífinu. Þegar við systkinin horfum til baka, þá sjáum við hvað minning- ar okkar tengjast mikið Þórði frænda. Hann var svo barngóður og hafði gaman af því að ærslast með • ungviðinu og var hrókur alls fagnað- ar. Það var alltaf gaman að koma til hans og Skarpheiðar, þar var okkur alltaf tekið opnum örmum. Þórður var tryggur og vinfastur, hrifnæmur maður og trúr sínum uppmna. Oft leitaði hann í átthag- ana, norður í Húnaþing og átti þar góðar stundir með vinum og kunn- ingjum. Hann var sprottinn úr jarð- vegi íslenzkrar sveitamenningar og unni af heilum huga þeirri fögm nátturu sem landið okkar býr yfir. Þó að foreldrar hans, Jón Björn Þorláksson og Anna Sigrún Sigurð- ardóttir, væm jafnan snauð af þessa heims gæðum, þá gáfu þau bömum Svövu frænku minnist ég fyrst og fremst sem góðrar konu. Yfir henni hvíldi jafnan ró og ljúf- mennska en hún var þó ákveðin þegar því var að skipta. Hún unni mjög heimili sínu og fjölskyldu og var jafnan reiðubúin að miðla öðrum og gefa af sjálfri sér. Síðustu árin átti hún við vanheilsu að stríða en lét það ekki aftra sér frá því að njóta lífsins sem best. Meðal áhugamála hennar voru ferðalög. Á búskaparámm sínum hafði hún ekki mörg tækifæri til þess, en þeim mun fleiri þegar þau hjón vora flutt til Sauðárkróks. Á síðastliðnu sumri ferðaðist hún um Norðurland og í október fór hún í sína fyrstu utanlandsfderð til Skot- lands. Sú ferð var henni sem ævin- týri líkust. En síðustu ferð sína fór hún að Stóra-Holti um jólin að heim- sækja börnin sín. Hún var nýlega komin heim úr þeirri ferð þegar kallið kom. Við fráfall ástvinar verða ávallt breytingar í lífí þeirra er í hlut eiga. í fyrstu sorg en síðar gleði þegar minningin verður sorginni yfirsterk- ari. Þannig verður það, einnig í þetta sinn. Ég og fjölskylda mín flytjum þér, Steingrímur minn, börnunum ykkar Svövu, tengdabömum og bamabömum okkar dýpstu samúð- arkveðjur á sorgarstund. Megi góður guð blessa ykkur ig minningu Svövu frænku minnar. Soffía Krisljánsdóttir leit ekki illa út framan af, þannig að maður lifði í voninni um að hann kæmist yfír þann sjúkdóm. Svo reyndist þó ekki vera og nú er hann farinn frá okkur. Það er flókin tilvera sem við lifum í. Stundum er erfítt að fínna það hlutverk sem okkur er ætlað að kljást við. Sjaldnast fáum við að vita hvort okkur hefur tekist vel eða illa. Hvers vegna er hamingjusömum ein- staklingum í blóma lífsins kippt í burt en aðrir látnir bíða, sem vilja fegnir fara? Trúlega er þörfin brýnni á æðri stöðum. Eitt veit ég að Bjami fer létt með að takast á við ný verkefni með krafti og öryggi á nýjum stað. Ég óska eiginkonu hans og böm- um alls hins besta um ókomna framtíð um leið og ég kveð góðan vin. Sigurður Harðarson rafeindavirki sínum það veganesti út í lífið, að sýna trúmennsku og heiðarleika í hvívetna. Þórður þekkti vel til þeirr- ar lífsbaráttu sem foreldrar hans höfðu háð og var áhugasamur um sögu liðinna daga. Hann bar mikla virðingu fyrir þeim hetjum hvers- dagslífsins sem stóðu í lífsins bar- áttu á morgni þessarar aldar. Kyn- slóð foreldra hans var honum hug- stæð vegna mikils manngildis og ráðvendni. Það var okkur systkinun- um mikils virði að eiga Þórð frænda að, fá að njóta samfylgdar hans og kynnast þeirri hlýju sem bjó í hans stóra hjarta. Það var Þórði líka til mikillar blessunar að eignast lifandi trú á Jesú Krist og það sameinaði þau hjónin enn frekar og gaf þeim aukinn styrk í andlegum skilningi. Við þökkum Þórði frænda allar góðu stundirnar, þökkum fyrir tryggð hans og vináttu og biðjum Guð að styrkja Skarpheiði og dætur þeirra og aðra ástvini í missi þeirra. Systkinin frá Lykkju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.