Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 26
26 * \ MORGUNBLAÐIÐ LAUQARDAGUR 19, JANÚAR 1991 Morgunblaðið/Rúnar Þór Magnús Þorsteinsson mætir til vinnu í bruggverksmiðjunni. Kvennalistinn: Málmfríður í fyrsta sæti MÁLMFRÍÐUR Sigurðardóttir þingkona Kvennalistans fékk flest atkvæði í seinni umferð skoðanakönnunar Kvennalistans á Norður- landi eystra um val á framboðslista flokksins fyrir alþingiskosningar- arnar í vor. Niðurstaða í þessari seinni um- ferð skoðanakönnunarinnar varð sú, að Málmfríður varð í fyrsta sæti, en hún er frá Jaðri í Reykja- dal, í öðru sæti varð Sigurborg Daðadóttir, dýralæknir á Akureyri og í því þriðja Elín Stephensen, kennari á Akureyri. Sigurborg var í fimmta sæti listans fyrir síðustu kosningar, en Elín var ekki álistan- um þá. Bindandi kosning er í fyrstu þijú sæti listans, en uppstillingarnefifd mun annast röðun á listann að öðru leyti og er reiknað með að hann verði tilbúinn um næstu mánaða- mót. Bjórverksmiðjan Viking Brugg opnuð á ný: Framleiðslan kemst vonandi í eðlilegt horf í næstu viku - segir Magnús Þorsteinsson framkvæmdasljóri Knattspyrnuráð Akureyrar: Ahyggjur vegna aðstöðu- leysis knattspyrnumanna AÐALFUNDUR Knattspyrnuráðs Akureyrar sem haldinn var nýlega lýsir yfir áhyggjum sínum vegna aðstöðuleysis knattspyrnumanna á Ákureyri. I ályktun frá Knattspyrnuráði Akureyrar segir að ráðið lýsi yfir áhyggjum sínum vegna aðstöðu- leysis knattspyrnumanna á Akur- eyri, sem varla geti undirbúið sig fyrir keppni sumarsins í sínum heimabæ svo vel sé og er til efs að jafn illa sé búið að nokkurri íþrótt sem keppt er í á Akureyri. „Því fagnar KRA fram komnum hugmyndum um að gera sem fyrst lítinn æfingavöll lagðan gervigrasi, neðan aðalvallar bæjarins en minnir um leið á að framtíðin hlýtur að liggja í gervigrasvelli af löglegri stærð. Aðalfundur KRA skorar á ráðamenn Akureyrarbæjar að láta verkin tala svo knattspyrnumenn okkar búi við sambærilega aðstöðu og þeir sem helst er keppt við,“ segir í ályktuninni. Grenivíkurvegrir: 20 milljóna kr. inmnir á hæsta og lægsta tilboði OPNUÐ hafa verið tilboð í lagningu Grenivíkurvegar, frá Gljúfurá að Grenivík. Vegagerðin bauð verkið nýlega út. Lægsta tilboð átti Marín hf., tæpar 13 milljónir kr. og er það 5,5 milljónum kr. undir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Hæsta tilboðið var 33 milljónir kr., eða yfir 20 milljónum kr. hærra en lægsta tilboð. INNSIGLI fógeta á húsakynnum bjórverksmiðjunnar Viking Brugg við Norðurgötu 57 var rofið skömmu fyrir hádegi á fimmtudag, en þá um morguninn gengu forráðamenn verksmiðj- unnar frá vanskilaskuld sinni við embætti bæjarfógeta. Vinnslunni verður haldið áfram þar sem frá var horfið fyrir rúmri viku og er vonast til þess að framleiðslan verði komin í eðlilegt horf í næstu viku, þannig að nægur bjór frá verksmiðjunni verði til í öllum útsölum ÁTVR. Magnús Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri Viking Brugg sagði að starfsfólkið hefði verið ánægt þegar verksmiðjan var opnuð á ný á fimmtudagsmorguninn og það gat hafið vinnu. Engin vinnsla hafði verið í verksmiðjunni í rúma viku, eða frá 8. janúar að hún var innsig- luð. Farið hefur verið inn í verk- smiðjuna til að hal'da vinnslu bjórs- ins í horfinu, en annað ekki að- hafst. Magnús sagði að nú yrði haldið áfram þar sem frá var horf- ið af fullum krafti og kvaðst hann vonast til að í næstu viku yrði til nægur bjór frá verksmiðjunni í öll- um áfengisútsölum landsins. „Við vonum og munum stefna að því að koma þessum málum í eðlilegt horf í næstu viku,“ sagði hann. Magnús vildi ekki tjá sig nánar um á hvern hátt fyrirtækið hefði útvegað fé til að greiða skuld sína við fógeta. „Við höfum verið að vinna í þessu máli og það hefur nú verið leyst með því að við borguðum skuld okkar við fógetann," sagði' Magnús. Hann sagði of snemmt að segja fyrir um hver áhrif lokun verksmiðj- unnar hefði á markaðsstöðu fyrir- tækisins, „en það er alveg ljóst að hún hefur ekki hjálpað okkur. Við vonum að fólk taki framleiðslu okk- ar jafn vel og verið hefur því við erum að framleiða gæðavöru sem ekki gefur hinum erlendu tegundum neitt eftir, nema síður sé,“ sagði Magnús. Lengd vegarkaflans er 2,8 km og á verktaki að skila verkinu af sér fyrir 1. október næstkomaridi. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar var 18,4 milljónir kr. Átta verktak- ar buðu í verkið. Tvö tilboð voru lægst. Marín hf. býðst til að vinna það fyrir 12.964 þúsund kr., sem er 70,4% af kostnaðaráætlun og Arnarfell hf. vill taka 13.507 þús- und fyrir það (73,3%). Þijú önnur tilboð voru undir kostnaðaráætlun. Þijú tilboð voru yfir kostnaðará- ætlun, það hæsta var frá Norður- verki hf., 33,2 milljónir kr. Það til- boð er tæplega 15 milljónum kr. yfir kostnaðaráætlun og yfir 20 milljónum kr. hærra en lægsta til- boðið. Tónlistarskólinn: Tvennir tónleikar styrktarsj óðsins TVENNIR tónleikar fyrir styrktarsjóð Þorgerðar Eiríksdóttur verða haldnir um helgina, á laugardag og sunnudag. Fyrri tónleikarnir verða haldnir kl. 17 í dag, laugardag í Akureyrar- kirkju, en hinir síðari verða í safnað- arsal Akureyrarkirkju einnig kl. 17 á morgun. Á tónleikunum koma fram nem- endur og kennarar Tónlistarskóla Akureyrar og verður flutt fjölbreytt efnisskrá. Á laugardag verða m.a. flutt verk fyrir orgel, einsöng og fiðlu eftir J.S. Bach, N. Bruhns og M. Dupré, en á tónleikunum á sunnudaginn verða eingöngu flutt verk eftir W.A. Mozart, en það er gert í tilefni af Mozartári sem nú stendur yfir. Tekið er á móti fijálsum framlög- um við innganginn til ijáröflunar fyrir sjóðinn, en tilgangur hans er að styrkja efnilega nemendur við Tónlistarskólann á Akureyri til framhaldsnáms. HASKOUHNIAKUREYRI Lausar eru til umsóknar stöður fulltrúa á skrif- stofum deilda Háskólans á Akureyri. Um er að ræða 50% stöðu við hverja deild fyrir sig, þ.e. heilbrigðis-, rekstrar- og sjávarútvegs- deild. Til greina kemur að ráða í 100% starf og er þá viðkomandi fulltrúi tveggja deilda. Laun eru samkvæmt kjarasamningum BSRB. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar nk. og skal umsóknum skilað á skrifstofu skólans á þar til gerðum eyðublöðum, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf. Upplýsingar um starfið gefur skrifstofustjóri í síma 96-27855 eða á skrifstofu skólans á virkum dögum milli kl. 13 og 15. Háskólinn á Akureyri. Aska úr Heklugosinu dreifðist yfir Norðurland „HÉR voru allar fannir gráar,“ sagði Kristján Þórhallsson, fréttaritari í Mývatnssveit, en víða um Norðurland varð ösku- falls úr Heklugosinu vart og í fyrrakvöld fundu menn fyrir sviða í augum er þeir voru uti Ásgeir Stefánsson hjá Lauga- fiski i Reykjadal sagði að býsna drjúgt hefði fallið af ösku á svæðinu, einkum á tímabilinu frá kl. 10 í gærmorgun og fram til hádegis. „Það voru allir skaflar gráleitir og það virtist vera svo um allan dalinn. Hér var sunnan- átt í fyrstu í gærmorgun, en snerist síðan til austurs og tók að snjóa og þá urðum við ekki við. vör við neina ösku,“ sagði Ás- geir. Starfsmenn Laugafisks voru við þvott á fiskikörum úti við í gærmorgun og sáu greini- lega er á þau féll askan. Öskufallsins varð einnig vart. í Mývatnssveit og sagði Kristján Þórhallsson að menn hefðu kvartað undan sviða í augum, sérstaklega í fyrrakvöld og einn- ig í gærmorgun. Snjór er yfir öllu í sveitinni og var hann dökk- grár vegna öskufallsins. Sömu sögu er að segja úr Bárðardal og sagði húsfreyjan á Bólstað að menn hefðu fundið eimyiju- lykt í lofti í fyrrakvöld og menn frá Mýri og Bólstað sem fóru til aðstoðar tveimur Mývetningum inn á Sprengisand komu rauð- eygðir til baka, að sögn hús- freyju. A Akureyri tóku menn eftir ösku á bílum sínum er þeir skófu snjó af rúðum þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.