Morgunblaðið - 19.01.1991, Side 9

Morgunblaðið - 19.01.1991, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1991 9 Öllum kunningjum, vinum og vandamönnum þakka ég vinsemd og viröingu er mér var sýnd í áttrceöisafmœli mínu 10. janúar sl. Baldvin Jónsson. Bliki TÍMARIT UM FUGLA Bliki er eina íslenska tímaritið, sem fjallar eingöngu um fugla. Eitt til tvö hefti koma út á ári, 60—70 blaðsíður hvert, ríkulega myndskreytt með svart-hvítum myndum, litmyndum, kort- um og línuritum. Meðal efnis eru greinar um fuglalíf afmarkaðra svæða og ein- staka íslenska varpfugla, ársskýrslur um flækingsfugla, auk margvíslegs annars efnis. Nýjasta heftið, nr. 9, fjallar eingöngu um fuglalíf við flugvelli sem hafa verið nefndir í tengslum við varaflugvöll. Afgreiðsla ritsins er á Náttúruffæðistofnun íslands, Lauga- vegi 105, pósthólf 5320, 125 Reykjavík. Símier (91) 29822. HENTUDOS TIL HJÁLPAR! A laugardögum söfnum við einnota umbúðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Hringið í síma 621390 eða 23190 á milli kl. 11.00 og 15.00 og við sækjum. ÞJÓÐÞRIF IANDSSAMBAND BANDALAQ ISLENSKRA SKAtA HJÁLPARSTOFNUN hjAlparsveita KIRKJUNNAR skAta Dósakúlur um allan bæ Snjókeðjur Dráttarvéla og vörubifreiða Eigum fyrirliggjandi hinar níðsterku snjókeðjur frá TELLEFSDAL í Noregi Krossbönd tryggja mun betra grip G/obuse okkar heimur snýst um gædi Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555 Verðbólga og kokhreysti Tæpt eitt ár er liðið frá því heildarkjarasamn- ingar verkalýðshreyfingarinnar og vinnuveit- enda voru gerðir — þjóðarsáttin svonefnda. Árangur hennar er þó í hættu vegna efna- hagsstefnu ríkisstjórnarinnar og stefnu fjár- málaráðherra í ríkisfjármálum. Kynt er undir verðbólgubálinu. Árangri spillt Þjóðarsáttín er ein merkasta tílraun sem gerð hefur verið hér á landi tíl að ná tökum á verðbólgunni, sem þjak- að hefur íslenzkt efna- hagslíf allt frá því við- reisnarstjómin lét af völdum 1971 og Fram- sóknarflokkurinn og Al- þýðubandalagið settust í valdastólana. Kjarasamningarnir, sem undirritaðir voru í febrúarbyrjun í fyrra, voru gerðir af aðilum vinnumarkaðarins, sem horfðu fram á stöðvun fyrirtækja, atvinnideysi og kjararýrnun. Samn- ingamir vom gerðir með litlum stuðningi rikis- stjómarinnai-, sem virtíst ekki átta sig á mikilvægi þeirra fyrr en síðar. Mikið vatn hefur mnn- ið tíl sjávar á þessu eina ári. Megintilgangur samnhiganna hefur náðst. Verðbólgan hefur lækkað ört. En blikur em á loftí og þéss vegna em aðilar vúmumarkaðarins þegar famii- að undirbúa nýja samningagerð, en segja má að jiær allir samningar falli úr gildi 1. september nk. Engir ráðherrar hafa gert jafnmikið til að spilla árangri þjóðarsátt- arinnar og ráðherrar Al- þýðubandalagsins, og þá sérstaklega Olafur Ragn- ar Grímsson, fjármála- ráðherra. Nægir þar að nefna fordæmið, sem hann gaf á vinnumarkaði með „timamótasamningum" sinum við BHMR í mai 1989. Að. hami ómerktí undirskrift sína meira en ári síðar er annað mál. En alvarlegasta atiag- an að þjóðarsáttinni em sifelldar skattahækkanir, og hækkanir hvers kyns gjalda til rikisins, sem dunið hafa yfir frá því hún var gerð. Það hefur þanið þol launþega til hins ítrasta. Rlkissjóðshall- inn Þrátt fyrir þessar miklu skattahækkanir fonnanns Alþýðubanda- lagsins, sem nema um 16 milljörðum króna á ári, er halli ríkissjóðs meiri en nokkm sinni fyrr. Hann er svo hrikalegur, að veivjulegt fólk á erfitt með að skilja þær háu tölur. Það kom fram við umræður um fjárlaga- frumvarpið fyrir jólin, að samanlagður halli árin 1988-1991 er yfir 30 þús- und milljónir króna. Það kostar ótalda miRjarða á ári hveiju aðeins að borga kostnaðinn af þessum mikla halla. Nær allan þennan tima hefur Ólafur Ragnar setíð í stóli fjármálaráðherra. Þessi gífurlegi halli á fjárlögum rikisins er að sjálfsögðu fjármagnaður með lánum, síðasta árið að mestu innanlands. Fjárþörf ríkissjóðs hefur haldið uppi mun hærri vöxtum í landinu en ella hefði verið. Fjármálaráð- herrann hefur haft þar fomstu um og er skemmst að minnast þess, að hann stóð fyrir verulegri hækkun á vöxt- um ríkissjóðsvixla fyrir þessi áramót og svo aftur strax eftir áramótin. Þessi hækkun fjár- málaráðherra á vöxtum er mjög einkennileg, að ekki sé meira sagt, í (jósi þeirra stóryrða sem for- sætísráðherrann hefur haft um vaxtahækkanir banka og sparisjóða síðustu vikumar. Fram- ferði fjármálaiáðherr- ans, svo og vaxandi verð- bólga á ný, mun á næst- unni stuðla að enn hærra vaxtastígj. Við þessar aðstæður ætla ríkissfjómin og fjár- málaráðherrann enn að auka á skattheimtuna. Hún inun fjjótlega leggja fram frumvarp á Alþingi um nýja skattheimtu sem á að færa ríkissjóði yfir hálfan millj;u-ð króna, en væntanlega verður tæki- færið notað og reynt að ki-ækja í fleiri krónur en það, þótt með duldum hættí verði. Þakkað veri Alþýðubanda- laginu I ljósi þessa er það ein- stök kokhreysti hjá ráð- liermm Alþýðubanda- lagsins að þakka sér árangurinn af þjóðar- sáttíimi og sveipa sig í stóryrðum eins og þeim, að búið sé „að slökkva verðbólgubálið" og þeir hafi haldið „brennuvörg- unum“ frá (væntanlega Sjálfstæðisflokki og Kvennalista). Ósvífni þessara maima má glöggt sjá í eftirfar- andi frásögn Þjóöviljans af kosnhigafundi ráð- herra Alþýðubandalags- ins: „Ráðherramir töluðu mikið um efnahagsmálin og sagði Ólafur- Ragnar Grímsson, fjármálaráð- herra, að þeir gætu borið höfuðið hátt þar sem öll merki í efnahagslífinu bentu til þess að þar væri staðan jafn góð eða betri en í nágrannalönd- uiium. Hann sagði, að þetta væri fyrst og fremst Alþýðubandalag- inu að þakka, því breyt- ingin til hins betra hefði hafizt þegar Alþýðu- bandalagið kom hm í rikisstjómina 1988.“ Þá segir ennfremur í frásögn Þjóðviljans af kosningafundum alla- ballanna: „í fyrirspumum úr sal vom ráðherrarnir nokk- uð gagnrýndir fyrir að eigna sér mál. Bent var á að bætt efnahagslíf væri mikið að þakka fórnum launafólks og þvi að hagsveiflan hefði Ivjálpað til. Þessu svaraði Olafur Ragnar á þá lund að þó hann vildi ekki gera lítið úr hlut verka- lýðshreyfingarinnar þá væri hættulegt að segja að þjóðarsáttin ein ættí heiðurínn af stöðugum efnahag." Landsvirkjun: Stálfélagið skuldbundið til að halda rafmagnstruflunum í lágmarki Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Lands- virkjun um orkusölu fyrirtækisins til íslenska stálfélagsins: „Frá því að tilraunarekstur hófst í verksmiðju íslenska stálfélagsins hf. þann 19. október 1990 hafa spennusveiflur frá rekstri bræðslu- ofns verksmiðjunnar valdið miklum truflunum og óþægindum hjá öðr- um notendum rafmagns frá Lands- virkjun á sunnanverðu Faxaflóa- svæðinu. Fulltrúar Landsvirkjunar og ís- lenska Stálfélagsins hf. hafa rætt ýmsar leiðir til úrbóta en þar sem þær eru allar tímafrekar greip Landsvirkjun til þess ráðs í desem- ber sl. til bráðabirgða og í tilrauna- skyni að tengja annan rafala gas- aflsstöðvar sinnar í Straumsvík beint við verksmiðju íslenska stál- félagsins hf. og reka hann sem launaflsvél til að vinna á móti laun- aflssveiflum ofnsins. Skilaði að- gerð þessi töluverðum árangri, þar sem spennusveiflurnar lækkuðu um þriðjung. Þrátt fyrir þetta hafa miklar kvartanir borist frá raf- magnsnotendum tengdum aðveitu- stöðinni við Hamranes og jafnvel víðar yfir truflunum og spennu- sveiflum sem rekja má til umrædds reksturs. Einnig hefur Landsvirkj- un borist kvörtunarbréf hér að lút- andi frá bæjarstjórn Hafnarfjarðar og Rafmagnsveitu Reykjavíkur þar sem þess er krafist að ráðstafanir verði tafarlaust gerðar til að koma í veg fyrir þessar spennutruflanir. í rafmagnssamningi Landsvirkj- unar og íslenska stálfélagsins hf. er tekið fram að valdi rekstur verk- smiðjunnar truflunum hjá öðrum notendum þá sé Islenska stálfélag- ið'hf. skuldbundið til þess að setja upp viðeigandi búnað til að halda slíkum truflunum í eðlilegu lág- marki. Landsvirkjun hefur því krafist þess að íslenska stálfélagið hf. grípi nú þegar til allra þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar eru til að lagfæra rekstur bræðsluofns umræddrar verksmiðju á viðunandi hátt og upplýsi hve langan tíma áætlað sé að lagfæringin taki og í hveiju hún felist en ráðstafanir af umræddu tagi skulu vera á ábyrgð og kostnað íslenska stálfé- lagsins hf. og háðar samþykki Landsvirkjunar. Á næstu dögum verður unnið á vegum Landsvirkjunar að mæling- um og staðsetningu á spennusveifl- um í raforkukerfinu vegna bræðsluofnsins. Jafnframt mun Landsvirkjun aðstoða Islenska stálfélagið hf. við að finna lausnir á þeim tæknilegu vandamálum sem hér er við að stríða og við að tímasetja slíkar lausnir með það fyrir augum að þær komist í gagn- ið eins fljótt og auðið er. í millit- íðinni verður leitast við að haga rekstri ofnsins þannig að hann valdi sem minnstum truflunum og að sem fæstir rafmagnsnotendur verði fyrir óþægindum vegna rekstursins þar til varanlegar úr- bætur liggja fyrir. Hefur þannig verið ákveðið að eigi síðar en eftir lok næstu viku verði rekstur ofns- ins aðeins leyfður að næturlagi, þ.e. frá kl. 0:00 til kl. 8:00, allt þar til kröfu Landsvirkjunar um nauðsynlega lagfæringu hefur ver- ið fullnægt, en slíkt er að sjálf- sögðu forsenda fyrir áframhald- andi rafmagnssölu til íslenska stál- félagsins hf. vegna umrædds reksturs. Tekið skal fram að spennutrufi- anir af því tagi sem hér er við að glíma valda ekki tjóni á heimilis- tækjum en eru óneitanlega til óþæginda. Lögð verður áhei-sla á að flýta úrbótum eins og unnt er og leyfir Landsvirkjun sér að vona að rafmagnsnotendur sýni biðlund á meðan verið er að sjá fyrir end- ann á þessum truflunum."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.