Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLaÐIÐ LAUGARDÁGUR 19. JANÚAR 1991 Alþjóðasamband Rauða kross félaga: Skortur á hjúkrunar- gögnum fyrir böm í Sovétríkjunum - segir Guðjón Magnússon varafor- seti Alþjóðasambandsins SENDINEFND frá Alþjóðasambandi Rauða kross félaga hefur verið í Moskvu að kanna þörf á aðstoð við Sovétmenn. Ferðin var farin til að kanna hvar þörfin væri mest, auk þess sem samið var við stjórnvöld um að starfsmaður Alþjóðasambands Rauða kross- ins fengi að fylgjast með dreifingu hjálpargagna. Japanir hafa þegar ákveðið að veita 200 milljón króna aðstoð. Guðjón Magnús- son formaður Rauða kross Islands og einn af varaforsetum Alþjóða- sambandsins var í sendinefndinni og sagði hann að mikill skortur væri á hjúkrunargögnum fyrir börn á heilbrigðisstofnunum. Ljóst væri að hungursneyð ríkti ekki í landinu, eins og víða í löndum Afríku, en matvörur skorti í verslanir og ástandið færi versnandi. Guðjón sagði að rætt hefði ver- ið við fulltrúa ríkisstjómarinnar og fulltrúa neyðarnefndar ríkis- stjórnarinnar, sem samræma á móttöku á aðstoð frá erlendum ríkjum. „Það er engum blöðum um það að fletta, að geysilegur skort- ur er á lyfjum og einföldum hjúkr- unar- og læknisáhöldum í Sovét- ríkjunum," sagði Guðjón. „Um er að ræða lyf, sem ekki er hægt að komast hjá að senda og mun Rauði krossinn leggja áherslu á að þau verði lögð fram og þá eingöngu vegna barnanna. Þetta eru venju- leg verkjalyf, ofnæmislyf, sýklalyf og tæki til bólusetninga og blóð- gjafa. Það má líkja þessu við að verið sé að útbúa fólk sem ætlar að setjast að á eyðibýli en það er alveg ótrúiega mikið sem þá vant- ar.“ Sendinefndin heimsótti heilsu- gæslustöðvar fyrir börn, sjúkrahús og sérhæfð sjúkrahús og ræddi þar við starfsfólk. Skoðaði lyija- birgðir og kannaði hvaða lyf vant- ar mest, tegund og magn miðað við sex mánaða notkun. Að sögn Guðjóns er ljóst að ef Rauði kross- inn á að sjá um nægileg lyf á þessu ári, en það telur hann vera lágmarks aðstoð, þá skiptir kostn- aðurinn hundruðum milljóna króna. „Ég var mjög vongóður um undirtektir áður en vitnaðist um síðustu atburði í Eystrasaltslönd- unum, þar sem þessi aðstoð er sérstök að mörgu leyti,“ sagði Guðjón. „Um er að ræða að rétta hjálparhönd að því er virðist tíma- bundið og það til bama. Þetta verður að ganga.“ Að sögn Guðjóns er lítill matur í verslunum þó svo að sendingar berist þangað við og við. Talið er að til séu matvæli og aðrar nauð- synjar á heimilunum því fólk hafi birgt sig upp. Þá hefur sölu- mennska farið vaxandi framhjá ríkisreknu verslununum, bæði á mörkuðum og með leyfí yfírvalda, auk verslana sem reknar era af einkaaðilum. „Það er því ekki hægt að segja að um matarskort sé að ræða þó framboðið í verslun- um sé lítið,“ sagði Guðjón. „Vand- inn er að þarna era stórir hópar fólks, um 15% til 20% lands- manna, sem njóta opinberra bóta, ellilifeyris eða örorkubóta og aðrir sem era atvinnulausir, að ógleymdum þeim sem hafa flutt til Moskvu og Leningrad eða ann- arra borga vegna veikinda, en þar era helstu heilbrigðisstofnanirnar. Þá era þeir ótaldir sem era á lág- um launum. í ljós hefur komið að hjúkrunarfólk sem vinnur á vegum Rauða krossins er með 135 rúblur á mánuði en stjórnvöld telja að það þurfi minnst 150 rúblur til að komast af. Það eru þessir hóp- ar, sem eru með bætur á bilinu Guðjón Magnússon 40 til 85 rúblur á mánuði, og þeir láglaunuðu, sem eiga erfiða tíma.“ Rauði krossinn leggur áherslu á að hjálpa þessu fólki og er búið að dreifa um 4.000 tonnum af matvælum á hans vegum, aðallega gjafir frá Þjóðveijum. Um 15.000 hjúkrunarfræðingar starfa á veg- um sovéska Rauða krossins í Sov- étríkjunum og hafa þeir séð um að dreifa matvælunum. „Þessir hjúkranarfræðingar sinna fyrst og fremst heilsuvernd og heimahjúkr- un,“ sagði Guðjón. „Það er frá þessum starfsmönnum sem upp- lýsingarnar koma um hvar neyðin er mest og þeir reyna að dreifa því sem berst, til þeirra sem eru verst setir.“ Rússar era stoltir, að sögn Guð- jóns, og hafa ekki farið fram á aðstoð, en í alþjóðlegu hjálpar- starfi gilda þær reglur að viðkom- andi stjórnvöld eða Rauði krossinn í viðkomandi landi, fara fram á aðstoð. „Þá er send út hjálpar- beiðni en það hafa Sovétrhenn ekki gert,“ sagði Guðjón. „Hjálpin sem þeir hafa fengið til þessa er frá einstökum ríkjum og einstakl- ingum sem fylgjast með og sjá* að aðstoðar er þörf, rétt eins og við fengum að kynnast þegar gaus í Heymaey. Þetta kalla Sovétmenn vinargreiða, sem þeir eru þakklát- ir fyrir.“ ASI og VSI undirbúa næstu kjarasamninga: Reynt að finna leiðir til að hækka lægstu launin Á VEGUM Alþýðusambands íslands stendur yfir undirbúningur að kröfugerð fyrir næstu kjarasamninga með sérstakri áherslu á að finna nýjar leiðir til að hækka lægstu laun. Ari Skúlason, hagfræðing- ur ASÍ, segir að þessi vinna hafi staðið yfir í nokkurn tíma en sam- bandsfélögin væru að tilnefna fulltrúa í starfshóp sem ætti að vinna að þessu verkefni. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri, VSÍ segir að nú sé að hefjast enn eitt samdráttarárið í efnahagslífinuog að tekjutap vegna minni loðnuveiða þýði 4-5 milljarða kr. tekjutap fyrir þjóðarbúið. Því sé þröngt um vik. Ari sagði að áherslan í næstu samningum yrði lögð á hækkun lægstu launa umfram önnur laun en þjóðarsáttarsamningarnir renna út 15. september. Reynt yrði með öllum ráðum að finna leiðir til að ná því markmiði. Þórarinn sagði að ofaná tap vegna loðnunnar, bættust áhrif stríðsins við Persaflóa og óvissa á alþjóðlegum peningamörkuðum sem gætu haft í för með sér að áformum um uppbyggingu stóriðju yrði seinkað. „Ef þetta gerist horf- um við fram á fjórða samdráttará- rið í röð og það setur okkur þrengri skorður en ella,“ sagði hann. Þórarinn sagði að aðilar vinnu- markaðarins hefðu oft reynt að bæta sérstaklega kjör hinna lægst launuðu. „Ég tel að á síðustu þrem- ur árum hafi þetta aðeins þokast fram á við. Vinnuveitendur hafa ákveðið að skoða sérstaklega hvern- ig hin ýmsu tekjujöfnunarkerfi vinna, svo sem skattakerfið, trygg- ingakerfið og aðrir þættir. Það er mjög nauðsynlegt að kortleggja þetta og það munum við gera,“ sagði Þórarinn. Planótóiileikar í Is- lensku óperunni ÞRIÐJU píanótónleikar EPTA, Evrópusambands píanóleikara, verða haldnir í Islensku óperunni mánudaginn 21. janúar kl. 20.30. Píanóleikarinn að þessu sinni er Halldór Haraldsson. Á efnisskrá hans er Pathétique-sónatan og 32 tilbrigði í c-moll eftir Beethoven, 3 þjóðlög frá Csik-héraði eftir Barók, Qiseaux tristes eftir Ravel, Pour le Piano eftir Debussy og Noktúma í cís-rtioll og Pólonesa í As-dúr eftir Chopin. Tónleikarnir verða endurteknir viku síðar, mánudagskvöldið 28. janúar, í Kirkjuhvoli í Garðabæ kl. 20.30. Halldór Haraldsson píanóleikari. Aðventubréf til alþingismanna Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi: Laugardaginn 12. janúar sl. birt- ist í Morgunblaðinu grein eftir Jó- hönnu Sigurðardóttur félagsmála- ráðherra, undir fyrirsögninni: Opið bréf til foreldra barna á leikskólum. Tilefni greinarinnar er bréf sem for- eldrafélag leikskólans Hálsaborgar sendi alþingismönnum öllum í des- embermánuði sl. undirritað af- 87 foreldram. Nokkram dögum fyrir birtingu „opna bréfsins" í Morgun- blaðinu hafði foreldrunum 87, svo og foreldraráði félagsins, borist bréf frá félagsmálaráðherra, dags. 4. jan- úar 1991, sem efnislega var sam- hijóða nema inngangur þess bréfs var annar. Báðum þessum bréfum félagsmálaráðherra mun foreldrafé- lagið svara nú á næstu dögum og óska birtingar svargreinar í Morgun- blaðinu. Vegna birtingar greinar Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmáfaráðherra í Morgunblaðinu óskum við eftir að bréf foreldrafélagsins, sem er tilefni skrifa hennar, verði birt hér í blaðinu þannig að lesendum sé gefinn kostur á að sjá báðar hliðar málsins og meta réttmæti harkalegra tilskrifa hennar. Foreldraráð leikskólans Hálsaborgar. Alþingismaður. Á Alþingi, 112. löggjafarþingi 1989-1990, voru lögð fram stjórnar- frumvörp um leikskóla og um félags- þjónustu sveitarfélaga. Bæði þessi frumvörp, með tilliti til skipunar þeirra 'á dagvistarmálum barna, hef- ur foreldraráð okkar kynnt, sér grannt, og íjallað hefur veri^ um málefnin á almennum fundi foreldra. Þar sem framvörpin hafa verið iögð fram á ný á yfirstandandi þingi ák- váðum við að koma á framfæri við yður afstöðu okkar til þeirra áður en til afgreiðslu þeirra kemur. Forskólanefndin svokallaða, sem menntamálaráðherra skipaði 25. janúar 1989, samdi frumvarp til laga um leikskóla. Um skipan nefndar- innar, st^irf hennar og umsögn henn- ar um frumvarpið, vísast til greinar- gerðar með framvarpi nefndarinnar sem fylgir framvarpinu breyttu, eins og það var lagt fram á Alþingi. Framvarp forskólanefndarinnar byggist á rétti barnsins, það skapar ramma um nýtt forskólastig og gengur út frá því að bömum sem einstaklingum verði tryggður réttur til jafns aðgangs að því skólastigi. í framvarpinu er lögð á sveitarfélög- in sú skylda að standa að uppbygg- ingu leikskóla á næstu tíu árum, þannig að öll börn eigi kost á leik- skólavist. Með því væri tryggt að öll börn, ails staðar á landinu sætu við sama borð og hætt yrði að mis- muna þeim eftir hjúskaparstöðu for- eidra og/eða búsetu þeirra. Þá væri og tryggð samfelld dagvistun barna á einum stað, á leikskóla, þann stundaljölda sem best hentaði hveiju barni og ijölskyldu þess. Auk frumvarpsins tii iaga um leik- skóla samdi forskólanefndin frum- varp til laga um ríkisframlag til sveitarfélaga vegna leikskóla. Sam- kvæmt því frumvarpi skyldi með ákveðnum framlögum frá ríkinu tryggja nauðsynlegt fjármagn til uppbyggingar og rekstrar til að ta- kast mætti ,á. stuttum tíma að tryggja fullnægjandi dagvistarþjón- ustu fyrir forskólabörn og mæta með því vaxandi þörf. í meðföram ríkisstjórnarinnar voru gerðar ákveðnar breytingar á framvarpi forskólanefndarinnar og það lagt fram með þeim breytingum, að því er okkur virðist, í þeim til- gangi að fella það að fyrmefndu framvarpi um félagsþjónustu sveit- arfélaga. Við sjáum ekki ástæðu til að rekja breytingrnar hér enda líklegast að yður sé um þær kunn- ugt ella treystum við því að þér kynnið'yður þær vandlega. Breytingunum mrhotmælum við harðlega. Svo og mótmælum við harðlega hugmyndafræði, markmið- um og skipan frumvarpsins um fé- lagsþjónustu sveitarfélaga á dag- vistarmálum barna þar, með því að dagvistarmál verði flutt til féiags- málaráðuneytisins. Mótmæli okkar grundvallast á því að skipan forskólanefndarinnar á HJÚKRUNARFRÆÐINGARNIR þrír sem hafa samþykkt að fara á vegum Rauða kross íslands að átakasvæðunum við Persaflóa eru tilbúnir að leggja af stað í dag. Að sögn Hannesar Haukssonar, framkvæmdastjóra Rauða kross- ins, verða þær fyrst sendar til frfekari undirbúnings í Danmörku þar sem þeim verður kcnndur við- búnaður við efnavopnahernaði. dagvistannálum barna sé þjóðhags- leg nauðsyn. í okkar þjóðfélagi sem í raun er þannig upp byggt, rang- lega að okkar mati, að ungir foreldr- ar þurfi báðir að leggja á sig ómælda vinnu utan heimilisins, er nauðsyn- legt að foreldrar geti treyst því að böm þeirra á sama tíma njóti bestu mögulegu umönnunar, þroskavæn- legs uppeldis og menntunar. í þeim tilvikum þó að aðeins annað foreld- rið vinni utan heimilis viljum við einnig að barninu sé tryggð leik- skóladvöl enda óski foreldrar þess, en þá er ekki þörf á jafn langri dag- vistun. Því lýsum við yfir eindregnum stuðningi við leikskólafrumvarpið eins og það kom frá forskólanefnd- inni svo og við frumvarpið um ríkis- framlag til sveitarfélaga vegna leik- skóla. Landsfélög Rauða krossins á Norðurlöndunum munu reisa flóttamannabúðir í nágrenni við átakasvæðin og er gert ráð fyrir að þær geti tekið við 40.000 manns. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 350 milljónir kr. og þar af mun Rauði kross íslands; leggja fram 15 milljón- ir sem eru hluti af 23. milljóna kr. Við sem að þessu bréfi stöndum erum „þverpólitískur hópur", því innan okkar raða má finna kjósend- ur allra stjórnmálaflokka. Málefni það sem hér er ijallað um lýtur að sameiginlegum hagsmunum okkar og er eitt skref í þá átt að tryggja velferð barna okkar og fjölskyldna og þar með þá hagsmuni sem telja verður ríkasta. Málefni þetta hljótið þér að styðja. Bréf þetta er hugsað til að styrkja yður í afstöðu yðar, til að þrýsta á um rétta afgreiðslu málsins. Við munum ekki endilega þrýsta frekar á yður, en við munum fylgjast grannt með meðferð og afgreiðslu yðar og annarra alþingismanna á máli þessu svo og öðrum sem lúta að málum barna og fjölskyldna. Að lokum óskum við yður og fjöl- skyldu yðar gleðilegra jóla og far- sældar á komandi ári. Á aðventu 1990, Foreldrafélag leikskólans Hálsaborgar. framlagi ríkisstjórnarinnar síðan í haust,“ að sögn Hannesar. Enn liggur ekki fyrir hvar búðirn- ar verða reistar en það verður ákveð- ið á næstu dögum með hliðsjón af þróun mála á átakasvæðinu. Áætluð mannaflaþörf í búðunum er nærri 40 manns. Þar af era 24 hjúkruna- rfræðingar en enn er eftir að ráða fólk til ýmissa. stjórnunars.tarfa. Hjálparstarf Rauða krossins við Persaflóa: Þrír hjúkrunarfræðing- ar tilbúnir til brottfarar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.