Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.01.1991, Blaðsíða 4
 51AJK i)A(iaAíiUAJ (IMIAJÍÍM' MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANUAR 1991 ELDGOS I HEKLU Takmörkunum á umferð að Heklu afiétt; Fólk beðið að gæta ýtrustu varúðar YFIRMENN almannavarna í Rangárvallasýslu ákváðu í gærmorgun, í samráði við Almannavarnir ríkisins, að aflétta umferðartakmörkun- um sem í fyrrakvöld voru settar á vegi að Heklu. Almannavarnir áskilja sér þó rétt til að setja fyrirvaralaust á umferðartakmarkanir til að koma í veg fyrir öngþveiti eða ef hættuástand skapast. Bent var á hættu á öskufalli og fólki ráðlagt að fara elíki að Heklu fyrr en sú hætta væri liðin hjá og veður og færð gæfi tilefni til. í.tilkynningu frá Almannavörn- um ríkisins í gær eru birt tilmæli ti) ferðafólks sem ætlar til gosstöðv- anna. Fólk er beðið um eftirfarandi: Að vera ávallt með hjálm á höfði í nágrenni eldstöðvarinnar og við hraunkantana. Að fara ekki hlémegin að gos- stöðvum og hrauninu en halda sig vindmegin, vegna hættu á gasm- engun. Að fara ekki í lautir eða djúpar lægðir þar sem gas getur safnast fyrir og athuga að kolsýrl- ingur frá eldgosi er lyktarlaus og getur valdið bana ef dvalist er í slíku lofti. VEÐUR Að hættulegt getur verið að vera of nærri hraunkanti, ef hrun verður í honum, og hraun getur skriðið skyndilega fram, þótt það virðist vera kyrrstætt. Að gæta ýtrustu varúðar við eld- stöðvamar og muna að skjótt getur skipast veður í lofti. Fólki sem lendir í öskufalli og finnur til óþæginda af þeim sökum er bent á að minnka má óþægindin með því að leggja blautan klút fyr- ir vitin og anda í gegn um hann. Fólk utandyra getur búist við að finna sviða í augum. Þeir sem eru næst eldstöðvunum skulu fara þvert Morgunblaðið/Sigurður Stefánsson Heklueldar speglast í vatnsfleti Þjórsár. Á miðri mynd má sjá samfellda röð ljósa á bílum, sem voru á ferð eftir Landvegi á fimmtudagskvöldið. á vindstefnu til að komast út úr gosmekki. Nokkur félög^ og fyrirtæki í ferðaþjónustu bjóða ferðir að og yfir Heklu. Flugleiðir áætluðu að I/EÐURHORFUR I DAG, 19. JANUAR YFIRLIT f QÆR: Yfir landinu er vaxandi 969 mb lægð á hreyfingu norður en um 400 km suður af Hornafirði er vaxandi 975 mb lægð sem fer hratt norður. SPÁ: Allhvöss norðvestanátt með snjókomu norðaustanlands fram eftir degi en hægari norðan- og norðaustanátt annars staðar. Él verða norðvestanlands en lóttir til syðra. Frost 0-4 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Suðaustlæg eða breytileg átt og dálítil snjókoma eða slydda sunnanlands en úrkomulitið og nokkuð bjart veður norðanlands. Hiti nálægt frostmarki. HORFUR Á MÁNUDAG: Hvöss suðaustanátt um allt land með slyddu og síðar rigningu, fyrst suðvestanlands, en síðar um allt land. Hlýnandi veður. y. Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma ■* ■* * 10 Hftastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V E' = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur [T Þrumuveður t VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær aö ísl. tima hitf veftur Akureyri 1 snjóól Reykjavfk 0 snjókoma Bergen 4 skýjaö Helsinki 0 heiðskfrt Kaupmannahöfn 3 þokumóða Narssarssuaq 4-16 léttskýjað Nuuk +17 téttskýjað Osló +1 þokumóða Stokkhóimur +1 þokumóða Þórshöfn 7 alskýjað Algarve 14 þokumóða Amsterdam 3 mlstui Barcelona 10 þokumóða Bertín vantar Chicago vantar Feneyjar 7 þokumóða Frankfurt 0 heiöskírt Glasgow 7 skýjað Kamborg 1 heiðskfrt LasPalmas 21 skýjað London 8 alskýjað Los Angeles vantar Lúxemborg +3. hrfmþoka Medríd 9 þokumóða Malaga 16 mlstur Mallorca 12 þokumóða Montreal -f3 snjóél NewYork 3 alskýjað Orlando vantar Parfs 6 heiðskfrt Róm a heiðskfrt Vín mistur Washlngton 3 alskýjað Winnipeg +6 alskýjað fara tvö útsýnisflug í gærkvöldi og þijú í dag. í fyrrakvöld voru famar tvær ferðir en farþegunum var end- urgreitt vegna þess hvað lítið sást til jarðeldanna. Arnarflug innan- lands hf. fór átta útsýnisflug í fyrra- dag. í gær viðraði ekki til útsýnis- flugs að mati Arnarflugs en farið verður strax og veður leyfir. Aust- urleið hf. er með sætaferðir að Galtalæk tvisvar á dag til að skoða gosið úr fjarlægð. Farið er frá BSÍ. Flugvélar Flugleiða og Arnar- flugs innanlands hafa í nokkrum tilvikum orðið að taka á sig krók vegna gosmökksins frá Heklu sem er yfir landinu og hafa verið lengur á leiðinni á milli staða af þeim sök- Morgunblaðið/HBj Borgar Símonarson bóndi í Goðdölum í Skagafirði og Smári Borgars- son notuðu þjalir til að sverfa til gaddinn á tönnum kinda sem fengu flúoreitrun eftir Heklugosið 1980. • • Oskufall á Norður- landi og miðhálendi Ekki talin hætta á flúoreitrun búfjár ÖSKUFALLS frá jarðeldunum í Heklu hefur orðið vart um megin- hluta Norðurlands, auk hálendisins. f fyrrakvöld og fyrrinótt náði ösku- fallið til Norðausturlands en í gærmorgun til Miðnorðurlands. Um hádegið í gær hófst einnig öskufall í efstu sveitum Árnessýslu og var búist við að það gæti náð til neðri sveita Ámessýslu og jafnvel Borgar- fjarðar. Samkvæmt upplýsingum Barða Þorkelssonar jarðfræðings bárust Veðurstofu íslands tilkynningar um öskufall í fyrrakvöld og fyrrinótt í Bárðardal, Mývatnssveit, á Tjörnesi, Langanesi, í Eyjafjarðarsveit og Fnjóskadal. Síðar varð áttin austlæg- ari og í' gærmorgun var tilkynnt um öskufall í Skagafirði og Austur- Húnavatnssýslu, á Blönduósi og þar fyrir austan. Tilkynningar höfðu því borist um gjósku á Norðurlandi, allt frá Blönduósi og austur á Langanes. Einnig hafði Veðurstofan óstaðfestar fréttir af öskufalli í Miðfirði. Ösku- fallið var meira í innsveitum en á útnesjum óg er það eftir bókinni. Þykkasta gjóskulagið sem vitað er um er við Hrauneyjafossvirkjun, um þrír sentimetrar. Mun minna öskufall var við Sigölduvirkjun. Tals- vert öskufall var við Blönduvirkjun í fyrrinótt og á Hveravöllum varð vart við ösku snemma í gærmorgun. Gjóska byrjaði að falla við Búrfells- virkjun í gærmorgun. Síðdegis í gær var spáð suðaust- an- eða austanátt og talið líklegt að aska falli neðar í Árnessýslu og jafn- vel í Borgarfirði. Hins vegareru líkur á að úr öskufalli dragi þar sem venj- an er að mesta gjóskan kemur f upphafi eldgosa. Gjóskan sem fallið hefur er venju- leg eldfjallaaska, basaltaska. Það sem fellur næst eldstöðvunum er grófara en það sem fýkur norður í land. í Heklugosum hefur stundum komist flúormengun í jarðveg norð- anlands, þar sem íínna efnið fellur. Síðast varð vart við slíkt eftir Heklu- gosið sem hófst í ágúst 1980. Þá féll t.d. þykkt öskulag í fremstu döl- um Skagafjarðar og fengu bændur flúoreitrun í fé sitt. Var hún að koma fram næstu árin, einkum í kindum sem voru lömb og veturgamlar þegar öskufallið varð. Flúoreitrunin lýsti sér þannig að gaddur kom í tennurn- ar á fénu, tennur þess uxu vitlaust og aflöguðust. Bændur urðu að slátra töluvert af fé og sumir reyndu að sverfa tennur kindanna til að geta látið þær lifa. Barði Þorkelsson og Brynjólfur Sandholt yfirdýralæknir telja ekki hættu á að búfé stafí hætta af flú- ormengun i jarðvegi nú. Barði sagði að árstíminn væri hentugur og snjór- inn flýtti fyrir útskolun. Brynjólfur sagði að næsta sumar yrði askan sigin niður í jarðveginn og gæti ekki valdið neinni hættu. „Það er helst hætta á fei;ðum ef skepnur éta þetta eða fái með drykkjarvatni, til dæmis í pollum," sagði Brynjólfur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.