Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 2
8 - ;ei>! jfAöHAi. cs 8UDaœji,gijm aiaAjavíUOHOM
2 MÖRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDÁGÚR 29. JÁNÚAR 1991
Tveir menn voru hand-
teknir við landabruggun
Vitorðsmaður þeirra leyndist undir sæng heima hjá sér
LÖGREGLAN í Reykjavík upplýsti bruggmál um helgina, lagði hald
á tæki til bruggunar og hellti niður um 400 lítrum af landa. Tveir
menn unnu við landaframleiðsluna í bílskúr, sem þeir höfðu leigt.
Rannsóknardeild lögreglunnar
hafði spurnir af því að bruggáð
væri í bílskúr í austurborginni.
Síðdegis á föstudag héldu lögreglu-
menn á staðinn og komu þá að
tveimur'mönnum, sem voru að sjóða
lög í bílskúrnum, þar sem voru 400
lítrar af landa og bruggtæki. Annar
Evrópuflug
sækir um
flugrekstr-
arleyfi
þeirra hefur komið við sögu lögregl-
unnar í bruggmálum og hinn þekkti
lögreglan iíka, þó ekki hafí hann
verið viðriðinn bruggmál áður.
Annar mannanna var með meira
af landa á brúsum heima hjá sér,
en sambýliskona hans hafði pata
af handtökunni og hellti drykknum
niður. Á heimili þeirra fundust einn-
ig kolasíur, sem notaðar voru til
að hreinsa grugg úr leginum.
í ijós kom að eigandi bflskúrsins
býr úti á landi, en hafði leigt ungum
manni bílskúrinn. Sá framleigði
mönnunum tveimur skúrinn og
hafði vitneskju um framleiðsluna
þar. Leiguna fékk hann greidda í
landa. Lögreglan fór heim til hans
á föstudagskvöld, en fékk þau svör
að hann væri ekki heima. Á laugar-
dagsmorgun var gerð önnur tilraun
til að hitta manninn, en aftur fékk
lögreglan þau svör að hann væri
ekki heima. í þetta sinn tók hún
það ekki trúaniegt, þar sem bifreið
mannsins stóð fyrir utan og hreyf-
ing hafði sést í herbergisglugga
hans þegar lögreglan kom að hús-
inu. Lögi'eglumennirnir fengu með
eftirgangsmunum að litast um í
íbúðinni. í herbergi mannsins virtist
enginn vera, en lögreglumaður tók
eftir hreyfingu á sænginni í rúminu
og lyfti henni upp. Þar leyndist
maðurinn undir og var hann fluttur
á lögreglustöðina.
Mennirnir þrír hafa verið látnir
lausir, enda málið fullupplýst.
Bruggaramir segjast hafa lagt
þrisvar í' og því framleitt 1.200-
1.500 lítra af landa. Þeir höfðu
stundað þessa iðju í 2-3 mánuði.
Morgunblaðið/Sverrir
Pétur Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður, við bruggtækin sem
lagt var hald á um helgina.
EVROPUFLUG hf. hefur sótt um
leyfi til flugrekstrar, og er um-
sóknin nú til meðferðar í sam-
gönguráðunéytinu. Fjallað var
um umsóknina í flugráði í siðustu
viku, og að sögn Leifs Magnús-
sonar, formanns flugráðs, fékk
hún jákvæða umsögn þar.
Evrópuflug er í eigu Gunnars
Þorvaldssonar flugstjóra og Birkis
Baldvinssonar, sem báðir hafa
stundað viðskipti með flugvélar.
Gunnar sagði í samtali við Morgun-
blaðið að sótt hefði verið um leyfi
til reksturs einnar farþegaflugvélar,
en ekki hefði verið gengið frá nein-
um samningum varðandi notkun
þennar. „Þá er tímasetningin núna
mjög erfið vegna stríðsins í Persa-
flóa og ástandsins í Austur-Evrópu,
en ef menn hafa hins vegar á ann-
að borð fengið flugrekstrarleyfi, þá
hafa þeir auðvitað ákveðna mögu-
leika sem þeir annars hafa ekki,“
sagði hann.
Atlantsflug fékk sólar-
landaflug Samvinnuferða
FERÐASKRIFSTOFAN Samvinnuferðir/Landsýn hefur samið við
Atlantsflug hf. um leiguflug til nokkurra staða á Spáni, Rimini á
Italíu og Dublin á Irlandi fyrir ferðaskrifstofuna í sumar. Er þarna
um 10-11 þúsund sæti að ræða. Helgi Jóhannsson forstjóri Samvinnu-
ferða segir Atlantsflug hafa boðið betur en Flugleiðir hf. sem einn-
ig buðu í sólarflugið. Samvinnuferðir hafa einnig samið við Flugleið-
ir um Ieiguflug til Vínarborgar, Kanada og Norðuriandanna, auk
8-9.000 sæta í áætlunarferðum til Evrópu, og segir Helgi að Flugleið-
ir séu ennþá stærsti viðskiptaaðili Samvinnuferða.
Helgi Jóhannsson sagði að það
hefði ráðið úrslitum um hvoru til-
boðanna var tekið, að Atlantsflug
hefði boðið lægra verð en Flugleið-
ir og morgunflug. Helgi sagði ekki
enn fullljóst hvaða áhrif þessi samn-
ingur hefði á verðskrá Samvinnu-
ferða en félagið myndi taka þátt í
þjóðarsáttinni svo um munaði.
Þegar Helgi var spurður hvort
Greitt tímakaup á 3. ársfjórðungi 1990:
Kaupmáttur rýrnaði um 6%
frá sama tímabili árið áður
GREITT tímakaup landverka-
fólks í Alþýðusambandi Islands
hækkaði að meðaltali um 6% frá
þriðja ársfjórðungi 1989 til sama
tíma árið 1990. Kaupmáttur
minnkaði hins vegar um 6% mið-
að við hækkun framfærsluvísi-
tölu á sama timabili, en hún
hækkaði um 13%. Kaupmáttar-
rýrnun þessi átti sér stað á árinu
1989, en kaupmáttur var óbreytt-
ur á tímabilinu frá fyrsta árs-
fjórðúngi 1990 til þriðja ársfjórð-
ungs 1990. Kemur þetta fram í
fréttatilkynningu frá Kjararann-
sóknarnefnd.
Ef litið er á breytingu mánaðar-
tekna, þ.e. heildarlauna með yfír-
vinnu, frá þriðja ársfjórðungi 1989
til sama tíma árið 1990, þá hafa
þær hækkað um 6%, og kaupmáttur
heildartekna því einnig minnkað um
rúm 6%. Meginástæða fyrir þessu
er að meðalvinnutími styttist um
hálfa klukkustund á viku að meðal-
tali á sama tímabili, en á fyrstu
þremur ársfjórðungum ársins 1990
hefur vínnutími verið að styttast
miðað við árið áður og hefur það
ekki gerst síðan árið 1988. Tíma-
kaup hækkaði að meðaltali um 6,5%
frá þriðja ársfjórðungi 1989 til
sama tímabils 1990, og var rýmun
kaupmáttar að meðaltali 5,9% á
tímabilinu.
Greitt tímakaup hækkaði um
0,6% og meðaltímakaup um 1,0% á
milli annars og þriðja ársfjórðungs
1990 samkvæmt almennu úrtaki
Kjararannsóknamefndar, en um
1,8% og 1,7% samkvæmt pöruðu
úrtaki, en það byggist á því að út-
reikningur launahækkana miðist
einungis við laun þeirra einstakl-
inga, sem koma fyrir á tveimur
ársfjórðungum í röð hjá sama
vinnuveitanda. Mismunur þessara
aðferða felst einkum í því að orlofs-
uppbót og sérstök launauppbót hef-
ur meira vægi í paraða úrtakinu.
Samvinnuferðir væm með þessum
samningi að ýta undir samkeppni
við Flugleiðir, sagði hann að sam-
keppni væri að sjálfsögðu af hinu
góða en þarna hefði stjóm Sam-
vinnuferða metið að tilboð Atlants-
flugs væri hagstæðara. Og ef á
annað borð væri leitað tilboða yrðu
menn að vera samkvæmir sjálfum
sér og taka því hagstæðasta.
Halldór Sigurðsson forstjóri Atl-
antsflugs sagði að hann teldi þenn-
an samning vera mikla traustsyfír-
lýsingu við félagið. Um væri að
ræða 10-11 þúsund sæti íleiguflugi
og sagði Halldór að samningsupp-
hæðin væri hátt í 300 milljónir
króna. Aðspurður sagði Halldór að
samningur hefði í raun legið fyrir
fyrir rúmri viku og síðan þá hefði
engu verið breytt í honum.
Flogið verður með Boeing
727-200 sem tekur 173 farþega í
sæti. Búið er að ráða þijár áhafnir
á vélina og em flestir í þeim fyrrver-
andi starfsmenn Amarflugs.
Halldór sagði að upphaflega
hefði ekki verið á áætlunum Atl-
antsflugs að fara út í sjálfstætt
leiguflug heldur framleigja flugvél-
ar til flugfélaga erlendis. En þegar
Amarflug hætti rekstri í haust hefði
félagið farið að skoða þá möguleika
sem þá voru fyrir hendi. Fljótlega
upp úr því hefði félagið boðið ís-
landsferðir í Sviss, Þýskalandi og
Hollandi og sú sala hefði gengið
mjög vel. I sumar verður flogið til
Islands frá Hamborg, Köln og
Múnchen og notuð til þess sama
flugvélin og verður í fömm fyrir
Samvinnuferðir.
„Við lítum á þetta sem eitt verk,
sem endist fram á haustið, og þá
munum við setjast niður og skoða
hvert framhaldið verður," sagði
Halldór Sigurðsson.
Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi
Flugleiða, sagði að félagið hefði
verið búið að gera ráðstafanir til
að geta sinnt sólarlandafluginu fyr-
ir Samvinnuferðir-Landsýn með því
að leigja flugvél að hluta til á mesta
annatímanum, en þeim áformum
yrði nú eitthvað breytt. „Fyrirtæki
ráða því sjálf hvar þau telja trygg-
ast að bera niður, en við teljum að
það verð sem við höfum verið að
bjóða upp á sé fyllilega samkeppnis-
fært á markaðinum, og við munum
fljúga sólarlandaflug fyrir aðra.
Þetta em auðvitað viðskipti sem við
hefðum viljað eiga við Samvinnu-
ferðir-Landsýn, en við munum eftir
sem áður halda okkar striki,“ sagði
hann.
Beðið með ákvörðun um bætur til loðnuflotans:
Þijú skip til leitar um helgina
ÞRJU loðnuskip fóru umlielgina til loðnuleitar út af Vestfjörðum
og auk þess er Árni Friðriksson, rannsóknarskip Hafrannsóknar-
stofnunar, við rannsóknir fyrir norðan landið. Enn hefur engin loðna
fundist sem gefi vonir um veiðar og á fundi með loðnusjómönnum
í gærkvöldi sagði Halldór Ágrímsson, sjávarútvegsráðherra, að þótt
ekki væri ástæða til að gefa upp alla von væri útlitið ekki bjart.
Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur, sagði á fundinum, að þrátt
fyrir endurteknar mælingar fyrir austan landið, væri niðurstaðan
sú sama og í haust. Hafði hann engar ákveðnar skýringar á loðnu-
brestinum.
Á fundinum, sem boðað var til
af Farmanna- og fiskimannasam-
bandi Islands og Sjómannasam-
bandi íslands, sagði ráðherra að:
loðnuflotanum yrði bættur skaðinn
en ekki hefði verið tekin ákvörðun
um framkvæmdina. Sagði Halldór
það hugmynd ráðuneytisins að afla-
magn Hagræðingarsjóðs fyrstu 8
mánuði ársins, gengi til flotans auk
þess sem veiðiheimildir á rækju
verði auknar um 5.000 tonn, sem
fari til loðnuskipanna. Er þar um
að ræða 14 þús. þorskígildi.
Halldór sagði ekki einfalt að
reikna út hvernig skipta ætti heim-
ildum á milli skipa.
„Við viljum ekki ákveða neitt
frekar í málinu fyrr en álit þing-
flokka um lagabreytingarnar liggja
fyrir og hvernig málið lítur út um
eða upp úr næstu mánaðamótum.
Ráðherra sagði það sína skoðun
að ekki ætti að banna framsal afla-
heimildanna sem úthlutað yrði.
Morgunblaðið/Ámi Sæberp;
Farmanna- og fiskimannasambandið og Sjómannasambandið boðuðu
sjávarútvegsráðherra og fiskifræðinga til fundar í gær. Jón B. Jónas-
son, Helgi Laxdal, Halldór Ásgrímsson og Óskar Vigfússon ræða
stöðu mála.