Morgunblaðið - 29.01.1991, Qupperneq 18
fiL
Víkurbergið með Miröndu í togi skammt utan við Grindavík síðdegis á laugardag.
Morgunblaðið/Kristján Jónsson
Norska skipið Miranda sökk eftir óhapp í innsiglingnmii við Grindavík:
Sökk þrátt fyrir ítrek-
aðar bi örQfuiiartilraunir
firindavík.
Grindavík.
NORSKA mjölflutningaskipið Miranda, sem var lestað um 1.400-
1.500 tonnum af loðnumjöli, tók niðri i innsiglingunni i Grindavík-
urhöfn iaust eftir hádegið sl. laugardag. Leki kom að skipinu
og þrátt fyrir ítrekaðar björgunartilraunir sökk J)að vestur af
Sandgerði um klukkan sex á sunnudagsmorgun. Ahöfn skipsins
var bjargað heilli á húfi.
Miranda, sem er skráð í Háuga-
sundi, er um 1.276 brúttórúmlestir
að stærð og var því sem næst full-
fermd af ósekkjuðu loðnumjöli frá
Fiskimjöli og lýsi í Grindavík.
Lyftist á öldu og
skall á botninn
Skipið var á leið út úr Grindavík-
urhöfn þegar óhappið varð. Talið
er að skipstjórinn hafí beygt of
snemma úr ósnum og skipið lenti
út úr svokallaðri rennu sem er í
innsiglingunni. Nokkur kvika var í
ósnum og Miranda lyftist á öldu
og skall síðan niður í botninn með
þeim afleiðingum að gat kom á
vélarrúm skipsins. Mikill leki kom
strax að því og skipstjórinn drap á
vélunum þegar hann var kominn
3-4 mílur út fyrir innsiglinguna.
Innsiglingin í Grindavíkurhöfn
er talin með þeim erfiðari á landinu
og ókunnugum hætt við að lenda
í óhöppum sem þessum. Að sögn
Bjarna Þórarinssonar hafnarstjóra
afþakkaði skipstjórinn aðstoð hans
við að sigla skipinu út úr höfninni
og fékk leiðbeiningar á korti frá
Bjama. Bjarni sagði að Miranda
hefði elt hafnsögubátinn inn þegar
henni var siglt til Grindavíkur við
svipaðar aðstæður og voru nú og
gengið vel. „Hitt er svo að aðstæð-
ur eru alltaf erfiðar ókunnugum
hér í Grindavíkurhöfn," sagði
Bjarni.
Reynir "Jóhannsson skipstjóri á
Víkurbergi GK 1 sagði við Morgun-
blaðið að ósk hefði komið frá um-
boðsmanni skipsins um aðstoð og
hann fór á skipi sínu út. Reynir
sagði að þá þegar, milli kl. 4 og 5
síðdegis, hefði Miranda verið farin
að síga að aftan og vélar skipsins
stöðvaðar. Skipið rak hratt að landi
og því hefði verið komið tógi á
milli skipanna til að varna því að
Miröndu ræki á land. Reynir kvaðst
hafa lagt af stað til Hafnarfjarðar
með Miröndu í togi en þar sem
stýri skipsins hefði verið fast á
bakborða var allur dráttur mjög
erfiður því að átakið var alltaf á
hlið. Tógið slitnaði og því var sett-
ur stálvír á milli skipanna sem
reyndar tvíslitnaði en hélt í þriðja
sinn.
Gæzluþyrlan send með dælu
Strax voru gerðar ráðstafanir til
að koma dælu um borð í Miröndu
og þyrla landhelgisgæslunnar, TF-
Sýn, var fengin til verksins. í sömu
ferð fóru tveir pólskir skipveijar
frá borði og með þyrlunni til
Reykjavíkur. Þá voru eftir um borð
ijórir skipveijar, allir Norðmenn.
Björgunarsveitin Þorbjöm var í við-
bragðsstöðu en ekki var talin þörf
á aðstoð hennar framan af degi.
Um kvöldmatarleytið var síðan
óskað eftir aðstoð Hábergs GK 299
og Sveinn ísaksson skipstjóri brá
skjótt við og ræsti út áhöfn sína.
Aðstoðar var óskað þar sem Víkur-
berg hafði ekki meiri vír um borð
og einnig höfðu skipveijar lent í
erfiðleikum með dælumar þannig
að tveir slökkviliðsmenn frá bruna-
vörnum Suðumesja fóm með.
Einnig fór björgunarskip björgun-
arsveitarinnar Þorbjamar í Grinda-
vík, Oddur V. Gíslason, með. Þegar
Háberg og Oddur náðu síðan Mir-
öndu og Víkurbergi vom þau stödd
rétt suðaustan við Reykjanesvita.
Fréttaritari Morgunblaðsins var
um borð í Hábergi. Strax sást að
Miranda var nokkuð sigin að aftan
en menn sögðu að ef ekki kæmist
sjór í lestarnar mundi hún fljóta.
Dælurnar urðu fyrir hnjaski
Oddur V. Gíslason selflutfi
slökkviliðsmennina til að athuga
dælurnar og einnig var farið með
rafstöð yfir í Miröndu þar sem ekk-
ert rafmagn var um borð og menn
frá björgunarsveitinni sem vom
með í för fóm yfir í Miröndu. Þá
strax komu tveir skipverjar yfir í
Háberg og skömmu seinna einn til
viðbótar. Þeir voru allir þreyttir að
sjá og þeir sögðu við komuna í
Háberg að farmurinn væri farinn
að veltast í lest skipsins. Skipstjór-
inn var eftir ásamt björgunarsveit-
armönnum og slökkviliðsmönnun-
um sem reyndu án árangurs að
koma dælunum í lag. Talið var að
-þær hefðu orðið fyrir hnjaski í
flutningunum fyrr um daginn. Eft-
ir það var fljótlega ljóst að hveiju
stefndi. Mikil slagsíða kom skyndi-
lega á Miröndu á bakborða og um
kl. 22 yfirgaf Gunnar Alvestad,
skipstjóri skipið síðastur manna og
kom yfir í Háberg.
Vönlaust að bjarga skipinu
„Það er vonlaust að bjarga skip-
inu,“ sagði Gunnar við Morgun-
blaðið, þegar hann kom yfir í Há-
berg, „það sekkur áreiðanlega.“
Hann kvaðst hafa fengið góðar
leiðbeiningar um hvemig ætti að
sigla út úr Grindavíkurhöfn og
ekki talið þörf á að fá hafnsögu-
mann um borð í skip sitt. Hann
staðfesti að skipið hefði tekið niðri
í innsiglingunni og lekinn sem kom
að skipinu hefði verið of mikill fyr-
ir dælurnar og síðan hefði ekki
verið hægt að nota dæluna sem
þyrlan kom með. Síðan komst sjór
inn í lestamar og þá var frekari
barátta vonlaus.
Lagðist skyndilega á hliðina
og hvolfdi
Loft var lævi blandið í brú Há-
bergs þar sem menn fylgdust með
Miröndu sem háði vonlausa baráttu
við Ægi konung. Skipið seig alltaf
neðar og neðar og laust eftir mið-
nætti lagðist það skyndilega á hlið-
ina og hvolfdi þegar skipin vom
stödd rúmlega 3 mílur út af Staf-
nesi. Skipveijar á Víkurbergi vom
tilbúnir með logsuðutæki og
brenndu vírinn milli skipanna í
sundur. Miranda maraði í hálfu
kafi næstu 6 klukkustundirnar og
sökk um 5 mílu vestur af Sand-
gerði eftir að hafa rekið norður
fyrir skagann. Skipið - sökk á
64°Ó3’36” n.br. og 22°56’37” v.l.
og lagðist í suð-austur þegar það
sökk.
Háberg hélt til Grindavíkur með
skipveijana og kom þangað um
klukkan 3. Þar beið þeirra góður
viðgjömingur í húsi björgunarsveit-
arinnar og þeir fóm síðan til
Reykjavíkur og dvöldu á hóteli það
sem eftir lifði nætur. Skipveijarnir
báðu Morgunblaðið um að koma á
framfæri þökkum til allra sem
stóðu að björgun þeirra og sérstök-
um þökkum til áhafnanna á Há-
bergi og Víkurbergi. FÓ
IFIutningaskipið Miranda tekur
niðri i innslglingunnl vlð Grinda-
vík eftir hádegi á laugardag.
Oddur V. Gíslason athafnar sig við skipshlið á Hábergi. Hann
reyndist nyög lipur og flýtti mjog fyrir aðgerðum.
Morgunblaðið/Frímann Ólafsson
TF-Sýn lenti á knattspyrnuvellinum í Grindavík til að flytja dæl-
ur yfir í Miröndu
Norðmennirnir úr áhöfn Miröndu í góðu yfirlæti í borðsal Há-
bergs. Talið f.v.: Gunnar Alvestad skipstjóri, Káre Fausa stýrimað-
ur, Asbjorn Skarpnes háseti og Erling Bogen vélsíjóri.