Morgunblaðið - 29.01.1991, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 29.01.1991, Qupperneq 21
MORGUNBLADIÐ ^fiffijyPAfiUfi.gQ. J^NÚAR 1991 3h íran Varnar- girðingar Saudí- Arabía 7, Jubail i Áættað streymi: Tvær milljónir tunna af olíu ó dag. Olíubrákin fer um 24 km ó dag, en straumar bera hana að ströndum írans. Sameinuðu arabisku O Sjóeimingarstöðvar íurstadeemin km Oc 300 urinn væri um 50 kílómetrar að lengd og rúmir 15 á breidd. Kváðu þeir litla hreyfingu á olíubrákinni og sögðu hana mjakast tæpa fimm kílómetra á sólarhring til suðurs í átt til Saudi-Arabíu. Sögðu þeir hinir sömu að á sunnudag hefði brákin borist um 30 kílómetra á sólarhring. Fjölskrúðugt dýralíf er að finna við norðanverðan Persaflóa og segja náttúrufræðingar sýnt að það tjón sem olían hefur valdið verði seint að fuilu bætt. Grunnsævi er í norðanverðum Persaflóa og þykir fullvíst að fiskimið á þeim slóðum hafi orðið fyrir óbætanlegu tjóni sem og kjörlendi ýmissa fágætra fuglategunda. Sérfræðingur sem starfar á vegum Alþjóða náttúru- verndarsjóðsins sagði að gera mætti ráð fyrir því að 200 ár liðu þar til allur vatnsmassinn í Persaflóa hefði endurnýjað sig. Talsmaður samtaka Grænfriðunga nefndi að höfrungar, háhyrningar, sjófuglar og sækýr, sem þegar eru í útrýmingarhættu, væru þeir stofnar sem orðið hefðu verst úti. Talið er að allt að ellefu milljón- um olíufata hafi verið dælt í sjóinn og sé það rétt er olíumengunin líkast til sú mesta í sögunni. Til samanburðar má geta þess að 275.000 olíuföt fóru í sjóinn í Ex- xon Valdez-slysinu í Kanada árið 1989. Á mánudag komu fulltrúar fjög- urra bandarískra mengunarvarna- stofnana til Saudi-Arabíu og hundr- uð starfsmanna saudi-arabískra olíufyrirtækja bjuggu sig í gærdag undir að hefja hreinsunarstarfið. Yfirvöld í Saudi-Arabíu höfðu þegar komið upp mengunarvarnagirðing- um við orkuver og vatnshreinstöðv- ar við ströndina sem sjá landsmönn- um og hermönnum bandamanna í landinu fyrir drykkjarvatni. Til svip- aðra aðgerða hefur þegar verið gripið í Bahrain og Qatar. Þá var í gær fluttur hreinsibúnaður frá Bretlandi til Saudi-Arabíu. Tals- menn samtaka Grænfriðunga hvöttu til þess að skipulagðar yrðu alþjóðlegar björgunaraðgerðir en Michael Heseltine, umhverfisráð- herra Bretlands, lýsti yfir því að ekki kæmi til greina að koma á vopnahléi í Persaflóastyijöldinni í því skyni. Ottí við hryðjuverk og óeirðir í Frakklandi Miðjarðarhafsbúar hamstra matvæli þrátt fyrir sefandi orð yfirvalda Perpignan. Frá Margréti E. Ólafsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞÓTT mannlíf virðist í fljótu bragði vera með sama hætti hér í Perpignan og áður en stríðið braust út við Persaflóa má greina ýmsar breytingar. Öryggisverðir taka á móti viðskiptavinum stór- markaða og biðja þá vinsamlegast um að opna töskur af ótta við hryðjuverk. Kaffihúsum er lokað fyrr á kvöldin vegna þess að við- skiptavinirnir kjósa heldur að sitja heima. Aðsókn að kvikmyndahús- um hefur dregist saman og mótmælaganga friðarsinna er orðin að föstum viðburði á laugardagseftirmiðdögum. Sömu sögu er að segja um aðrar borgir og bæi landsins. Þegar Dufour ofursti lýsti því yfir í sjónvarpsþættinum „Ciel mon mardi“ 10. janúar sl., að ef stríðið brytist út væri tæknilegur mögu- leiki á því að líbýskar orrustuþotur hæfu skothríð á Miðjarðarhafs- strönd Frakklands, greip um sig hræðsla hjá íbúum svæðisins. Dag- inn eftir streymdu þeir í stórmark- aði og á næstu dögum hurfu þaðan mánaðarbirgðir af sykri, hveiti, olíu og pasta. Sama gerðist um allt land þegar fréttir af þessari birgðasöfn- un Miðjarðarhafsbúanna bárust út. Aðallega var það fólk af þeirri kyn- slóð sem man eftir matvælaskorti síðustu heimsstyijaldar sem fann hjá sér þörf fyrir að gera slíkar ráðstafanir. Fullyrðingar opinberra aðila um að ótti væri ástæðulaus, og matvælaskortur ekki yfirvof- andi, virtust lítil áhrif hafa því næst bárust fregnir af að sala á frystikistum og -skápum hefði skyndilega tekið kipp. 500 sprengjuhótanir á dag Annar ótti, og það öllu raunveru- legri, er hræðsla við hryðjuverka- starfsemi. Pierro Joxe innanríkis- ráðherra sagði í viðtali á útvarps- stöðinni France Inter fyrir helgi að fjöldi upphringinga um sprengju- hótanir hefði þrefaldast frá því stríðið hófst og væru nú 500 á dag á öllu landinu. „Fyrsta sprengjan“ sprakk aðfaranótt laugardagsins 26. janúar á dagblaðinu Liberation, svo notað sé orðalag ritstjórans Serge July. En enginn vafi virðist leika á því að hún tengist Persflóa- stríðinu. Yfiivöld hafa einnig áhyggjur af samskiptum innfæddra og inn- flytjenda frá Norður-Afríku, enda ýmis teikn á lofti um að ekki þurfi mikið til að óeirðir þeirra í millum gætu blossað upp. Þar má nefna upplausn í samtökunum SOS-Rac- isme, heiftarfullar skoðanir sem heyrst hafa á útvarpsstöðvum ýmissa félaga, átök milli nemenda í háskólum í París, árekstra milli verslunareigenda í innflytjenda- hverfum eins og Belleville og Berb- és í París og skyndilega aukningu í sölu vopna og skotfæra á Miðjarð- arhafssvæðinu, en þar er hlutfall innflytjenda af heildaíbúarfjölda það hæsta í landinu utan Parísar. Kennarar gæti hlutleysis Grunn- og menntaskólar eru meðal þeirra staða sem hótað hefur verið sprengjum, en það er ekki einungis þess vegna sem óviðkom- andi aðilum er bannaður að þeim aðgangur nú eftir að stríðið hófst. Stjórnmálamenn, blaðamenn og aðrir þeir sem komið gætu af stað deilum sem leitt gætu til átaka milli nemenda eru vinsamlegast beðnir að halda sig í fjarlægð. Og kennarar hafa ströng fyrirmæli um að gæta hlutleysis í samræðum við nemendur um mál er varða ástand- ið við Persaflóa og í Norður-Afríku. Og fólk heldur sig fjarri almenn- ingsstöðum eins og kvikmyndahús- um, stórverslunum, leikhúsum og flugvöllum. Þeir einu sem geta víst hrósað uppgangi í öllu þessu eru fyrirtæki sem sjá um öryggisgæslu. Þau anna varla eftirspurn þessa dagana. ,11 ff Mannleysur^ ngósna við víglínuna Bandamenn nota „mannleysur" e&a mannlausar, fjarstýr&ar flugvélar, til þess að fljúga undir ratsjórgeisla og njósna um ib\ stöóu irakskra herja. Drægni: 160 km Hraöi: 740 km/klst. Fallhlíf og úr follinu við lendingu. Innrauðar myndavélar og venjulegor sjónvarpsvélor sendo myndir jofnharóan til stjórnstöðvarinnar. m. Mannleysan" er knúin þotuhreyfli og fylgir fyrir- fromókveðinni leið. Ódýr matarkaup pr. kg. /i dilkaskrokkar, sagaðir ...369 /, dilkalrampartar, sagaðir 379 Dilkasaltkiöt ........399 Dilkalæri ...599 Kindabjúgu 399 Svið .........249 Unghænur 179 Núatúns pizza .339 Reykt medisterpylsa 499 Hamborgari m/brauði, pr. stk ... 89 Saltað hrossakjöt ...299 Trippabjúgu .327 Úrvals norölenskur þorramatur NQATÚN NÓATÚN117 HAMRABORG KÓP. ÞVERHOLTI 6 MOS. ® 17261 “2? 43888 ® 666656 ROFABÆ 39 LAUGAVEGI 116 FURUGRUND 3 KÓP. ® 671200 © 23456 St 42062

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.