Morgunblaðið - 29.01.1991, Page 29
MÖRGCNUIjVÐIÐ WSœPnÍámtmÍF ÞRIÐJUDAGUR 29. JANUAR 1991
29 -
EB—PUNKTAR
Kristófer Már Kristinsson
Brussel
ísland og Evrópska
efnahagssvæðið
ÞAÐ verður ekki undan því kvart-
að að ekki fari fram líflegar um-
ræður um tengsl Islands við Evr-
ópubandalagið í fjölmiðlum á ís-
landi þessa dagana. Hitt er svo
annað mál hvort þessi umræða
er uppbyggileg eða í samræmi við
aðstæður um þessar mundir. Það
virðist oft sem því sé gleymt að
hvorki liafa íslendingar sótt um
aðild að EB né hefur þeim verið
boðin aðild. Islendingar eru hins
vegar í samfloti með öðrum
EFTA-þjóðum, auk Lieehtenstein,
að freista samninga við EB um
nánari samskipti á öllum sviðum.
Með þeim samningum vilja
EFTA-ríkin tryggja þegnrétt sinn
í Evrópu og þátttöku að svo miklu
leyti sem fært er í þeirri merki-
legu pólitísku og efnahagslegu
þróun sem á sér stað innan EB.
Þessir samningar eiga ekkert
skylt við aðildarsamninga að EB.
Það er þess vegna tilgangslítið
að velta því fyrir sér í sambandi
við EES-samningana hvað Islandi
stæði til boða ef það sækti um
aðild að EB. Forsendur samninga
um aðild og forsendur EES-samn-
ingana eru ósambærilegar.
Að stórum hluta eru samningarn-
ir um EES-viðskiptasamningar, þeir
eru teknir af beggja hálfu sem slíkir.
Samningarnir eru þess vegna reikn-
ingsdæmi þar sem gallar eru vegnir
upp á móti kostum af hvorum aðila
fyrir sig auk þess sem EFTA-þjóðun-
um gengur illa að koma saman sam-
eiginlegri reikningsformúlu. Hins
vegar spillir það ekki fyrir samning-
um að þær þjóðir sem að þeim standa
eiga sér langar hefðir í samskiptum
á öllum sviðum, þær líta á sig sem
bandamenn og lítillar tortryggni
gætir þeirra í milli. Það breytir samt
sem áður engu um það að hvor um
sig vill tryggja hagsmuni sína sem
best en til allrar hamingju fara þeir
oftar saman en ekki.
íslendingar náðu á sínum tima
sérlega hagstæðum samningum við
EB um aðgang íslenskra sjávaraf-
urða inn á EB-markaði. Það vill
gleymast að ekki er verið að semja
við sama bandalag nú og 1972, ekki
er einungis að ríkin eru tólf í stað
sex heldur hafa bæst í hópinn ríki
sem hafa mikilla hagsmuna að gæta
í sjávarútvegi og eru ekki tilbúin til
að sýna íslenskum sjónarmiðum
sama skilning og ríkin sex áður.
Afstaða þessara ríkja í EES-viðræð-
unum segir hins vegar ekkert um
afstöðu þeirra í hugsanlegum aðild-
ai-viðræðum Islendinga, þess vegna
ber að rugla þessu ekki saman. Það
verður ekkert fullyrt um afstöðu EB
í aðildarviðræðum annað en það að
bandalagið mun aldrei gera samn-
inga við aðildarríki sem fælu í sér
landauðn eða ævarandi fátækt og
kreppu fyrir viðkomandi ríki. Slíkt
stríðir gegn öllum grundvallarvið-
horfum bandalagsins.
Það virðist þess vegna skynsam-
legt að láta áhyggjur um áhrif aðild-
ar að EB á íslandi bíða síns tíma.
Ef Islendingar sækja um aðild og
Evrópubandalagið samþykkir að
fara í samningaviðræður vegna
hennar þá er það vegna þess að það
viðurkennir sérstöðu íslands sem er
því vel kunn. Það er ljóst að samn-
ingarnir um EES eru komnir á loka-
stig. Ekki endilega í þeim skilningi
að viðræðuefnin séu öll afgreidd
heldur er tíminn að renna út. Stefnt
er að því að samningamenn setji
upphafsstafi sína undir samninginn
fyrir apríllok. Þetta verður að gerast
ef einhver möguleiki á að vera á því
að undirrita samninginn öðruhvoru
megin við sumarleyfi. Þá ætti tlminn
fram að áramótum 1992-1993 að
duga til að báðir aðilar geti staðfest
hann og EES tekið gildi 1. janúar
1993.
Flest efnisatriði samningsins eru
afgreidd og eftir standa á sama
hátt og í byijun óleyst pólitísk
vandamál. í viðræðum síðasta miss-
eri hefur þó tekist samkomulag um
umfang þessara vandamála og hvert
beri að stefna í lausn þeirra. I raun-
inni vantar ekkert annað en pólitísk-
an vilja til að ganga frá samningum
og ýmislegt bendir til þess að farið
sé að bóla á honum. Það gildir það
sama um EB og EFTA og góða
granna, líkurnar á því að bandalögin
leiti ólíkra lausna á viðfangsefnum
eða tefli fram mjög ólíkum hags-
munum eru litlar. Ef hins vegar ein-
stök aðildarríki ætla að ástunda orð-
hengilshátt og sparðatíning á loka-
sprettinum er sennilegast að Evr-
ópska efnahagssvæðið verði eitthvað
allt annað en stefnt var að í byrjun.
Þá geta EFTA-ríkin í rauninni ekki
öðrum um kennt en sjálfum sér.
Mikið veltur á þvi að EFTA-ríkin
hafi pólitískan þroska til að greina
á milli þess sem mögulegt er og hins
sem fyrirfram er óaðgengilegt fyrir
EB. Þess verður ekki krafist af EB
að það bindi hendur sínar nú í upp-
hafi tveggja ráðstefna um breytta
stjórnarhætti bandalagsins og gjald-
miðilseiningu. EFTA-ríkin koma til
með að hafa allt um það að segja
hvaða reglur eigi að gilda á EES
en þau verða að öllum líkindum að
treysta á eigin greind og fortölur til 3
að hafa umtalsverð, áhrif á þær
breytingar sem þau annað hvort
hafna eða samþykkja.
Það fullveldi sem lagður er um-
talsverður tími í að veija á íslandi
virðist ganga út á að veija rétt til
sjálfstortímingar og ákvarðana sem
eru í blóra við almenna skynsemi.
Það hlýtur að vera skynsamlegt að
haga málum sínum sem hluti af
þeirri viðskiptaheild sem við lifum
og hrærumst í. Það felst ekkert sjálf-
stæði í einangrun, þjóðrembu og
þvergirðingshætti. Það er ekkert
athugavert við að taka ákvarðanir ’
sem varða sameiginlega hagsmuni
með öðrum þjóðum, það er skynsam-
legt.
Brjálæðislega
góðar plötur,
diskar og kass.
PHIL COLLINS
Serious Hits Live
Do You Remember,
In The Air Tonighl,
Against All Odds,
One More Night,
Another Day In Paradise,
You Can't Hurry Love,
Groovy Klnd Of Love og flr.
KENNY ROGERS
Very Best Of
Öll lögin voru endurunnin frá grunni,
Ruby, Dont Take Your Love To Town,
Coward Of The County,
Love Is Strange,
You Decorated My Live,
Island In The Stream,
The Gambler o.fl.
MADONNA
Immaculate Collection
Allt ný "REMIX": Like A Virgin,
Borderline, Into The Groove,
Live To Tell, Like A Prayer,-
öll hennar bestu lög
ásamt tveim nýjum:
Rescue Me og topplagiö
Justify My Love
N.K.O.T.B.
NEW KIDS ON THE BLOCK
No More Games
Step By Step,
Hangin' Tough,
Cover Girl, Right Stuff,
Please Don't Go Girl.
Allt nýjar hörkugó&ar "REMIX"
útgáfur, má bjóða þér upp í dans?
CURE
Mixed Up
Close To You,
Lullaby, Lovesong,
Hot, Hot, Hot,
Why Can't I Be You,
The Caterpillar
og fleiri.
Allt breyttar - ferskar útgáfur
Austurstræti 22
Glæsibæ
Laugavegi 24
Strandgötu 37 Hfj
■sími 28319
•sími33528
• sími 18670
• sími 53762
PHIL COLLI3NTS
Þar sem músíkin fæst!
15%
afsláttur
RIGHTEOUS
BROTHERS
Very Best Of
Unchained Melody,
You've Lost That Loving Feeling,
The White Cliffs Of Dover,
Ebb Tide
og fleiri sígræn lög.
ELTON JOHN
Very Best Of
Crocodile Rock,
Goodbye Yellow Brick Road,
Candle In The Wind,
Lucy In The Sky With Diamonds,
Don't Go Breaking My Heart,
Bennie And The Jets,
Song For A Guy.
LED ZEPPELIN
Remasters
Lögin eru öll endurhljóðblönduð
af Jimmy Page:
Stairway To Heaven,
Whole Lotta Love,
Immigrant Song, D'yer Mak'er,
Good Times Bad Times,
Black Dog og 17 önnur lög.
LADDI
Bestu vinir aðal
Þú verður tannlæknir,
Austurstræti,
Jón spæjó,
I vesturbænum,
James Bond,
og 12 önnur lög
PLACIDO DOMINGO
Greatest Love Songs
Perhaps Love,
Yesterday,
Bésame Mucho,
Autumn Leaves,
Blue Moon,
Maria
Póstkröfusími
IK
Álfabakka 14 Mjódd ■ sími 74848
Laugavegi 91 • sími 29290
hljómplötuverslanir
Grænt númer: 99-11620
Rauðarárstígur 16 ■ sími 628316