Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.01.1991, Blaðsíða 31
Dagvistir: Starfsemi á Iða- velli hefst eftir endurbætur í mars VIÐGERÐ á leikskólanum Iðavelli er nú að ljúka, en reiknað er með að starfsemi hefjist í húsinu í byrjun mars. Næsta verkefni er bygging nýrrar dagvistar sem annað hvort mun rísa við Helga- magrastræti eða Þórunnarstræti á móts við lögreglustöð, þá er einnig farið að huga að byggingu dagvistar í hinu nýja Giljahverfi. Gagngerar endurbætur voru gerðar á leikskólanum Iðavelli, lagt nýtt gólf, veggir einangraðir og gluggar endurnýjaðir, auk þess sem þakið var lagað og einangrun þess aukin. Kostnaður við fram- kvæmdirnar er rúmar fjórar millj- ónir króna. Sigriður M. Jóhannsdóttir dag- vistarfulltrúi sagði að nýr for- stöðumaður, Áslaug Magnúsdótt- ir, tæki til starfa 15. febrúar næst- komandi, en annað starfsfólk ætti eftir að ráða, þannig að starfsemi gæti eflaust ekki hafist fyrr en í byrjun mars. Sigríður sagði að verið væri að skoða hvar staðsetja ætti næstu dagvist sem byggð verður á Akur- eyri, en tveir staðir koma einkum til greina, á lóð við Helgamagra- stræti þar sem nú er starfræktur gæsluvöllur eða við Þórunnarstæti á móts við lögreglustöð. Þá liggur einnig fyrir að huga að byggingu nýrrar dagvistar í Giljahverfi og sagði Sigríður að æskilegast væri að hefja slíkar byggingar um leið og hverfi byggjast upp. Um 330 börn eru á biðlista eft- ir plássi á dagvistum, flest þeirra eru fædd árin 1988 og 1989. Sigríður sagði að ævinlega vantaði fóstrur til starfa í bænum, en það væri vandamál sem verið hefði við lýði til margra ára. Bæjarstjórn: Fyrri umræða um fj árhagsáætlun FJÁRHAGSÁÆTLUN bæjar- sjóðs Akureyrar og bæjarstofn- ana fyrir yfirstandandi ár verður tekin til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í dag, þriðjudag. Áætlað er að reksturinn á árinu nemi einum milljarði, 387 milljónum króna, gert er ráð fyrir röskum 428 milljónum króna til eignabreytinga og þá er einnig gert ráð fyrir að tekjur bæjarins á þessu ári verði svipaðar og á hinu fyrra, þar sem um er að ræða sömu álagningu útsvars, aðstöðugjalda og fast- eignaskatta og þá var. Fjárhagsáætlanir veitustofnana verða einnig teknar til fyrri umræðu á fundinum, en gert er ráð fyrir að heildartekjur þeirra verði um 850 milljónir á þessu ári. Síðari umræða um ijárhagsáætl- un verður 19. febrúar næstkom- andi. Morgunblaðið/Rúnar Þór Þráinn Lárusson veitingamaður og eigandi Uppans ætlar að opna nýjan veitinga- og skemmtistað í Nýja bíói í byrjun mars. Salurinn er um 300 fermetrar að stærð og verður í upprunalegu horfi, þannig að gamlir bíógestir geta leitað uppi uppáhaldssætin sín í bíóinu. Nýr dansstaður opnaður í Nýja bíói: Finn til mikillar ábyrgðar og veit að miklar kröfur eru gerðar til mín - segir Þráinn Lárusson veitingamaður „ÉG ÆTLA að opna fyrri partinn í mars,“ sagði Þráinn Lárusson veitingamaður og eigandi Uppans í gær, er gengið var frá samn- ingi um leigu hans á sal Nýja bíós, en þar ætlar hann að reka veitinga- og skemmtistað. Salurinn er um 300 fermetrar að stærð og er fyrirhugað að reka þar margs konar starfsemi. Þráinn hef- ur rekið Uppann í nokkur ár, en hann er á efri hæð bíóhússins, þá bætti hann við Bíóbarnum á neðri hæðinni og loks á síðasta ári opnaði hann Stjánabar. „Salurinn er í mjög góðu lagi, honum hefur verið vel við haldið. Við munum hafa hann í uppruna- legu horfi, gerum auðvitað nokkr- ar breytingar og framkvæmdir eru þegar hafnar, enda verður staður- inn opnaður í byijun mars,“ sagði Þráinn. Búið er að panta öflugt hljómkerfi sem sett verður upp í salnum, en einnig er ætlunin að bjóða upp á lifandi tónlist. Þá verð- ur keyptur 300 tomma myndvarpi sem nýtist meðal annars fyrir ráð- stefnur." „Ég finn til mikillar ábyrgðar að hafa fengið þennan sal og veit að miklar kröfur verða gerðar til mín. Það má segja að þessi salur sé sá eini sem er virkilega góður fyrir tónleikahald hér í bænum. Þetta verður skemmtistaður með lifandi tónlist og/eða diskóteki, tónleikasalur, leikhús og það verð- ur nýtt nánast undir-alla þá menn- ingarviðburði sem völ er á,“ sagði Þráinn. Ilann sagði að langþráður draumur sinn væri að rætast, en hann hefði fyrst fengið hugmynd að rekstri skemmtistaðar í Nýja bíói fyrir um þremur árum. Hann sagði að með tilkomu skemmti- staðarins yrði rýmra um gesti þá sem sótt hefðu Uppann. „Það hef- ur skort pláss hérna, aðsóknin hefur verið mjög góð og því oft þröng á þingi, en þegar nýi salur- inn verður kominn í gagnið þá verður þar breyting á.“ Ólafsfjörður: Göngin vekja athygli ÖlafsfirOi. í BLÍÐVIÐRINU sem verið hefur undanfarna daga á Norðurlandi hefur straumur ferðafólks til Ólafsfjarðar aukist mikið. Greinilegt er að jarðgöngin í gegnum Ólafsfjarðarmúla vekja forvitni og um síðustu helgi var látlaus straumur ferðafólks um göngin til Ólafsfjarð- * ar. Morgunblaðið/Rúnar Þór Rúður brotnar í miðbænum Allmikil ölvun var í miðbæ Akureyrar um helgina, einkum aðfaranótt laugardags, en þá voru fímm rúður brotnar þar. í gær var verið að setja nýjar rúður í Landsbanka íslands, en þar höfðu nokkrar rúður verið brotnar. Panta þurfti rúður frá Reykjavík og kosta þær á milli 60 og 70 þúsund krónur. Um miðjan dag á sunnudag var bíll við bíl í göngunum og virðist fólk af Eyjafjarðarsvæðinu hafa notað góða veðrið og farið sunnu- dagsrúntinn sinn út í Ólafsfjörð. Göngin hafa verið opin síðan fyr- ir jól og hafa þegar sannað ágæti sitt. Vegurinn til Olafsfjarðar hefur nánast alltaf verið opinn síðan 'göngin voru tekin í notkun og er það mikil breyting frá því sem áður var. Dálítið hefur verið um það að grýlukerti hafi myndast í göngun- um og borið hefur á leka í klæðn- ingu. Þau vandamál ættu þó að verða úr sögunni þegar hurðir verða settar fyrir göngin í næsta mánuði. Næsta sumar verður svo verkinu endanlega lokið. SB íslenskir innflytjendur athugið! Coucíjáíonc® tfine JToobsí yg Fyrirtækið framleiðir margar tegundir eftirrétta. Þeir eru í flestum til- fellum hringlaga eins og tertur og skerast niður í sneiðar. Varan ofhendist frosin og þarf að geymast þannig. Salan hér heima fyrir er að stærstum hluta til mötuneyta og veitingastaða, en einnig til verslana. Við leitum að fyrirtæki ó íslandi til að starfa sem umboðsmenn okkar og hafa þar af leiðandi aðgang að frystigeymslum og einnig þekkingu ó markaðnum. Þeir, sem hafa óhuga, vinsamlega heimsækið okkur ó ISM-sýningunni í Köln dagana 3. til 7. febrúar. Sýningarsvæði okkar er í Hall 5 -Stand K4A, þar sem hægt verður að sjá og bragða á vörunni. Touchstone - 9 - Kinwarton Farnt Road Arden Forest Industrial Estate Alcester Warwickshire B49 SEH Sími 789-400644 Fai 709-400657

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.