Morgunblaðið - 29.01.1991, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 29.01.1991, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1991 Minning: Svava Haraldsdóttir hjúkrunarfræðingur Fædd 1. febrúar 1920 Dáin 16. janúar 1991 Dáin, horfin, harmafregn. Hvílíkt orð mig dynur yfir. En ég veit að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn... (J.H.) Þótt ég vissi, að stundaglas syst- ur minnar væri að renna út, þá kom þó andlátsfregn hennar mér sem óviðbúið áfall. Hugurinn reikaði langt aftur í tímann — þess tíma, þegar litlu systkinin í Haga slitu bamsskónum sínum í leik og áhyggjuleysi. Æskudagamir liðu þar í birtu, uns alvara unglings- og fullorðinsár- anna kallaði og systkinin í Haga hleyptu heimdraganum, til að velja sér ævistarf. Hvort fór í sína átt. En þótt vík yrði milli vina, rofnaði aldrei samband okkar systkinanna. Og nú, þegar leiðir okkar eru end- anlega skildar, fyllist hugur minn þakklæti, er ég minnist þess, að í sumar skyldi okkur systkinunum auðnast að vitja bernskustöðvanna saman, þótt spor eftir litla fætur væru nú löngu máð og bernsku- bærinn rústir einar. Síðasta pílagrímsför systur minnar á vit horfinnar æsku. Og kannski mín lík'a? Systir mín valdi hjúkrunarnám og ætli þeim sem hana þekktu hafi komið það á óvart? Hún var gædd stóru og viðkvæmu hjarta og fann með þeim, sem minna máttu sín, hvort sem það voru menn eða málleysingjar, sem þjáð- ust og mátti ekkert aumt sjá, hvort sem það var fátækt, tötralegt barn eða sjúklingur, þjáður andlega eða líkamlega. Þá komu í ljós hinir sterku eðlisþættir hennar, enda þótt minna bæri á þeim þegar henni þótti ástand sjúklinganna naumast jafn alvarlegt og þeir sjálfir vildu vera láta og einkepnd- ust meira af ímyndun og frekju. Á sínum tíma giftist hún Bjarna Ö. Jónassyni hinum ágætasta manni og eignaðist íjóra syni. Einn lést í frumbernsku, en þrír eru á lífi. Á þeim tima varð hún að leggja hjúkrunarstörfm til hliðar, vegna heimilisstarfa og uppeldis barna sinna. En af efnahagsástæðum varð hún að hefja aftur sín hjúkr- unarstörf, sem hún hefði raunar ekki getað, nema með aðstoð mannsins síns. Þessum hjúkrunar- störfum gegndi hún svo meðan kraftar leyfðu og raunar lengur. Og þeir sjúklirigar, sem ég hefi rætt við, er nutu umönnunar henn- ar á sjúkrahúsum, hafa allir borið henni sömu sögu; nærfær umönn- un og hlýtt viðmót og þá helst ef alvara var á ferðum. Eftir að hún missti manninn sinn fyrir mörgum árum, bjó hún með syni sínum, þó í nánu sambandi við syni sina hina og fólk þeirra. Þá lifði hún fyrir það eitt að hjálpa þeim og styrkja og augasteinar hennar voru ömmubörnin og ég fullyrði að fáar hefðu getað verið betri ömmur. Systir mín var gáfuð kona og las mikið, en var gagnrýn á les- efni. Hún hafði yndi af ljóðum og átti sér eftirlætisskáld. Það skáld var Einar Benediktsson og það var ótrúlegt hvað hún kunni mörg ljóða hans, þótt bæði væru löng og tor- skilin, en það sem hún mat mest var vitið og spekin. En án þess að halla á nokkurn, þá held ég, að ég megi fullyrða, að enga betri tengdadóttur en Auði konu Haralds hefði hún getað eignast og hef ég orð Svövu sjálfr- ar fyrir því, í sumar, þegar fundum okkar bar síðast saman. Þegar systur minni varð ljóst að hveiju stefndi, kveið hún því mest að verða öðrum til byrði og jafnframt að leggjast á sjúkrahús. Haraldur sonur hennar og konan hans, Auður, sáu um að slíkt kom ekki til. Þau önnuðust hana í heimahúsum af frábærum kær- leika og hjartahlýju og síst skyldi þáttur Jónasar sonar hennar gleymast, sem ávallt var hjá móður sinni og reyndist hinn ástríki son- ur, umhyggjusamur fyrst og síðast. Yngsti sonurinn, Bjarni, sem búsettur er erlendis og átti því erfiðara með að vitja móður sinnar, er hún fyrst veiktist af þeim sjúkdómi sem nú hefur leitt hana til dauða, lét ekkert hindra sig í að hraða för sinni að sjúkra- beði móður sinnar. Hann og fjöl- skylda hans komu langa vegu til að fylgja ástkærri móður, tengda- móður og ömmu til grafar og þakka ást hennar og umhyggju. Þakklæti mitt til þeirra allra verð- ur ekki tjáð með orðum. Jafnframt skal þökkuð hjálp og umönnun lækna og heimahjúkrunar, sem aldrei verður fullmetin. Ég kveð Svövu með orðum skáldsins hennar, Einars Ben.: Af eilífðarljóma bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. Blessun guðs fylgi elsku systur minni. Honum séu þakkir, sem gefur okkur sigurinn að lokum. Sverrir Haraldsson Mig dreymir um eina alveldissál, um anda, sem gjörir steina að brauði. Minn hlátur er sorg. Við skrum og við skál í skotsilfri bruðla ég hjarta míns auði. Mungátin sjálf, hún ber moldarkeim. Er mælt hér eitt orð, sem ei fyrr var kunnað? - Ég leita mig dauðan um lifenda heim að ljósi þess hvarms, sem ég get unnað. Þitt hjarta bar frið. Það var heilög örk. Þín hönd var svöl, og mín kné sig beygja. Fótsár af ævinnar eyðimörk einn unaðsblett fann ég - til þess að deyja. Volduga, mjúkhenta líkn míns lífs, ^ hve ljúft var í skaut þitt ennið að hneigja. Mín sál á ei málið, - en varir míns vífs, vilja þær orð mér til frelsis segja? Þegar við vinnufélagar á geð- deild Borgarspítalans kveðjum hjúkrunarfræðing eftir 23 ára samverustundir setur okkur óhjá- kvæmilega hljóð. Svava fæddist 1. febrúar 1920 að Hofteigi, Jökuldal, Norður- Múlasýslu. Hún var dóttir hjón- anna Margrétar Jakobsdóttur og séra Haraldar Þórðarsonar, sem síðar varð síðasti þjónandi prestur í Haga í Mjóafirði. Svava útskrifað- ist úr Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1939 og stundaði síðan tungu- málanám á Akureyri. Hún útskrif- aðist frá Hjúkrunarskóla íslands í maí 1944. Eftir það fór hún utan til Kaupmannahafnar og starfaði á Blegdamshospital og Kommune- hospitalet um tveggja ára skeið. Einnig lauk hún námi í. geð- og farsóttarhjúkrun. Árið 1948 giftist Svava Bjarna Össuri Jónassyni, stórkaupmanni í Hafnarfirði, en hann var ættaður úr Hnífsdal. Þau eignuðust fjóra drengi. Elstur var Svafar, hann fæddist 13. júní 1948, en lifði að- eins í einn og hálfan mánuð. Ári seinna, eða 27. maí 1949, fæddist Haraldur. Hann á þijú börn og eitt barnabarn. Haraldur er nú kvæntur Auði Sigurðardóttur. Jón- as Marías er fæddur 24. júní 1952. Hann er ókvæntur og hefur búið í foreldrahúsum alla tíð. Bjarni Svafar er fæddur 27. október 1953, kvæntur Fríði Pétursdóttur og eiga þau fjögur börn. Svava og Bjarni bjuggu lengst af í Garðabæ og voru þar meðan drengirnir voru litlir, en 1977 minnkuðu þau við sig, seldu húsið sitt og fluttu í Asparfell 10. Svava missti Bjarna, mann sinn, árið 1982. í kringum 1959 fór Svava að vinna utan heimilisins, á Sólvangi í Hafnarfirði, en þar var hún deild- arstjóri frá 1962. Ég, sem þessar línur rita, kynntist Svövu þegar Farsóttarsjúkrahúsið var lagt nið- ur árið 1968 og ný geðdeild var stofnuð á 2. hæð á Borgarspítalan- um. Þá voru ráðnar tvær hjúkrun- arkonur á næturvaktir. Skyldu þær vaka sína vikuna hvor, eða sjö nætur í senn. Önnur þessara hjúkr- unarkvenna var Svava Haralds- dóttir. Og allar götur síðan, eða í 23 ár, hefur hún passað upp á sínar vaktir. Samstarf okkar hefur varað allan þann tíma, fyrst vöktum við saman og mynduðust þá óijúfandi vináttutengsl. Við áttum margar skemmtilegar næturvaktir saman, þar sem við áttum mörg sameiginleg áhuga- mál. Á fyrstu árum deildarinnar voru bara tveir á næturvakt. Það eru mér ógleymanlegar stundir þegar við vorum saman á vakt. Ef stund gafst sat ég með pijón- ana mína, en Svava las gjarnan litla sögu eða ljóð, að sjálfsögðu eftir Einar Benediktsson, sem bar hæst af öllum skáldum í hennar huga. Seinna smitaðist húri af pijónaskapnum og var alltaf að gera fallegar flíkur á börn og barnabörn. Svava var smekkleg kQna, hafði næmt auga fyrir falleg- um fötum og átti þau líka. Hvar sem hún gekk var yfir hennar fasi mikil reisn. Já, Svava var sérstök. Hún hafði yndi af góðum bókum og fallegum ljóðum. Það smáa er stórt í harmanna heim, - höpp og slys bera dularlíki, - og aldrei er sama sinnið hjá tveim, þótt sama glysi þeir báðir flíki. - En mundu, þótt veröld sé hjartahörð, þótt hrokinn sigri og rétturinn víki, bölið, sem aldrei fékk uppreisn á jörð, var auðlegð á vöxtum í guðanna ríki. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í bijösti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. Svava var húmoristi og kunni að segja skemmtilega frá í sínum hóp. Hún var ákaflega samvisku- söm kona og mátti ekki vamm sitt vita í neinu. Svava var mikil móð- ir, drengirnir áttu hug hennar allan svo og barnabörnin og barnabarna- barn. Þau nutu öll blíðu ömmu sinnar. Eins og áður liefur komið fram í greinarkorni mínu bjó Svava síðustu árin í Asparfelli 10. Eftir að hún missti mann sinn lét hún ekki deigan síga og síðustu árin endurbyggði hún íbúðina. Allt svo fallegt og smekklegt því nú átti að minnka vinnuna og njóta elli- áranna. En það fer ekki allt eins og ætlað er. Síðastliðið ár fór Svava að kenna þess sjúkdóms sem læknavísindin eru ekki búin að finna ráð við. Síðast þegar ég kom til hennar sagði hún mér að hún ætti svo góða tengdadóttur „húi^ kemur til mín daglega og annast mig eins og hún væri mín einka- dóttir“. Guð launi Auði hennar fórnfúsa starf. Svava okkar var svo lánsöm að verða að ósk sinni, að vera heima á hinstu stund. Hún andaðist 16. janúar og verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði kl. 13.30 í dag, 29. janúar, og lögð við hlið manns §íns í Hafnarfjarðarkirkjugarði. Ein hreyfing, eitt orð, - og á örskotsstund örlaga vorra grunn vér leggjum á óvæntum, hverfulum farandfund, _ við flim og kerskni, hjá hlustandi veggjum. Hvað vitum vér menn? Eitt vermandi ljóð, ein veig ber vort líf undir tæmdum dreggjum. - Hvað vill sá sem ræður? (Erindin eru úr Einræðum Starkaðar eftir Einar Benediktsson.) Um leið og við vinnufélagar kveðjum Svövu með virðingu og þökk sendum við drengjum henn- ar, tengdadætrum og barnabörn- um svo og öðrum ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Veri hún kært kvödd, Guði á hendur falin. Hafi hún hjartans þökk fyrir allt og allt. Það mælir hennar gamli vinnu- félagi og vinur Jónína Björnsdóttir BRÉFA- BINDIN frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. £ io Z s 42 5 □ £ i => z: z > 5 3 Múlalundur 'f SlMI: 62 84 50

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.