Morgunblaðið - 29.01.1991, Qupperneq 40
fclk í
fréttum
(()(!! JjA'JHAU .Gk flUOAOUWJUlí CUöAJÖMUOíJOh
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1991
COSPER
Ha, ha, ha, í skoðanakönnuninni er enginn sem álítur skrif-
stofuna ofmannaða.
Skundað í Skálholt
Leiðtoganámskeið á vegum
ÆSKR, Æskulýðssambands
kirkjunnar í Reykjavíkurprófasts-
dæmi, var haldið um miðjan janúar
í Skálholtsskóla. Voru þátttakend-
ur á milli 40 og 50, allt ungt fólk,
sem starfar eða hyggst starfa að
æskulýðsmálum í söfnuðum
Reykjavíkurprófastsdæmis og
Garðabæ.
Um þessar mundir eru starfandi
æskulýðsfélög í 13 söfnuðum og
hefur þeim stöðugt farið fjölgandi.
Félögin þurfa á hæfum leiðbein-
endum og leiðtogum að halda og
þess vegna eru haldin námskeið
af þessu tagi.
A námskeiðinu var biblíu-
fræðsla, þar sem Ritningin var
kynnt og útskýrð. Gerðu það þrír
sóknar- og safnaðarprestar, Gylfi
Jónsson, Jón Hróbjartsson og
Tómas Sveinsson, en þeir voru jafn
framt í undirbúningsnefnd. Hauk-
ur Haraldsson frá Stjómunarfélagi
Islands fræddi þátttakendur um
það hvernig efla mætti æskulýðs-
starfið. Þótti fræðsla hans vera lif-
andi og skemmtileg. Komu fram
margar hugmyndir, hvernig takast
mætti betur í æskulýðsstarfinu.
Helgihald var mikið og beðnar
kvöld- og morgunbæmr, auk
messu, og sungið lengi fram eftir.
Þátttakendur voru sammála um
að námskeiðið hefði tekist vel.
Skemmti fólk sér vel saman á
milli þess sem það fræddist þótt
fræðslan hafi verið skemmtileg.
Eins og venjulega í Skálholti, þá
kórónaði maturinn hjá Möggu og
Rúnu vel heppnað námskeið, sérs-
taklega einn fermetri af rjómatertu
í kirkjukaffinu. Framkvæmdastjóri
ÆSKR er Ragnheiður Sverrisdótt-
ir og hefur hún aðsetur í Laug-
ameskirkju.
-pþ.
Morgunblaðið/Pjetur Þorsteinsson
Hópurinn myndaði hring í kring um altarið I Skálholtskirkju í kvöld- og morgunbænum. Á inn-
felidu myndinni má sjá nokkra þátttakendur draga miða úr skírnarfontinum en hver þátttakandi
skrifaði nafn sitt aftan á miða sem settur var í skírnarfontinn. Átti síðan að biðja fyrir viðkom-
andi nafni, sem dreginn var.
æskuSðss^rf
FJAQÐAQTI&KAJ4
Bæjarhrauni 20, Hafnarfirði
ÖRFÁIR
ÚTSÖLUDAGAR
EFTIR
„HOT FUDGE BROWNIE“
* jr
Is á brúnköku
Velkomin á Hard Rock Cafe,
sími 689888
Útsala
Mikil verðlækkun
Elísubúðin,
Skipholti 5.
1 u 07$^= / ▼-ekkibaraheppni
4. leikvika - 26. jan. 1991
Röðin : 1XX-1X1 -211-111
HVERVANN?
1.650.708- kr.
12 réttir: O raðir komu fram og fær hver: O - kr.
11 réttir: 15 raðir komu fram og fær hver: 19.053 - kr.
10 réttir: 307 raðir komu fram og fær hver: 903 - kr.
Þrefaldur pottur - næst í
Pennavinir
21 árs þýsk stúlka með áhuga á
tónlist, íþróttum, kvikmyndum,
bókmenntum o.m.fl.:
Valentina Biittgenbach,
Tennhofer Weg 23,
D-7012 Fellbach-Oeftingen,
Germany.
Frá Ghana skrifar 22 ára stúlka
með áhuga á tónlist, dansi, matar-
gerð, ferðalögum o.fl.:
Ama Mansah,
c/o Mr. T.A. Walters,
P. O. Box 1367,
Tema,
Ghana.
Fjórtán ára bandarísk stúlka með
áhuga á körfubolta, kórsöng, ýmiss
konar tónlist, o.fl:
Sarah Kroeger,
10922 West Bradley Road,
Milwaukee,
Wisconsin 53224,
U.S.A
Nítján ára indverskur háskóla-
nemi með áhuga á íþróttum, ferða-
lögum, tónlist o.fl.:
Umesh Saraf,
Bhalchandra Niwas,
Vishnu Nagar,
Naupada,
Thane-400 602,
India.
Bandarísk kona 37 ára með
áhuga á ljósmyndun, tónlist, hann-
yrðum. Er organisti við sóknar-
kirkju sína:
Elizabeth A. Peed,
P. O. Box 323,
Indiana,
47670 U. S. A.