Morgunblaðið - 13.04.1991, Síða 11

Morgunblaðið - 13.04.1991, Síða 11
rccr ,Ttfl<TÁ .81 JlIOAflHAÍIUA,I 2Kí AJflMiIOHOM MORGÚNBLAÐIÉ) LAUGARDAGUR 13. APRIL 1991 íi Lj óðatónleikar ________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Ásdís Kristmundsdóttir sópran- söngkona og Kristinn Örn Kristins- son píanóleikari héldu tónleika í Hafnarborg sl. fímmtudag^ Þetta voru fyrstu einkatónleikar Ásdísar en hún hefur nýlega lokið frám- haldsnámi í Bandaríkjunum. Á efn- isskránni voru söngverk eftir Moz- art, Schubert, Musgrave, Faure og Strauss. Ásdís er vel kunnandi söngkona og hefur fallega rödd sem hún beit- ir af smekkvísi. Öll viðfangsefnin voru flutt af öryggi og var túlkun hennar mjög yfirveguð en ávallt inniieg. Það eina sem á vantaði var meiri breidd í mótun tónsins og skarpari framburð, sérstaklega er varðar skil á endahljóðum orða. Bestu Schubert-lögin voru Die Forelle og Du bist die Ruh en það síðarnefnda var flutt af miklum innileik. Barna-söngvasvítan eftir Theu Musgrave er skemmtileg, unnin sem leikræn barnafantasía og var flutt af þokka, einkum Willie Webster og hin örstutta næturbæn barnsins. Clair de lune og Mandoline, eftir Faure voru mjög fallega flutt og þar naut sín ljóðræn og viðkvæm rödd Ásdísar sérlega vel. Leikrænu lögin eftir Strauss, sem að nokkru minna á sönglög Wolfs, þarf að leika mun sterkar en Ásdís gerði og með sérlega vel útfærðum texta og þó margt væri mjög fallega gert, skortir hana leikreynslu til þess að gera þessum vandasömu lögum full skil. Af Strauss-lögun- um var Standchen (Mach’ auf) mjög vel flutt og sömuleiðis Cac- ilie. Ásdís er þegar vel kunnandi söngkona og fór sannarlega vel af stað á sínum fyrstu tónleikum, bæði hvað snertir vönduð vinnu- brögð og fallegan flutning. Sérstaka athygli vakti undirleikur Kristins Arnar Kristinssonar, en þetta er í fyrsta sinn sem undirrit- aður heyrir til hans á tónleikum. Hér er á ferðinni einstaklega góður undirleikari, þar sem saman fer falleg túlkun og góð leiktækni, sem kom t.d. sérlega vel fram í Stand'- chen eftir Strauss og reyndar öllum viðfangsefnum tónleikanna. Tollfrjáls farangur farmanna: Kílótala mat- væla endurskoðuð FARMONNUM og öðrum sjómönnum er nú heimilt að taka með sér 9 kíló af matvælum úr hverri utanferð án þess að greiða toll. Fjármála- ráðherra hcfur nýlega undirritað reglugerð um þetta efni. Þessi tala var hækkuð frá ákvæð- um reglugerðar sem sett var fyrr á árinu um toilamál ferðamanna og farmanna. Samtök farmanna og ann- arra sjómanna hefa bent á að litið sé á þessar reglur sem hluta af al- mennum kjörum sjómanna, og mót- mælt snöggum breytingum á þeim sem röskun á kjörum sínum. Fjár- málaráðherra hefur fallist á að taka þurfi tillit tii þessara raka. Kílótalan er þó ekki eins há nú og áður var, enda er ljóst að þróun í tollamálum og alþjóðaviðskiptum gengur í gagnstæða átt við þá skipan sem hér hefur viðgengist. Verði af samningum um Evrópskt efnahags- svæði er þannig að vænta verulegra breytinga á íslenskum reglum um þetta efni. Um matvæli gilda hér með þær reglur að ferðamanni er heimilt að taka með sér 3 kíló af matvælum án tollgreiðslna en farmaður má taka með sér 9 kíló úr hverri ferð, enda hafi ferðin staðið alls í 15 daga eða lengur. Bókasafn Kópavogs: Jón Júlí- us sýnir dúkprent JÓN Júlíus Ferdinandsson sýnir dúkprent í Bókasafni Kópavogs að Fannborg 3-5. Sýningin er opin frá kl. 10-21 mánudaga til föstudaga og 11-14 á laugardög- um. Henni lýkur 1. maí. Jón Júlíus hefur verið búsettur í Kópavogi í 35 ár. Hann nam við Myndlista- og handíðaskólann og tók þráðinn þar upp að nýju árið 1975 og lauk námi í teiknikennslu, listmálun og dúkprenti. Hann hefur áður haldið einkasýningar árin 1962, 1985 og 1988. Danskir vordagar í Norræna húsinu: Fyrirlestur um myndlist 0YSTEIN Hjort heldur sunnu- daginn 14. apríl kl. 17.00 fyrir- lestur með litskyggnum um myndlist í Danmörku á 9. ára- tugnum. Oystein Hjort er list- fræðingur og listgagnrýnandi Politiken. Hann er lektor í lista- sögu við Kaupmannahafnarhá- skóla. 0ystein Hjort hefur skipulagt sýningar og annast kynningar á danskri myndlist erlendis. Fyrirlest- urinn á sunnudaginn er sá fyrsti í röð fyrirlestra um myndlist á Norð- urlöndum og verða fyrirlestrar um myndlist í Noregi, Svíþjóð og Finn- landi fluttir 21. apríl og 5. maí. Opið Þjóð- leikhús ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ verður opið almenningi frá kl. 14.00-17.00 laugardaginn 13. april. Þar gefst mönnum kostur á að skoða þær breytingar sem gerðar hafa ver- ið á húsinu. Starfsmenn leikhússins munu taka á móti gestum og skýra breyt- ingar og lagfæringar. Einnig gefur að líta sýningu á teikningum Húsa- meistara ríkisins vegna seinni áfanga framkvæmda við Þjóðleik- húsið. (Fréttatilkynning) Ritstjórnarsíminn er 69 11 OO Gjörbreyttur og glæsilegur Verð frá kr. 869.000,- stgr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.