Morgunblaðið - 13.04.1991, Side 16

Morgunblaðið - 13.04.1991, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1991 N G S K O N G A R Yfirklór Ölafs Ragnars Nokkrar staðreyndir um ríkisfjármál eftir Friðrik Sophusson Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra reynir í grein í Morg- unblaðinu hinn 10. apríl sl. að klóra yfir þá staðreynd, að ástandið í ríkisfjármálum er í megnasta ólagi. í tilefni yfirklórsins er ástæða til að rifja eftirtaldar staðreyndir upp: 1. Tekjur ríkisins hafa á árinum 1988—1991 hækkað um rúm- lega 16 milljarða sé miðað við hlutfall ríkistekna af VLF árið 1987. Á föstu verðlagi miðað við verðlag VLF hefa tekjur rík- isins aukist um 13,5 milljarða á sama árabíli. 2. Samanlagður halli ríkissjóðs á árunum 1988—1991 errúmlega 30 milljarðar króna, þrátt fyrir skattahækkanir ríkisstjómar- innar. 3. Fjármálaráðherra tók tæplega 4 milljarða króna lán erlendis á sl. ári, þótt hann auglýsi orð- rétt: „Innlendur sparnaður á síðasta ári kom í veg fyrir er- lendar lántökur.“ Þessar lán- tökur áttu sér stað þrátt fyrir að hann hafi sagt Álþingi að hann myndi ekki nýta heimildir til erlendrar lántöku. 4. Ef allri lánsfjárþörf ríkisins, þ.m.t. Byggingarsjóðs ríkisins, verður mætt með innlendum lántökum á þessu ári, tekur rík- ið tvær af hveijum þremur krónum af nýjum sparnaði landsmanna. Það leiðir til áframhaldandi hækkunar raun- vaxta. Þó er líklegra að tekin verði erlend lán með tilheyrandi þensluáhrifum. 5. Mikill hallarekstur ríkissjóðs á þessu ári hefur valdi því að'yfír- dráttur ríkissjóðs hjá Seðla- banka er 8,6 milljarðar um síð- ustu mánaðamót. Spariskírteini seljast miklu minna en áætlað hafði verið. Skattahækkanir Á mynd 1 sést hvernig tekjur ríkissjóðs hafa hækkað á árabilinu 1988—1991 (1991 skv. fjárlögum). Miðað er við hlutfall ríkistekna af VLF á árinu 1987. Sé þessi upp- safnaði tekjuauki ríkissjóðs mæld- ur á föstu verðlagi (miðað við verð- vísitölu VLF) er talan 13,5 millj- arðar króna. Eitt skýrasta dæmið um skattahækkun ríkisstjórnar- innar er lækkun skattleysismarka og hækkun hlutfalls staðgreiðslu- skattanna. Ráðherrann getur ekki flúið þá staðreynd, að skattar hafa stórhækkað í ráðherratíð hans. Halli ríkissjóðs Samanlagður halli ríkissjóðs á árunum 1988—1991 er meiri en 30 milljarðar eins og sést á mynd 2. Samkvæmt uppgjöri ríkissjóðs og fjárlögum fyrir árið 1991 er hallinn 26,7 milljarðar á þessu tímabili. Til vjðbótar yfirtók ríkið lán Verðjöfnunarsjóðs fískiðnaðar- ins á sl. ári að upphæð 1,7 milljarð- ar. Á yfirstandandi ári bætast við amk. 2,7 milljarðar. Annars vegar er um að ræða aukin rekstrarút- gjöld A-hluta ríkissjóðs vegna af- greiðslu lánsfjarlaga, en þau eru 1,2 milljarðar skv. upplýsingum fjármálaráðuneytisins. Hins vegar er 1,5 milljarða fjárvöntun, sem er m.a. vanáætlun vegna framlaga til LÍN (u.þ.b. 400 milljónir) og fjárvöntun vegna þess að ríkis- stjórnin breytti ekki almanna- Vorboðinn Ijuli: SYNING UM HELGINA S«\e9a Mani»»u' Út aprílmánuS fá þelr lortjald í kaupauka, sem staðlasta pöntun á reliihjólhýsi. SjáOu glæsilegt fellihjólhýsi risa á Innan við 15.seK. Esterel eru handunnin, frönsk fellihjólhýsi í úrvalsflokki. Ur hentugri kerru reisir þú notalegt hýsi á innan við einni mínútu. Innan veggja er öllu haganlega komið fyrir og vandað til allra hluta. Gashitari, eldavél, vaskur, ísskápur, geymir fyrir 12 volt sem heldur ísskápnum köldum við akstur. Hægt er að tengja vagninn við 220 volt. Hleðslutæki fæst aukalega og er tengt bílnum. Fortjald fæst aukalega. Vagnarnir eru útfærðir fyrir íslenskar aðstæður; bætt vörn á undirgrind, 13’ dekk, þéttilistar sem útiloka vegarykið o.fl. Komdu á sýninguna um helgina og kynntu þér málið nánar. Sýning á Esterel fellihjólhýsum um helglna. Opið laugardag kl. 10 tll 18 og aunnudag kl. 12UI18. >0Q)r: 3>k*oöa SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJARSLÓÐ 7 ■ SÍMI 91-621780 Friðrik Sophusson „Eitt skýrasta dæmið um skattahækkun ríkis- stjórnarinnar er lækk- un skattleysismarka og hækkun hlutfalls stað- greiðsluskattanna. Ráðherrann getur ekki flúið þá staðreynd, að skattar hafa stórhækk- að í ráðherratíð hans.“ tryggingalögum og féll frá aðgerð- um sem áttu að spara útgjöld vegna lyfjakostnaðar. Ólafur Ragnar hefur sagt að hann telji að hallinn vegna ársins 1988 eigi ekki að setja á sinn reikn- ing heldur Jóns Baldvins, sem er forveri hans í embætti. Af því til- efni er rétt að rifja upp að í sept- emberbyijun 1988 skömmu fyrir stjórnarskipti hélt Jón Baldvin því fram, að halli ríkissjóðs það árið yrði innan við 700 milljónir króna. Erlend lántaka í fréttatilkynningu fjármála- ráðuyneytisins (nr. 7/1991) segir orðrétt: „Lánsfjárþörf ríkissjóðs árið 1990 var að fullu mætt með innlendu lánsfé.“ Erlend lántaka ríkissjóðs á því ári nam samt tæp- um 4 milljörðum króna. Samtals tók ríkið 8 milljarða að láni erlend- is. Afborganir af erlendum lánum sömu aðila voru 4,7 milljarðar. Fjármálaráðherra fékk hinn 21. desember heimild Alþingis til að taka innlend viðbótarlán enda lýsti hann því yfir að aðeins yrði nýtt heimild til 900 milljóna króna er- lendrar lántöku. Ráðherra blekkti því Alþingi, þegar hann tók lán erlendis milli jóla og nýárs aðeins rúmri viku eftir að Alþingi sam- þykkti heimildina um innlendu lán- tökurnar. Allar áróðursauglýsing- ar ráðherrans um að erlend lán hafí ekki verið tekið eru í fullkom- inni mótsögn við fyrirliggjandi staðreyndir. Lánsíjárþörf ríkis- sjóðs var að hluta mætt með er- lendum lántökum. Áróðurinn um annað stenst ekki. Lántökur og raunvextir Gífurlegar lántökur á árinu 1991 munu stuðla að hækkandi raunvöxtum. Gefum Þjóðhags- stofnun orðið: „... Lánsfjáröflun hins opinbera getur haft veruleg áhrif á efna- hagslífið, meðal annars með áhrif- um á vexti og ráðstöfun sparnað- ar. ... Lántökur opinberra aðila munu því nema um 65% af aukn- ingu peningalegs sparnaðar á þessu ári samanborið við ríflega 50% í fyrra. Ljóst er að þessi lán- tökuáform munu stuðla að hækkun raunvaxta. .. . Hins vegar lofar þróun ríkisfjármála á fyrstu mán- uðum ársins ekki góðu í þessu efni. Yfirdráttur ríkissjóðs hjá Seðla- banka hefur aukist verulega frá áramótum og sala spariskírteina hefur verið treg. Brýnt er að snúa þessari þróun við og auka aðhaldið í ríkisijármálum. ... Vextir hafa farið hækkandi á fyrstu þremur mánuðum ársins á verðbréfamark- aði. . .. Á hinn bóginn hafa vextir af verðbréfum ríkissjóðs verið óbreyttir frá því í fyrra sem skýrir dræma sölu þeirra. Gangi áform opinberra aðila eftir um lántökur á innlendum lánamarkaði munu raunvextir án efa hækka á þessu ári. .. . Verði lánsfjár hins vegar aflað erlendis eða með yfirdrætti hjá Seðlabanka er hætt við að þensla myndist. Af þessu má ljóst vera að afar mikilvægt er að dreg- ið verði úr lánsfjárþörf opinberra aðila ef koma á í veg fyrir að raun- vextir hækki úr hófi.“ Þetta sjónar- mið var undirstrikað í ræðu Jó- hannesar Nordal á ársfundi Seðla- bankans sl. þriðjudag. Ólafur Ragnar réðst á Ríkisend- urskoðun, þegar álit hennar var ekki í samræmi við vilja hans. Hann réðst á Seðlabankann þegar bankastjórinn varaði við hækkandi vöxtum vegna lántökuáforma rík- issjóðs. Nú er að sjá hvort hann ræðst á Þjóðhagsstofnun fyrir að benda á, að ríkisstjórnin beri ábyrgð á hækkandi raunvöxtum. Tafla 2: Afkoma ríkissjóðs 1988-1991 i f é $ i $ & i <Á- £ / / 5? / / / // / ri. if ^ -10,5 milljarðar króna Utgjaldaauki Utgjaldaauki Afkoma 1990 skv. upplýsingum fjármálaráðuneytis

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.