Morgunblaðið - 13.04.1991, Side 17

Morgunblaðið - 13.04.1991, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRIL 1991 17 Tafla 1: Hækkun tekna ríkissjóðs, í milljónum króna á árabilinu 1988-91 (1991 skv. fjárlögum) m.v. hlutfall tekna af VLF árið 1987 5.924 4.476 millj.kr. 2.711 Yfirdráttur og dræm sala spariskírteina Hallarekstur ríkissjóðs það sem. af er þessu ári er mun meiri en á sama tíma í fyrra. Þetta er stað- fest með 8,6 milljarða yfirdrætti ríkissjóðs í Seðlabanka í marslok. Yfirdrátturinn var enn hærri fyrr í mánuðinum en mun væntanlega lækka við skil á virðisaukaskatti í þessum mánuði. Þessi mikli yfir- dráttur skýrist að hluta af innlausn á ríkisvíxlum og spariskírteinum, sem nemur 2.200 milljónum króna umfram sölu. Einnig ber að geta þess að 1.200 milljónir króna eru vegna þess að ríkissjóður þurfti að útvega Byggingarsjóði ríkisins lán til að greiða skuld hans vegna útlána á sl. ári. Þessi staða skýrir betur en flest annað þann tvískinnung ráðherr- ans að vilja hvorki viðurkenna nauðsyn þess að hækka vexti til að örva sölu skuldabréfa né heldur að viðurkenna þá staðreynd að rík- issjóður verði að yfirdraga í Seðla- banka langt umfram eðlileg mörk. Haldi þessu áfram er loku fyrir það skotið að fjárþörf ríkissjóðs verði mætt á innlendum lánsfjár- markaði eins og ráðherra hafði stór orð um í þinglok. Að lokum Að framansögðu sést, að staða ríkisfjármálanna er mjög slæm. Þrátt fyrir skattahækkanir er mik- ill hallarekstur á ríkissjóði. Tekin eru erlend lán, þótt annað sé látið í veðri vaka. Vaxandi innlend láns- ijárþörf veldur áframhaldandi raunvaxtahækkunum. Þetta eru því miður þær staðreyndir, sem við blasa, þótt ráðherra kjósi að kalla það rangfærslur Sjálfstæðisflokks- ins. Aróðursrit kostað af fjármála- ráðuneytinu og auglýsingar Al- þýðubandalagsins breyta þar engu um. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hver er stefna slj ómmálaflokkanna í áfengismálum? „Nú skora ég á Alþingi að marka sér nýja áfengisstefnu, þannig að árið 2025 þyki það skömm að láta sjá á sér vín, þannig að þá hætti sjálfkrafa hinn mikli vínaustur af almannafé, sem við skattborgar- arnir höfum verið látn- ir greiða í veislur ráð- herra og sveitarstjórn- armanna.“ eftir Leif Sveinsson 1. Um hálfrar aldar skeið hefur það verið stefna stjórnvalda að byggja fjárhagslega afkomu sína á veikleika þegnanna. Sala áfengis og tóbaks hefur verið ein helsta tekjulind ríkissjóðs. Nú hafa áhuga- menn um áfengisvarnir sannað, að allur þessi ágóði rennur beint út í heilbrigðiskerfið til hjálpar þeim, sem hafa orðið Bakkusi að bráð. 2. í blöðum og tímaritum eru margar síður uppfullar af myndum úr samkvæmum, þar sem allir halda á vínglasi, sem skattborgarinn greiðir úr sínum vasa úr launaum- slaginu. Svo undrast menn, að ungl- ingarnir reyni að líkjast þessum samkyæmishetjum, þeir hugsa með sér: Ég verð aldrei að manni, fyrr en kemur mynd af mér í dagblaði með vínglas í hendi. Þeir taka því stefnuna beint á Bakkus. 3. Menn virðast ekki hafa lært neitt af þeim harmleik, þegar for- seti Hæstaréttar var dæmdur frá embætti fyrir að misnota rétt sinn til áfengiskaupa. 4. Það þarf að breyta almenn- ingsálitinu, ekki með neinum lát- um, heldur láta það síast inn í undirmeðvitund þjóðarinnar, að neysla áfengis er sóðaskapur, sem ávallt leiðir til ófarnaðar. 5. Á fyrra helmingi þessarar ald- ar unnum við sigur á berklaveikinni og vöktum á okkur heimsathygli fyrir endurhæfingu berklasjúklinga og byggingu Reykjalundar. 6. Við höfum nú einnig vakið á okkur athygli fyrir baráttuna fyrir reyklausu landi og er stefnan sett á reyklaust land árið 2000. 7. Sameinuðu þjóðirnar hafa skorað á aðildarríki sín, að minnka áfengisneyslu um 25% fyrir næstu aldamót, árið 2000. 8. Nú skora ég á Alþingi að sér nýjá áfengisstefríu, þannig að árið 2025 þyki það skömm að láta sjá á sér vín, þann- ig að þá hætti sjálfkrafa hinn mikli vínaustur af almannafé, sem við skattborgararnir höfum verið látnir greiða í veislur ráðherra og sveitar- stjórnarmanna. Svar óskast fyrir 18. apríl nk. frá formönnum stjórnmálaflokk- anna. Höfundur er iögfræðingvr í Reykjavík. LÁN OG STYRKIR TIL TÆKNINÝJUNCA OC ANNARRA UMBÓTA í BYCCINGARIÐNAÐI í 11. gr. laga nr. 86/1988, meösíðari breytingum, segir m.a. aö húsnæðismálastjórn hafi heimild til þess að veita lán eða styrki til tækninýjunga og annarra umbóta í byggingariðnaði. í 14. gr. segir m.a. að heimilt sé að veita lán til þess að gera tilraunir með tækninýjungar og til annarra umbóta, sem leitt geta til lækkunar á byggingarkostnaði, enda fylgi staðfesting á því að umsóknin sé ekki lánshæf hjá sérsjóðum iðnaðarins. Þar segir jafnframt, að heimilt sé að hafa fyrirgreiðslu þessa í formi styrkja. í 15. gr. sömu laga segir, að fjárhæð láns og lánstíma skuli ákveða hverju sinni af húsnæðis- málastjórn, með hliðsjón af kostnaði við að koma nýjunginni í notkun, svo og mikilvægi hennarfyrir byggingariðnaðinn. Með vísan til þessa er hér með auglýst eftir umsóknum um ofangreind lán og styrki. Þær geta verið frá einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum. í umsókn skal m.a. gera grein fyrir meginefni nýjungar þeirrar eða umbóta sem um er að ræða, á hverju stigi málið er, hverju fé hefur þegar verið varið til þess, hver er áætlaður heildarkostnaður við það, hvenær ætla má að það verði komið á 'lokastig, hvert gildi það er talið hafa fyrir þróun húsnæðis- og byggingarmála; og annað það, sem talið er máli skipta. Umsóknarfrestur er tll 11. maí nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofum stofnunarinnar að Suðurlandsbraut 24 í Reykjavík. ReyKjavík, 11. apríl 1991. SK] HIISNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVlK • SlMI 696900 SERHONNUÐ S TIGAHUSA TEPPI 5 ára bletta-ábyrgð. Mælum, rífum gömlu teppin af, gerum tilboð, leggjum nýju teppin fljótt og vel. TEPPABUÐIN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.