Morgunblaðið - 13.04.1991, Page 18

Morgunblaðið - 13.04.1991, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1991 Forystuhæfileikar eftir Hallgrím Sveinsson Miklu máli skiptir fyrir alla lands- menn hveijir veljast til forystustarfa í stærsta stjórnmálaflokki þjóðarinn- ar. Þar hafa nú orðið ieiðtogaskipti og nýr foringi axlar ábyrgð og býst til átaka ásamt liðsmönnum sínum. Ekki fer hjá því að hinn almenni borgari ígrundi hveijum kostum og göllum nýkjörinn leiðtogi er búinn, einkum þó þegar svo stendur á sem nú, að þingkosningar fara í hönd eftir nokkra daga. Að mönnum leyf- ist slíkt er beinlínis nauðsynlegt og er hluti af því lýðræði sem okkur er búið hér á landi. Hér er ekki ætlunin að dæma um aðdraganda þessara leiðtogaskipta, sem eru staðreynd hvort sem mönnum líkar betur eða verr, heldur einungis skoðuð nokkur grundvallaratriði sem tengjast nýjum foringja. Davíð og reynslan Sumir segja að Davíð Oddsson skorti reynslu til átaka á Alþingi og á landsvísu. Einkum yrði þetta hon- um erfitt ef hann þyrfti að mynda ríkisstjórn að afloknum kosningum. Sé sagan skoðuð, kemur í ljós að t.d. Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson klifruðu báðir beint upp í ráðherrastóla nánast sama dag og þeir voru kjörnir fyrst á þing. Vil- hjálmur Þór sat aldrei á Alþingi sem kjörinn þingmaður og var hann þó af mörgum talinn einhver hæfasti ráðherra sem hér hefur starfað, Svavar Gestsson varð bæði þingmað- ur og ráðherra á einu bretti árið 1978. Við þetta má svo bæta að margir telja embætti borgarstjórans í Reykjavík síst ábyrgðarminna en sum ráðherraembætti. Davíð og byggðastefnan Margir tala hátt um svokallaða byggðastefnu nú til dags. Þeir sem telja sig þar arfboma foringja beij- ast innbyrðis í hópum sem ekki verð- ur tölu á komið. Á sínum tíma var því haldið fram að aldrei hefði verið betra að vera' kaupmaður og heild- sali hér á landi en þegar Lúðvík Jós- epsson var viðskiptaráðherra. Þetta sýnir að ekkert er ómögulegt. Hags- munir borgar og iandsbyggðar fara saman. Það væri t.d. þokkaleg staða fyrir Reykjavíkurborg ef lands- byggðarfólk tæki saman pjönkur sín- ar og flytti til borgarinnar þúsundum saman án nokkurrar staðfestu. Ætti ekki Davíð Oddsson að skilja þetta manna best? Davíð og fjármagnið Einhversstaðar stendur skrifað að Davíð muni láta stjómast af gróða- öflum og fjármagnseigendum í Sjálf- stæðisflokknum. „Flokkseigendafé- lagið“ muni stjórna honum sem strengjabrúðu. Maður, sem alinn er upp af einstæðri móður, er ekki ólík- legur til að þekkja aðstæður þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Alla vega er hann ekki líklegri til að liggja flatur fyrir gróðaöflunum en hver annar, sé líkindareikningur notaður. Engum sögum fór heldur af því að það hefði verið „Flokkseig- endafélagið" sem valdi Davíð Odds- son til forystu. Voru það ekki bara almennir landsfundarfulltrúar sem þar voru að verki? Davíð og „hið opinbera" Yfirbygging okkar litla þjóðfélags er of stór og of þung í vöfúm. Opin- berir starfsmenn em alls góðs mak- legir, en þeir em bara of margir BsningawiW?6 ungs tolhs Heimdallur, félag ungra siáltsteeöismanna Reykjavík. helur opnaö Kosningamiöstöö fólks í ReyKjavík aö Þingholtsstreeti 1 (á horni BanKastrætis). SKrifstofan frá kl.13:00 til 22:00 daglega fram að kpr- degi 20. apríl. Þar eru veittar upplysmgar stefnuSjálfstæðisflokKsins.fram- kvæmd kosninganna og boðið upp og svaladrykki. Símar skrifstofunnar eru: 620195, 620196 og 620197- Heimdallur Hallgrímur Sveinsson „En Davíð Oddsson hef- ur sýnt það og sannað í starfi borgarstjóra að hann þorir að taka ákvarðanir og standa eða falla með þeim. Er ekki sjálfsagt, með tilliti til málavaxta, að trúa honum fyrir stærri verkefnum?“ miðað við fjárhagslega getu og stærð þjóðarinnar. Sumir þeirra gera sér auk þess alls ekki nógu glögga grein fyrir því að þeir em þjónar almenn- ings en ekki öfugt. Þessu þarf að breyta. Báknið burt sögðu ungir sjálfstæðismenn hér um árið. Það þarf að dusta rykið af þessu slagorði og hefja framkvæmdir. Er nokkur líklegri til að fylgja slíkri stefnu fram en sá sem þorir að taka ákvarðanir? Davíð og vinnubrögðin Á tímum Viðreisnar voru mál rædd og ákvarðanir teknar bak við luktar dyr og þeim síðan fylgt eftir, þótt einstaka ráðherrar væru með eitt- hvert múður. í hinni skammlífu vinstri stjórn 1978 til 1979 vom mál aftur á móti nánast rædd úti á Lækj- artorgi og upphófst þá sú einkenni- lega aðferð að stjórna landsmálum I gegnum íjölmiðla. Er ekki Davíð Oddsson a.m.k. líklegur til að breyta svo fáránlegum vinnubrögðum við landstjóm, fái hann aðstöðu til? Davíð og mistökin Harry S. Tmman, forseti Banda- ríkjanna á mikium örlagatímum, benti mönnum þráfaldlega á að þeir ættu að lesa söguna, áður en mikil- vægar ákvarðanir væm teknar. Hann taldi sig kosinn í embætti til að stjórna með hagsmuni heildarinn- ar að leiðarljósi og það gerði hann af fullri einurð og án tillits til stund- aivinssélda. Því má einnig bæta við, að Truman hafði það fyrir reglu að hlusta ætíð á ráðgjafa sína og ráð- herra áður en hann lét til skarar skríða í mikilsverðum málum, en lagði þó höfuðáherslu á að loka- 'ákvörðunin væri forsetans. Eitthvert umdeildasta atvikið á forsetaferli Trumans var þegar hann rak Douglas MacArthur úr embætti yfirstjórnanda hers Bandamanna í Suður-Kóreu 1951. MacArthur gekk þráfaldlega í berhögg við beinar skip- anir forsetans og bandaríska her- ráðsins. Truman sá að slíkt gat ekki endað nema með skelfingu og vék stríðshetjunni frá, þrátt fyrir að vitað væri að mikill meirihluti bandarísku þjóðarinnar stæði með hershöfðingj- anum, þótt á röngum forsendum væri. Talið var að sjö milljónir og fimm hundruð þúsund manns hefðu fagnað hershöfðingjanum við heim- komu hans skömmu síðar í New York einni saman og var kastað yfir hann 800 tonnum af confetti-papp- írsræmum, eins og tíðkast á þeim bæ þegar mikið stendur til. Truman sá í gegnum þetta MacArthur-æði og sagði blaðamönnum hinn róleg- asti að það yrði liðið hjá eftir sex vikur. Bandaríska þjóðin mundi ná áttum og sjá að það gengi ekki upp að einstaka hershöfðingjar óhlýðnuð- ust skipunum forsetans. Enda fór svo. Er þetta löng og merkileg saga sem ekki verður rakin nánar hér. En lærdóm má af henni draga og hann er sá að þeir sem kjörnir eru af almenningi til að stjóma og taka ákvarðanir, eiga að gera það hik- laust og óttalaust með samviskuna og söguna að leiðarljósi. Allir forystumenn verða þó að lúta því að sumar ákvarðanir þeirra eru rangar og ekki teknar á réttum for- sendum. Það er til dæmis ljóst að Davíð Oddsson hefur gert sín mistök sem borgarstjóri. Það gerði Truman forseti einnig og allir forsetar á und- an og eftir honum. Slíkt er óhjá- kvæmilegt eins og nótt fylgir degi. Hitt virðist einnig nokkuð ljóst að rangar ákvarðanir Davíðs Oddssonar sem borgarstjóra eru líklega í lág- marki. Um það ber vitni stjómun borgarinnar þegar á heildina er litið. Auðvitað er það ekki einum manni að þakka að Reykjavíkurborg skuli vera ein best rekna höfuðborg í Evr- ópu og þó víðar væri leitað. Þar eiga margir hlut að máli. En Davíð Odds- son hefur sýnt það og sannað í starfi borgarstjóra að hann þorir að taka ákvarðanir og standa eða falla með þeim. Er ekki sjálfsagt, með tilliti til málavaxta, að trúa honum fyrir stærri verkefnum? Höfundur er skólastjóri grunnskólanns á Þingeyri Félag íslenskra bifreiðaeigenda: Forsætisráðherra útskýri rangfærslur um bifreiðagjald FÉLAG fslenskra bifreiðaeigenda hefur sent frá sér fréttatilkynningu, þar sem þess er farið á leit við Steingrím Hermannsson, forsætisráð- herra, að hann leiðrétti rangfærslur varðandi bifreiðagjald, sem hann hafi viðhaft í Ríkisútvarpinu fyrir skömmu. Fréttatilkynning FÍB er svohljóðandi: „I þjóðarsál Rásar 2, föstudaginn 5. apríl, sat Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra fyrir svömm. Hlustandi lagði fram fyrirspurn um svonefnt bifreiðagjald. Fyrirspyij- anda misminnti um upphaflegan til- gang skattsins, taldi að hann hefði átt að renna til vegagerðar. Svör ráðherra byggðust á ennþá meira minnisleysi. Steingrímur fullyrti að því fjármagni sem kæmi með sér- stakri skattlagningu á bifreiðar og bensín væri varið til vegagerðar. Forsætisráðherra sagði einnig að til væru léttir og sparneytnir jeppar sem féllu ekki undir þennan þungaskatt (?!). Það eru vinsamleg tilmæli frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda að „bifreiðamaðurinn" Steingrímur Hermannsson, sem stóð sig vel í klæðningu vega sem samgönguráð- herra, útskýri þessar rangfærslur. Til upprifjunar skal þess getið að bifreiðagjaldið var sett á með bráða- birgðalögum nr. 68/1987. Hér er um að ræða skatt á bifreiðaeigendur sem miðast við þyngd bifreiða óháð verð- mæti þeirra. í upphafi var tilgangur- inn að afla tímabundinna tekna í rík- issjóð til að „stoppa í fjárlagagat". Ennþá rennur þessi skattur í ríkis- sjóð og samkvæmt núverandi fjárlög- um er áætlað að bifreiðagjaldið skili yfir einum milljarði í tekjur. Bifreiða- gjaldið hefur aldrei runnið til vega- gerðar. Færi þessi skattur í vegi ykist framkvæmdafé Vegagerðar ríkisins um 20% á þessu ári. Það væri hægt að bæta vel við þá rúmu 70 km af bundnu slitlagi sem áætlað er að leggja á þessu ári með þeim peningum. Það er lágmarks krafa að lands- feðurnir viti hvaða skatta þeir leggja á þegnana og til hvers á að nota þá.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.