Morgunblaðið - 13.04.1991, Page 27

Morgunblaðið - 13.04.1991, Page 27
MORGUMBLAUIÐ MUGAKDAGUK Vi.,miÍL 19ftl, Fjölbrautaskóli Suðurnesja fær fjármagn til viðbyggingar: Morgunblaðið/Júlíus Slett úrklaufunum á dimmissjón Nú er tími dimmissjóna í framhaldsskólum og útskriftaraðallinn slettir úr klaufunum áður en sezt er niður við síðustu próflestrartörnina.. Hér eru hressir dimmittendí úr Menntaskólanum við Sund í gervi ostapopps og hetjunnar Zorro, sem að mánuði liðnum taka vonandi allir við prófskírteininu, háalvarlegir, stífír og stroknir. „Höfum orðið að nota alla hana- bjálka og hveija kjallaraholu“ - sagði Hjálmar Árnason skólameistari fjölbrautaskólans Keflavík. „UNDANFARIN ár höfum við orðið að nýta alla hanabjálka og hverja kjallaraholu fyrir starfsemi skólans en með þessum samn- ingi verður bylting í húsnæðismálum okkar,“ sagði Hjálmar Árna- son skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja í gær þegar fjármála- ráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, menntamálaráðherra, Svavar Gestsson, og fulltrúar sveitarfélaganna 7 á Suðurnesjum undirrit- uðu samning um fjármögnun á rúmlega 3.000 fermetra viðbygg- ingu við skólann sem verður á 3 hæðum. Undirritun samkomulags- ins fór fram á „sal“ að viðstöddum fjölda gesta, alþingismönnum, sveitarstjórnarmönnum, kennurum og nemendum. Framlag ríkisins er 179 milljón- ir sem á að greiðast á 5 árum og eru um 60% af áætluðum bygging- arkostnaði. Hjálmar Árnason sagði að nú þegar loforð um fjármagn lægi fyrir yrði þegar hafist handa með bygginguna og sagðist bjóða Öllum viðstöddum í te 1. september 1992. Hjálmar sagði að frá stofnun skólans árið 1976 hefði húsakostur hans ávallt verið þröngur og segja mætti að góð samlíking væri að 15 ára unglingur hefði gengið í sömu buxunum frá því að hann var 2ja ára. Nú horfðu málin öðru vísi við því nú ætti að skraddara- sauma föt á þennan sama ungling. Nýja viðbyggingin verður við skólann vestanverðan og sagði Hjálmar að með tilkomu hennar væri húsnæðisþörfinni væntanlega fullnægt næstu 20-25 ár. í við- byggingunni verða 10-12 skóla- stofur, mötuneyti, samkomusalur og aðstaða fyrir allar verknáms- deildirnar sem nú væru í 3 húsum við Iðavelli. I vetur hafa um 600 nemendur stundað nám við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja í dagskóla. BB Skemmtun Alþýðubandalagsins: KK-band auglýst fyrir misskilning KRISTJÁN Krisljánsson tónlistarmaður vill taka fram vegna auglýsingar frá Alþýðubandalaginu, þar sem auglýst er að hljóm- sveit hans, KK-band, leiki á flokksskemmtun í Þrúðvangi í Mos- fellssveit í kvöld, að hljómsveitarmeðlimir styðji engan pólitískan flokk opinberlega og muni ekki leika á skemmtuninni. Kristján sagði í samtali við Morgunblaðið að hljómsveitin hefði verið beðin um að leika í Mosfellssveit, en sér hefði ekki verið greint frá því að þar væri á ferðinni samkoma á vegum Al- þýðubandalagsins, Auk þess væri hljómsveitin að leika á Púlsinum í kvöld og gæti ekki verið á tveim- ur stöðum í einu, en sér hefði upphaflega skilizt að hann ætti að spila fyrr um daginn. Þorlákur Kristinsson, eða Tolli, sem sá um skipulagningu skemmt- unarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að sér hefði láðst að greina Kristjáni Kristjánssyni frá því, er hann bað hann um að koma og spila, að skemmtunin væri á vegum Alþýðubandalags- ins. Um sín mistök væri að ræða og sér þætti ákaflega fyrir þeim. Hann sagðist skilja vel að menn vildu ekki taka afstöðu með pólitískum flokkum í kosningabar- áttunni. Morgunblaðið/Björn Blöndal Samningar um fjármögnun viðbyggingar við Fjölbrautaskóla Suður- nesja undirritaðir í gær af ráðherrum og fulltrúum sveitarfélaganna 7 á Suðurnesjum. Bensínmengunin: Rekstraraðili bótaskyldur PÁLL Líndal lögfræðingur hjá umhverfisráðuneytinu segir að samkvæmt almennri skaðabóta- reglu sé það þeim sem beri ábyrgð á atvinnurekstri sem beri að bæta tjón er af rekstrinum stafar. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær fundu íbúar í nágrcnni bensínstöðvar Skeljungs við Kaup- ang á Akureyri til höfuðverkja og ógleði og þurftu að yfirgefa heim- ili sín vegna bensínmengunar. Páll sagði að erfitt gæti verið að sanna hvert tjónið væri. Slíkt mat yrði að fara fram fyrir dómstólum nema semdist um bætur. Hann sagði að það væri eitt að sanna tjónábyrð- ina, hún væri nokkuð skýr í sumum málum, en verra væri að sanna hvert tjónið er í peningum metið. Páll sagði að slíkur málarekstur gæti tekið lángan tíma, einkum ef málið kæmi einnig fyrir Hæstarétt. Þetta tiltekna mál þyrfti þó ekki að taka langan tíma þar sem ekki virt- ist nauðsyn á mikilli gagnasöfnun og vitnaleiðslum. RENAULTCUO ... staðfestir yfirburðir 60 sérfræðingar bílatímarita frá 17 löndum gáfu Renault Clio hæstu einkunn eftir reynsluakstur. Clio var kjörinn „Bíll ársins 1991“ með einkunninni 312 stig - heilum 54 stigum meira en sá japanski bíll hlaut sem komst næst Clio. BÍLL ÁRSINS 1991

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.