Morgunblaðið - 13.04.1991, Page 40

Morgunblaðið - 13.04.1991, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1991 ÞETTA ERU OKKAR MÁL... Verðbólga niður. Kaupmáttur upp! Samgöngubylting í þágu byggðanna. Áframhaldandi áfangasigrar í menningarmálum. Burt með kvótakerfið. Ný hugsun í sjávarútvegsmálum. r JWtóáur r a motBtm v_______ ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Fermingarguðs- þjónusta kl. 14, altarisganga. Org- anleikari Jón Mýrdal. Miðvikudag: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 16.30. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Fermingarguðsþjónusta og alt- arisganga kl. 14. Árni Bergur Sig- urbjörnsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Fermingarguðs- þjónusta með altarisgöngu kl. 13.30. Organisti Daníel Jónasson. Þriðjudag: Bænaguðsþjónusta kl. 18.30. Altarisganga. Gísli Jónas- son. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Gastur í heimsókn: Hemmi Gunn. Guðrún Ebba Ólafs- dóttir, sr. Pálmi Matthíasson. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Sr. Pálmi Matthíasson. Kirkjuleg sveifla kl. 17. Jazz, blús og negrasálmar. Hljómsveit, einsöngvarar. DIGRANESPRESTAKALL: Ferm- ingarguðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 10.30. Barnasamkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhóla- stíg kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjáns- son. DÓMKIRKJAN: Kl. 11. Ferming og altarisganga. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriks- son. Barnasamkoma í safnaðar- heimilinu á sama tíma. Prestarnir. Kl. 17. Síðdegismessa. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Miðvikudag: Hádegisbæniríkirkjunni kl. 12.15. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta fellur niður vegna lagfær- inga í hátíðasal. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Umsjón Jó- hanna Guðjónsdóttir. Ferming og altarisganga kl. 14. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Þriðju- dag: Fyrirbænir í Fella- og Hóla- kirkju kl. 14. Fimmtudag: Helgi- stund fyrir aldraða í Gerðubergi kl. 10 f.h. Sóknarprestar. GRAFARVOGSSÓKN: Messu- heimili Grafarvogssóknar, Félags- miðstöðin Fjörgyn. Útvarpsmessa kl. 11. (Athugið breyttan mess- utíma.) Einsöngvari: Signý Sæ- mundsdóttir. Kirkjukórinn syngur. Organisti Sigríður Jónsdóttir. Síðasta barnamessa sunnudaginn 21. apríl. Barnamessuferð 27. apríl. Sr. Vigfús Þór Árnason. GRENSÁSKIRKJA: Fermingar- messa kl. 10.30 og kl. 14.00. Altar- isganga. Organisti Árni Arinbjarn- ar. Barnastarfið. Farið í heimsókn í Háteigskirkju. Lagt af stað frá Austurveri kl. 11 f.h. Þriðjudag kl. 14: Biblíulestur. Miðvikudag: Helgistund fyrir aldraða kl. 11. HALLGRÍMSKIRKJA. Messa og barnasamkoma kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðjudag: Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beð- ið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Kl. 10: Morgun- messa, sr. Arngrímur Jónsson. Kl. 11: Barnaguðsþjónusta. Kirkjubíll- inn fer um Suðurhlíðar og Hlíðar fyrir og eftir guðsþjónustuna. Kl. 14: Messa, sr. Tómas Sveinsson. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í klrkjunni á miðvikudögum kl. 18. Sóknarnefndin. HJALLAPRESTAKALL: Messusal- ur Hjallasóknar, Digranesskóla. Barnamessa kl. 11. Lok barna- starfsins. Ferming í Kópavogs- kirkju í<l. 13.30. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- starf í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Fermingarmessa á vegum Hjalla- sóknar í Kópavogskirkju kl. 13.30. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Vekjum athygli á því að Óska- stund barnanna og hin almenna guðsþjónusta eru sameinaðar næstu 3 sunnudaga. Prestur sr. Hundalíf o g himnaríki Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Allir hundar fara til himnaríki- s(„All Dogs Go to Heaven“). Leikstjóri: Don Bluth. Raddir: Burt Reynolds, Loni Anderson, Dom DeLuise, Judith Barsi. Don Bluth er einn af afkasta- mestu teiknimyndahöfundum Hollywood en nú er til sýninga í Bíóhöllinni um helgar myndin Allir hundar fara til himaríkis sem hann gerði árið 1989. Það er fjörug og skemmtileg teikni- mynd með röddum Burt Reyn- olds, eiginkonu hans Loni Ander- son og Dom DeLuise. Umhverfið er hið skuggaleg- asta og það er dimmur og drungalegur svipur yfir myndinni allri en húmorinn og léttleikinn er Iíka fyrir hendi og söngatriði nokkur, en best af þeim er spaugilegt númer með risastór- um krókódíl. „Allir hundar“ er ekki eins falleg og stórfengleg og Litla hafmeyjan en hún er engu að síður ágætis skemmtun. Myndin gerist í skuggalegri undirheimaveröld New Orleans árið 1939. Hundar eru í öllum aðalhlutverkum og meginhund- urinn, sem Reynolds talar fyrir og heitir Kalli, sleppur úr haldi og vitjar glæpaforingjans sem sölsað hefur undir sig vafasama starfsemi þeirra í fjarveru hans. Glæpaforingjanum tekst að drepa Kalla sem fer til himna en stelst þaðan aftur til að hefna sín með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. Eins og sjá má hefur drauga- gangurinn úr leiknu myndunum tekið sér bólfestu í teiknimyndun- um líka en Kalli framlengir jarð- vist sína til að ljúka sínum málum hér á jörð svipað og Patrick Swayze í Draugum. Nema Kalli er enn af holdi og blóði þegar hann snýr aftur og við tekur æsandi uppgjör við glæpaforingj- ann. Inn í söguna fléttast angur- vær saga um munaðarlausa stúlku í leit að íjölskyldu en Kalli verður að sjálfsögðu bjargvættur hennar. Bluth heldur ágætum hraða í frásögninni, spenna og kómískur léttir skiptast á og drungalegt New Orleans yfirbragðið - mest- ur hluti sögunnar gerist að næt- urlagi - þjónar sögunni vel. Prýð- isgóð skemmtun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.