Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 112.tbl. 79. árg. MIÐVIKUDAGUR 22. MAI 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins i | 70 ára afmælis Sakharovs minnst Sovéskir stjórnmálamenn og erlendir gestir minntust þess í Moskvu í gær að 70 ár eru lið- in frá fæðingu sovéska andófs- mannsins og Nóbelsverðlauna- hafans Andrejs Sakharovs. Aðstoðarborgarstjóri Moskvu, Sergej Stankíevítsj, afhjúpaði minnismerki um friðarverð- launahafann við húsið þar sem hann bjó og andaðist í desemb- er 1989. Ennfremur var sett ráðstefna um mannréttinda- mál, sem standa mun í viku. Myndin er af ekkju Sakharovs, Elenu Bonner, sem setti ráð- stefnuna og fór hörðum orðum um stefnu Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta. Mannskæðasta kosningabarátta í sögu Indlands: Rajiv Gandhi bíður bana í sprengjuárás Nýju Delhí. Reuter. RAJIV Gandhi, fyrrverandi forsætisráðherra Indlands, lét lífið í sprengjutilræði í gær er hann var á ferð um ríkið Tamil Nadu í suður- hluta landsins vegna þingkosninganna í landinu. Indverska fréttastof- an PTI sagði að sprengja hefði sprungið er Gandhisteig út úr bifreið sinni til að halda ræðu á kosningafundi. Hafði sprengjan verið falin í blómvendi. Lík Gandhis var illa útleikið og fjórtán manns til viðbót- ar biðu bana í sprengjutilræðinu, þar á meðal tveir lífverðir hans, auk þess sem tíu særðust. Lögreglan var með hámarks viðbúnað víðs veg- ar um landið eftir tilræðið. Um 200 manns hafa beðið bana í kosninga- baráttunni, sem er sú mannskæðasta í sögu landsins. Ákveðið var í gærkvöldi að fresta kosningunum til 12. júní. Fréttastofan PTI sagði að sprengjutilræðið hefði átt sér stað í Sriperumpudur, um 40 km frá borg- inni Madras í suðurhluta landsins. Gandhi hefði verið á leiðinni að ræðupúlti er sprengjan sprakk. Fórnariömbin lágu í blóði sínu í einni kös og tókst lögreglunni að bera kennsl á forsætisráðherrann fyrrver- andi þótt lík hans væri illa útleikið. Stór gígur, tíu metrar að þvermáli, myndaðist í sprengingunni. Samkvæmt heimildum innan lög- reglunnar er hugsanlegt að sprengj- an hafi verið fjarstýrð. Leikur grun- ur á að tamílskir skæruliðar frá Sri Lanka hafí tekið þátt í tilræðinu, þar sem þeir hafa beitt slíkri aðferð. Gandhi hafði sent friðargæslusveitir til Sri Lanka til að freista þess að binda enda á borgarastyrjöld í landinu. — Lðgreglan var með hámarks við- búnað í Nýju Delhí og fleiri borgum eftir tilræðið. Ramaswamy Venkat- araman forseti og Chandra Shekhar forsætisráðherra hvöttu Indverja til að halda stillingu sinni. Óeirðir brut- ust þó út í Madras er fregnir bárust af tilræðinu. Um 200 manns hafa týnt lífi í óeirðum frá því kosningabaráttan hófst fyrir sex vikum. Kosningarnar hófust á mánudag og áttu að standa í viku en þeim hefur nú verið frestað. Að minnsta kosti 75 manns létu lífið Reuter Eiginkona Rajivs Gandhis, Sonia, ásamt vinnukonu sinni í gærkvöldi. í óeirðum á fyrstu tveimur kjördög- unum. Verst var ástandið í Bihar- ríki og í Uttar Pradesh og hafa átök- in ekki síst staðið um trúmál, einkum Mengistu Eþíópíuforseti segir af sér og flýr land Addis Ababa. Reuter. MENGISTU Haile Miriam, sem stjórnað hefur Eþíópíu með harðri hendi undanfarin fjórtán ár, sagði af sér embætti forseta í gær og flúði landið. Ríkisráðið, æðsta valdastofnun landsins, hvatti uppreisnarmenn til að fallast þegar i stað á vopnahlé og sagði að áform væru um að mynda bráðabirgðastjórn með aðild allra hreyf- inga stjórnarandstæðinga. Talsmenn uppreisharmanna brugðust varfærnislega við fregninni um afsögn Mengistus en henni var fagnað víða um heim. Allt var með kyrrum kjörum í höfuðborg- inni, Addis Ababa. hluta landsins, sagði að stríðið myndi halda áfram þar til róttækar breytingar yrðu gerðar á stjórn landsins. Sveitir uppreisnarmanna hófu stórsókn í átt að Addis Ababa fyn á árinu, hafa náð þremur héruðum í vesturhluta landsins á sitt vald og eru nú innan við 100 km frá höfuðborginni. milli hindúa og múslima, og stétta- skiptinguna í landinu. Gandhi var dóttursonur fyrsta forsætisráðherra Indlands eftir sjálf- stæði landsins, Jawarharlals Nehrus. Hann varð leiðtogi Kongress-flokks- ins og forsætisráðherra fyrir sjö árum eftir að lífverðir móður hans, Indiru Gandhi, höfðu ráðið hana af dögum. Yngri bróðir hans, Sanjay, lést í flugslysi árið 1980. Gandhi lætur eftir sig konu og tvö börn. Morðið á Rajiv Gandhi var for- dæmt víða um heim. John Major, forsætisráðherra Bretlands, sagði að mikil eftirsjá væri að Gandhi, sem hefði verið „afar hugrakkur maður", en kvaðst þó telja að lýðræðið í landinu væri ekki í hættu. George Bush Bandaríkjaforseti sagði hörmulegt að Gandhi skyldi hafa látið lífíð á þennan hátt. Sjá „Gekk nauðugur til leiks ..." á. bls. 29. í tilkynningu frá stjórninni sagði að Mengistu hefði sagt af sér til að afstýra frekari blóðsúthelling- um í landinu. Mengistu var óþekkt- ur herforingi þegar herinn steypti Haile Selassie keisara af stóli árið 1974 og í blóðugri valdabaráttu í kjölfar byltingarinnar tókst honum að hrifsa til sín völdin í landinu með kænsku og grimmd. Hann kom á alræðiskerfi í anda Stalíns árið 1977 og stóð fyrir þjóðnýtingu á öllum sviðum atvinnulífsins. Enn- fremur lét hann taka 10.000 manns, einkum vinstrisinnaða. námsmenn, af lífi. Valdatími hans einkenndist af stöðugum stríðsá- tökum, efnahagsþrengingum og hungursneyðum. Hann fékk mikla aðstoð frá öðrum kommúnistaríkj- um, einkum á sviði hernaðar, en honum tókst þó aldrei að brjóta uppreisnarmenn í norðuíhéruðum landsins á bak aftur. Eftir hrun kommúnismans í Austur-Evrópu boðaði hann þó lýðræðis- og efna- hagsumbætur. Utvarpið í Addis Ababa sagði að ríkisráðið beitti sér nú fyrir tafarlausu vopnahléi milli stjórnar- hersins og uppreisnarmanna og myndun bráðabirgðastjórnar með þátttöku allra hreyfinga stjórnar- andstæðinga. Varaforseti landsins, Tesfaye Gabre Kidan, myndi gegna forsetaembættinu þar til ný stjórn tæki við. Ekki var vitað í gær hvar Meng- istu myndi beiðast hælis. Óstað- festar fregnir í Addis Ababa hermdu þó að hann kynni að hafa farið til Zimbabwe í sunnanverðri Afríku. Mengistu er náinn vinur Roberts Mugabe, forseta Zimbab- we, og er sagður eiga þar búgarð. Talsmaður erítreskra uppreisn- armanna, sem berjast fyrir sjálf- stæði héraðsins Erítreu í norður- Pólskiherinn kallaður út Um 600 pólskir hermenn voru kallaðir út til að hreinsa götur Varsjár í gær eftir sex daga verkfall sorphreinsun- armanna. Heilbrigðisyfirvöld höfðu varað við „mikilli fjölg- un flugna og meindýra, eink- um rottna og músa," og far- sóttum vegna rotnandi sorps í borginni. Þetta er í fyrsta: sinn sem hermenn eru sendir út á götur Varsjár frá því kommúnistar settu herlög í Póllandi árið 1981. Verkfalls- mennirnir krefjast allt að 100% launahækkana. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.