Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.05.1991, Blaðsíða 14
Ht- leei ÍAM ,S2 ÍIUDAaUXIVQlM GiaAJHMUOÍIOM 22. MAl 195T Sönghópurinn Camerata Vocale. CAMERATA VOCALE Kirkjulistahátíð __________Tónlist______________ Jón Ásgeirsson Sönghópurinn Camerata Vocale frá Freiburg hélt tónleika á annan í hvítasunnu í Langholtskirkju en þessi frábæri kór er hér í heimsókn á vegum kirkjulistahátíðarinnar. Á efnisskránni voru söngverk eftir Mendelssohn, Gesualdo, Schönberg, Bruckner, Poulenc, Verdi og Reger. Tónleikarnir hófust á sama verki og kórinn söng við setningu hátíðar- innar, mótettu við 43. sálm Davíðs eftir Mendelssohn. Ekki féll þar skugginn á frekar en í fyrra skiptið en þar á eftir söng kórinn tvö re- sponsorium eftir Gesualdo. De pro- fundis við 130. sálm Davíðs, mót- etta eftir Schönberg, fylgdi þar á eftir en Gesualdo og Schönberg voru báðir tímamótamenn, þó 300 ár liggi millum sögu þeirra. Bæði verkin eru falleg og voru vel sung- in en fyrir undirritaðan var flutn- ingurinn á De profundis stórkostleg upplifun. Anton Bruckner átti tvö næstu verk en það voru Locus iste og Ave Maria, sem eru meðal vinsælustu smáverka höfundarins. Þá söng kórinn fjórar stórfallegar mótettur eftir Poulenc og tvö verk eftir Verdi, Laudi alla virgine Maria, sem gefið var út 1889, með öðrum söngverkum undir nafninu Quattro pezzi sacri, ogPater noster (1880). Tónleikunum lauk með tveimur fallegum smáverkum, Und unser lieben Frauen Traum og Nachtlied, eftir Regen. Þessi tekníski og þrum- andi höfundur átti það einnig til að leika sér að einfaldleikanum á undursamlegan máta. Það þarf í raun ekki að tíunda neitt sérstakt um söng kórsins, því þar fer saman stórkostleg ögun og listfengi, sem byggir ekki eingöngu á góðri kunnáttu, heldur og sterkri tilfinningu fyrir því smágerðasta og því sem stórt er í sniðum. Cam- erata Vocale frá Freiburg er af- burðagóður kór og stjórnandi hans Winfried Toll er mikill listamaður í túlkun og fagurri mótun söngs. 26600 alllr þurfa þak yílr höfuúlú 4ra-6 herb. RÁNARGATA. Gullfalleg 4ra herb. risib. Suðursvalir. Nýl. hús. LEIFSGATA - LAUS. 4ra herb. íb. á 3. hæð. Arinn. 30 fm innréttaður skúr með snyrtingu. KLAPPARSTÍGUR. 4ra 5 herb. íb. á 1. hæð í timburh. Sér- inng. Verð 4,4 millj. SÓLHEIMAR - LAUS. 5 herb. íb. í háhýsi. Verð 8 millj. SÖRLASKJÓL. 5 herb. hæð. Parket. Suðursv. Útsýni. V. 9 m. 2ja-3ja herb. BIRKIMELUR. Vorum að fá í einkasölu mjög vel umgengna 3ja herb. endaíb. á 3. hæð í blokk. (bherb. í risi fylgir ásamt tveimur sérgeymslum og frystikl. Björt íb. m/suðursv. Verð ca 7,0 millj. SKIPASUND. 3ja herb. risíb. Svalir. Útsýni. Verð 6 millj. ENGIHJALLI. 3ja herb. ib. í lítilli blokk. Verð 6,1 millj. Einb./raðh. - parh. BÁRUGATA - einb. með aukaíbúð. Húsið er kj., hæð og ris. Nýyfirfar- ið þak, hiti í stéttum. Falleg lóð, bílskúr. V. 16 millj. VESTURBERG. Einbýi ish. 5 svefnherb. Bílsk. Út- sýni. Nýklætt að utan. Verð 13,0 millj. FÍFUSEL - RAÐHÚS. 4 svefnherb., stofa og forstherb. Góð íb. i kj. Verð 14 millj. Faslelgtaþlámlan Austurstræti 17 - S. 26600 Þorsteinn Steingrímsson, Ig. fs. Kristján Kristjánsson, hs. 40396. __________Tónlist_______________ Jón Ásgeirsson Kirkjulistahátíð prófastdæmanna í Reykjavík var sett í Hallgríms- kirkju sl. laugardag og komu þar fram fjórir kórar, Dómkórinn undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar, Kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar, Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar og kórgestir hátíðar- innar Camerata Vocale frá Freiburg undir stjórn Winfried Toll. Hjalti Hugason lektor Kennara- háskóla íslands og formaður Kirkjulistahátíðar setti hátíðina. Þorsteinn Pálsson kirkjumalaráð- herra _og biskupinn yfir íslandi, herra Ólafur Skúlason, fluttu ávörp. Helga Bachmann og Helgi Skúlason fluttu hátíðarljóð eftir Matthías Jo- hannessen og lok hins talaða orðs var bæn, sem séra Ragnar Fjalar Lárusson flutti. Allir fjölluðu ræðumenn um gildi listar og tilvist hennar í tilbeiðsl- unni en því mætti bæta við, að þar sem skilgreining á list sleppir, taka við áhrif hennar á tilfinningar manna. Fegurð og tiginleiki listar bera í sér frjó sem blómstrar með sama hætti og gerist í trúarlegri upphafningu og þegar fjallað er um fagurfræði listar verður vart hjá því komist að tengja hana hug- myndum manna um gott og illt. Margir hafa haldið því fram að t.d. siðfræði og fagurfræði sé í raun ekki hægt að greina í sundur, að gott sé fagurt og fagurt sé gott og að tilbeiðslan og hrifningin sé há- stig upplifunar á þessum þáttum. Sú mannbót sem list getúr verið manninum verður því ekki aðgreind frá þeirri siðbót sem trúin er. Kirkjan þarf því ekki að afsaka þá eyðslu sem óhjákvæmilega fylg- ir blómlegri kirkjulist. Miklu heldur að harma það, að ekki hafi verið nóg unnið. Engin stofnun manna á jafn stóran hlut í listsköpun og kristin kirkja, hlut sem er bundinn trúaijátningu kynslóðanna í óbundnu máli, ljóðum, myndverk- um, byggingum og tónlist og er ótjúfanlegur hluti af sögu kirkjunn- ar og vestrænni menningu. Saga listar er ekki einangrað fyrirbæri. List er hluti af hugsun og tilfinn- ingu manna og ef til vill nær eina leið mannsins til að fanga hið óskil- greinanlega og í hrifningu sinni, að upplifa návist dásamleikans. Eitt örbrot slíkrar upplifunar barst gestum hátiðarinnar er allir kórarnir sungu saman í lokin sálm Þorkels Sigurbjörnssonar Til þín drottinn hnatta og heima. Söngur kóranna allra var góður en þó með nokkrum mun í blæ og raddmótun. Dómkórinn söng Faðir vor, fallega tónsett af Jónasi Tómassyni við þann texta sem Oddur Gottskálks- son gaf okkur íslendingum í því listaverki sem þýðing hans á Bibl- íunni er. Þá söng Dómkórinn mót- ettuna Sá gerir mikið sem elskar mikið, eftir Siegfried Thiele við texta eftir Kempis. Söngur kórsins undir stjórn Marteins H. Friðriks- sonar dómorganista var mjög góð- ur. Kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar flutti með glæsi- brag söngverkið Stælið, eftir Þorkel STARFSÁRI Nýja tónlistarskól- ans er að Ijúka og munu nem- endur á síðustu námsstigum halda nokkra tónleika í tilefni þess. í dag eru það nemendur i strok- hljóðfæra-, gítar og blásturshljóð- færadeildum skólans sem halda tónleika. Á morgun eru það nem- endur í söng sem syngja og á Sigurbjörnsson. Mótettukórinn undir stjórn Harðar Áskelssonar söng Kyrie úr messu eftir Frank Martin. Verk þetta er undursam- lega fallegt og er samið fyrir tvo kóra. Mótettukórinn söng verkið með sérlega fallegri hljóman. Þetta fallega verk verður flutt í heild á tónleikum Mótettukórsins 1. júní nk. í Seltjarnarneskirkju, þar sem eingöngu verða flutt verk eftir Frank Martin. Camerata Vocale flutti mótettu eftir Mendelssohn, Richte mich Gott op. 78 nr. 2 og var söngur þeirra mjög fallega mótaður, bæði hvað snertir söng og útfærslu ýmissa nákvæmnisat- riða og auðheyrt að stjórnandinn Winfried Toll er afburða góður kór- stjóri. Tónleikum lauk með samsöng allra kóranna og sungu þeir fyrst tveggja kóra mótettu eftir Mend- elssohn op. 78 nr. 1 glæsilegt verk, sem hljómaði tignarlega og eins og fyrr greinir frá, sálm eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Fyrir undirritaðan var þetta stór stund og þó sérstak- lega flutningurinn á sálmi Þorkels. Nicolas Kynaston Orgelleikur Orgelleikarinn Nicolas Kynaston er gestur á kirkjulistahátíðinni og lék hann á orgel Bústaðakirkju sl. mánudag. Á efnisskránni voru verk eftir Mozart, Bridge, J.S. Bach, Dupré og Reger. Kynaston flutti orgelfantasíuna í f-moH eftir Mozart með töluverðri reisn. í tveimur smáverkum eftir Frank Bridges og Suite Bretonne eftir Marcel Dupré lék Kynaston sér að þeirri fallegu raddskipan sem nýja orgelið býður upp á og var flutningur hans mjög fínlega út- færður í þessum fallega ofnu tón- verkum. Prelúdía og fúga í C-dúr (BWV 547) eftir J.S. Bach var svolítið háskalega flutt, en Kynaston fór á kostum í Fantasíu og fúgu yfir Bach eftir Max Reger. Það fer ekki á milli mála að Kynaston er frábær orgelleikari og verður skemmtilegt að heyra hann á næstu tónleikum hans í Dómkirkjunni nk. miðviku- dag, en þar mun hann m.a. flytja sónötu eftir Elgar og smáverk eftir John Bull og Wiiam Boyce, sem trúlega hafa ekki fyrr verið flutt hér á landi. föstudaginn eru það nemendur úr píanódeild sem leika. Á laugardag- inn klukkan 17 eru síðan skólalok. í vetur stunduðu tæplega 300 nemendut' nám í skólanum og kennarar voru 33. Allirtónleikarn- ir heljast klukkan 18 í sal skólans að Grensásvegi 3. (Fréttatilkynning) SVERRIR KRISTJANSS0N, LÖGG. fast. HÚS VERSLUNARINNAR 6. HÆÐ íf If FASTEIGN ER FRAMTIÐ FASTEIGNASALA í SÓKN BLIKANES - EINBYLI Ca 200 fm mjög fallegt og gott einb. á einni hœð. Bílskúr innb. undir húsið. Fallgur arkitektúr. Stórar stofur m/arni. Stór sólverönd og svalir. Húsið stendur hátt, mikið útsýni. Lóðin er stór, mikið rœktuð og falleg. Eign í sérklassa. Ákv. sala. SMAÍBÚÐAHVERFI - EINB./TVÍB. Vorum að fá í sölu fallegt og gott 225 fm einb. ásamt 50 fm bílsk. Húsiö er kj. og tvær hæðir. í húsinu eru m.a. 7 svefnherb. og mjög rúmg. stofa. Auðvelt að innr. 2ja herb. íb. m/sérinng. í kj. Húsið losnar fljótl. Mjög góð eign. BOLLAGARÐAR - EINBYLI Nýtt í einkasölu 217 fm einbhús, hæð og ris. Á hæðinni er forstofa, snyrting, hol, stofa, boröstofa og blómaskáli. Stórt vandað eldh. og þvottaherb. í risi með mikilli lofthæð eru 4 stór svefnherb. og stórt bað. Svalir sem hæglega má byggja yfir. Húsið er á hornlóö. Áhv. ca 7 millj. langtímalán. SELJAHVERFI - ÞINGASEL Fallegt og vel staðsett hús á tveimur hæðum. Húsiö er 272 fm + geymslurými og 40 fm bílsk. í húsinu eru 5 svefnherb., tómstundaherb., stórar stofur, garð- stofa með arni, 3 baðherb. o.fl. Til greina koma skipti á góðu minna sérbýli. HEIÐARGERÐI Gott steinhús, byggt 1956, hæð og ris, 148 fm nettó. Góð staðsetning. Fal- legur garður. Bilskúrsréttur. Góð eign. HJARÐARHAGI Falleg og björt ca 130 fm efri hæð í þríb. Húsið er í mjög góðu standi. Hæðin er eldhús, bað, þvottaherb., 3 svefnherb. og stór stofa. Mjög stórar suöursv. útaf stofu og svefnherb. Ákv. sala eða skipti á 3ja herb. íb. FRAKKASTIGUR - HÆÐ + RIS Falleg og björt hæö og ris í nýl. steinh. ásamt bflskýli. Áhv. góö lán. SOLHEIMAR - LAUS Mjög góö 116 fm fb. á 8. hæö. Fallegar innr. og vönduð íb. Húsvörður. ENGIHJALLi Glæsii. 110 fm fb. á 1. hæö. f 2ja hæða blokk. 3-4 svefnherb., stór stofa. Nýl. teppi og parket. Mjög góð eign. Suöursv. ASBRAUT - KOP. Góð björt íb. á 4. hæð ásamt bílsk. Mikið útsýni. Sérinng. af svölum. Nýi tónlistarskólinn; Nemendatónleikar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.