Morgunblaðið - 22.05.1991, Side 16
16
KTÖRGUNBILAÐÍÐ MIÖVIKUD'AGI'R “22.í MAÍ )ÍS5ÖI
Er í aðsigi atlaga
að þjóðarsátt?
eftir Þröst Ólafsson
Sársaukafull voru örvæntingaróp
forystumanna Alþýðubandalagsins
síðustu dagana fyrir myndun ríkis-
stjórnarinnar. Hróp þeirra báru
bæði vott um sálarangist og þján-
ingar en líka ógnun.
Einkum hefur Ólafur Ragnar
Grímsson látið í sér heyra og sendi
meira að segja frá sér persónulegt
1. maí ávarp í anda stríðsyfirlýsing-
ar.
Þau neyðaróp sem heyrðust með-
an á myndun ríkisstjórnarinnar stóð
minntu mig á örvæntingu Ríkharðs
III í samnefndu leikriti Shakespear-
es, þegar hann sigraður en ófelldur
getur ekki flúið, því hann er bæði
bæklaður og hestlaus.
Hann býður hverjum sem er pól-
itíska aleigu sina — sem vissulega
var ekki mikils virði — fyrir að út-
vega sér hest. „My kingdom, my
kingdom, for a horse.“
Það var einnig margt boðið falt
af fulltrúum Alþýðubandalagsins
vikuna fyrir stjórnarmyndunina og
stundum fannst mér á tali gamalla
samheija að pólitísk aleiga banda-
lagsins væri föl, bara ef það fengi
að vera með í ríkisstjórn.
Vissulega er sárt að horfa upp á
þjáningu annarra, jafnvel þótt hún
sé pólitísks eðlis. Menn mega þó
ekki gleyma því, að þjáning getur
göfgað þroskaðar sálir, að sama
skapi og hún kallar fram ofstopa
og ofbeldi hjá þeim sem hafa nei-
kvætt og úfið hugarfar.
Þegar sú greining formanns AB
um „nýjan veruleika“ og „tvær fylk-
ingar“ ásamt áskorun um „liðsafn-
að“ birtist, var mér ljóst að Alþýðu-
bandalagið hafði lítið breyst og
ekkert lært.
Þar á bæ hefur alltaf verið byij-
að á núllpunkti eftir ríkisstjórnar-
samstarf — eins og ekkert hafi
gerst — öll reynsla samstarfsins vð
erfiða stjórnun hagsmunasamfé-
lagsins er þurrkuð út á kosninga-
nóttinni.
Það er eins og annars dagfars-
prúðir samstarfsmenn breytist í hóp
skemmdarverkamanna, sem búa
sér til þann veruleika sem þóknast
þeim til að réttlæta það sem á eftir
skal koma. Það mætti halda að
sama þjóðfélagsástandið gengi í
gegnum eðlisbreytingu á einni nóttu
og fyrrum samráðherrar breyttust
í svikara eftir hádegi.
Ég minnist eftirmála ríkisstjórn-
arsamstarfs 1971-1973 og aftur
1980-1983, hvernig allar tillögur
og hugmyndir um meiri stöðugleika
og grundvallarbreytingar gufuðu
upp um leið og ljóst var að banda-
Nú getur VISA
greiðslukortið þitt
„opnað" þér dyr
í bókstaflegri merkingu erðsins
Fáðu þér AMDI aðgangskerfi og þú getur notað VISA greiðslukortið þitt sem lykil.
Sjón er sögu ríkari, hafðu samband við sölumenn VARA og fáðu nánari upplýsingar.
VISA OG VARI - ÞÆGINDI OG ÖRYGGI
VARI ^91-29399
ALHLIÐA ÖRYGGISÞJÓNUSTA SÍÐAN 1969
Þröstur Ólafsson
*
„A þessu verður þjóðin
að átta sig. Hún verður
að gera sér grein fyrir
því, að meðal stjórnmál-
aflokka landsins er einn
sem hefur hafið undir-
búning að pólitískri
skemmdarstarfsemi á
efnahagskerfi landsins.
Það er ástæða til að
óttast þetta.“
lagið myndi lenda í stjórnarand-
stöðu.
Sérstaklega var þessi afstaða
áberandi eftir reynslu flokksins í
ríkisstjórn Gunnars heitins Thor-
oddsen.
Þá fór Alþýðubandalagið með
lyklavöld í ijármálaráðuneytinu og
tókst þar á við afar erfið viðfangs-
efni í samningum á vinnumarkaði.
Á sama tíma brann verðbólgubálið
glaðar en dæmi eru til hérlendis
fyrr eða síðar.
Þá ræddu sumir okkar það opin-
berlega að jafnvægi og stöðugleiki
væri lykilatriði fyrir afkomu launa-
fólks og þjóðarinnar allrar, en einn-
ig að þetta væri útilokað án faglegr-
ar og pólitískrar samstöðu allra
sterkustu flokkanna og þróttmestu
hagsmunasamtakanna.
Eg setti allt frá árinu 1975 oft
fram hugmyndir um samsteypu-
stjóm eftir nýsköpunarmynstri, þ.e.
A-flokkarnir auk Sjálfstæðisflokks,
sem ein gæti valdið þessu verkefni.
Þessar hugmyndir fengu ætíð
hina verstu útreið í bandalaginu og
slík hugsun jafnaðist á við stéttar-
svik. Sérstaklega var atlagan
grimm árin eftir 1983.
Bandalagið var neytt til að viður-
kenna efnahagslegan veruleika,
þegar það bar sjálft ábyrgð á stjórn
landsins.
Þegar það var'utan stjórnar varð
það aftur að þröngsýnum stéttar-
baráttuflokki með vegakort frá ár-
unum um miðbil aldarinnar, og þeir
sem þekkja röksemdafærslu stétt-
arbaráttunnar vita að siðferði henn-
ar tekur um of mið af gömlu regl-
unni, sém segir að tilgangurinn
helgi meðalið, og af því að Alþýðu-
bandalagið sé eini stéttarbaráttu-
flokkurinn í landinu væri framvinda
stéttarbaráttunnar á ábyrgð þess
innan stjórnar sem utan. Þess vegna
skiptir Alþýðubandalagið um ham
eftir því hvort það er í ríkisstjórn
eða utan. Það skýrir einnig tví-
skinnung í málflutningi: Sömu
málsatvik metin á mismunandi hátt
eftir því hver stóð að þeim. Hlut-
lægni var framandi orð og oft notað
fremur sem skammaryrði.
Sú mikla reynsla sem bandalagið
hafði öðlast með stjórnarþátttöku
sinni hefði getað orðið dýrmætur
grundvöllur fyrir málefnalega úr-
vinnslu og þróun flokksins til
ábyrgðarmeiri afskipta og nútíma-
legri stefnumótunar í átt að jafnað-
armennsku.
Þó var óraunhæf kröfugerð á
gi'undvelli stéttarbaráttunnar inn-
takið í stjórnmálastefnu Alþýðu-
bandalagsins á árunum milli 1983
og 1988.
Meðal aðila vinnumarkaðarins
komu fram á þessum árum mótaðar
hugmyndir um kjarasátt og kjara-
bætur án hárra prósentuhækkana
launa, fyrst um haustið 1984 síðar
í febrúar 1986.
Forystumenn Alþýðubandalags-
ins börðust hatrammlega gegn
þessu og beittu Þjóðviljanum til hins
ítrasta bæði í máli og myndum og
reyndu að ræna alla þá ærunni sem
nálægt þessu komu.
Þeir báru vissulega ekki beina
ábyrgð á því að þessar tilraunir
misheppnuðust, >n þeir kyntu vel
undir óraunhæfum kröfum, sem
leiddu til skelfilegrar niðurstöðu í
kjaramálum haustið 1984.
Auðvitað geri ég mér grein fyrir
að ýmislegt hefur breyst í Alþýðu-
bandalaginu frá þessum árum, en
þó er greinilega margt óbreytt enn.
Ég hafði satt best að segja vonast
til þess að pólitísk menning banda-
lagsins hefði þroskast á þann veg
að það réðist ekki á verk sem það I
hefur sjálft tekið þátt í að vinna.
En nú heyri ég aftur sama tóninn
og fyrr, nema hvað tilfinningaleg
sárindi eru mun meiri núna.
Nú skal safna liði til stórátaka í
haust.
Ríkisstjórnin skal ekki fá tæki-
færi til að sýna hvað hún vill. Jafn-
vel þótt það kosti óstöðugleika og
aukna verðbólgu.
Ríkisstjórn sem ekki hefur al-
þýðubandalagsráðherra innanborðs
má aldrei dafna.
Rudolf Firkusny
Tónleikar á vegum Tónlistar-
felagsins 1 Islensku
________Tónlist___________
Ragnar Björnsson
Við upphaf tónleikanna minnt-
ist Rut L. Magnússon Rudolfs
Serkins, píanóleikarans heims-
fræga, sem er nýlátinn og eignast
hafði marga aðdáendur og vini hér
á landi. Áheyrendur risu úr sætum
og minntust Serkins, og Firkusny,
sem mun hafa verið sérstakur vin-
ur Serkins, lék gamalt þýskt sál-
malag, „Nun komm der Heiden
Heiland“ (Nú kom heiðinna hjálp-
arráð), í útsetningu Busonis. Sál-
malagið lék Firkusny af þeim inni-
leik og látleysi, sem aðeins snill-
ingum er gefíð. Að leik loknum
huldi Firkusny nótnaborðið svörtu
loki flygilsins og gekk út af svið-
inu.
Óvenjulegt upphaf ógleyman-
legra tónleika. Þegar listin hefur
náð þeim aldri í einum manni, að
óperunni
nálgast áttrætt er hún búin að
ganga í gegn um síur freistinga,
misskilnings, ofurviðkvæmni,
sýndarmennsku og fleiri mann-
legra veikleikaþátta, eftir stendur
beinagrind með því einu holdi sem
þörf er á, svo að myndin stendur
hrein og óbijáluð eftir, ein tegund
fullkomnunar, miklu lengra verður
ekki náð. Þvílíkt sem þetta fór um
hug manns undir leik Firkusnys.
Firkusny er ekki sá eini sem
sannar þessa kenningu, nefna má
marga hljóðfæraleikara (og stjórn-
endur) sem náð hafa þessum aldri
og búnir eru að hreinsa sig af
syndum freistinganna, nóturnar,
eins og tónskáldið gekk frá þeim,
koma til manns ótruflaðar af skiln-
ingsleysi eða ofskynjun flytjan-
dans, öll gagnrýni hættir að vera
til. Sú hugsun læðist að manni,
að frá því að vera tvítugur og
áhugaverður, þurfti hljóðfæraleik-
arinn árin fram til áttræðs til þess