Morgunblaðið - 22.05.1991, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 22.05.1991, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1991 Ég hafði alltaf á tilfinningunni að Gummi næði að sigra í þessari baráttu því alltaf var hann hress í bragði og aldrei þegar ég kom í heimsókn til Hildar og Sverris heyrði ég svartsýnistal í Gumma. Hann gerði að gamni sínu og var með ýmsa framtíðardrauma, þannig hafði hann mikinn hug á að læra flug, því minnist ég þess sérstak- lega þegar ég bauð Gumma með mér í flug til Egilsstaða í septem- ber síðastliðnum og hann sat frammi í stjórnklefanum hjá okkur, áhuginn var ósvikinn og spurning- arnar sýndu að þarna fór maður sem spáð hafði í hlutina. Ég minnist Gumma hversu hlý- lega hann svaraði i síma og hve einlæglega hann tók á móti manni, þá var hann óvenjulega natinn og þolinmóður að kenna mér nýja leiki sem hann var með í tölvunni sinni, t.d. „flugherminn“, enda snerist áhugi hans mjög að allri tækni. Segja má að Gummi hafi verið hepginn í óheppni sinni, því betri foreldra hefði hann vart getað eign- ast. Og veit ég að Sverrir stjúpfað- ir hans hefur staðið mjög með hon- um og reynst honum sem besti fað- ir alla tíð og þá nefni ég ekki móð- ur hans sem ávallt hefur verið hon- um stoð og stytta, hlýtur hennar missir að vera nær óbærilegur. En fullvissan um að ekki var betur gert og minningin um góðan dreng sefar vonandi sárasta harminn nú þegar Guð hefur ákveðið annan starfsvöll fyrir góðan dreng. Þó söknuðurinn sé mikill, elsku vinir, þá munið að tíminn læknar öll sár. Svanhildur, Sverrir, Erna Katrín og Berglind, megi Guð standa með ykkur. Blessuð sé minning Guðmundar. Kjartan B. Guðmundsson Að morgni 13. maí kvaddi ástkær systursonur minn þennan heim. Guðmundur eða Gummi eins og við kölluðum hann fæddist í Reykjavík, 15. júlí 1970. Hann var því aðeins tvítugur. En þó að árin væru ekki mörg, þá varði hann þeim vel enda var Gummi skynsamur og vel gef- inn drengur og yndi okkar allra. Hann var búinn að heyja harða baráttu við sjúkdóm sinn í 3 ár og svo þegar að skilnaðarstundinni kom, var hann sáttur við að kveðja, því hann vissi að hans hlutverki væri lokið hér í tilveru okkar jarð- neskra manna. En önnur og meiri hlutverk bíða hans í öðrum og æðri heimi. Það er sannfæring mín að honum Gumma mínum líði vel. Því minn- ingin um hann er svo Ijúf, að hún léttir okkur þá raun að sjá á bak svo fögrum og góðum frænda. Eins og spámaðurinn Kahlil Gibr- an sagði „þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Ég þakka Gumma fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman í gegnum árin og þann hlýja hug og kærleik sem hann sýndi fjölskyldu minni og þá sérstaklega henni Hörpu Rós. Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá. Matt. 5.8. Ég og fjölskylda mín vottum systur minni og fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð. Með ástarkveðju. Imba, Gummi og Harpa Rós Mig langar til að minnast vinar míns, Guðmundar Kaaber, með ör- fáum orðum. Ég kynntist Gumma fyrir fáeinum árum og varð okkur strax vel til vina. Það var þó ekki fyrr en fyrir um það bil ári að við fórum að hafa meira samband hvor við annan. Gummi átti við erfiðan sjúkdóm að stríða sem að lokum leiddi hann til dauða. Ég mun seint gleyma öllum bíóferðunum okkar sem og þeim stundum er við spiluð- um saman billjard. Gummi var sannur vinur, alltaf tilbúinn að gera allt fyrir alla og vildi hann öllum vel. Gummi átti góða foreldra sem og systkini, sem hann var stoltur af. Foreldrar Gumma eru hjónin Svanhildur Guð- mundsdóttir og Sverrir Örn Kaa- ber. Þau hafa orðið fyrir þeirri sáru sorg að missa son, vel gefinn og góðan dreng. Fátt er erfiðara en að kveðja góðan vin, þótt hvíldar virtist þörf er söknuðurinn sá sami. Guð gefi foreldrum og ættingjum styrk í sorginni. Jónas Eiríkur Nordquist Hví var þessi beður búinn barnið kæra, þér svo skjótt. Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð í hans hðndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (B. Halld.) Nú er elsku frændi og vinur minn horfinn af þessum heimi. Þegar Gummi var 18 ára í blóma lífsins fór að draga úr þreki hans og getu. Hann var kominn með hvítblæði. Þessi frétt var mikið áfall fyrir fjöl- skyldu hans og vini. Við Gummi áttum margar góðar stundir saman, en við vorum miklir og góðir vinir þótt tíu ára aldurs- munur væri á okkur. Þær fyrstu voru við tjörnina í Reykjavík, þang- að fórum við til að gefa öndunum brauð og njóta lífsins. Á 9 ára af- mælisdegi Gumma fórum við ásamt foreldrum hans og Emu elstu syst- ur hans í sumarfrí til Ítalíu. Síðar tóku við sumarbústaðaferðir á hvetju sumri í mörg ár og þá var nú margt brallað og gert sér til gamans. Engan hef ég þekkt sem hafði jafn mikinn áhuga og gaman að kvikmyndum, oft kom sér það vel hve hann gat stytt sér stundir, er hann var orðinn sjúkur við það að horfa á góðar myndir. Gummi var prúður og yfirvegaður drengur. Þegar hann varð veikur hélt hann ró sinni og reisn af mikilli aðdáun. Hann naut einstakrar aðhlynn- ingar og hjúkrunar á Landspítalan- um og læknar gerðu allt sem í mannlegu valdi stóð honum til hjálpar. Langar mig til þess að þakka öllu þessu fólki fyrir allt það sem það gerði fyrir hann og okkur aðstandendur hans, til að létta okk- ur öllum þennan tíma. Oft vaknaði von um bata en því miður varð svo ekki. En nú er komið að kveðju- stund og alltof stuttri ævi er lokið, en ég veit að honum líður vel og er laus við alla vanlíðan. Hann hefur átt góða heimkomu hinumegin. Elsku bróðir, mágkona og frændur, megi guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum, en tíminn læknar öll sár. Margrét Kaaber Bak við mig bíður dauðinn, ber hann í hendi styrkri hyldjúpan næturhimin helltan fullan af myrkri. (Úr Bikamum eftir Jóhann Siguijónss.) Gummi er dáinn og það er erfitt að sætta sig við það. Það er erfitt 43 að missa þann sem manni þykir vænt um. Gummi var vinur minn. Ég kynntist honum fyrst sumarið 1988 í gegnum Ernu systur hans. Ein- mitt þetta sumar veiktist hann. í þrjú ár hef ég fylgst með hetju- legri og æðrulausri baráttu hans við hvítblæði, enda var Gummi bæði sterkur og hugrakkur. En þrátt fyrir þessi miklu veikindi var hann jafnan í góðu skapi þegar ég hitti hann. Hann gerði aldrei mikið úr veikindum sínum og vildi ekki njóta neinnar vorkunnar. Þó að Gummi sé dáinn munum við sem þekktum hann alltaf eiga góðar minningar um góðan dreng og þær stundir sem við áttum sarri- an. Elsku Hildur, Sverrir, Erna, Katrín og Berglind. Missir ykkar er mikill og bið ég góðan Guð um að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Tobba BIFREIÐA- OC ÞJÓNUSTUDEILD JÖTUNSHF. HEFJA SÝNINCAR- OC ÞJÓNUSTUFERÐ UM LANDIÐ ÞANN21. MAÍN.K. VIÐ SÝNUM M.A. CHEVROLET CORSICA FÓL KSBIFREIÐ, CHEVROLET BLAZER OC HINN VINSÆLA ISUZU ÞALLBÍL UÞÞHÆKKAÐAN OG BREYTTAN. VIÐSKIÞTA VINUM OKKAR CEFST KOSTUR Á AÐ RÆÐA VIÐ SÖLUMENN OC ÞJÓNUSTUFULLTRÚA. NOTIÐ ÞETTA EINSTAKA TÆKIFÆRI TIL AÐ SKOÐA OC PRÓFA NÝJU BÍLANA FRÁ OKKUR. SYNINGARSTAÐIR STAÐIR DAGS. VÍK 21. MAl HÖFN 21. MAÍ DJÚPIVOGUR 22. MAl FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR. 22. MAÍ RE YÐA RFJÖRÐUR . .. 22. MAl NORÐFJÖRÐUR 23. MAI ESKIFJÖRÐUR 23. MAI EGILSSTAÐIR 23. MAÍ SEYÐISFJÖRÐUR .... 24. MAl VOPNAFJÖRÐUR.... 25. MAÍ ÞÓRSHÖFN 25. MAÍ HÚSAVlK 25. MAÍ HÚSAVlK 26. MAl AKUREYRI 26. MAÍ DALVÍK 27. MAl ÓLAFSFJÖRÐUR .... 27. MAÍ SIGLUFJÖRÐUR 27. MAl SAUÐARKRÓKUR ... 28. MAl BLÖNDUÓS 28. MAÍ HVAMMSTANGI 29. MAl BORGARNES 29. MAl ■mukítfft HOFÐABAKKA 9 112REYKJAVÍK SÍMI91-67000 BÍLASALA....67 43 00 ÞJÓNUSTUD....68 65 00

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.