Morgunblaðið - 28.05.1991, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1991
Amnesty International:
Þrjátíu ára barátta
fyrir mannréttíndum
Mannréttindasamtökin Amnesty International eiga þrjátíu
ára afmæli í dag, 28. maí. I tilefni afmælisins hafa samtökin
birt áskorun vegna samviskufanga víða um heim og beina
þeim tilmælum til ahnennings að þrýstaá stjórnvöld í viðkom-
andi landi um að fangarnir verði látnir lausir. Leiðandi fólk
innan ýmissa starfstétta mun vekja athygli á málefnum sam-
viskufanga innan sömu stéttar. Og í kvöld stendur Islandsdeild-
in fyrir afmælissamkomu í Sóknarsalnum í Skipholti, sem hefst
kl. 20.30. Fram koma Amar Jonsson leikari, sem les upp,
Eþíópíumaðurinn Sawdu Wolby, sem ræðir um ástandið í hei-
malandi sínu og Jón Aðalsteinn Þorgeirsson klarinettleikari,
sem leikur verk eftir Messien, sem samið var í fangabúðum
nasista. Þá verður sýnd stutt kvikmynd um starfsemi samtak-
anna.
Kveikjan að stofnun Amnesty
International var grein sem birt-
ist hinn 28.maí 1961 í The Obser-
ver og Le Monde. Hún var eftir
breska lögfræðinginn Peter
Benenson og bar yfirskrifina
“Gleymdu fangarnir". Um-
fjöllunarefnið var samvisku-
engin undanbrögð!
■tw dp 2.0
Veggspjald Amnesty Internati-
onal-samtakanna í tilefni þrjá-
tíu ára afmælis þeirra. Þar er
vakin athygli á málum 30 sam-
viskufanga.
fangar, fólk sem fangelsað hefur
verið vegna skoðana sinna. Urðu
viðbrögðin við birtingu greinar-
innar svo mikil að sama ár voru
stofnuð samtökin Amnesty Int-
ernational, sem beijast gegn
mannréttindabrotum og er starf-
semin sérstaklega helguð föng-
um. Nú eru starfandi deildir í
160 löndum og félagar eru um
1,1 milljón. Hér á landi eru félag-
ar um 1100.
Samtökin telja að um tveir
þriðju hlutar mannkyns búi við
stjórnarfar þar sem mannréttindi
séu fótum troðin. Að sögn Sig-
urðar Einarssonar, rekstrar-
stjóra samtakanna eru yfir
10.000 fangar á skrá. Hafi sam-
tökin á annað borð verið tekið
mál fanga'fyrir, lýkur afaskipt-
um þeirra ekki fyrr en hann hef-
ur verið látinn laus eða þeir sem
eru ábyrgir fyrir mannréttinda-
brotum á viðkomandi verið
dregnir fyrir rétt. Áskorun
samtakanna til almennings ber
heitið „Engin undanbrögð" og
fer hér á eftir: „Tveir þriðju hlut-
ar mannkyns lúta stjórnvöldum
er beita eigin þegna pyndingum
og taka þa'af lífi.
Börn eru pynduð í viðurvist
fangelsaðra foreldra sinna.
Námsmenn er krefjast þjóðfé-
lagslegra breytinga eru fangels-
aðir.
Stjórnarandstæðingar sæta
óréttmætri málsmeðferð, þeir
„hverfa“ eftir handtöku eða eru
einfaldlega skotnir af lögreglu
og dauðasveitum.
Þúsundir fanga eru teknar af
lífi; skotnar, hengdar eða settar
í rafmangsstól.
Glæpir stjórnvalda eru gróf
mannréttindabrot. Samt hafa
þau afsakanir á reiðum höndum:
„Skiptið ykkur ekki af því sem
ykkur kemur ekki við - Fórn-
arlömbin eiga ekki betra skilið -
Tilgangurinn helgar meðalið“.
Neitum að hlusta lengur á
undanbrögð stjórnvalda eða ann-
arra! Ógnununum verður að linna
í eitt skipti fyrir öll!
Mannréttindi má tryggja,
jafnvel þótt við ofurefli sé að
etja. Við höfum öll ser það ger-
ast. Við getum náð fram breyt-
ingum.
Takið þátt í baráttunni með
okkur - hefjumst handa strax!“
Örfá orð nm innræti
eftir Hávar
Sigurjónsson
Örnólfur Árnason birti grein í
Morgunblaðinu sl. laugardag og
gefur sér þar forsendur ýmiss
konar til getgátna um innræti
Stefáns Baldurssonar Þjóðleikhús-
stjóra og hvað fyrir honum vaki
með þeim aðgerðum sem kunnar
eru orðnar
Sú skoðun leiklistarfólks er
gjaman viðloðandi að umræða um
íslenskt leikhús sé best geymd
innan veggja leikhússins. Hún eigi
í fæstum tilfellum erindi á opinber-
an vettvang. Ég hef stundum furð-
að mig á þessari afstöðu og talið
málefnalega umræðu ávallt af
hinu góða og aldrei feimnismál.
Nú bregður svo við að umræða
um aðgerðir Stefáns Baldurssonar
Þjóðleikhússtjóra hefur borist inn
á vettvang fjölmiðla, Morgun-
blaðsins framar öðrum, og hlýtur
inntak hennar að vera staðfesting
til hins almenna lesanda á ofan-
greindri skoðun, að slíkt tal eigi
ekki erindi út fyrir leikhúsið.
Nú má kannski velta því fyrir
sér að þeir sem viljað hafa fela
leikhúsumræðuna hafi haft tals-
vert til síns máls og talið sig kunna
skil á inntaki hennar og efnistök-
um nægilega vel til þess að vita
að það væri ekki leiklist á íslandi
til framdráttar að hún kæmi fyrir
augu og eyra almennings. Ég hef
reyndar velt þessu fyrir mér áður
en talið það samviskumál hvers
og eins á hvaða braut hann kýs
að beina hugsun sinni og orðum.
Ég er enn sömu skoðunar og hver
sem á heldur kemur upp um inn-
ræti sitt með þvi hvaða farveg
hann velur málflutningi sínum.
Þetta er eðlilegt og varðar engan
svo framarlega sem skoðun við-
komandi birtist viðmælendum sem
hans skoðun og einskis annars.
Nú bregður öðruvísi við.
Örnólfur Árnason birti grein í
Morgunblaðinu sl. laugardag og
gefur sér þar forsendur ýmiss
konar til getgátna um innræti
Stefáns Baldurssonar Þjóðleikhús-
stjóra og hvað fyrir honum vaki
með þeim aðgerðum sem kunnar
eru orðnar. Tónn þessarar greinar
er rætinn og innihald hennar að
öllu leyti þess eðlis að ósamboðið
er virðingu þeirra sem tengjast
leikhúsum landsins að samþykkja
með þögninni. Gildir þá einu hvoru
megin borðs menn sitja í afstöðu
sinni til uppsagnanna í Þjóðleik-
húsinu.
Það hefur löngum verið plagsið-
ur smámenna að skreyta sig með
lánsfjöðrum sér meiri manna.
Verður búningurinn þá gjarnan
Hávar Sigurjónsson
. hlálegur að ekki sé sagt'fyrirlitleg-
ur. Örnólfur Árnason kýs að velja
grein sinni þann umbúnað að líkja
við eitt af þekktustu leikritum
Williams Shakespeares, Makbeð,
og leggur síðan út af því sam-
kvæmt innræti sínu. Slík upphafn-
ing lágkúru gerir hvorki leikriti
Shakespeares né persónu Stefáns
Baldurssonar nokkuð til; hún varp-
ar einungis ljósi í hugskot greinar-
höfundar og eftir lesturinn finnst
manni óneitanlega sem slíkur afk-
imi hefði betur mátt njóta myrk-
urs.
Það er engum til framdráttar
að umræðan um aðgerðir Stefáns
Baldurssonar Þjóðleikhússtjóra sé
dregin í svaðinu á þann hátt sem
Örnólfur Árnason kýs að gera. Það
er einlæg von mín að þeir sem
þegar hafa bleytt fætur sína í því
feni velji þann kost að snúa aftur
til sama lands í stað þess að ösla
beint af augum út í kviksyndi róg-
burðar, persónuníðs og ærumeið-
inga. Staðreyndin er nefnilega sú
að öfugt við skoðun Ömólfs Áma-
sonar þá býður öllu sæmilega inn-
rættu fólki við málflutningi af því
tagi sem hann bar á morgunverð-
arborðið síðastliðinn laugardag.
Slíkt er honum til minnkunar og
engum öðrum til framdráttar. Síst
af öllu íslenskri leiklist.
Höfundur er leikstjóri og
blaðamaður.
„Uppsagnir“ í
Þjóðleikhúsinu
eftir Gisla
Alfreðsson
í umræðum í fjölmiðlum um hóp-
uppsagnimar í Þjóðleikhúsinu hefur
Stefán Baldursson, verðandi Þjóð-
leikhússtjóri, reynt að koma ein-
hverri sök á undirritaðan í þessu
máli. Ástæðan er mér óskiljanleg,
því í sama orðinu segist hann einn
bera fulla ábyrgð á þessum upp-
sögnum.
Hann segist hafa haft fullt sam-
ráð við mig um þessi mál, þannig
að ég hafi allan tímann vitað hvað
hann ætlaðist fyrir. Ávirðingarnar
hafa aðallega falist í því, að hann
sakar mig um að hafa ekki mót-
mælt fyrr en seint og síðar meir
og hins vegar fyrir að hafa ekki
hlýtt fyrirmælum ríkislögmanns um
að undirrita uppsagnarbréfin með
honum.
Ekkert af þessu er rétt. Mér var
að vísu kunnugt um að hann hygð-
ist gera, eins og hann nefndi það,
„áherslubreytingar á mannahaldi",
en það er ekkert annað en það sem
ég hef gert sjálfur á hveiju ári, svo
ég sá enga ástæðu til að mótmæla
því. Hann hélt því hins vegar leyndu
hversu mörgum og hveijum hann
ætlaði að segja upp. Þetta kalla ég
ekki að hafa fullt samráð, eða ger-
,ir einhver annar það?
Það var fyrst á Þjóðleikhúsráðs-
fundi þ. 27. febrúar að Stefán upp-
lýsti hve mörgum og hveijum hann
ætlaði að segja upp, en deginum
áður býijaði hann að afhenda upp-
sagnarbréfin. Ég kaus að mótmæla
þá ekki strax, óundirbúinn, því ég
vildi skoða málið í ljósi samninga
og laga, en strax á næsta fundi
Þjóðleikhúsráðs, þ. 13. mars, bar
ég fram mín mótmæli og tveim
dögum síðar ritaði ég þolendum
bréf, þar sem ég harmaði uppsagn-
imar og kvaðst ekki hafa á þeim
neinn skilning né samúð.
Til skýringar vil ég geta þess, að
í samningum við íjármálaráðherra
samdi SFR um eftirfarandi: „Leik-
ari, sem hefur starfað átta ár eða
lengur hjá leikhúsinu, skal fastráð-
inn með gagnkvæmum þriggja
mánaða uppsagnarfresti.“ Hliðstæð
ákvæði eru við fjölda annarra leik-
húsa á Norðurlöndum og víðar f
Evrópu. Eftir þessu ákvæði samn-
ingsins hef ég starfað nú í 8 ár og
talið að þeim sem hafa starfað átta
ár eða lengur yrði ekki vikið úr
starfi, nema einhveijar ávirðingar
væru. Aðrir samningar, þ.e. þeirra,
sem hafa starfað skemur, eru gerð-
ir til eins, tveggja eða þriggja ára
í senn, og má segja upp með 6
mánaða fyrirvara, án ávirðinga.
Fjöldi þeirra samninga verður 13
Gísli Alfreðsson
taldi að Stefán hefði í raun nógu
úr að moða.
Hvort Stefán hefði í raun laga-
lega heimild til að segja þessu fólki
upp, hugleiddi ég ekki fyrr en síð-
ar, þar eð mér þótti þetta fyrst og
fremst vera brot á samningum og
siðferðilega rangt, að segja fólki
upp fyrirvaralaust og að ástæðu-
lausu, sem hefur starfað við Þjóð-
leikhúsið áratugum saman við góð-
an orðstír. Ég veit engin dæmi þess
að það hafi verið gert í öðrum leik-
húsum.
Hvað varðar fyrirmæli ríkisiög-
manns til mín um að undirrita upp-
sagnarbréfin, er þetta að segja: Ég
ráðlagði Stefáni að fara á fund rík-
islögmanns og fá hjá honum ráð
og fara síðan í einu og öllu að þeim.
Eftir þann fund kom Stefán og
sagði mér að ríkislögmaður áliti að
hann (Stefán) gæti ákveðið, án
segja upp og að ég ætti að skrifa
upp á það. Þetta fannst mér í meira
lagi undarlegt og hafði því samband
við Sigurð Líndal, prófessor, sem
sagði að þetta gæti ekki staðist,
en kvaðst mundu kanna hvort lögin
leyfðu að Stefán undirritaði bréfin
éinn.
Morguninn eftir tjáði ég Stefáni,
að ég myndi ekki undirrita bréfin
og sagði honum frá samtali okkar
Sigurðar Líndals og að hann myndi
hringja síðar um daginn og gefa
okkur álit sitt. (Rétt er að hér komi
fram, að við þessar umræður vissi
ég ekki hve mörgum eða hveijum
átti að segja upp.) Síðar um daginn
gaf Sigurður það álit sitt að líklega
stæðist það að Stefán undirritaði
bréfin einn. Þetta sagði ég Stefáni
og réði honum um leið að hafa aft-
ur samband við ríkislögmann. Dag-
inn eftir byijaði hann að afhenda
uppsagnarbréfin.
Það var ekki fyrr en seinni hluta
aprílmánaðar að mér fór að bjóða
í grun að Stefán hefði ekki túlkað
rétt fyrir mér álit ríkislögmanns og
hringdi ég þá í hann og kom þá
hið sanna í ljós. Hann hafði sagt,
að ég færi með vald Þjóðleikhús-
stjóra til 1. september og að aðeins
undirskrift mín gerði uppsagnar-
bréfin gild, en hins vegar ekkert
um það að Stefán gæti krafist þess
að ég undirritaði þau. Ríkislögmað-
ur sagði einnig, að í byijun apríl,
þegar honum hefði orðið ljóst, að
ég hafði ekki undirritað bréfin, hafi
hann boðað Stefán á sinn fund og
gert honum grein fyrir því, að hann
teldi bréfin ólögleg og ráðið honum
að draga þau til baka.
Það gerði Stefán ekki.
í ljósi þess að Stefán Baldursson
„í Ijósi þess að Stefán
Baldursson vissi allan
tímann um þann vafa,
sem lék á lögmæti upp-
sagnarbréfanna, er for-
kastanlegt að hann
skuli ótrauður hafa
haldið áfram að skipu-
leggja næsta leikár, án
þess að taka minnsta
tillit til þessarar vitn-
eskju sinnar og lýsa því
nú yfir að leikhúsið sé
í stórfelldum fjárhags-
vanda vegna þessa
máls, sem hann hratt
sjálfur af stað.“
sem lék á lögmæti uppsagnarbréf-
anna, er forkastanlegt að hann skuli
ótrauður hafa haldið áfram að skip-
uleggja næsta leikár, án þess að
taka minnsta tillit til þessarar vitn-
eskju sinnar og lýsa því nú yfir að
leikhúsið sé í stórfelldum ijárhags-
vanda vegna þessa máls, sem hann
hratt sjálfur af stað.
Eftir fyrri kynni mín af Stefáni
Baidurssyni, hafði ég þá trú og ein-
setti mér raunar, að þessi leikhús-
stjóraskipti gengju smurt og liðlega
fyrir sig. Því miður er sú staða
komin upp núna, að Stefán er í ein-
dreginni andstöðu við mig og raun-
ar einnig við menntamálaráðherra
og ríkislögmann. Það harma ég.
Ilöfundur er Þjóðleikhússijóri.
þann 1. september, þannig að ég samráðs við mig, hverjum aetti að vissi allan tímann um þann vafa,