Morgunblaðið - 28.05.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.05.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1991 Grænfriðungar hafa stór- skaðað samfélög eskimóa eftir Olaf Sigurðsson í fyrra haust var sýnd fræðslu- mynd í breska sjónvarpinu um hvernig nútímamaðurinn hefur stórskaðað náttúruna. Myndin var gerð að tilstuðlan Karls Bretaprins og sýndi hann sjónvarpsáhorfend- um hv'ernig „vestræn menning" hefur leikið náttúruna grátt, allt frá hálöndum Skotlands til regnskóga Suður-Ameríku. Athyglisverð voru þau orð hans að á hverju ári deyja út nokkrar tegundir jurta og skor- dýra í regnskógunum. „Hver veit, ef til vill er að finna í þessum út- dauðu tegundum lækningu við krabbameini eða öðrum sjúkdóm- um?“ spurði Bretaprins sjónvarps- áhorfendur í ávarpi sínu. Nú er einnig tilefni til að íhuga tengsl okkar við náttúruna og um- hverfið þar sem Grænfriðungar hafa barist gegn nýtingu sjávar- spendýra þeirra er lifa á mörkum hins byggilega heims í Norður-Atl- antshafinu. Hefur barátta þeirra gegn selveiðum á Nýfundnalandi og Grænlandi stórskaðað samfélög- in þar. Ungir menn munu ekki lengur taka við af feðrum sínum og veiða sel og verka skinn til sölu, heldur neyðast þeir til að búa á mölinni og versla í kaupfélaginu. Veiði- mannalífið, sem þetta fólk þekkti, tilheyrir nánast fortíðinni. Drykkja, „nýir“ vestrænir sjúkdómar og þjóðfélagsleg vandamál hrjá nú samfélög þessara fámennu byggða- laga. Ein hæsta sjálfsmorðstíðni ungra manna í heiminum er talin vera á Grænlandi. Enn á ný hafa Vesturlandabúar troðið gildismati sínu uppá samfélög frumbyggja með hörmulegum afleiðingum. Það átti þó ekki að vera megin- efni þessarar greinar að fjalla um viðkvæm samfélög veiðimanna á norðurhjara eða hvemig barátta umhverfisvemdarsamtaka hefur leikið þau grátt eins og vel er þekkt hér á Norðurslóðum. Það sem jafn- framt er að gerast ætti að vera íbúum .vestrænna stórborga enn frekara áhyggjuefni en sel- og hval- veiðaþjóða, sem hafa alltaf stundað þess háttar veiðar sér til viðurværis og verslunar. Vestræn menning er ennfremur að glata þeim menningararfi, sem felst í lifnaðarháttum veiðimanna í norðri. Vestrænir sjúkdómar hrjá ekki veiðimannasamfélög eskimóa Fæðuvenjur og líferni eskimóa hefur verið rannsakað að takmörk- uðu leyti en samt hefur margt óvænt komið í ljós. Vegna óhóflegr- ar fítuneyslu töldu menn upphaf- lega, að hjarta- og æðasjúkdómar mundu hijá þá, ásamt meltingar- sjúkdómum og ristilkrabba vegna ónógrar trefjaefnaneyslu. Hvaðan fengu eskimóar grænmeti og C-vít- amín? Þeir borða minna af fiski en menn áætluðu þar sem selur og smáhveli voru stærri og gáfu meiri mat (stórhveli voru og eru erfiðari viðfangs, en grindhvalaveiðar Fær- eyinga, hrefnuveiðar íslendinga, smáhvalaveiðar Grænlendinga og annarra á norðurslóð eiga sér langa hefð). Mikið var sóst eftir fitunni auðvitað, þar sem hún er orkurík- ust. Líf veiðimanna á ísnum var að mörgu leyti einfalt, veiða og borða og því feitara kjöt, — því meiri orka. Allt var nýtt. Mat vestrænna sérfræðinga byggðist á eigin reynsluheimi miðað við aðstæður í þéttbýli neysluþjóð- félags. Rannsóknarmenn uppgötv- uðu þó öllum að óvörum að fitan væri holl! Hjartasjúkdómar eða krabbamein var nær óþekkt! í kjöl- farið breyttust skoðanir sérfræð- inga um að öll fíta væri óholl, nema plöntuolíur. Síðar varð kólesteról- kenningin fyrir þeirri gagnrýni að kólesteról úr fæðu hækkar ekki endilega kólesteról í blóði og einnig kom í ljós að ofneysla plöntuolía gæti unnið gegn hollustu sjávarfítu. Ymislegt er enn umdeilt en ljóst þó að rannsóknir á áhrifum fítuefna úr fæðunni hafa tekið miklum fram- förum. Síðustu tvo áratugi hefur vart verið haldin ráðstefna í nær- ingar- eða fituefnafræðum, án þess að vitnað sé beint eða óbeint til fyrri rannsókna á líferni eskimóa og hafa margar ráðstefnur verið haldnar um omega-3-fitusýrur úr sjávarfangi. Ef einhverja vísbendingu væri að finna um lækningu á einhveijum menningarsjúkdómum Vestur- landabúa, væri þá ekki ástæða til að koma í veg fyrir að sú vísbend- ing glatist? Umhverfissamtök með Grænfrið- unga í fararbroddi hafa því valdið miklum skaða að mati margra. Það er dapurt til þess að hugsa að vopn- in hafi snúist í höndum þeirra. Þeir hafa stuðlað að því að lífsmáti eski- móa, sem gæti geymt veigamiklar upplýsingar fyrir Vesturlandabúa er að glatast. Þeir, sem einmitt höfðu þurft mest á þekkingunni að halda, hafa valdið mestu spjöllun- um. Borgarböm Evrópu og Banda- ríkjanna hafa af óvitaskap styrkt misskilda baráttu umhverfissinna fyrir dýralífi en um leið skaðað mannlífíð. Vissulega viljum við vernda um- hverfið gegn mengun, útfjólubláum geislum og fleiru, sem lífsmáti neysluþjóðfélagsins skilur eftir. En ef sú barátta er fjármögnuð á kostnað frumbyggja í norðri er vart við öðru að búast en að vinnu- brögðin yrðu gagnrýnd, þó allir gætu verið sammála um markmiðin. Grænfriðungar hafa verið gagn- rýndir fyrir óheiðarleg vinnubrögð í mynd Magnúsar Guðmundssonar „Lífsbjörg á Norðurslóð" og í inn- lendum og erlendum blöðum. Græn- friðungar hafa meira að segja beðið Grænlendinga afsökunar á út- breiðslu þess misskilnings að Græn- lendingar veiði selkópa þegar þeir kæpa ekki á Grænlandi! Svar Græn- lendinga var að það ætti að biðja afsökunar á sama vettvangi og þessu var upphaflega haldið fram á, en það hefur ekki verið gert. Eskimóar á Grænlandi og í Kanada hafa ekki sama aðgang og Græn- friðungar að sex fréttum sjónvarps- stöðva í Evrópu og Ameríku. Sam- tök Grænfriðunga eru stór og eru að stækka vegna markaðslögmála. Markhópar herferða þeirra hafa verið skilgreindir, sem og aðferðirn- ar við að koma boðskapnum til skila. Veltan telst í hundruðum milljóna. , Vita náttúrubörn ekki mest um náttúruvernd? Ýmsir sérfræðingar hafa áhyggj- ur af því hvernig frumbyggjum í Ólafur Sigurðsson „Borgarbúar Vestur- landa verða að skilja að gildismat íbúa á norðurhjara er annað, neysluvenjur öðruvísi, sem og öll menning eskimóa. Að ætla öðr- um að vera eins er menningarhroki, sem á ekki að líðast.“ norðri reiðir af. Frumbyggjar hafa bent á það að ef Vesturlandabúar kaupi flíkur úr selskinni, efli þeir veiðar og verslun og þar með for- sendu þess að lifa af veiðunum. Það er ekki líklegt að umhverfis- samtök Grænfriðunga mæli með því, en þau beita sér nú gegn smá- hvalaveiðum Færeyinga og íslend- inga og nú nýlega fiskveiðum. Hafrannsóknarmenn hafa bent á að engin hætta stafi af veiðum sela eða smáhvela víðast á norðurslóð og að hvalveiðar íslendinga hafa verið vel innan allra hættumarka. En, _ef sela- og hvalaveiðistofninn við ísland verður of stór gengur á fiskistofnana og raskast þá jafn- vægi náttúrunnar í hafinu umhverf- is landjð og er efnahagslegu sjálf- stæði íslendinga þar með stefnt í voða. En rökum rannsóknarmanna er ekki alltaf sinnt. „Náttúruvernd felst meðal annars í skynsamlegri og hóflegri nýtingu“, ritaði prófess- or Gísli Már Gíslason í greinarkorni um áframhaldandi nýtingu á lang- reyði og hrefnum hér við land. En hann bendir einnig á að „allt tal, um það að segja sig úr Alþjóðahval- veiðiráðinu ef það fellst ekki á nýt- ingu, meðan unnið er að heild- stæðri veiðistjórnun, er hættulegt, og leggur eingöngu vopn i hendur þeim sem vinna gegn skynsamlegri nýtingu þessara stofna“. Ef Alþjóða hvalveiðiráðið hlustar ekki á rök og niðurstöður rannsókna þeirra er lifa í því umhverfi, sem fjallað er um, þá þarf Alþjóða hvalveiðiráðið ekki að undrast gagnrýni frekar en Grænfriðungar. Borgarbúar Vesturlanda verða að skilja að gildismat íbúa á norður- hjara er annað, neysluvenjur öðru- vísi, sem og öll menning eskimóa. Að ætla öðrum að vera eins er menningarhroki, sem á ekki að líð- ast. íslendingar, Færeyingar og Grænlendingar og veiðimannasam- félög á Nýfundnalandi hafa lært að lifa í sátt við umhverfi sitt án mengunar og án þess að útrýma hvölum eða selum. Aðrar þjóðir hafa sótt í þessar veiðar á norður- slóðum án tillits til getu dýranna til endurnýjunar stofnanna. Því hafa þjóðir á norðlægum slóðum lagt mikið upp úr vernd nytjastofn- anna, að skynsamleg nýting þeirra geti haldið áfram. Það kemur því úr hörðustu átt að íbúar stórborganna skuli gagn- rýna íslendinga og aðra á norður- slóð fyrir ofveiði, á sama tíma og við höfum sýnt umheiminum að það er hægt að vernda fiskimiðin og hvalastofna svo skynsamleg nýting þeirra sé möguleg. Eitt meginskilyrði Islendinga fyr- ir inngöngu í EB mun vera að eng- ar auknar veiðiheimildir komi til, þar sem lítið er til skiptanna, ein- mitt vegna verndunarsjónarmiða. Rányrkju evrópskra sjómanna eins og t.d. Spánveija, á að stöðva, ekki að flytja út til annarra landa og vinnubrögðum Grænfriðunga á að mótmæla. Höfundur er matvælafræðingur. Tóbakslaust ísland árið 2000 eftir Sigurð Helgason Reyklaus dagur Rétt er að vekja athygli á því að föstudagurinn 31. maí 1991 á að vera reyklaus dagur. Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur helgað þennan dag um heim allan sem al- þjóðlegan tóbaksvarnardag og er hann nú helgaður baráttunni fyrir reyklausu andrúmslofti í húsakynn- um og farartækjum fyrir almenn- ing. Höfum í huga að mikið hefur áunnist, en viðurkenna ber að það er bæði lagalegur réttur og siðferð- islega rétt að frábiðja sér tóbaks- mengað andrúmsloft. Stytting ævinnar um 20 ár Tóbaksreykingar eru alvarleg ógnun við heilsu manna í dag og ein helsta orsök ótímabærs dauða fjölda manna og kvenna. Þekking okkar á skaðsemi reykinga fer vax- andi og er talið samkvæmt niður- stöðum Alþjóða heilbrigðisstofnun- arinnar fyrir Evrópu að helmingur þeirra sem deyja séu á aldrinum 40-70 ára. Talið er af sömu stofnun að þeir sem reykja stytti ævina um 20 ár. Reykingar orsaka m.a. lungnakrabba, lungnaþembu og kransæðastíflu. Margar aðrar teg- undir krabbameins má og rekja til reykinga svo og ýmsar tegundir hjartasjúkdóma. Börn eru sérstak- lega næm fyrir reykingum og fóstur er í mikilli hættu, ef móðir reykir á meðgöngutímanum. Fjöldi alþjóð- iegra stofnana hefur tekið þátt í baráttunni við tóbaksreykingar. Hér þurfa allir að sameinast í átak- inu gegn þessum skaðvaldi, m.a. ríkisstjórn, sveitarstjórnir, allir stjórnmálaflokkar, fjölmörg áhuga- félög, verkalýðsfélög og æskulýðs- og íþróttafélög. Höfum í huga að fækkun reykingafólks sparar þjóð- félaginu stórfé auk þess sem heilsa viðkomandi fer fljótt stórbatnandi. Leggja þarf mikla áherslu á öflugt forvarnarstarf, sem beinist að því að forða æskufólki frá því að hefja reykingar. í þessu sam- bandi er lögð áhersla á að beina kröftunum að fólki sem gæti haft áhrif á aðra. Hér er m.a. haft í huga fólk, sem starfar að heilbrigð- ismálum, kennarar og starfsfólk á uppeldissviðinu, íþrótta- og æsku- lýðsleiðtogar. Koma þarf á vel skip- ulögðum námskeiðum, sem vinna að því að viðkomandi hætti reyking- um og oft er þá stunduð líkams- rækt samhliða. Einnig er talið að heit böð og nudd séu nauðsynleg hjálparmeðöl til þess að hætta reykingum. Þá hefur komið í ljós að miklu skiptir að verð á tóbaki hækki og lögbundinn aldur til þess að kaupa tóbak verði hækkaður, minnka möguleika á sölu tóbaks og tryggja öllum rétt á reyklausum svæðum og sjá til þess að þeim reglum verði framfylgt. Norðmenn endurskipuleggja baráttuna Norðmenn hafa nýlega sett upp nýtt skipulag og er markmið þeirra að Noregur verði reyklaus árið 2000. Byggja þeir tillögur sína á ráðleggingum Alþjóða heilbrigðis- stofnunarinnar fyrir Evrópu. Heil- brigðisráðuneytið í Noregi fer með yfírstjórn þessa málaflokks þar í landi, en sjö öftug samtök hafa tek- ið saman höndum að vinna að þess- um markmiðum, en þau eru nú í Noregi. Krabbameinsfélagið, hjartasam- tökin, læknasamtökin, íþróttasam- bandið, samtök gegn tóbaks- reykingum, samtök astma og of- næmissjúklinga og fijáls heildar- samtök sem vinna að heilbrigðis- málum. Við skulum gera okkur grein fyrir að mikill árangur hefur orðið í mörgum löndum, en alveg sérstak- lega í Bandankjunum. Er talið að reykingafólki hafí þar fækkað um 34% á nokkrum árum og er það „Við íslendingar verð- um að hefja nýja og vel skipulagða sókn í bar- áttunni gegn tóbaks- reykingum og komast í fremsta hóp þjóða í árangri." fyrst og fremst að þakka að þar er rekið öflugt forvarnarstarf og með mikilli almennri þátttöku. Einkafyrirtæki og opinberar stofn- anir hjálpa starfsfólki sínu að losna úr viðjum tóbaksreykinga með góð- um árangri. Er það gert með fræðslu og vel skipulögðum nám- skeiðum. Lokaorð Við íslendingar verðum að hefja nýja og vel skipulagða sókn í bar- áttunni gegn tóbaksreykingum og komast í fremsta hóp þjóða í árangri. En engin von er um nokk- um árangur, nema að fá fjöldasam- tök til þess að taka höndum saman í baráttunni. Höfum í huga að árið 2000 á að höfða enn betur til okkar íslendinga en annarra þjóða, þar sem þá fögn- Sigurður Helgason um við jafnframt 1000 ára afmæli kristnitöku þjóðarinnar, sem er eflaust einn merkasti og áhrifarík- asti atburður í sögu þjóðarinnar. Það væri verðug afmælisgjöf, ef við gætum þá verið búin að bægja frá hættulegasta vágesti heilsu mánna í vestrænum löndum. Höfundur er útgáfu- og félagsmálastjóri Hjartaverndar og formaður Landssamtaka hjartasjúklinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.