Morgunblaðið - 28.05.1991, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAI 1991
Laugarvatn;
Norræn ráðstefna
um mannréttindi
NORRÆN ráðstefna á Hótel
Eddu verður haldin dagana 6.-10.
júní nk. um mannréttindi.
Á ráðstefnunni verður m.a. fjall-
að um réttindi smáþjóða, flótta-
mannarétt og tengsl umhverfisrétt-
ar og maiinréttinda. Einnig verður
fjallað sérstaklega um mannréttindi
á Islandi út frá ýmsum sjónarhorn-
um. Þekktir fyrirlesarar og virtir
fræðimenn á sviði mannréttinda
halda fyrirlestra á ráðstefnunni.
■ UDÍ Sukriti Av. sem er sér-
lærður jógakennari frá Filippseyj-
um verður með jógakennslu fyrir
konur á vegum Ananda Marga.
Þátttakendum verða kynntar slök-
unaraðferðir og hugleiðsla og rætt
verður um skilning jóga á tilgangi
andlegra æfinga. Kostnaði verður
_ haldið í lágmarki. Námskeiðið verð-
ur haldið í leikskólanum Sælukoti,
Þórsgötu 1, fimmtudaginn 30. maí
kl. 20.00.
Mannréttindaráðstefnur með svip-
uðu sniði hafa verið haldnar undan-
farin ár á hinum Norðurlöndunum
á vegum þarlendra mannréttinda-
stofnana en þetta er í fyrsta skipti
sem slík ráðstefna er haldin á Is-
landi. Fyrirlestrarnir verða fluttir á
ensku.
Skipulagning ráðstefnunnar er í
höndum íslenskrar undirbúnings-
nefndar og starfar hún í náinni
samvinnu við norrænu mannrétt-
indastofnanirnar í Kaupmannahöfn,
Lundi, Ósló og Turku.
Þátttakendur koma flestir frá
Norðurlöndum. Ekki er gert ráð
fyrir að þátttakendur greiði sér-
stakt þátttökugjald en greiða hins
vegar fyrir mat og gistingu. Þeir
sem vilja taka þátt í ráðstefnunni
tilkynni sig til ráðstefnudeildar
Ferðaskrifstofu íslands.
Frekari upplýsingar og dagskrá
er hægt að fá hjá Guðrúnu Gauks-
dóttur, Borgardómi Reykjavíkur,
Túngötu 14, Reykjavík.
(Fréttatilkyiining)
passa best
elskulega var að orði komist hér
áður fyrr, — og svo ekkjur og ekkl-
ar. Við gætum svo staðið fyrir fjár-
söfnun handa hinum bágstöddu og
látið þá þakka okkur í sjónvarpi og
útvarpi fyrir framan alþjóð með
tárin í augunum yfir „góðmennsku"
okkar. i
Sem betur fer eru enn til þeir
íslendingar, sem vilja að allir fái
að lifa með reisn. Sem telja að allir
eigi rétt á að taka ákvörðun um líf
sitt. Jafnvel þá ákvörðun að skilja
við maka sinn, án þess að fara við
það á vonarvöl.
Foreldrar í láglaunahópum þessa
lands. í sameiningu getum við þrýst
á ráðamenn að bæta ástandið í
dagheimilismálunum, svo öll börn
eigi kost á gæslu þar. Núverandi
ástand er óþolandi. Mánaðargjald
dagheimilanna er nú kr. 7.900 fyrir
hvert barn einstæðra foreldra og
námsfólks en 13.200 fyrir aðra.
Gjald dagmóður er aftur á móti
27.100 á mánuði fyrir hvert barn,
skv. upplýsingum frá Félagi dag-
mæðra í Reykjavík og það gjald
verður gift fólk og sambúðaraðilar
að greiða, þar sem dagheimilarými
eru ekki einu sinni nógu mörg fyrir
börn einstæðra foreldra hvað þá öll
börn sem þurfa á gæslu að halda.
Hveiju sveitarfélagi er í sjálfsvald
sett hvort það greiðir niður gjald
til dagmóður fyrir einstæða foreldra
og námsfólk en víðast mun það þó
vera gert. Dagheimilin taka ekki
við öðrum en börnum „forgangs-
hópanna" á biðlista sína, þannig að
þeir gefa alranga mynd af þörf-
inni. Þó talið sé sjálfsagt-mál að
tvo aðila þurfi til að sjá fyrir fjöl-
skyldu svo vel sé virðast ráðamenn
loka augunum fyrir þessum stað-
reyndum. Hvað ætlast þeir til að
sé gert við börnin á meðan báðir
foreldrar vinna utan heimilisins?
Hver veit nema „pappírsskilnuð-
unum“ sem prestarnir hafa sem
mestar áhyggjur af myndi fækka
til muna, kæmust þessi mál í viðun-
andi horf. Því vissulega væri það
mikil kjarabót fyrir láglaunafólk,
og jafn sjálfsagt og nauðsynlegt og
að hækka skattleysismörk og að
lægstu laun færu aldrei niður fyrir
þau mörk.
Við megum ekki láta undarlega
uppsett dæmi tekin úr lausu lofti
etja okkur út í baráttu hvert við
annað. Við skulum heldur taka
höndum saman og beijast fyrir því
sem hlýtur að vera sameiginlegt
markmið okkar allra: Betri fjár-
hagsleg og félagsleg staða fjöl-
skyldnanna, örugg og góð uppeldis-
skilyrði barnanna okkar.
Höfundur erformaður Félags
einstæðra foreldra.
jBibem
Breióar aó aftan
Mjórri aó framan
Mittisteygja
Teygja vió lærin
Ofnæmisprófaóar
• Óbleiktar
Guðný Kristjánsdóttir
„Er þá algengast að
giftir einstaklingar hafi
að meðaltali kr. 100.000
í launatekjur á mánuði
meðan hið dæmigerða
einstæða foreldri hafi
200.000?“
Nettó tekjur á mánuði voru því
að meðaltali kr. 101.074 og af þess-
ari upphæð greiddi hún svo dag-
heimilisgjald fyrir bæði börnin.
Þessi fjölskylda ber sig vel og
biður engan að vorkenna sér, en
skilur ekki alveg af hveiju hún er
svona fjarskalega öfundsverð og
hvers vegna kjör hennar eru hjóna-
skilnaðarhvetjandi.
Hver var tilgangurinn með því
samanburðardæmi sem birtist í
fjölmðlunum í marsmánuði sl.? Er
það ósk þeirra sem að því dæmi
stóðu og þeirra sem voru sem and-
aktugastir yfir niðurstöðunni að við
snúum aftur til þeirra tíma þegar
ekkjur og munaðarleysingjar þurftu
að þreyja þrautagöngu og lifa á náð
og miskunn „góðhjartaðra“ manna
og kvenna? Á að stöðva þá sem
svindla á kerfinu, með því að hætta
að greiða mæðralaun og hærri
barnabætur til einstæðra foreldra?
Fráskildir einstæðir foreldrar yrðu
vafalaust miklu færri, þar sem fá-
tækt fólk hefði ekki efni á að skilja,
hversu slæmt sem hjónabandið
væri. Eftir stæðu „konur sem eiga
börn í lausaleik" — eins og svo
Aörar bleiur
Margiir hyggur
auð í annars garði
eftir Guðnýju
Kristjánsdóttur
Fyrir nokkru var um það rætt í
fjölmiðlunum að „kerfið" væri vont
við fjölskyldufólk. Þegar nánar var
að gætt kom í ljós að þar var átt
við heiðariega gift fólk eða skrásett
sambúðarfólk með þijú börn á
framfæri. í þessu sambandi var
gerður samanburður á högum þess-
ara fjölskyldna og svo aftur á móti
einstæðs foreldris og óskrásettra
sambúðaraðila með sama barna-
fjölda á sínum snærum og aftan
við hnýtt meðlagsgreiðanda þriggja
barna. Útkoman úr dæminu sem
til var tekið sýndi að meðlagsgreið-
andinn hafði það best, fast á eftir
fylgdi einstæða foreldrið og þeir
sambúðaraðilar sem svindla á kerf-
inu, en „heiðarlega ljölskyldan“ var
langverst sett.
Gat verið um aprílgabb að ræða?
Einhver með skopskynið í kald-
hæðnara lagi? Nei, ekki virtist herra
biskupnum yfir íslandi vera skemmt
í viðtali í útvarpinu. Lýsti hann
áhyggjum sínum og prestastéttar-
innar allrar yfir þessari þróun. Kerf-
ið væri hjónaskilnaðarhvetjandi, þar
sem fólk sæi í hendi sér að það
gæti helst rétt við bágan íjárhag
með því að nýta sér þau hlunnindi
sem fylgdu því að vera einstætt
foreldri. Auðvitað ætti eitthvað að
gera fyrir þá sem minna mega sín
en nú væri öllu öfugt snúið og það
bitnaði á fjölskyldunni.
En lítum nú nánar á dæmið sem
upp var sett í blöðunum á dögunum.
Og takið nú eftir. Aðeins eitt dæmi
var tekið. Hjón sem bæði vinna
utan heimilis og hafa samanlagt
200 þúsund krónur í launatekjur á
mánuði annars vegar og hins vegar
einstætt foreldri eitt og sér með
sömu launatekjur á mánuði og hjón-
in bæði samtals.
Er þá algengast að giftir ein-
staklingar hafi að meðaltali kr.
100.000 í launatekjur á mánuði
meðan hið dæmigerða einstæða for-
eldri hafi 200.000?
í launatöxtum verkalýðsfélag-
anna er þó ekki að finna sértaxta
fyrir hjón og annan fyrir einstætt
foreldri, sem virðist þó liggja í aug-
um uppi að miðað sé við í þessu
furðulega dæmi. Við könnumst við
að launamismunur er nokkur hér
hjá vorri þjóð, er jafnvel að aukast.
En hingað til hefur því verið haldið
fram að hann sé á milli starfs-
stétta, en fari ekki eftir hjúskapar-
stöðu viðkomandi launþega, verka-
maður að öllu jöfnu með lægri laun
en ráðherra o.s.frv. Einnig segir
Kvenréttindafélag íslands að konur
séu flestar með mun lægri laun en
karlar.
í hagskýrslum má finna að lang-
flestir einstæðir foreldrar eru kon-
ur. Og fullyrt að þær sitji fáar á
ráðherrastól. Ög launin eru þá
sennilega í samræmi við það. Von-
andi eru til þeir einstæðu foreldrar
sem hafa í raunveruleikanum 200
þúsund króna laun á mánuði, en
því miður eru meðaltalsjónurnar
með langtum lægri laun. Konur sem
vinna t.d. í fiski, við ræstingar, á
gæsluvöllum og dagheimilum, í
skólum, verslunum, skrifstofum og
við önnur þjónustustörf. Og algeng-
ustu launin svona á bilinu frá 60-80
þúsund á mánuði.
En það var þetta með „hlunnind-
in“. Einstæðir foreldrar fá meðlag
með börnum sínum. Fæstum finnst
það óréttlátt og fáir telja það til
hlunninda. Meðlag greiðir það for-
eldrið sem ekki hefur forsjá barn-
anna, svo ekki er það tekið úr vasa
hins almenna skattborgara. Trygg-
ingastofnun ríkisins greiðir barna-
lífeyri (sama upphæð og meðlag)
ef foreldri er látið. Vonandi telja
fæstir það eftir. Mæðra- og feðra-
laun greiðir sama stofnun einstæð-
um foreldrum. Barnabætur greiðast
í gegnum skattakerfið. Þær miðast
við barnafjölda og eru ekki tekju-
tengdar, en eru heldur hærri til ein-
stæðra foreldra en annarra, nú
2.299 á mánuði. Munurinn er meiri
þegar barnið hefur náð 7 ára aldri,
því þá lækkar upphæðin til giftra
foreldra og sambúðarfólks (á hvaða
forsendum?), en helst óbreytt hjá
einstæðum foreldrum.
Barnabótaauki fer hvorki eftir
aldri barna né hjúskaparstöðu for-
eldranna, en er aftur á móti tekju-
tengdur. Barnabætur og barnabóta-
auki greiðast út á þriggja mánaða
fresti.
Skoðum nú eitt raunverulegt
dæmi: Kona, einstætt foreldri með
tvö börn á framfæri.
Meðaltalstölur á mánuði 1990:
Tekjur: Kr.
Launatekjur 70.00
Meðlag 13.627
Mæðralaun 11.187
Barnabætur 12.602
Bamabótaauki 6.641 114.057
Frádráttur: Kr.
Skattar 9.483
Lífeyrissjóður 2.800
Félagsgjald 700 12.983