Morgunblaðið - 28.05.1991, Side 20
rs
20
K>ei IAM -82 fllíOAaUlGIHcl CIICIAJ8MUÍUI0M
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1991
Hagfræðiundur Evrópu-
markaðshyggjunnar
Er hægt að græða á niðurfellingu innflutningstolla EB, sem Islendingar hafa aldrei greitt?
eftir Hannes
Jónsson
Fyrir allmörgum árum hug-
kvæmdist virðulegum ráðuneytis-
stjóra í Arnarhvoli að láta útbúa
fyrir ráðherra sinn auðskilið útskýr-
ingadæmi um hver hagur íslands
hefði verið af aðildinni að EFTA
og fríverslunarsamningunum við
Evrópusamfélagið. Hann setti því
einn fulltrúa sinn í að taka saman
magn og verðmæti fisktegunda,
sem við höfðum flutt út á
EFTA/EB-svæðið og lét reikna út
eftir tollskrám EB, hversu mikinn
innflutningstoll hefði þurft að
greiða af þessum innflutningi, ef
við hefðum verið utan EFTA og
ekki haft fríverslunarsamninga við
EB.
Mér vitanlega vakti það aldrei
fyrir ráðuneytisstjóranum að
blekkja einn eða neinn með þessum
tölum, sem hann lét framleiða í
Amarhvoli. Fyrir honum vakti að-
eins að auðvelda ráðherra sínum
málflutning í þágu aðildar okkar
að EFTA og fríverslunarsamninga
okkar við EB með því að sýna styrk-
ari samkeppnisstöðu okkar á Evr-
ópumarkaði eftir en áður. Þess
vegna var um allmörg ár tekið fram
í skýrslu ráðherra, að samkvæmt
lauslegum útreikningum hafí tollív-
ilnanir vegna útflutnings sjávarafla
og iðnvara frá íslandi til EFTA/EB
numið svo og svo mörg hundruð
milljónum króna, sem erlendi inn-
flytjandinn losnaði nú við að greiða.
Hvergi var gefið til kynna, að
við hefðum þurft að greiða þessa
innflutningstolla á EITA/EB-
svæðinu heldur voru hér aðeins
bendingar um, hvað innflytjandinn
á Evrópusvæðinu mundi hafa þurft
að greiða í tolla af íslenskum út-
flutningi, ef við hefðum ekki verið
aðilar að EFTA og ekki haft frí-
verslunarsamninga við EB.
En kerfíð hefur sitt lag á að
móta hlutina, einkum þegar reyndir
ráðuneytisstjórar láta af störfum
og ungir hagfræðingar, lausir við
reynslu af kaupsýslu og stjómsýslu,
taka við. Nú er okkur sagt það allt
í einu í skýrslu, sem mér skilst að
17 hagfræðingar beri ábyrgð á, að
„áætlanir um raunverulega greidda
tolla fyrir innflutning til EB á árun-
um 1988 og 1990“ hafi numið 1,5
milljörðum af ferskfíski og saltfíski
1988 og 1,8 milljörðum 1990. Síðan
segir: „Samantekið má því ætla,
að mestur hluti þessara toll-
greiðslna lendi á íslenskum fram-
leiðendum.“ Með því að leggja sam-
an tölur úr tveimur töflum komast
skýrsluhöfundar svo að þeirri „vit-
urlegu" niðurstöðu, að „tollgreiðsl-
ur íslenskra útflytjenda til EB
(myndu) hafa numið 3,8 milljörðum
króna árið 1988 og 6,5 milljörðum
1990.“
Hagfræði á villigötum
Þarna er búið að snúa hlutunum
við. Það, sem ráðuneytisstjóri lét
reikna út sem skýringadæmi, er nú
sett fram sem boðuð „staðreynd"
um tollskyldu okkar á útflutningi
til EB-ríkjanna.
Nú hélt ég, að flestir vissu, og
a.m.k. allir hagfræðingar og útflytj-
endur, að það er alþjóðleg venja,
að innflytjendur en ekki útflytjend-
ur, greiða innflutningstolla. Þeir eru
síðan reiknaðir inn í vöruverðið og
koma endanlega niður á neytendum
í innflutningslandinu. Tölur hag-
fræðiskýrslunnar eru því hrein fab-
úla. íslenskir útflytjendur greiða
enga og hafa ekki greitt innflutn-
ingstolla af íslenskri útflutnings-
vöru til EB-ríkjanna. þessar tölur
eru einfaldlega búnar til í stjórnar-
skrifstofum í Reykjavík og höll
mammons við Kalkofnsveg. Toll-
klarering íslenskrar útflutningsvöru
til EB-ríkjanna og greiðsla tolla er
alfarið í höndum innflytjendanna í
EB-ríkjunum samkvæmt alþjóðlegri
venju, ekki í höndum íslenskra út-
flytjenda. Þeir greiddu enga inn-
flutningstolla og hafa engar kvitt-
anir fyrir greiðslu þeirra. Sama
regla gildir um innflutning til ís-
lands frá EB-ríkjunum. íslenski inn-
flytjandinn í Reykjavík, sem flytur
t.d. inn bifreiðar, búsáhöld og verk-
færi frá EB-ríkjunum, greiðir inn-
flutningstollinn við tollafgreiðslu
vörunnar í Reykjavík, ekki útflytj-
andinn frá EB-ríkjunum.
Þannig er þetta að alþjóðlegri
venju og þetta vita allir, sem komið
hafa nokkuð nærri hagnýtum milli-
ríkjaviðskiptum.
Þetta mál er einfalt og ástæðu-
laust að flækja það með hæginda-
stólsvangaveltum um verðteygni
framboðs og eftirspumar, sem í
loftköstunum án jarðbundinna
tengsla við veruleika heilbrigðrar
kaupsýslu er af hægindastólshag-
fræðingum látin gefa þann óraun-
veruleika sem veruleika, að útflytj-
endur á íslandi greiði innflutnings-
tolla í EB-ríkjum.
Viðskipti með sjávarafurðir
Til eru dæmi þess, að íslenskir
saltfískútflytjendur hafí við verð-
ákvörðun hluta vörumagns, sem
selt hefur verið á EB-markaði, gef-
ið einhvern verðafslátt við aðstæður
mikils framboðs. Hefur þetta helst
gerst, þegar útflytjandi hefur lokið
afgreiðslu á tollfrjálsum eða lágtoll-
akvóta en selur meira magn, þá
með einhveijum afslætti, sem tekur
smávægilegt tillit til þessara að-
stæðna. Hann greiðir þó aldrei inn-
flutningstollinn og tollklarerar aldr-
ei vöruna. Það gerir innflytjandinn
í EB-ríkjunum.
Við aðstæður mikillar eftirspum-
ar eftir físki, eins og nú er, eru
slíkir afslættir að sjálfsögðu ekki
veittir enda hefur fískverð verið
hækkandi. Meðalverð á útfluttum
saltfíski hækkaði t.d. um 35% á
milli áranna 1989 og 1990.
Þetta em nú staðreyndimar um
málið. Verður þá lítið úr milljörðun-
um, sem hagfræðingamir segja, að
við íslendingar greiðum í innflutn-
ingstolla á útflutningi okkar til
EB-ríkja og mundum græða á aðild
að EES.
Eitt er þó gott í einni skýrslunni
um áhrif Evrópska efnahagssvæðis-
ins á íslenskan sjávarútveg. Þar
kemur fram, að EB-ríkin framleiða
samtals um 4 milljónir tonna af fiski
til manneldis á ári. Árleg neysla
þeirra er tvöfalt það magn eða 8
milljónir tonna. Þau þurfa því að
flytja inn 4 milljónir tonna af fiski
til manneldis á ári hveiju. Árlegur
fískafli okkar er hins vegar aðeins
um 1,6 milljónir tonn. Það er ekki
nema liðlega 'A af innflutningsþörf
EB af fiski til manneldis. Þegar
þetta er haft í huga svo og físk-
markaðir vestan hafs, í Asíu og
Austur-Evrópu þá ætti mönnum að
vera ljóst, að við þurfum ekki að
taka neinum afarkostum EB um
aðild að Efnahagssvæði Evrópu. Æ
fleiri hagsmunaaðilar í sjávarútvegi
gera sér þetta ijóst svo sem m.a.
ræður og yfírlýsingar forustu-
manna LIÚ, SH og SÍF sanna.
Lokaorð
Það hefur enginn mælt með því,
að við einangrumst frá Evrópu.
Ekki heldur, að við lokum á við-
skipti þangað á grundvelli gildandi
utanríkisviðskiptakerfís. Varað hef-
ur verið við fullveldisafsali til 18
gamalia nýlenduvelda í Evrópu og
jafnframt varað við þeim lélega
business, sem það væri að kollvarpa
gildandi fríverslunarkerfí og taka
upp í staðinn kerfi fjórfrelsisins,
sem við mundum sannanlega tapa
á. Auðvitað höldum við áfram eðli-
legum viðskiptum og samskiptum
við Evrópu, þótt við látum ekki
kæfa okkur í faðmlögum fjórfrelsis-
viðskipta og takmörkuðu fullveldis-
afsali. y
En við megum aldrei gleyma að
jafnframt því sem við erum land-
fræðilega hluti af Evrópu og viljum
gera fijáls viðskipti við Evrópuríki
Að vera bam sem
brosir, þráir, dreymir
eftirÁsdísi
Sigurðardóttur
Á ég hvergi heima í íslensku þjóð-
félagi? gætu krabbameinsveiku
bömin okkar sagt, með innilegri ósk
um að fá að lifa daglegu lífi eins
eðlilega og unnt er.
Eftir að hafa horft á Sjónaukann
síðastliðið þriðjudagskvöld tel ég
mig tilneydda til að setjast niður
og skrifa örlítið um þetta mál.
Hvernig búum við að krabba-
meinsveikum og öðfum langtíma-
veikum börnum og aðstandendum
þeirra á Islandi í dag?
Víst koma þau okkur við segir
Guðrún Agnarsdóttir læknir í grein
í Morgunblaðinu 11. maí sl. og á
þá við alheimsátak til hjálpar stríðs-
hijáðum á vegum Rauða krossins,
sem valið hefur verið kjörorðið Sól
úrsorla, sem er aðdáunarvert fram-
tak um alheimshjálp. Margt smátt
gerir eitt stórt. Við berum öll
ábyrgð á heiminum sem við lifum
í og okkur kemur öllum við hvernig
farið er með líf á þessari jörð. En
maður líttu þér nær. Koma okkur
þá ekki líka við krabbameinsveiku
börnin á Islandi í dag? Getum við
ætlast til að þau og þeirra sjúkdóm-
ur sé einkamál þeirra og foreldra
þeirra? Verðum við ekki að gera
okkar til þess að bæta aðstöðu þess-
ara barna á stofnunum? Það verður
líka að sjá til þess að foreldrar þess-
ara bama fái sómasamlegan styrk
frá ríkinu á meðan erfíðustu árin í
meðferðinni ganga yfír. Þessi börn
þurfa 24 tíma gæslu á sólarhring
og em alls ekki alltaf á sjúkrahusi
því að auðvitað þrá þau að fá að
vera heima þegar mögulegt er, jafn-
vel þótt þau séu í einangrun. Trygg-
ingamar meta þessa umönnun sem
153 klst. á mánuði en í hveijum
mánuði em 720 stundir svo þið sjá-
ið muninn.
Hveijir ráðstafa skattpeningum
okkar? Hvað með ráðuneytin, fé-
lagsmálaráðuneytið, heilbrigðis-
ráðuneytið, sem deila má um hvort
eigi vandræðabarnið — veika barn-
ið.
Bamið er ekki fatlað og heyrir
því ekki lögum samkvæmt undir
félagsmálaráðuneytið, sem hefur
þó í gustukaskyni þessi böm undír
sínum vemdarvæng á bráðabirgða-
löggjöf, þar sem heilbrigðisráðu-
neytið sihnir þeim ekki. Samkvæmt
reglugerð 605/1989 fá því aðstand-
endur rúmar 40.000 krónur í
umönnunarlaun og barnaörorku á
mánuði og það sér hver heilvita
maður að ekki er hægt að lifa á
því þegar fyrirvinnan er e.t.v. ein-
stætt foreldri og í leiguhúsnæði.
En hvað á þetta fólk að gera? Verð-
um við ekki að kreijast þess að rík-
ið hlaupi undir bagga og hjálpi
þessu fólki á meðan sjúkdómar
heija á, og sjái svo um að for-
eldri/foreldrar fái að sinna og vera
með sínu barni án þess að þurfa
alltaf að hafa áhyggjur af því
hvernig eigi að framfleyta sér pen-
ingalega frá degi til dags. Nóg er
að þurfa að takast á við veikindin
o g svo óttann um það, hvað framtíð-
in beri í skauti sér.
Sterkustu börn íslands
Krabbameinsveiku börnin okkar
fara í gegnum læknismeðferð sem
fólgin er í lyfjagjöf í æð í lengri
eða skemmri tíma, ótal svæfingum,
lyfjum í mænugöng, blóðgjöf, blóð-
flögugjöf, næringu, vökva, sýkla-
lyfjum í æð, geislum, mergskiptingu
og uppskurðum ásamt öllum þeim
fylgikvillum sem þessu fylgja svo
sem uppköstum, verkjum, þreytu,
hármissi, bjúgeinkennum og ein-
angrun í lengri eða skemmri tíma
þar sem vamarkerfí líkamans fer
algjörlega úr skorðum. Já, þetta er
hræðileg lýsing og það er auðvelt
að lesa þetta af blaði, en reynið
smástund að segja ykkur í spor
Ásdís Sigurðardóttir
„Koma okkur þá ekki
líka við krabbameins-
veiku börnin á íslandi í
dag? Getum við ætlast
til að þau og þeirra
sjúkdómur sé einkamál
þeirra og foreldra
þeirra?“
þessara bama, hvemig horfa þau á
framtíðina? Hveijar em líkurnar á
bata? Næ ég fullri heilsu? Hvað
verður um mig? Þessar spurningar
og ótal, ótal aðrar fljúga daglega í
gegnum huga litla barnsins sem
hreint úr sagt berst fyrir lífi sínu.
Hannes Jónsson
„Tölur hagfræðiskýrsl-
unnar eru því hrein fab-
úla. íslenskir útflytj-
endur greiða enga og
hafa ekki greitt inn-
flutningstolla af ís-
lenskri útflutningsvöru
til EB-ríkjanna. Þessar
tölur eru einfaldlega
búnar til í sljórnar-
skrifstofum í Reykjavík
og höll mammons við
Kalkofnsveg.“
á fijálsum hagkvæmnisgrundvelli,
þá emm við einnig hluti af langtum
stærri heimi liðlega 170 sjálfstæðra
og fullvalda ríkja. Á meðal þeirra
er nú 101 ríki, sem aðild á að Gatt-
samningum, sem við emm aðilar
að, og stefna að víðtækri fríverslun
og „bestu kjaraákvæðum" í við-
skiptasamningum ríkja. Það er mik-
ilvægara að við einangrumst ekki
frá þessum stærri'heimi fríverslun-
ar heldur en að við einangmmst
með gömlum nýlenduveldum innan
múra aðeins 18 ríkja Efnahags-
svæðis Evrópu.
Höfundur er fyrrverandi
sendiherra og höfundur
bókarinnar
Evrópumarkaðshyggjan,
Hagsmunir og valkostir íslands.
„Að vera bam sem brosir, þráir, dreymir.
Að vera bam og eiga vona mál,
trúa á lífið, tákn þess fagra og góða,
treysta Guði og eiga kærleiksþrá,
að eiga æsku, elsku, von og gleði,
að eiga líf og bjartan sólskinsdag.
Það er að vera ljós í lífsins heimi,
því lítið bam er fegurst jarðar blóm.“
(Steinunn Þ. Guðmundsdóttir)
Já, við verðum öll að hlúa að
þeim sem á þurfa að halda. Tökum
höndum saman og sköpum þessum
bömum góða sjúkrahúsaðstöðu og
gemm foreldram kleift að sinna
sínum bömum í veikindunum án
þess að þurfa að hafa eilífar áhyggj-
ur af fjármálunum.
Að endingu set ég hér hluta úr
ljóði sem móðir orti til dóttur sinnar
þegar ljóst var að hún var með
hvítblæði:
„Þú hefur létta lund og sterkan vilja
saman ætlum við lífsgátuna að skilja
Og kiífa brattann - við tvær.
Þú hefur kennt mér meir, en þig getur grunað
að þekkja þig ástin mín — ég lít á sem munað.
Með þér hver dagur sem blíður blær.
Þú hefur alltaf verið sem fuglinn frjáls
sem ég veit að ég aðeins hef til láns
uns þú flýgur á framtíðarbraut.
Sjúkdómnum þú nú verður að sinna
þú ætlar að beijast - til sigurs og vinna
þetta er tímabundin þraut.“
Mig langar til að vekja athygli á
því að í lok mánaðarins verður hald-
in í miðbænum útisamkoma þar sem
Styrktarfélag krabbameinsveikra
barna gengst fyrir fjáröflun. Kom-
um öll og tökum þátt og styrkjum
nauðsynlegt málefni.
Höfundur er afgreiðslustúlka og
móðir.