Morgunblaðið - 28.05.1991, Page 21

Morgunblaðið - 28.05.1991, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1991 21 íslenskir vordagar í hverfaverslunum eftir Sigrúnu Magnúsdóttur Þessa dagana standa yfír svo- nefndir „Íslenskir vordagar". Þeir eru árangur samstarfs rúmlega tuttugu matvöruverslana innan Kaupmannasamtakanna og Félags íslenskra iðnrekenda, til að kynna íslenska neysluvöruframleiðslu. Þessu samstarfi ber að fagna. Við kaupmenn eigum að leggja metnað okkar í að selja íslenskar iðnaðarvörur og efla með því íslen- skan iðnað ásamt með því að við kynnum viðskiptahætti hverfa- verslananna. í þessum verslunum verða alla daga vörukynningar, samtals um það bil þijú hundruð. í samvinnu við útvarpsstöðina Bylgjuna er get- raunaleikur í gangi. Margvísleg verðlaun verða í boði svo sem ís- lenska innkaupakarfan en í henni eru vörur frá öllum framleiðendum sem taka þátt í vordögunum og einnig vöruúttekt í viðkomandi verslun. Þá er efnt til happdrættis með vinning sem er helgarferð til Amsterdam fyrir tvo. Veljum islenskt Kjörorð íslenskra iðnrekenda er „veljum islenskt". Það er ekki að ástæðulausu vegna þess að lífskjör á íslandi fara mjög eftir því hvern- ig okkur gengur að spara gjaldeyri og efla atvinnuvegi landsins. Um tíu þúsund manns á íslandi starfa að framleiðslu iðnaðarvara til heim- ilisnotkunar og með aukinni þekk- ingu neytenda á góðum íslenskum iðnaðarvörum mætti skapa mun fleira fólki atvinnu. Flestar okkar framleiðsluvörur standast fyllilega samanburð við innfluttar hvað varðar gæði og verð. Það er í raun fásinna hve oft við tökum erlendar vörur framyfir íslenskar. Þetta stafar oft af vanþekkingu og gam- alli trú á að útlenda framleiðslan sé betri þeirri íslensku. Hlutverk hverfaverslana Verslunin í landinu hefur á und- anförnum árum gengið í gegnum mjög róttækar breytingar. Stór- markaðirnir hafa tekið til sín mik- inn hluta verslunarinnar. Hverfa- verslanirnar hafa þó ennþá miklu hlutverki að gegna og ef þeirra nyti ekki við væri þjónustusvið Uppsagnir eða kyrr kjör eftir Jakob Bjarnar Grétarsson Tilefni þessara orða er grein eft- ir Atla Heimi Sveinsson, sem birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 11. maí. Þar fjargviðrast hann yfir upp- sögnum nokkurra starfsmanna Þjóðleikhússins auk þess sem hann lýsir yfir furðu sinni með máttlaus mótmæli vegna þeirrar ákvörðunar, sér í lagi af hálfu Bandalags ís- lenskra listamanna. Mér virðist Atli sjá þetta mál út frá ákaflega þröngu og einkennilegu sjónar- homi: „Og þeir sem ekki skrifuðu undir af einhveijum ástæðum voru þess- ir: . . . Hvað veldur því að þessir listamenn eru óttaslegnir gagnvart Þjóðleikhúsinu? Hvað er að gerast þar, sem vekur mönnum þennan undarlega ótta, og hver rýfur sam- stöðu listamanna? Menn bregðast samstarfsmönnum sínum, og reyna að pota sjálfum sér áfram. Þetta er umhugsunarefni fyrir Bandalag íslenskra listamanna.“ Þarna er verið að gera mönnum upp ólíkindalega rætnar og sér- hagsmunalegar hvatir. Auðvitað getur legið annað að baki en eigin- hagsmunapot og þessi orð lýsa e.t.v. höfundinum betur en þeim sem hann nefnir. Það geta flestir tekið undir það að æskilegt sé að lista- menn njóti starfsöryggis á við aðra þjóðfélagshópa. En það á ekki að vera vettvangur Þjóðleikhússins að framfylgja þeirri hugmynd. Þjóð- leikhúsið er leikhús og á að sinna listsköpun. Það, að ekki sé hreyfing á leikaraliðinu innan veggja leik- hússins, hlýtur að leiða til þess að ekki veljist þeir bestu og/eða þeir sem henta í hlutverkin hveiju sinni. Og er það ekki umhugsunarefni að tæplega 100 manns sóttu um þær örfáu stöður sem voru auglýstar við Þjóðleikhúsið? Það er ótti og klíkuskapur að vilja standa vörð um að þeir, sem eru, sitji um alla ei- lífð. Það er vissulega ákveðið rof á samstöðu að vilja ekki skrifa undir mótmæli við uppsagnir, en hvort þar er verið að ijúfa samstöðu lista- ár hefur komið neytendum mjög til góða. Verðskyn þjóðarinnar hef- ur eflst stórlega þar sem varan hefur verið á sama verði í langan tíma. Ég hvet neytendur til að notfæra sér þessi vildarkjör í matvöruversl- unum og styrkja um leið íslenskan iðnað. Vordagarnir eru haldnir í eftir- töldum verslunum: í öllum Nóat- únsverslunum, Austurveri, Gríms- bæ, Breiðholtskjör, Hamrakjöri, Sunnukjöri, Plúsmarkaðinum Alfa- skeiði og Vesturbergi, Kjötstöðinni, Kársneskjöri, Melabúðinni, Kjörbúð Hraunbæjar, Kjöthöllinni, Voga- veri, Stórmarkaðinum Keflavík og versluninni Rangá. Höfundur er varaformaður Kaupmannasamtaka íslands. Búnaðarbankinn: Afgreiðsla í Borgarnesi Borgarnesi. BÚNAÐARBANKI íslands hyggst opna afgreiðslu í Borgarnesi í sumar. Bankinn hefur opnað útibú á Akr- anesi og verður afgreiðslan í Borgar- nesi í tengslum við það. Stefnt er að því að opna afgreiðsluna á miðju sumri. Búnaðarbankinn hefur keypt hús- næði fyrir afgreiðsluna að Borgar- braut 61, niðri í gamla safnahúsinu, og er nú unnið að innréttingu. TKÞ. Sigrún Magnúsdóttir * „Eg hvet neytendur til að notfæra sér þessi vildarkjör í matvöru- verslunum og styrkja um leið íslenskan iðn- að.“ verslunarinnar miklu þrengra. Það er þarft verk að vekja athygli neyt- enda á þeirri góðu þjónustu sem þeim stendur til boða hjá hverfa- verslunum. Hverfaverslanir eru nærri fólkinu og verslun í þeim útheimtir ekki langar og tímafrekar innkaupaferðir. Þá hafa ekki allir bíla til umráða og væru margir illa settir ef hverfaverslanir legðust af. Matvörubúðirnar hafa einnig reynt að veita bætta þjónustu með því að lengja afgreiðslutímann. Stöðugleiki sá í íslensku efna- hagslífi sem ríkt hefur undanfarið Ijúffengii kavtnfl semereinsagþ mamma qerðia Unnið úrekta kartöflui Jakob Bjarnar Grétarsson „Þjóðleikhúsið er leik- hús og á að sinna list- sköpun.“ manna almennt eða sérhagsmuni fáeinna útvaldra, dæmi hver fyrir sig. Það vekur furðu mína að þessi ákvörðun, sem kennd hefur verið við Stefán Baldursson og miðar að því að fá meiri hreyfingu á þá sem veljast til starfa við Þjóðleikhúsið, skuli ekki hafa fengið meiri stuðn- ing. Öll rök virðast hníga að því að hún sé einmitt þess eðlis að þjóna listinni sem best og það hlýtur að vera, þegar öllu er á botninn hvolft, það sem ber að stefna að. Uppsagn- ir eru alltaf viðkvæmt mál og ógeð- fellt á stundum og ég frábið að mér sé gerð upp einhver illgirni í því sambandi. Það er nauðsyn að sleppa persónulegu hnútukasti og skoða þetta mál í almennu ljósi. Ábyrgð þjóðleikhússtjóra snýr fyrst og fremst að því að leikhúsið bjóði upp á eins vandaðar sýningar og kostur er. Höfundur er biaðamaður. 11991 útgoffln of mest lesnu bóh landsins er homin út Nú getur þú fengið síinaskrána inn- bundna fyrir aðeins 175 kr. aukagjald. Tryggðu þér eintak á meðan upplag endist. Símaskráin er afhent á póst- og símstöðvum um land allt gegn afhendingarseðlum, sem póstlagðir hafa verið til símnotenda. Númerabreytingar sem ákveðnar hafa verið í tengslum við útgáfu símaskrárinnar og til- kynntar hafa verið símnotendum fara fram aðfaranótt 30. maí. Að þeim breytingum loknum hefur símaskráin að fullu tekið gildi, þ.e. frá og með 30. maí n.k. í tilraunaskyni verður tekið við gömlum símaskrám til endurvinnslu á póst- og símstöðvum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Sérstök athygli er vakin á því að öll síma- númer i Reykjavík sem byrja á 8 breytast. í stað fyrsta stafs sem nú er 8 kemur 81 og verða þessi númer því öll 6 - stafa eftir breytingunna. PÓSTUR OG SÍMI Við spörunt þér sporin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.